Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 6
Bragi ICristjánsson i viðtali við Alþýðufelaðið: Óáriægðir með skákirriar . ^ gegn stórmeist u r u nu m * í gær átti Alþýðublaðið stutt viðtal við Braga Kristjánsson, en eins og kunnugt er, þá hefur Bragi vakið mikla athygli fyrir hina góðu frammistöðu sina á Fiske-skákmótinu. Bragi er 23 ára gamall lög- fræðistúdent við Háskóla ís- lanrls. Hann varð unglingaskák- meistari Norðurlanda árið 1961. Á skákþingi Norðurlanda 1963 hlaut Bragi 1. — 2. sæti í meist- arailokki með 8 vinninga af 11 mögulegum. Árið 1967 fékk Bragi verð- laun á heimsmeistaramóti stúd- enta fyrir beztu útkomu allra fjórðu borðs manna, en þar fékk Bragi 714 vinning af 10 mögu- legum. Á skákþingi Reykjavíkur stðast, er það var háð, vann, Bragi sinn stærsta sigur, fékk 5 vinninga af 6 mögulegum í úr- slitakeppninni. Bragi er því nú- verandi skákmeistari Reykjavík- ur. — Hvernig líkar þér að tefla á þessu móti? — Mér líkar það alveg ágæi> lega, þó að því sé ekki að leyna, að mótið er allerfitt. Aðstaðan á mótinu er góð. Ég held, að hún sé alveg sambærileg við að- stöðu á svipuðum mótum er- lendis. Aðstaða erlendu þátttak- endanna er að því leyti betri á' þessu móti, að íslendingarnir eru flestir í vinnu á milli þess að umferðirnar eru tefldar. — Hvað mér sjálfum við kemur, þá hef ég nú tekið mér þriggja daga frí til að geta helgað mig mót- inu. — Nú hefur þú náð 5Vi vinn- ing eftir 10 skákir. Býstu við að þú haldir sama hlutfalli til mótsloka? — Því get ég nú tæpast svar- að. Ég á eftir að tefla við þrjá stórmeistara og svo Benóný. — Eg þarf að ná' að minnsta kosti tveimur vinningum úr þessum fjórum skákum, sem eftir eru, til þess að eiga möguleika á því að fá hálfan alþjóðlegan titil út úr mótinu. Mér skilst, að ég hafi 83% vinninga gegn alþjóðlegu meist- urunum. Vann Inga R. og Addi- son, en gerði jafntefli við Os- tojic. Gegn þeim hef ég því 214 vinning af þremur mögu- legum. Satt að segja er ég dálítið ó- ánægður með frammistöðu mína gegn stórmeisturunum. Ég hef tapað fyrir þeim þremur stór- meisturum, sem ég hef teflt við á mótinu, þeim Uhlmann, Byr- ne og Taimanov. Sérstaklega er ég óánægður með skákina gegn Taimanov, sem ég þóttist eiga talsvert í, og taldi mig eiga skilið jafntefli út úr henni. — Ætlar þú að helga þig á- fram skákinni í framtíðinni? — Ja, auðvitað hætti ég ekki að tefla. Þó að auðvitað verði erfitt að sameina það náminu. Eg skal geta þess, að til stend- ur, að ég taki þátt í stúdenta- skákmóti í Austurríki nú á næst- Bragi Kristjánsson. ’WBWBBOftj unni, en það hefst 13. júlí. Auk mín verða í íslenzku sveitinni þeir Guðmundur Sigurjónsson, Haukur Angantýsson, Jón Hálf- dánarson, Björgvin Víglundsson og Björn Theodórsson. Bókaverzlanir opnar til kl. 4 á laugardaginn Bóksalafélagiff hyggst hafa oþnar bókabúffir laugardaginn 15. þessa mánaðar tU kl. 16.00 eftir hádegiff. Er þessi ráðstöfun einkum gerð til þess að gefa fólki kost á að kaupa bókagjafir handa stúdentsefnum. Mælist þessi ný breytni vel fyrir, er í ráði að halda henni við í framtíðinni. Verða bókabúðir opnar í Hafn arfirði, Reykjavík og Akureyri til kl. 16.00, 15. júní, en lög- um samkvæmt er heimilt að hafa bókabúðir opnar til kl. 10.00 e.h. á föstudögum og til kl. 16.00 e.h. á laugardögum. Forráðamenn Bóksalafélags- ins gátu þess að þeim fyndist vel viðeigandi að endurlífga þá gömlu hefð, sem hefði leg ið niðri um nokkurt skeið, að gefa bækur á merkisdögum, ekki sízt stúdentum, sem væru að byrja lífið á eigia spýtur. — í norska blaðinu Fiskar- en var nýlega skýrt frá því að Kúbumenn hafi mikinn áhuga á að kaupa fisk af Norðmönn- um. Kúbumenn hafa einkum áhuga á frystum fiski og salt- fiski, en ef um kaup verður að ræða þurfa Norðmenn að taka sykur upp í kaupin. Samvinnan ræðir samvinnu- hreyfinguna „Þaff verffur að sýna sig í reynd, aff allir samvinnu- menn, hvar í flokki sem þeir standa innan hreyfingarinn- ar. Þaff mundi áreiffanlega eíla hana bæði aff styrkleika og áhrifum“. Þannig kemst Hannibal Valdimarsson að orði í grein, sem hann skrifar um sam- vinnuhreyfinguna í síðasta tölublaði Samvinnunnar, sem nýkomið er út. Meginefni þess tölublaðs er helgað sam- vinnuhreyfingunni, en frá því að Sigurður A. Magnússon tók við ritstjórn blaðsins fyr- ir einu ári, hefur hvert hefti verið helgað einhverjum á- kveðnum málafiokki. Má með al annars minnast á skólamál in, sem tekin voru fyrir í blaðinu á sl. sumri, en segja má, að þau skrif hafi verið upphaf þeirra maraþonskrifa og umræðna um skólamál, sem átt hafa sér stað undan- farna mánuði. Sigurður A. Magnússon boð aði í gær fréttamenn á sinn Framhald á 14. síffu. ÓDÝRUSTU MATARKAUPIN í DAG! Blandaðir ÁVEXTIR þurrkaðir aðeins 23.25 pk. PERUR 45.65 kg. ds. APRIKÓSUR 37.50 kg. ds. ANANAS 37.40 kg. ds. FERSKJUR 41.40 kg. ds. 38.— kg. gl. JARÐARBER 47.40 heildós, 26.40 hálfdós. FEPSKJUR 100 kr. fimm % dósir. GLASSÚRKEX þrjár hragðtegundir. HAFRAKEX 19 kr. pk. PIPARKÖKUR 19 kr. pk. ENSKT TEKEX aðeins 15. 65 pk. APPELSÍNUSAFI heilflaska 34.45 fl. ÍSDUFT 4 tegundir. ATV R ■ LAUGALÆK 2 SIMI 35325. NOKKUR SKREF FRÁ NÝJU SUNDLAUGUNUM — NÆG BÍLASTÆÐI 6 ‘14. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.