Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 2
smaa o Bltstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. MORGUNBLAÐIÐ Á VILLIGÖTUM Morgu'nblaðið' birtir nokkuð reglulega árið um kring rit- stjórnargreinar þess efnis, að þjóð nýting sé vond, samvinnurekstur misheppnaður og aðeins almenn ingshlutafélög geti bjargað þjóð- inni. Þó líða árin svo, að ekki bólar á þessum nýja bjargvætti, og það vefst fyrir hlutafélögum að frelsa þjóðina. í gær mátti enn lesa þennan pistil í Morgunblaðinu, og var nú ærið tilefni, því að íhalds- stjórnin í Noregi mun ætla að selja eitthvað af ríkisfyrirtækj- um. Morgunblaðið bætir við þessi tíðindi þeim upplýsingum, að þjóðnýting sé án efa ,,ein megin ástæðan til efnahagsörðug leika Breta.” Þetta er mikil fjar- stæða og eru alger endaskipti höfð á sannleikanum. Það er almennt viðurkennt, að brezk at- 'vinnufyrirtæki, sem eru yfirleitt hlutaféiög, séu á eftir tímanum, þurfi að sameinast í stærri heild ir og taka upp nútíma viðskipta hætti. Einmitt þetta hefur verið gert með þeirri þjóðnýtingu, sem átt hefur sér stað í Bretlandi. Sem dæmi má nefna kolaiðnað- inn, þar sem miskunnarlaus hag ræðing hefur verið tekin upp með miklum árangri. Hin þjóðnýttu fyrirtæki í Bret landi eru í flokki þeirra, sem mest hafa gert til að koma rekstri sín um í nútímahorf, hvað sem Morg unblaðið segir. Það eru ekki ríkis fyrirtæki, sem valda efnahags- örðugleikum, hvorki á Bretlandi né íslandi, nema síður sé. Morgunblaðið kvartar undan því, að „stjórnmálamenn og at- vinnurekendur” sýni furðu lítinn áhuga á almenningshlutafélög- um. Alþýðublaðið spyr: Hvað kemur þetta stjórnmálamönnum við? Er ætlun Morgunblaðsins, að Alþingi eða ríkisvaldið komi upp almenningshlutafélögum? Hvar er þá einkaframtakið? Er ekki kjarni málsins, að þaðan eigi frumkvæðið og peningarnir að koma? íslenzkir jafnaðarmenn hafa ár um saman aðhyllzt einu stefnu, sem er raunhæf og skynsamleg í þessum málum. Þa-ð er hið bland aða hagkerfi með jafnri viður- kenningu á opinberum rekstri, samvinnurekstri og einkarekstri. Við eigum að beita hverju rekstursformi þar sem það hent- ar bezt, nota það bezta úr þeim öllum. Af þessum sökum er Alþýðu- blað:'ð hlynnt því, að komið verði á fót almenningshlutafélögum - ekki með því að selja Sements- verksmiðjuna, Áfengis- og tóbaks einkasöluna eða Síldarverksmiðj ur ríkisins, heldur með því að stofnað verði almenningshluta- félag til að hrinda af stað ein- hverju nýju til að styrkja afkomu þjóðarinnar. En Morgunblaðið má ekki kenna stjórnmálamönn- um um, að ekkert hefur gerzt. Frumkvæðið í þessu máli á að koma úr annari átt. ÞORLEIFUR GUÐMUNDSSON: Hvert skal halda i sumarleyfinu ? í síðustu grein minni um þetta efni ræddi ég einkum um fyrirhugaða Noregsferð, á vegum Ferðaskrifstofunnar Út isýnar. Það gerði ég vegna þess að sú ferð er fyrir allra hluta sakir mjög girnileg og ekki dýr. Nú mun ég ræða um tvær ferðir til Evrópulanda þ. e. Englands, Hollands, Sviss og Frakklands. En fyrst vil ég ræða almennt um störf og skyldur ferðaskrifstofa. Til þess að mega reka ferðaskrif- stofu þarf meðmæli Ferðamála ráðs og leyfi samgöngumála- ráðuneytis. Til þess að öðlast slíkt leyfi burfa viðkomandi aðilar að hafa það til að bera að dómi Ferðamálaráðs að bæði innlendir og erlendir að- ilar geti treyst þeim, og hafi næga þekkingu og reynslu til þess að viðskiptamenn ferða- skrifstofunnar kaupi ekki költinn í sekknum. Þetta er nauðsynlegt aðhald og er áríð ,andi að Ferðamálaráð sé vel á verði ekki aðeins um leyfis- veitinguna, hetdur einnig um framkvæmdina. Annars getur illa farið bæði gagnvart við- skiptamönnunum og áliti ís- lands sem ferðamannalands út á við. Það færist alltaf í vöxt með hverju ári að fólk kjósi hóp- ferðir sem skipulagðar eru af ferðaskrifstofum. Þetfa er of- ur eðlilegt. Vel rekin ferða- skrifstofa hefur öll skilyrði til þess að ná hagstæðustu kjör um um flugfar, hótelþjónustu og annað sem að ferðinni lýtur. Itún hefur einnig bezta mögu- l~ika til þess að tryggja það að tíminn í hverju landi not- ist sem bezt og ferðafólkið skoði eins mikið og mögulegt er á hverjum stað annars verð ur oft handahóf á því ef fólk ætlar að skoða sig um leið- beiningalaust. Það er því haegt í hópferðinni að fá ó- dýrastar ferðir, góða nýtingu á tíma sem til umráða er, án þess að fórna frelsi um yal þess sem skoða skal því eng- inn er búr.dinn við það að taka þátt í skoðunarferðum sem skipulagðar eru á dvalarstöð- um. Eftir þennan formála kem ég að ferðunum. Ferðin -Dan- mörk, Holland- England er auglýst af Ferðaskrifstofunni Sunnu og Ferðaskrifstofunni Útsýn, en á öðrum ferðaskrif- stofum ber lítið ef marka má auglýsingar. Þessi ferð er fyrir margra hluta sakir góð. Enda þótt tíminn sé ekki langur sem ætlaður er í hverju landi er hann vel notaður. London er undir leiðsögn skoðuð og fæst með því góð yfirsýn yfir borg- ina og liggur því opnara fyrir ferðamanninum næst þegar hann kemur þangað. X Dan- mörku eru farnar margar skoð unarferðir bæði um Kaup- mannahöfn og utan hennar. Þær ferðir sérstaklega út um byggðir gefa góða innsýn í danskt þjóðlíf og Kaupmanna- höfn er alltaf sjálfri sér lík. í Hollandi er dvalizt í stærstu borg landsins Amsterdam og er þar margt að sjá. Þar eru skipaskurðir meiri en annars staðar í norður-Evrópu og eru þeir það sér.kennilegasta og þjóna mjög mikilvægu hlut verki í samgöngum borgar- innar. Þarna eru mörg lista- söfn og byggingar sem ekki má undir neinum kringustæð- um láta undir höfuð leggjast að skoða. Þarna er með stærstu höfnum veraldar og er það skoðunarvert út af fyrir sig. Hverjum gleymist svo ferð um sveitir Hollands? Ég held að Framhald á 14. síðu. Bréfa— KASSINN IViálverkasýiiing Pétyrs FriSriks. 1 S.l. vikur hafa ííðar sýningar listamanna og gervilistamanna leitt í ljós, svo ekki verður um villzt. almennan á'huga lands- manna á myndlist af ýmsu tagi. íslendingar eiga ekki mikinn og gróinn fjársjóð listaverka eða hefðir á sviðum myndlistar og fleiri lista eins og aðrar þjóðir, svo sem ítálir, Frakkar og Þjóð verjar. Því er nú svo, að hér er um tiltölulega fáa afburða lista menn og listaverk að ræða og hafa landsmenn hér margir hverj ir ekki við neitt, eða a. m. k. ekki nógu mikið af afburðaverk um að miða. í skjóli þessa hefur á síðustu árum eða aðal lega síðan eftir stríðslok, skotið upp eins og gorkúlum á mykju haug, mönnum, sem kalia sig listamenn (sumir þeirra hafa e. t. v. einhverja hæfileika), og er viðfangsefni þeirra aðallega hin svokallaða „abstrakt list“, „pop list“ o. fl. af því tagi. Virðist þessi iðja vera mörgum slikum ,,fagmönnum“ nokkuð góður fjár öflunarvegur, ef marka má nokkuð af framleiðslumagni slíkra „listaverka" og umstangi höfunda þeirra. Þrátt fyrir spillingu mann- anna og gróðafíkn eru þó innaix um og saman við ærlegir og heið arlegir menn, sem hafa helgað sig listinni fegurðarinnar vegna fremur en því, sem liún kann að gefa af sér. Þessir menn eru því miður miklu færri en hinir, enda eru hæfileikamennirnir alltaf í minni hluta með þjóðunum. Um þessar mundir stendur yf- ir sýning á listaverkum Péturs Friðriks í Iðnskóla Hafnarfjarð ar. Á sýningunni eru 34 myndir, aðallega landslagsmyndir, en einnig nokkrar húsamyndir og kyrralífsmyndir. Flestar mynd- irnar eru naturalistískar eða im pressionistískar, aðeins örfáar mætti telja til expressionisma. Ekki leynir það sér að hér er um mjög gott safn listaverka að ræða. Margar myndanna eru a£ bragðs vel gerðar, konstruktion og samsetning skemmtileg og per spektiv gott. Listamaðurinn kann auðsjáanlega mjög vel að fara með liti, svo sem almennar vin sældir hans sanna bezt. Áferðin er ýmist nokkuð slétt eða gróf, en kraftmikil. Tilbrigði ljóss og skugga góð og stíll listamanns- ins með tilþrifum, sem aðeins ör fáum er kleift að ná. Þarna er um eina mynd að ræða, sem vel gæti verið gerð af hinum gamla franska meistara Pissarro. Sú er nr. 12 og er frá' Akureyri. Dýptin og teikningin er skemmti Framhald á 14. síðu. 2 14. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.