Alþýðublaðið - 21.05.1968, Síða 3

Alþýðublaðið - 21.05.1968, Síða 3
Klikið öngþveiti ríkir nú í Frakklandi. 6 millj ónir manna eru í verk- falli og er það helming- ur franskra launþega. Verkfallsmenn hafa lagt undir sig um 250 verk- smiðjur og allar samgöng ur og sambönd við útlönd eru í lamasessi. Ekki kom til neinna átaka í gær, þótt mikið öngþveiti hafi ríkt í París. Lögð hefur verið frarn vantraustyfir lýsing á frönsku ríkis- stjórnina. Öngþveiti það sevn ríkír í Par ís á' upphaf sitt að rekja til stú dentaóeirðanna í síðustu viku, sem hófust vegna mótmæla stú- denta gegn fræðslukerfinu og lé legum aðbúnaði í háskólumi ladnsins, og verkfalla, sem hóf ust til að votta stúdentum sam- úð. Helzti leiðtogi franskra stú- denta, Cohn Rendit hefur haft náið samstarf við Rudi Dutschke, leiðtoga vinstri sinnaðra þýzkra stúdenta, sem morðtilraunin var gerð á fyrir nokkru og varð upp hafið að hinni miklu óeirðaöldu meðal þýzkra stúdenta. Eru nú ákafar umræður í Frakklandi meðal stúdenta um gjörbyltingu fræðslukerfisins. Franska ríkis- stjórnin hefur reynt að gera málstað stúdenta að sínum eigin LÍK DRENGSINS FÍNNSI REKIÐ Lík Haralds litla Bjarnason- ar, þriggja ára, sem týndist héðan úr Reykjavík hinn 25. marz síðastliðinn, fannst á sunnudag rekið upp á rif rétt austur af Akurey. Menn, sem voru á skemmti- siglingu, fundu líkið um há- degisbilið á sunnudag, og gerðu þeir lögregluyfirvöldum þegar viðvart, er þeir komu í land. Var gerður út leiðangur til að sækja líkið. Haraldur litli hvarf að heim an frá sér fyrir tæpum tveim- ur mánuðum síðan, eða 25. marz síðastliðinn. Mikil leit var gerð að barninu. Er talið, að litli drengurinn hafi verið að leika sér nálægt fjörunni í Laugarnesinu, þegar síðast sást'til hans, þá fundu leitar- menn stígvél drengsins í fjör unni. Stúdeutar og verkamenn ganga fylktu liði um Parísarborg nú fyrir helgina, og á þann hátt reynt að snúa sig út úr ógöngunum og hefur i því tilviki sett á laggirnar nefndir skipaðar háskólakennur- um, nemendum og foreldrum til að benda á úrbætur. Árlega er 20% stúdenta mein' uð innganga í háskóla landsins og 50% stúdenta, ,sem hefja há- skólanám Ijúka ekki námi og er Ströngum prófum kennt um. Þjóðfélagsstarfsemin hefur öll farið úr skorðum. 6 milljónir manna. eru nú í verkfalli og er það helmingur franskra laun- þega. Allar flug- og járnbrautar samgöngur hafa lagzt niður og öll vinna i hafnarborgum lands ins. í París voru skólar lokaðir og sterkan daun lagði frá ösku tunnum. Póstdreifing hefur að mestu lagzt niður. Gífurlegt um ferðaröngþveiti var í París í gær, en neðanjarðarlestir og strætisvagnar hafa lagt niður ferðir sínar. Minnir andrúmsloft ið í París einna helzt á uppreisn arástand. Hefur gífurlegt hamst ur á matvörum átt "Sér stað og mikið gullkaupaæði farið fram í bönkum landsins, þar sem fólk óttast gengisfellingu frankans. Þá hafa bankastarfsmenn hótað að fara í verkfall. Einnig hafa AÐAKONA Alþýðublaðið óskar að ráða unga konu til framtíðarstarfs við blaðamennsku. Umsóknir um starfið ásamt greinargerð um menritun og fyrri störf sendist ritstjóra Al- þýðublaðsins hið allra fyrsta. Nánari upplýsingar eru veittar á ritstjórn Al- þýðublaðsins eða í síma 10277. Alþýðublaðið. starfsmenn úívarps og sjónvarps stöðva ríkisins hótað verkfalli, þar eð þeir segjast ekki vilja una því að ríkisstjórnin ráði öllum fréttaflutningi. Ekki hefur komið til þess, að ríkisstjórnin hafi þurft að beita valdi. Einasta tilvikið, þar sem yfirvöldin hafa gripið til vald- beitingar er í pósthúsum París ar, en þar hefur sumsstaðar ver ið breytt um starfslið og í Suður Frakklandi hafa verið settir verðir við útvarps- og sjónvarps-^ stöðvar. Öryggissveitir lögreglun ar ,sem staðsettar eru fyrir utan Paris hefur verið fyrirskipað að halda sér í fjarlægð til þess að ögra ekki verkfallsmönnum. Franska dagblaðið Le Monde álítur þróuina geta orðið á tvenn an hátt. í fyrsta lagi reyni ríkis stj. að sneiða hjá árekstrum við stúdenta og verkfallsm. og von- ast til að geta samið við þessa að ila hljóti vantraustsyfirlýsingin ekki meirihluta. Verði raunin ekki sú, sé hætta fyrir hendi, að öngþveitið haldi áfram og geti það leitt til Stjórnleysis og stjórnbyltingar. Háværar raddir frá vinstri flokkunum hafa verið um að rík- isstjórnin segði af sér og hefur Mendes Franee, fyrrverandi for sætisráðherra Frakklands, m. a. sagt, að De Gaulle og ríkisstjórn hans hafi bersýnilega ekki fylgzt með þróun þjóðfélagsmála^ og hafi engar ráðstafanir verið gerðar til að bæta aðstöðu stú- denta og verkalýðsins. Talið er tvísýnt, að ríkisstjórn De Gaulles haldi velli er van- traustsyfirlýsingin verður borin til atkvæðis á þingi á miðviku- daginn og hún verður rædd í Jóhannes Örn Björnsson. + þiginu í dag. Ríkisstjórninn vant tvö þingsæti ti! þess að hafa meirihluta, en alls eru þing- menn 487. Togaraafli meiri í ár Afli íslenzkra togara, það sem af er þessu ári, er talsvert meiri en á sama tíma í fyrra. Togararnir hafa landað heldur meira aflamagni innanlands á þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Togararnir hafa fengið ca. 19.4 þúsund tonn nú í ár mið- að við 17.6 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Aflamagn þetta hefur skipzt nokkurn veginn jafnt á innlendar og erlendar hafnir. Togararnir hafa nú landað 9,6 þúsund tonnum er- lendis, en höfðu landað 10.8 þúsund tonnurn erlendis á sama tíma í fyrra. Innanlands hafa logararnir nú landað 9.8 þúsund tn., en á sama tíma í yfrra höfðu þeir landa'ð 6.8 hú=und tonnum innanlands. Hlaut jjrenn oðo/ verð/oon í háskóla Ungur íslenzkur stúdent, sem stundar nám í fornmálun um, latínu og grísku, við Ham ilton College í New York í Bandaríkjunum, hlaut hinn 15. þessa mánaðar þrenn aðalverð laun, sem veitt eru árlega við skólann fyrir frábæran náms árangur. Hinn ungi stúdent heitir Jó- hannes Örn Björnsson, og lauk hann stúdentsprófi frá 'Mennta skólanum í Reykjavík á síð- asla vori. Verðlaunin, sem Jóhannes hlaut, eru svonefndur Curran verðlaunastyrkur, sem kennd- ur er við dr. Edward Fitch, til náms í grísku og hiri svonefndu Winslow-verðlaun í latínu. Curran verðlaunastyrkurinn Framhald á 10. síðu. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 21. maí 1968

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.