Alþýðublaðið - 21.05.1968, Síða 8

Alþýðublaðið - 21.05.1968, Síða 8
Rætt við Jón Sigurðsson, IV.: VIÐ HÆTTUM ÞAJR síðast er þú varst í óða önn að stofna verJcalýðsfélög haustið 1934. Hvað gerðirðu svo um vetur- inn? — Ég var töluvert í Heykja- vík um veíurinn. Þá fór ég nokk- uð út á landsbyggðina. Maðúr ferðaðist þá mikið með skipum. Flugvélar þekktust lítt og allir vegir voru nærri ófærir að vetr- inum. Það sem ég þurfti að fara á landi fór ég gangandi. Ég fór til dæmis gangandi frá Blöndu- ósi til Sauðárkróks, yfir Koluga- Haraldur Guðmundsson fjall, var að vísu reiddur upp að Syðra-Hóli, en gekk svo þaðan yfir að Illugastöðum í Laxár- dal og gisíi þar hjá Kemp, vini mínum. Færðin var erfið, snjór í hné og miðjan legg bókstaf- lega alla leiðina. Svo hélt ég á- fram gangandi til Sauðárkróks. Fyrir kom líka á þessum árum að ég gekk yfir Siglufjarðarskarð. Einnig fór ég einu sinni gang- andi yfir Oddskarð, frá Norð- firði til Eskifjarðar, áður en vegurinn kom, og það er í eina skiptið, sem ég hef farið þann fjallveg. Nú og ég £ór líka ein- hvern tíma gangandi frá ísafirði til Flateyrar, yfir Breiðadals- heiði. — Verkalýðsbaráttan var hörð á þessum árum? — Já, hún var hörð. Aðstaða verkalýðsins var erfið vegna erfiðra tíma, lííils skilníngs at- vinnurekenda, atvinnuleysis og kreppu, og ofan á þetta bættist síidarleysi til dæmis sumarið 1935. — Já, það var erfitt ár. — Það var erfitt ár í flestu tilliti. Ég var þá á Siglufirði og hafði að nokkru opna skrifstofu af hálfu Alþýðuflokksins og Al- þýðusambandsins, sem þá var sama stofnunin. Ástandið varð alvarlegra eftir því sem á leið sumarið og betur kom í ljós, að síldin ætlaði alveg að bregðast. Það var bókstaflega engin síld veiði sem heiíið gæti og mjög lítil atvinna, en feiknarmikið af utanbæjarfólki sem komið hafði þangað í atvinnuleit. Þá var engin kauptrygging, og ég dreg ekki í efa, að það hafi verið hreinn voði fyrir dyrum hjá mörgum, einkum aðkomufólki. Að vera atvinnulaus aðkomu- maður á Siglufirði var nógu slæmt. En hitt var þó enn verra að fæstir höfðu nokkur ráð til að komast heim. Eg gekk þá í það í samráði við Alþýðusambands- stjóm að reyna að hjálpa þessu fólki einhvern veginn heim til sín. Við höfðum þá ríkisstjórn- ina ásamt Framsóknarflokknum eftir okkar mikla kosningasig- ur 1934, og var Haraldur Guð- mundsson okkar ráðherra í stjórn inni, ráðherrar raunar ekki nema þrír alls. Ég snéri mér því til stjórnarinnar með beiðni um að þessu allslausa aðkomufólki væri einhvers veginn hjálpað heim, varðskipin látin koma við á'Siglufirðí og taka það, eða þá strandferðaskipin. Ég var sí- kvabbandi á stjórninni um þétta og sérsíaklega á Haraldi, enda var hann atvinnumálaráðherra og fór með félagsmálin. Stjórn- in brást vel við og lét í té far- kost, sumu til ísafjarðar, sumu til Reykjavíkur, og sumu alla leið til Austfjarða eða á leið þangað. Þetía sama sá ég um sumarið 1934, en þá hafði ég opna skrifstofu á Siglufirði á vegum Sjómannafélags Reykja- víkur, þótt þörfin á aðstoð v.ið fólkið væri ekki jafnmikil þá og hún reyndist 1935. — Þurfti fólkið í rauninni ekki meiri hjálp en bara far heim? — Jú, sannarlega. Og vegna þess að venjulegir atvinnu- möguleikar manna höfðu brugð- izt var reynt að finna nýjar leiðir. Einmitt þá um haustið var farið að reyna að nýta karf- ann. — Það hefur verið athyglis- verð tilraun? — Ég tel þap. Það var mikið af karfa á miðunum. Hann hafði lítið sem ekki verið hirtur, van- inn var að moka honum fyrir borð af togurunum. En að und- irlagi dr. Þórðar Þorbjarnar- sonar var nú horfið að því ráði að nýta hann á þann hátt að bræða hann og fá úr honum lýsi og mjöl svo sem nú er gert með smáan karfa og afganga frá frysfihúsunum. En ekki þar með búið. Við karfavinnsluna var feiknarmikil vinna af því að farið var innan í karfann og lifrin brædd sérsKaklega. Dr. Þórður hafði rannsakað karfa- lifur og komizt að þeirri niður- stöðu, að lýsið úr henni væri tíu sinnum vítamínríkara en þorska lýsi, og þótti því sjálfsagt að nýta hana sérstaklega. Ég hafði verið skipaður í stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins það ár, og nú féll það í minn hlut meira en annarra í verksmiðjustjórn- inni að stússast í þessu máli. Haraldur fór með atvinnumál- in eins og ég sagði áðan, og ég sneri mér til hans til að fá rík- isstjórnina til að beita sér fyrir að fleiri og fleiri togarar væru sendir á karfaveiðar. — Hvar var karfinn unninn? — í ríkisverksmiðjunum bæði á Flateyri og á Siglufirði. Af þessu fékkst mikil vinna um haustið og fram á vetur sem var mikil uppbót fyrir afar slæmt sumar. í sambandi við karfavinnsluna á Flateyri væri ekki úr vegi að segja þér frá dálítið sérstöku atviki sem þar skeði. Flateyr- ingar vildu að sjálfsögðu sitja fyrir um þá miklu vinnu er þar skapaðist vegna karfavinnslunn- ar og samningslega séð áttu þeir forgangsréttinn. Hins vegar var það ósk ríkisstjómarinnar, með hliðsjón af því erfiða ástandi sem þá ríkti á Vestfjörðum á þessum árum, — mátti eiginlega heita að um alvarlegt atvinnu- leysi væri að ræða — að vinnsla karfans yrði til atvinnujöfnun- ar fyrir Vestfirðina yfirleitt. Sú stefna var einnig-studd af stjórn Alþýðusambandsins, og þó að sjálfsögðu af verkalýðsfélögun- um á öðrum stöðum á Vest- fjörðum. Mín aðstaða í þeirri deilu sem þannig upphófst í sambandi við' við vinnslu karfans var dálítið erfið svo vægt sé að orði kom- izt. Ég var þarna fulltrúi verk- smiðjanna og þá um leið ríkis- stjórnarinnar, og ég var fulltrúi Alþýðusambandsins og þá einnig verkalýðsfélagsins á Flateyri sem var aðálmótaðilinn og vildi sitja eitt að vinnunni. Um þessi mál urðu mikil á- tök og deilur, og voru margir fundir haldnir, en sérstaklega man ég þó eftir að læknirinn á staðnum og kannski fleiri íhalds menn Voru mjög áhugasamir um að samkomulag næðist ekki. Ég man eftir að læknirinn var svo áhugasamur að hann vélritaði eldheit hvatningarorð til verka- manna á Flateyri að standa sig í baráttunni, og þessi hvatningar- i orð mátti sjá bæði á símastaur- i um og húsgöflum. Þegar ég nefni símastaura < kemur mér í hug að í sambandi í við þessa deilu voru símahler- i anir talsvert stundaðar. Fyrst i varð ég var við þessar símahler- i anir á þann hátt, að ég átti von á skeyti frá verksmiðjustjórn- i Karfavinm inni, en áður en ég fékk skeyt- ið í hendur vissi ég að allmargir menn á Flateyri þekktu efni skeytisins. Mér fór nú ekki að standa á sama, og spurðist fyrir um það á símastöðinni hvernig á þessu gæti staðið? Frúin, sem var stöðvarstjóri sagði mér áð útfrá stöðinni bærust engar upp- lýsingar og ég trúði þá og trúi enn að hún vissi ekki betur. Þetta var mjög grandvör kona og trúverðug í starfi sínu. En svo fór málið að skýrast. Einu sinni bar svo við, að dr. Þórður Þorbjarnarson stóð á tali við verkamann úti á götu skammt frá símstöðinni, og þá segir mað- urinn allt í einu: „tíú er Jón Sigurðsson að fara á stöðina, nú fer ég heim að hlusta/’ — „Hlusta?” segir Þórður, „hvernig geturðu það?” „Veiztu það ekki?” var svarið; „við getum heyrt 1 útvarpinu allt sem sagt er í símann.” I-Ieima á Sólbakka var þetta svo athugað, og það reynd- ist vera rétt. Að sjálfsögðu kærði ég þetta til umdæmisstjórans á ísafirði og var það strax lagað. Tækni- lega skýringu á þessu fyrir- brigði, fékk ég víst efalaust, en hef gleymt henni, en ástæðan mun hafa verið eitthvað í sam- bandi við það að jarðsamband- Karfavinnsla á Flateyri, kasir af karfa á plan'inu á Sólbakka. 8 21. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.