Alþýðublaðið - 01.03.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.03.1968, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. FLÓÐIÐ ENN hafa miklar náttúruham farir orðið í landi okkar. Suður á Atlantshafi myndaðist hver lægð in á fætur annarri. Streymdu þær norður á bóginn yfir ísland, hlaðnar hlýju lofti, og fylgdi þeim stórfelld úrkoma. Hér var frost í jörðu, svo að vatnið fékk ei sigið niður, en rann í stríðum og vaxandi straumum eftir yfir- borði. Árangurinn varð hin gífurlegu flóð, sem orðið hafa síðustu daga. Mun tjón af ivöldum þeirra nema milljónum króna og verður án efa liðið langt fram á vor, áður en merki þeirra hverfa og gert hefur verið við 'allar skemmdir. Það var mikil gæfa, að ekki skyldi verða manntjón í flóðun- um, að meira að segja skuli hafa tekízt að bjarga skepnum. Hins vegar minna þessir 'atburðir okk- ur á óútreiknanlegan mátt nátt- úruaflanna, sem við verðum að taka fullt tillit til í allri mann- virkjagerð. Er eftir þessa þolraun ekki ástæða til að kvarta, stíflur og brýr hafa haldið, en um skemmdir á malarvegum þýðir ekki að fást. Þær verða varla fyr irbyggðar, þegar svona stendur á, en dýrt verður að gera við allfc það, sem nú hefur farið aflaga í vegakerfinu. Rétt er að veita því athygli, að Elliðaárbrýrnar lokuðust um skeið vegna flóðs. Þarmeð lokað- ist samband höfuðborgarinnar við alla landshluta, nema Suður nes og Krísuvíkurveg — að svo miklu leyti sem hann var fær. Það er mjög varasamt að hafa ekki fleiri brautir inn og út úr borginni, enda er álag á veginum við Elliðaár oft gífurlegt og meira en hann þolir. Þetta minnir á þá kunnu stað- reynd, að brautir í útjaðri höfuð borgarsvæðisi'ns eru eitt þeirra verkefna, sem brýnust eru í öllu vegakerfinu, enda er umferðin hvergi meiri en þar. Ber að minn ast þess, að bæði þurfa höfuð- borgarbúar mikla aðdrætti, og svo hafa íbúar annarra lands- hluta margt nauðsynlegt að sækja suður. Hér hefur komið í ljós óvænt og þungbær en ný ástæða til þess að leggja ríka áherzlu á að leysa vegasamband Reykjavíkursvæðis ins við umbverfi sitt og koma því í betra horf en verið hefur. Gera má ráð fyrir, að eftir reynslu síð- ustu daga kunni verkfræðingar á komandi árum að taka enn meira tillit til flóðahættu en hing að til hefur verið gert. KVIKMYNDIR ,-f . ' - AUSTURBÆJARBÍÓ: DÆTUR NÆTURINNAR. * * Að vanda reyna kvikniyndahús in, eins og þeim raunar ber, að liafa sem mesta fjölbreytni, hvað snertir val á kvikmyndum - eða með öðrum orðum, að sýna kvik myndir frá sem flestum löndum. Að sjálfsögðu hafa Japanir ekki orðið þar útundan, enda er að meðaltali sýnd hér ein japönsk mynd á ári, eða 0,25% allra kvik mynda, sem sýndar eru yfir árið. Austurbæjarbíó var að enda | við að sýna eina japanska kvik- > mynd, sem því miður reyndist hálf ! misheppnuð að mörgu leyti og er það ólíkt öðrum japönskum mynd | um, er hér hafa verið sýndar. ; Hún fjallar um vændi i Tókíó. Við ; sögu koma systur tvær, sem elska sama manni, og spinnst út aí því heilmikil melódrama, sem ekki er alltaf sérlega upplífgandi. BÆJARBÍÓ: SUMARDAGAR Á SALTKRÁKU * * * 1 Hér er á ferðinni einkar lífleg og Maria Johannsson (Skotta) og hundurinn Batt'i. (Úr ,,Sumardagar á Saltkráku") i hressandi barnamynd, sem allir J iiafa gott af að sjá, ckki sízt yngri | kynslóðin. Ekki spillir, að mynd þessi er gerð eftir Saltkráku-fram ha'lds-myndaflokknum sem notið hefur almennra vinsælda í barna tíma sjónvarpsins, Stundinni okk ar. Vert er að vekja nokkra athygli á þessari mynd, þar eð börnum hefur ekki ávallt verið boðið upp á heiðarlega og góða kvikmynda. framleiðslu við þeirra liæfi, en þau eiga auðvitað heimtingu á að fá sitt eins og aðrir. HÁSKÓLABÍÓ: Á VEIKUM i'KÆÐI * * * Þetta er fyrsta mynd leikstjór ans, Sydney Pollacks, en hann byrj aði starfsferil sinn hjá sjónvarp- inu eins og margir efnilegir banda rískir kvikmyndaleikstjórar. Önn ur mynd hans, This property is condetnned, hefur fcngið all sæmi lega dóma. Á veikum þræði (The Slender Thred) fjallar um konu sem ætl ar að fremja sjálísmorð, vegna þess að eiginmaður henriar hafði farið fx-á henni, þegar hann komst að því, að hatxn var ekki faðir yngsta barns þeirra. Eftir að hat'a tekið inn nokkrar svefntöflur, hringir hún í neyðardeild sjúkra húss, sem hefur það starf með höndum, að aðstoða einmana mannsekjur, er hafa í hyggju að ráða sér bana. Ungur sjálfboða- liði svarar í símann. Er nú allt sett í gang til að koma í veg fyrir dauða hennar; lögregla, slökkvi ! liðið o.fl. veita sína aðstoð. Kon- an neitar stöðugt að gefa upp dvalarstað sinn. Spennan eykst - tekst að bjarga konunni? í aðaihlutverkum er Anne Ban croft Sidney Poitier. Anne hef ur margsinnis sannað að hún er afburðagóð skapgerðarleikkona og nýtur hiin sín til fullnustu í þes ari góðu kvikmynd, sem er mjö svipað og í Beizka ávext- ar mjög svipað og í Beizka ávext inum, er Stjörnubíó sýndi. Poitier er mjög lifandi og dugmikill leik- ari; lxann bregst aldrei. Aftur á nxóti hefur ekki eins vel tekizt til með aukahlutverk. Myndin er bara þokkalega gerð, leikstjórn með ágætum og einnig kvikmyndataka. Tekst vel að skapa mikla spennu og halda henni til loka. Framhald 14. síðu. Sidney Poitier. 4 1. marz 1968 — VIÐ f . I r ■ MÆLUM í Alþýðublaðinu þ. 21. febrú ar ér smá grein undir fyrir- sögninni ,,Við mótmælum“. Þar er rætt um Eldborg í Kol beinsstaðahreppi og talin fjar stæða ein að kalla hana öðru nafni en Eldborg á Mýrum. Tilefni þessa er það, að nokkru áður hafði cg á fundi í ,,Hinu ísl. náttúrufræðifé. lagi“, gert athugasemd við mál ræðumanns eins, þar sem rætt var um Eldborg og liún kölluð Eldborg á Mýrum. Ég hefi á- vallt verið þeirrar skoðunar og er enn, að alltaf eigi að telja staði (örnefni cða heiti á bæjum) til Þeirrar sveitar eða sýslu, sem þeir eru í. Ég er ekkert forviða á því, þótt greinarhöfundur sem vel get- ur verið ágætur fræðimaður, sé á annarri sko'ðun en ég. Það, sem ég vil koma hér á framfæri er ekki að öllu leyti athugasemd við grein þessa, heldur skoðun mín og ýmissa annaiTa, sens erum fæddir og uppaldir á þessum slóðum. Ég vil byrja á því að benda á það að frá fornu fari eru aðeins þrír hreppar í vesturhluta Mýrasýslu sem nefndir eru „á Mýrum“. Þ.e. Borgarhreppur, Álftaneshreppur og Hraun- hreppur. Bæir í öðrum hreppum sýsl unnar eru ekki nefndir „á Mýrum“, heldur aðeins í Mýra sýslu eða Borgarfirði, sé hrepp urinn ekki nefndur. Þetta held ég að sé álit flestra fræði manna. Urn takmörk Mýra sýslu segir Þorsteinn Þorsteins son í Árbók F.Í., 1953. „Mýra- sýsla var numin og byggð snemma á landnámsöld. Tak- mörk hennar hafa verið frá upp hafi hin sömu og nú eru, að því undanskildu að Stahotsey og Húsafell voru lögð undir Borgarfjarðarsýslu. Um mörk Mýrasöslu að norð-vestan skrifar Helgi Hjörvar. (Sjá Ár- bók F.í. 1932) Á mörkum Mýra- og Hnappadalssýslu skiptir skyndilega um landslag. Flatn- eskjan og flóarnir verða minni. A mörkum sýslnanna renriur allstór á, Hítará, og um leið og farið er yfir brúna er kom- ið í nýtt hérað. Greinarhöf- undur Alþýðublaðsins talar um málvenjur, sem myndast hafi, þegar Hnappadalssýsla var sameinuð Mýrasýslu á tímabili, þ.e. á árunum frá 1787 til 1871. Það má vel vera að svo sé, en gera má ofmikið úr því. Ég talaði nýlega við fróðan mann í sögu IlnaPP- dælinga, sem nú er á áttræðis aldri, en hann er fæddur og uppalinn í Kolbcinsstaða- hreppnum. Þessi ágæti maður segir það öruggt mál, að íbú- Framliald a' 14. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.