Alþýðublaðið - 29.05.1968, Qupperneq 2
Bltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Simar: 14900 »
14903. — Auglýsingasími: 14906. — AÖsctur: Alþýðuhúsiö við Hverfisgötu,
Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskrlftargjald kr.
120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. _ Útgefandl: Nýja útgáfufélagið bf.
LANGT AÐ BÍÐA
Þjóðhátíðardagur Tékkóslóvak
íu var haldinn hátíðlegur 9. maí
síðastliðinn, meðal annars með
samkomu Tékknesk- íslenzka fé-
l'agsins. Þar flutti Björn Þorsteins
son sagnfræðingur erindi, sem
var fyrir margra hluta sakir at-
hyglisvert. Er hann hafði rætt
almennt um sögu Tékka og
bræðraþjóða þeirra, vék hann
máli sínu að þeim atburðum, er
gerzt hafa þar síðustu mánuði.
Björn sagði:
„Fræðikenning kommúnista
fjallar mjög um vissa tegund af
samfélagsgagnrýni og það, hvern
ig eigi að gera byltingu og halda
völdum, en af eðlilegum ástæð-
um fjallar hún síður um það,
hvernig ' eigi að bregðast við
margslungnum vandamálum sam
félagsins, grundvalla og verja
sósíalskt lýðræði. —• í kjölfar
hverrar byltingar, sem hefur lýð
ræði á stefnuskrá sinni, verður
að sigla lýðræðisbylting. Sjálf
valdataka raunverulegra byltinga
manna er ólýðræðisleg fram-
kvæmd, hve mikill meirihluti
þjóðarinnar, sem stendur að baki
þeim. — Ég skrifaði þetta í gær-
kvöldi, en í morgunblöðum dags
ins las ég nánari útfærslu á því,
sem fyrir mér vakti — í viðtali
við formann rithöfundasambands
Tékkóslóvakíu, prófessor Gold-
stiicker. Hann segir réttilega, að
erfiðustu vandamál hverrar bylt
ingar sé fólgin í því hvemig á að
losna við það ejnræði, sem fram
kvæmdi hinar umbyltandi athafn
ir og koma á lýðræðisskipan, sem
tryggi réttaröryggi og lýðfrelsi í
landinu.— Engin bylting hefur
mér vitanlega leyst þetta vanda
mál, og þess vegna hefur bylting
kallað á gagnbyltingu. Af því er
skemmzt að segja, að bæði mér
og fjölda annarra hefur þótt langt
að bíða lýðræðisbreytinga í lönd
um kommúnista".
Þessi ræðukafli eftir Björn
Þorsteinsson sagnfræðing er at
hyglisverður, ekki sízt lokaorðin.
Er gott til þess að vita, að ein-
hverjir liðsmenn kommúnista á
íslandi hugsa á þennan hátt, þótt
sjaldan hafi þess heyrzt eða sézt
merki undanfarin ár, að beir
hefðu áhyggjur af lýðræðisþróun
í kommúnistaríkium.
Hugmyndir sósíalismans eru út
breiddar um hinn frjálsa heim —
eða auðvaldsheiminn, eins og
kommúnistar kalla hann. Hefur
áhrifa þeirra á mótun þjóðfélags
ins gætt í æ ríkari mæli þjóðun-
um til mikils góðs.
Það má segja um allan þorra
fólks á Vesturlöndum, að and-
staða þess gegn kommúnismanum
og kommúnistaríkjum hefur
ekki byggzt á andstöðu við sósíal
ismann svo mjög sem á andstöðu
við einræði og ófrelsi það, sem
fylgir kommúnismanum. Keyrði
raunar svo um þverbak á dögum
Stalíns, að ekki var að undra,
þótt andstaóa magnaðist.
Verði greinilegar breytingar í
lýðræðisátt í ríkjum kommúnista
mun það án efa skapa grundvöll
fyrir vinsamlegri sambúð og
miklu meiri samskiptum þeirra
við lýðræðisríkin. Slík þróun
mundi auka til muna friðarhorf
ur í heiminum.
\
HÆGRI
)
UMFERÐ
Frá og með 29. maí 1968 og þar til öðruvísi
verður ákveðið gildir eftirfarandi hámarks-
hraði, þar sem umferðarmerki gefa ekki ann-
að til kynna:
í þéttbýli 35 km/klst
Á þjóðvegum 60 km/klst
Á Reykjanesbr. 60 km/klst
Reykjavík, 28. maí 1968.
Framkvæmdanefnd hægri
umferðar ,
KAUPUM HREINAR
LÉREFTSTUSKUR
PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLÁÐSINS
NÁMSKEIÐ
í NOTKUN RAFREIKNA
Ráðgert er að halda FORTRAN námskeið á
næstunni.
Miðað er við, að þátttakendur hafi stundað
háskólanám í verkfræði, náttúruvísindum,
hagfræði eða viðskiptafræði.
Væntanlegir þátttakendur hringi í síma
21347 kl. 14 til 17 fyrir 5. júní n.k.
Reiknistofnun Háskólans.
52 29. ma( 1968 -
VIÐ
MÓT—
MÆLPM
Sá íorkosiu-
legi fugl
MÉR ER SAGT, að illa horfi fyr
ir íslenzka hananum, hann sé að
víkja fyrir útlendum tegundum
og deyja út í landinu. Þetta eru
slæm tíðindi, sem ekki má láta
liggja í þagnargildi. Hver mundi
hafa trúað slíku fyrir nokkrum
áratugum, þegar þessi tígulegi
fugl, þótti ómjssandi á hverju
byggðu bóli og glaðvært hanagal
bergmálaði bæ frá bæ og sveit
úr sveit um gervallt landið í
morgunsárinu.
Haninn er skrautlegastur allra
íslenzkra fugla. Marglitur fjaðra
búnaður hans er álcaflega . til
komumikill og aðrar eins stél-
fjaðrir þekkjast ekki meðal
neinna villtra eða taminna fugla
hér á norðurslóðum. Eldrauður
kamburinn, sem sveiflast til við
minnstu hreyfingu, gefur hon-
um konunglegt yfirbragð og
reisn. Enginn fugl hefur heldur
jafn fyrirmannlega framkomu
og haninn, þar sem hann spíg.
sporar á hlaðinu, skýtur fram
bringunni, reigir sig og sveigir
af meðfæddum virðuleik og gal
ar.
□ n *
Sumir fara óvirðingarorðum
um hanann, vegna getuleysia
hans í flugi og sundi. Þáb er satt
hann er illa íþróttum búinn I
þessum greinum, vatn er eitur i
hans beinum, og hann hefur
nokkra minnimáttarkennd gagn-
vart fljúgandi fuglum, jafnvel
smáfugl, sem flýgur hjá, skýtur
honum skelk í bringu. Þetta er
þó ekki til að býsnast yfir.
Deildari meiningar kynnu að
verða um fjölskyldulífið. Hanina
aðhyllist t. d. fjölkvæni, svo sem
lengi hefur þekkzt með mormón
um, hvað Eiríkur á Brúnum og
Halldór Laxness hafa eftirminnl
legá kynnt fyrir íslendingum.
Einn hani hefur margar liænur,
komi annar hani til, byrja strax
áflog, segir í Náttúrufr. Biarna
Sæmundss., ef mig misminnir
ekki. Nema hvað. Einhver verð-
ur að vera húsbóndinn á heimil-
inu. Það fer heldur ekki milll
mála, að haninn er í miklum
metum innan pútnahópsins enda
hefur veikara kynið oft fallið
fyrir minna atgervi og óglæsl-
legra útliti.
□ □ '
En hvað sem öllum bollalegg.
ingum líður um eiginleika og ino
ræti hanans, þá hljóta þó allir að
vera sammála um, að mikill sjóu
arsviptir væri að honum, e(
hann hyrfi alveg úr sögunni. Tl|
þess má ekki koma. Ef allt um
Framhald á siðu 14.
ALÞÝÐLBLAÐIÐ