Alþýðublaðið - 01.03.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.03.1968, Blaðsíða 15
Ræ'ða Qylfa Fruiaiia*u ui 11. síðu. eftir dag og viku eítir viku í dag blöðunum og hlusta á það í ótal ræðum, að Seðlabankinn bindi stórfé fyrir atvinnuvegum lands- manna og lánfjárskorturiim myndi minnka eða jafnvel hverfa, ef bindingareghirnar væru afnumdar. Sannleikurinn er auðviíað sá, ef að SeSIaban/c- inn hefði ekki fngið þá 181 millj. króna sparifjáraukningu við- skiptabanka og sparisjóða á sið- astliðnu ári, sem hann fékk, hefði annað tveggja hlotið að eiga sér stað. Annað hvort hefði nettó útlánaaukning hans orðið 181 millj. króna minni en ella, og hefði heiidarlánsfé þá orðið nákvæmlega sama eftir sem áð- ur, eða gJaideyrisvarasjóðurinn hefði minnkað um 181 millj. ■kr. meira en hann minnkaði. Væntanlega sj'á iþó flestir, að Jielmingsminnkun gjaldeyris- varasjóbsins á einu ári var meira en nóg. Rökin fyrir því að breyta bindingarreglunum eru því engin. Fyrst þetta er svona, að Seöla bankinn notar bindingarféð annað hvort til þess að lána það aftur eða til þess að auka gjald- eyrisvarasjóðinn, er kannski ekki óeðlilegt að spurt sé, hvers vegna vcrið sé að hafa þessar bindingarreglur. Hvers vegna geta viðskiptabankamir sjálfir lánað út allt spajrifé sitt og líka átt gjaldeyrisvarasíóðinn? Svar ið er fólgið í því, að allar þjóð- ir telja nauðsynlegt, að tryggja samræmda heildarstjórn á pen- ingamálum sínum á vegum einn ar stofnunar. Seðlabanka, sem starfi í nánu samráði við ríkis- stjórn. Gjaldeyrisvarasjóðurinn verður að vera á einni hendi til þess að hægt sé að 'hafa ÞEKKIRÐU MERKIÐ? A7 GANGBRAUT Þetta aðvörunarmerki, gult með rauðum jaðri, táknar að gang- braut sé framundan, og oftast. er vegalengdin gefin upp á sér- stöku spjaldi neðan við þríhyrn- inginn, 50, 100 eða 200 metrar. Stundum eru merki þessi fleiri og þá með dálitlu millibili til þess að ítreka þá aSvörun við öku- menn, að gangbraut sé framund- an. FRAMKVÆMDA- MEFND 'HÆGRI UMFERÐAR stjórn á stærð hans, vexti hans og minnkun, eftir efnahagsað- stæðum á hverjum tíma. Og SeðUibankinn þarf, „sérsta’klega hér á landi, fá hluta af sparn- aðaraukningu þjóðarinnar á hverjum tíma einmitt til þess að geta beint stærri hluta af heildarsparnaðinum til útflutn ingsatvinnuveganna en mundi eiga sér stað, ef ráðstöfunar- réttur yfir öllu sparifénu væri í höndum viðskiptabanka og sparisjóða. Annar megintilgang ur bindingarreglnanna hefur einmitt verið að tryggja útflutn ingsatvinnuvegunum aðgang að meira lánsfé og við lægri vöxt um en mundi eiga sér stað, ef ráðstöfunarrétturinn væri ein- göngu í höndum viðrfcipta banka og sparisjóða. Ef bind- ingarreglurnar væru afnurcdar, er enginn vafi á því, að aðstaða sjávarútvegs og landbúnaðar til lánsf.i'áröflunar mundi versna frá því sem verið hefur og er nú. Vegna þessa voru bindingar reglurnar settar og vegna þessa á að tíalda þeim. Nú er ég kominn að síðustu spurningunni: Væri rétt og mögulegt að taka nú upp aftur greiðslu fullrar verðlagsuppbótar á laun? Frá 1. nóvember til 1. febr. mun vísitala framfærslukostn- aðar hafa hækkað um rúm- 5%. Samkvæmt kröfu launþega samtakanna mundi kaup þvi eiga að hækka um 5% 1. marz n.k. Ég gat þess áðan, að á síð aðstliðnu ári hefðu þjóðartekj- urnar lækkað um 9%. Enn sem komið er bendir ekkert til þess, að árið 1968 muni verða hag- stæðara en árið í 'fyrra. Ég benti á, aÖ nú !á þessu ári höf- um við ek'ki sömu skilyrði til 'þess að draga úr áhrifum áfall- anna utan að með því að eyða gjaldeyrisvarasjóði og taka er- lend lán. Undir þessum kring- umstæðum getur því almenn kauphækkun allra launþega og bænda með engu móti orðið raunhæf. íslenzka þjóðarbúið var í fyrra rekið með miklu tapi. Það verður í ár enn rekið ■með miklu tapi. Nú er engum tekjuauka aðskipta millj þegn- anna, engum gróða að deila. Út flutningsatvinnuvegirnir tapa, verzlunin tapar, iðnaðurinn tapar og ekkj telur landbúnað urinn sig ofsælan af sínum hag. Launþegar geta því með engu móti búizt við batnandi kjörum á árinu 1968. Iíækkað kaup í krónum væri ekki að- eins sjálfsblekking, heldur skað leg sjálfsblekking, því að hún myndi aúka á þá erfiðleika, sem écu þó sannarlega nógir fyrir. Með þessu er þó engan veginn sagt, að ekki sé erfitt fyrir laun þega að bera þá kjaraskerðingu sem óumflýjanleg er. Það eykur á vandann, að minnkun þjóðar teknanna hefur ekki og getur ekki snert alla hlutfallslega jafnt heldur með mjög ólíkum hætti. Til eru stórir hópar laun þega, sem ekki hafa að neinu leyti orðið fyrir tekjuminnkun vegna minnkandi atvinnu, og er hér fyrst og fremst um að ræða opinbera starfsmenn og aðra OFURLÍTIÐ MINNISBLAÐ S K I P Eimskípafélag íslands h.f. Bakkafoss fer frá Gautahorg 4/3 til Kaupmannahafnur, Færeyja og Rvíkur. Brúarfoss fór frá Akurcyri í gærkvöld til Siglufjarðar, Keflavíkur, Cambridge, Norfolk og New York. Dettifoss fór frá Gdynia 29/2 til Ventspils og Kotka. Fjallfoss fór frá New York 27/2 til Norfolk og New York. Goðafoss fór frá Siglufirði 29/2 til Scyðisfjarðar, Norð fjarðar, Eskifjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Hull, Rotterdam og Hamborgar. Gull- foss fór frá Kristiansand 29/3 til Thors havn og-Rvíkur. Lagarfoss fer frá ísa. firði f dag til Akureyrar og Murmansk. Mánafoss fór frá Hull 29/2 til Leith, Kaupmannahafnar og Rvíkur. Reykja foss fór frá Skien 29/2 til Moss, Oslo og Rvíkur. Seifoss fór frá New York 28/2 til Rvíkur. Skógafoss er í Rvík. Tungufoss fór frá Kaupmannahöfn 27/2 til Thorshavn og Rvíkur. Aslcja fór frá Rvík 28/2 til Siglufjarðar, Húsavík ur og Raufarhafnar. Utan skrifstofu. tíma eru skipafréttir lcsnar í sjálfvirk um símsvara 2-14G6. ★ Skipadeild SÍS. Arnarfell er í Rvík. Jökulfcll er í ltott erdam. Dfsarfell er í Rotterdam. Litla fell væntanlcgt til Rvíkur i dag. Helga fcll fór í gær frá Akureyri til Rotter. dam. Stapafell er í Rotterdam. Mæli- fell væntanlegt til Rvíkur á morguu. tMISLEGT \ ★ Gjafir og áheit til Stokkseyrarkirkju 1966. Jakob Arnason Bræðratungu kr. 5000.00, Guðmundur Valdimarsson, Sæ. túni kr. 300.00. Frá ónefndum afh. af Haraldi Júlíussyni kr. 100.00. Oddný Þorkelsdóttir frá Pálmarshúsi kr. 200.00. Hjónin Sigþrúður Einarsdótlir og Stefán Thordarson kr. 500.00. Sigrún Eiríks- dóttir frá Reykjavík kr. 500.00. Guðjón Ó. Jónsson frá Útgörðum tii minningar um foreldra sína kr. 5000.00. Frá ónefnd um afh. af Haraldi Júlíussyni kr. 200.00. Til minningar um Sigurhjörgu Jóns. dóttur frá Vinaminni afh. af Guðrúnu Sigurðardóttur kr. 10.500.00. Áheit frá ónefndum .afh. af Guðrúnu Sig. kr 500.00. Áheit frá Magnúsi I. Gíslasyni Bjargi kr. 500.00. Áheit frá ónefndum afh. af Magneu Einarsd. kr. 500.00. A- heit frá Unni Sigurðard. og Önnu Guð. mundsdóttur Laufásvegi 25 Reykjavík 2.500.00. Áheit frá N.N. afh. af Guð- rúnu Sigurðard. kr. 400.00. Fyrir minn ingarkort Stokkseyrarkirkju afh. af Sturlaugi Jónssyni frá Vinaminni kr. 5000.00. Áheit frá Gísla R. Guömunds. syni og frá Sætúni kr. 500.00. Imríður Júníusd. frá Syðra-Seli 1000.00. Áheit frá Guðmundi Vaidimarssyni Sætúni 100.00.Áheit frá Pálmari Þ. Eyjólfssyni Skipagerði kr. 2994.00. Gjöf frá Einari Guðbj. og Siguröi Karissyni kr. 200.00. Margrét Thordarson Reykjavík kr. 500.00. Fyrir minningarkort Stokkseyr. arkirkju afh. af Haraldi Júlíussyni kr. 2750.00. Frá systurinn í Stóru-Sandvík til minningar um Katrínu Þorvarðard.l kr. 1000.00. Alls kr. 40744.00. í> o o SMÁAUGLÝSINGAR Takið eftir Saumum skerma og svuntur á barnavagna. Hölum áklæöi. Öldugötu 11 . Hafnarfirði Sími 50481. Notið yður SMÁAUGLÝS- INGAR Alþýðublaðsius Aðalfundur SJÓMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður haldinn að Lindarbæ sunnudaginn 3. marz næstkomandi kl. 13.30. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýna félagsskírteini við innganginn. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. fastlaunamenn. Sjómenn og þá fyrst og fremst síldarsjómenn hafa hinsvegar hlotið mesta skellinn, enda höfðu þejr að vísu hagnazt mest á undan- förnu góðæri. Þá hafa verka- menn og verkakonur og sumir hópar iðnaðarmanna orðið al- varlega fyrir barðinu á sam- drættinum í atvinnulífinu. Tekjur manna í þessum stéttum hafa minnkað verulega, vegna minnkandl yfirvinnu, afnáms yfirborgana og jafnvel beins at- vinnuleysis. Hjá þessum stétt- um, þessum hluta launþeganna. er því án éfa um alvarlegt vandamál að ræða. En hvernig getur lausnin á því vandamáli verið fólgin í því að hækka kaup allra launþega um 5 %, þar lá meðal opinberra starfs- manna og sjómanna og auk þess bænda, sem lögum samkvæmt mundu fá hækkun á afurðaverði sínu? Samkvæmt margstaðfestri reynslu hefur almenn kauphækk un svo að segja þegar í stað í för með sér hækkun á vöru- verði, sem svarar til um það bil 60% af kauphækkuninni, og þegar frá líður hefur hún í för með sér vöruverðs hækkun, sem nemur svo að segja allri kaup- hækkuninni ef ekki !á sér stað framleiðniaukning í þjóðfélag- inu, sem leitt gæti til vöruverðs lækkunar, ef engin kauphækkun hefur átt sér stað. Enginn hef- ur því í raun og veru gagn af al mennum kauphækkunum hjá öll um launþegum og bændum, allra sízt þeir, sem orðið hafa fyrir tekjuskerðingu vegna minnkaðrar atvinnu, því að fyrstu áhrif almennrar kaup- hækkunar eru þau að draga úr atvinnunni. í rauninni eT það algerlega órökrétt stefna að berjast fyrir kjarabótum t’il handa verkamönnum, verkakon um og iðnaðarmönnum með því að krefjast um leið jafnmikilla kauphækkana fyrir t.d. opin- bera starfsmenn og bændur, því að kauphækkun opinberra starfs manna og bænda, svo að dæmi séu tekin, rýra auðvitað skil- yrðin til raunverulegra kaup- hækkana fyrir vérkamenn, verkakonur og iðnaðarmenn. En ef það er viðurkennt, að um sé að ræða raunverulegt vandamál hjá t. d. verkamönn- um, verkakonum og iðnaðar- mönnum, hvað er þá hægt að gera til þess að ráða bót á þessu vandamáli? Vandi þess- ara stétta hefur fyrst og fremst skapazt vegna minnkandi at- j vinnu, enda þótt ekki hafi ver : ið mikið um beint atvinnuleysi, nema áður en vetrarvertíð hófst. Þess vegna hlýtur lausnin á vandanum að vera fólgi.n í því að auka atvinnuna og þar með raunverulegar tekjur þeirra, en ekki að hækka kaupið og stuðla með því, að atvinnan geti ekkj vaxið, heldur minnki jafnvel. Ég er þess vegna beirr ar skoðunar, að raunverulegum hagsmunum launþega, og þá sér staklega þeirra sem höllust.nm fæti standa, þ. e. verkamanna, verkakvenna og iðnaðarmanna, sé bezt horgið með því að gerð ar séu öflugar ráðstafanir til þess að tryggja öllum vinnufær um mönnum st.öðuga atvinnu, þrátt fyrir erfiðleikana, sem að hafa steðjað, eins og þeir hafa látt kost á á undanförnum ár- um. Það væru ráðstafanir, sem þessum launþegum sérstaklega og raunar launþegum í heild, yrðu að mestu og beztu gagni. Ég lýk þessum orðum mínum með því að láta í Ijós þá ein- lægu ósk, nð gæfa íslenzkra launþega og þá um leið ís- lenzku ’þjóðarinnar megi vera slík, að i stað þess, að nú hefjist vinnudeilur til þess aS knýja fram almennar kaup- hækkanir, sem öllum eru til tjóns, þá geti launþegar, at- vinnure.’^endur og r^íisvald sameinast um þess konar stefnu í atvinnumálum, sem tryggi fulla og stöðuga at- vinnu ölliun til handa og í kjöl far liennar auknar tekjur þeirra, sem orðið hafa fyrir mestum tekjumissinum vegna þeirra erfið’eika, er yfir þjóð ina hafa dunið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5 1. marz 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.