Alþýðublaðið - 05.08.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 05.08.1967, Qupperneq 10
$ t (? ■' Er ég ekki sæt? o EIGINKONA DELONS. Hin fallega eiginkona Alain Delons hefur lítið haft sig í frammi í kvikmyndum ennþá og aðeins liugsað um heimil- ið. En bráðlega mun hún breyta til og leika í kvik- myndinni „Le Samourai". Síð ustu átta mánuði hefur hún því fengið tilsögn í leik. söng og dansi. o Ife Hrotur eru nú ekki lengur skilnaðarorsök. Nú hefur verið fundið upp tæki, sem fest er við liáls og hendi þess er hrýt ur og fyrir rafmagnsábrif fær ast sveiflurnar frá hálsinum og í handlegg „fórnardýrsins“. En áhrifin eru það lítil, að viðkomandi vaknar ekki einu sinni — og hroturnar eru horfnar eftir nokkrar vikur. ROLLINGAB Á FERÐ. Hann Bill Wyman, einn af Rolling Stones, sést þarna í gönguferð með son sinn, Stephen, sem er fimm ára. BRITT OG BRÓÐIR HENNAR. Já, þau eru ekkert ósvipuð, enda systkini, þau Britt eiginkona Peter Sellers og Karl. sem er 12 ára. Britt fór nýlega með litla bróður sinn til Holly- wood, þar sem hún átti að liitta mann sinn, sem var þar við kvikmyndaleik í nýrri mynd. STJÖRNUR. Nú er verið að gera kvikmyndina „Thoroughly Modern MiUie“ í Hollywood, en hún gerist á árunum 1929- 1930. Leikendur eru meðal annars þau, sem sjást hér á mynd inni, frá vinstri: Beatrice Lillie, Carol Channing, Julie And- rews og Mary Tyler Moore_ Karlmennirnir eru þeir James Fox og John Gavin. „HVÍLDARSTOFA“ Þessi húsgögn voru nýlega á sýningu í Kaupmannahöfn og vöktu mikla athygli. Litirnir eru rauð- ir, orange og blágrænir og efnið í dýnunum er polyester- froða. Yzt til hægri situr arkitektinn sjálfur og slappar af í sínum þægilega stól. Hann Hiro Japansprins'átti fullt í fangi með að halda litla bróður sínum, þegar foreldrar þeirra voru að fara í ferða- lag. Hann vildi ekki láta skilja sig eftir og barðist ákaft til að losna úr örmum bróður síns, en að síðustu varð hann þó að- lúta í lægra haldi. Nýlega var sýnd í París nýjasta tízka fyrir karlmenn og meðal annars sýndu þessir tveir herrar stutt pils og sjáum við þá hér á myndinni sýna sig í skrúðanum Sjálfsagt þykir nú mörgum nóg um. >f ágúst 1967 ,ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.