Alþýðublaðið - 01.03.1968, Side 2
Færð er farin að batna
I gær var vestanátt á öllu land
inu og gekk á með éljum á Vestur
Iandi. Spáð var áframhaldandi
vestanátt.
Ófært var um Flóann í gærdag
og óvíst hvort ástandiS baínaði
ba''. Vegirnir frá Keykjavík voru
færir í gær. í Borgarfirði var á-
standið slæmt og var Norðurár
dalur alveg Iokaður og vegurinn
umflotinn vatni á stóru svæði.
í fyrrinótt var vestanátt á öllu
landinu, en snerist til suðvesturs
í gærmorgun. Gekk á með élj-
um á Vestur- og Norðurlandi.
Frost var í gærmorgun en dró lir
því er líða tók á daginn. Kaldast
kl. 2, 5 stig á Horni. Hiti í Rvík
og Suðvesturlandi var um frost-
mark.
í gær var spáð áframhaldandi
vestanátt, og ekki gert ráð fyrir
meiri hlýíndum í bili, en svipíiðu
hitastigi. Gert var ráð fyrir á-
framhaldandi éljum.
Hjá Vegagerðinni fengust eftir
farandi upplýsingar um ástandið
á vegunum: Ástandið fer sums
staðar batnandi, en sums staðar
versnandi. Batnandi á vegum út
frá ReyLjavík, þar er orðið fært,
þótt vegirnir séu e'kki komnir í
fulla breidd eða hæð. Fært var
í gær austur fyrir fjall og var
vatnselgurinn að sjatna í Norður
árdal í Borgarfirði. Suðurlands-
vegur um Flóann var lokaður í
gær, og fór ástandið þar versn-
andi. í gær var verið að reyna
að gera við efri leiðina um
Biskupstungur, yfir Sogið og nið
ur Skeiðaveg. Vegagerðinnj bár-
ust fréttir af minni háttar
skemmdum víða af landinu. í
fyrradag fóru Héraðsvötn að
renna yfir Vallhólma í Skaga-
firði, en þar er fært stórum bíl-
um. Blanda rann í gær yfir veg-
inn hjá Æsustöðum, en þar var
hægt að fara framhjá með því
að fara Svínvetningabraut. Byl-
ur var á Holtavörðuheiði og var
íhún ófær og lokuð. Reynt verð
ur að opna þá leið í dag.
Þegar hefur verið byrjað að
vinna við þær skemmdir sem
hægt er, og batnaði ástandið á
Suðurlandsundirlendinu nokkuð
|
' m
Og í gær var allt í einu farið að snjóa.
í gær. Óvíst var um ástandið í
Flóanum. Ekki kvað talsmaður
Vegagerðarinnar mögulegt að
meta í tölum tjónið sem vatna-
vextirnir hafa valdið, að svo
komnu máli. Kvað hann fyrst
verða gert fært milli staða, en
síðan yrðu skemmdimar metnar.
Unnið verður stanzlaust fram að
ihelgi að gera veginn færan upp
í Svínahraun.
Hjá Hvítá biðu menn tilbúnir
með tæki, eftir því að sjatnaði í
ánni og hefjast viðgerðir strax og
svo verður. Þá er einnig beðið í
Norðuriárdal eftir að flððið
lækkaði.
Bújzt er við að umferð komist
á sem víðast um helgina, en ekki
þó í eðlilegt horf. Verður lagt
kapp á að umferð geti hafizt.
Fréttaritari Alþýðublaðsins í
Búðardal, ragði að í Dalasýslu
hefðu ekki orðið mjög miklar
skemmdir á vegum í flóðunum, en
víða hefðu þó skörð brotnað í
vegi og ræsi fallið saman. Hefðu
flóðin verið meiri en elztu menn
myndu til, einkum að því leyti
hve klakaburður hefði verið mik
ill, og hefði flaumurinn sums
staðar farið yfir brýrnar, t. d.
á Haukadalsá. Þá hefði litlu mun
að að Laxárbrú tæki af, en ofan
til við hana hafði myndazt klaka
stífla í ánni. Nú væri vegurinn
hins vegar orðinn sæmilegur víð
ast hvar innan sveitar, og enn
væri ís á Hvammsfiroi og hefði
flóaskipið Baldur ekki getað
komizt til Búðardals með vörur
um síðustu helgi.
Fréttaritari blaðsins í Stykkis-
hólmi kvað vegina kringum
Stykkishólm vera slarkfæra. Var
þó mikið grjóthrun á veginn fyr-
ir Búlandsh. og Ólafsvíkurenni
Kvað hann vatnselginn hafa ver
ið mikjnn en skemmdir ekki mjög
miklar.
Á Hellissandi eru vegir í sæmi-
legu ásigkomulagi. Var útrennsli
, ekki mikið úr vegunum í rigning
unum.
Fréttaritari í Grafarnesi
kvað vega ástandið sæmilegt í
kringuon Grafarnes.
Fréttaritarinn í Borgarnesi
kvað vegaástandið í nági-enni
Borgarness vera mjög slæmt.
Norðurárdalurinn var alveg lok-
aður hjá Hvammi, og var hann
umflotinn vatni á stóru svæði.
í gær var kafaldshríð í Borgar-
nesi og sá varla á miili húsa.
Vatnselgurinn hafði sjatnað í
Norðuránni og var vegurinn með
ánni fær. í Flókadal hafði runn
ið úr veginum og var hann ófær.
Fyrir innan Varmalæk fór stykki
úr veginum. Hafa aidrei sézt önn
ur eins flóð í Borgarnesi.
Mikið 'hefur verið um simabil
anir í Lundarreykjadal, Skorra-
dal og Reykholtsdal en þar slitn
uðu niður símalínur og brotnuðu
staurar.
Mikið tjón
Framliald af 1. síðu.
Þá sagði Tómas, að flætt hefði
inn í kjallara beggja kaupfélag-
tanna og svo í kjallara símstöðvar-
innar nýju. Það ylli nú miklum
símatruflunum innanbæjar, enda
hafi vatn komizt inn á símakerfi
stöðvarinnar. — Tómas sagði,
að makalaust væri, að flætt skuli
hafa í kjallara húsa við Austur-
veg, sem stæðu allhátt, en það
sýndi kannski gerrst hvað flóðið
hafi verið gífurlegt.
Tómas Jónsson kvað fyrsta flóð
ið aðfaranótt miðvikudagsins hafa
komið fólki á Selfossi á óvart,
en í fyrrakvöld hafi fólk verið til
kynnt um flóðhættu og þess vegna
hafi fólk verið við því búið að
það kæmi og hafði yfirgefið hús
sín, áður en það var orðið um
seinan. Sömuleiðis hafi margir
getað bjargað einhverju af verð
mætum sínum, áður en flóðið skall
á.; Hins vegar væri því ekki að
fagna, að fólk hafi getað forð
að öllum innanstokksmunum sín
um undan vatninu og væri tjón
margra gífurlegt. Margir hafi þeg
ar misst töluverðan hluta innbús
s&is í vatn, heimilistæki og ann-
að.
Tómas sagðist ekki hafa orðið
var við hræðslu eða skelfingu með
al fólks, meðan flóðin stóðu yfir,
enda hafi til að nefna fyrsta
flóðið aðfaranótt miðvikudagsins
orðið með slíkri skyndingu, að
fólk hafði ekki haft ráðrúm til
að átta sig á því, hvað væri að
gerast. Fyrsta flóðið hafi ekki stað
ið nema í einn til einn og hálfan
tíma. Hraðinn hafi bjargað miklu
að fólkið hafi ekki haft tíma til
að átta sig, fyrr en flóðið var yfir
staðið.
Tómas Jónsson sagði, að flóð
ið í fyrrinótt, aðfaranótt fimmlu
dagsins, hafi örugglega verið
mesta flóð, sem orðið hafi í Ölfus
á frá upphafi, Sögur hermdu ekki
önnur eins flóð. Eftir flóðið hafi
aðeins séð á brúnni, en ekki væri
ástæða til að ætla, að burðarþol
hennar hefði rýrnað. Trosnað hafi
upp úr einum strengnunm af sex
slíkum öðrum megin brúarinnar.
Sömuleiðis hefðu festingar bognað
eitthvað og flísazt úr stepu.
Þá hafði Alþýðublaðið samband
við kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Árnesinga á Selfossi síðdegis í
gær og spurðist fyrir um skemmd
ir á húsum og tækjum kaupfélags
ins vegna flóðanna. Sagðist hann
ekki vita gerla enn þá, hve tjón
ið væri mikið. Ekki væri farið að
fjara svo að menn gætu naumast
komizt að dyrum sumra húsa
kaupfélagsins nema í klofháum
stígvélum og væri með naumind-
um, að það dygði.
Kaupfélagsstjórinn sagði að
mestar skemmdir hafi sjálfsagt
orðið á vél- og bílasmiði kaup-
félagsins, en þar væru fyrir dýr
tæki, sérstaklega væru alls konai*
mótorar og rafmótorar, sem að
líkindum hafi orðið fyrir barðinu
á vatninu. Sömuleiðis hafi verið
geymdar vörubfreiðir í vöruhús-
nm niður við ána og vatn hafi
-skemmt þær. Reynt Iiafi vcrtS að
bjarga sem mestu undan vatns
flaumi en auðvitað hafi það ekki
verið nema lítið brot af þeim verð
mætuni sem vatnið hefði náð til.
Annars sagði kaupfélagsstjórinn
á Selfossi, að fyrirtækið sæi fram
á gífurlegt tjón vegna flóðanna
í Ölfusá. Ekkert af verðmætum
kaupfélagsins væri tryggt fyrir
slíkum náttúruhamförum sem þess
urn. Slíkar tryggingar væru í einu
orói sagt ekki til. Helzt væri að
ræða í þcssu efni stuðning ur
Bjargráðasjóði, sem veitti fé til
þeirra sem verða fyrir tjóni vegna !
náttúruhamfara. Segja mætti, að
kaupfélagið og fjölmargir íbúar
Selfoss ættu hönk upp í bakið á
Bjargráðasjóði, þegar allt tjón
vegna flóðanna væri komið í
ljós.
Hver feer tjónlð
Framhald af 1. síðu.
en Ásgeir Ólafsson forstjóri Bruna
bótafélagsins sagði í viðtali við
Alþýðublaðið í gær, að erlendis
tíðkuðust tryggingar fyrir tjóni
af völdum náttúruhamfara og slík
j ar tryggingar væri hægt að út-
vega ef eftir þeim væri leitað.
Benti hann á sem hliðstæðu, að
fyrir nokkrum árum hefði verið
tekin upp óveðurstrygging og
hefðu flestir bændur undir Eyja
[fjöllum tekið slíka tryggingu,
enda væri þar mjög stormasamt.
Verð á slíkum tryggingum kvað
hann verða mjög að fara eftir
staðháttum.
Það virðist því svo sem elgend
ur skemmdra eigna verði að þola
sitt tjón bótalaust. Eina stofnun
in sem gæti hlaupið undir bagga
er brunabótasjóður, en hlutverk
hans ér að koma til aðstoðar þeg
ar tjón verða af völdum náttúru
hamfara, en hingað til liafa eink
um bændur á óþurrka- og kal-
svæðum notið góðs af þeim sjóði.
FJ„
Framhaltl af 1. síðu.
slík skemmd hafi ekki komið fyrir
áður, hafi tveir menn komið frá
Danmörku til að yfirlíta hana.
Sagði Sveinn, að þotan hafi
undanfarna daga veriö í skoð-
un, eða síðro á sunnudag og
henni hafi átt að Ijúka í gær-
kvöldi. Á meðan hafi Viscoutvél-
flogið á flugleið þofunnar. Bújzt
væri við, að þotan færi í flug í
dag.
Hröféiidur
setti 2 met!
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, í
R setti tvö glæsileg íslandsmet í
sundi á Sundmóti Ármanns í gær
kvöldi. Hún synti 100 m. skrið-
(sunidl á' 1404,0 míli. og 200m.
fjórsund á 2:40,4 mín. Hún átti
sjálf gömlu metin. Þá vann Hrafn
hildur bezta afrek mótsins skv.
stigatöflu og hlaut bikar að laun
um. Nánar um mótið á morgun.
2 1- marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐI0