Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 11
i rítstj. örn ÍK.I p^&TTI P EIÐSSON |P Kw 1 1IK Unglingalandsliðið hefur verið valið Norðurlandamót unglinga i knattspyrnu í Rvík. 8.-10. júlí Svo sem kunnugt er fer knatt spyrnumót Norðurlanda fyrir unglinga 18 ára og yngri fram hérlendis dagana 8.-13. júií. Öll Norðurlöndin taka þátt í mótjnu, auk þess sem lið frá Póllandi leikur, sem gestur. Leikirnir fara fram í Laugar dal, í Keflavík og á Akranesi. Unglinganefnd KSÍ hefix haft uppi mikinn undirbúning að keppni þessari. Upphaflega voru valdir 53 leikmenn og hafa þeir verið á vegum nefnd arinnap við æfingar. Endan-. lega voru svo valdir úr þess- um hópi 18 leikmenn, og verð ur landsliðið síðan valið úr þeim. En þeir eru þessir: Sigfús Guðmundsson, Víking, Þorsteinn Ólafss. ÍBK, Sigurð- ur Ólafsson, Val, Jón Péturs son Fram, Magnús Þorvalds- Víking, Sverrir Guðjónsson, Val, Rúnar Vilhjálmsson, Fram, Marteinn Geirsson, Fram, Pálmi Sveinbjörnsson, Haukar,<®- Þór Hreiðarsson, Breiðablik, Björn Árnason, KR, Óskar Val týsson, ÍBV, Tómas Pálsson, ÍBV, Friðrik Ragnarsson, ÍBK, Snorri Hauksson, Fram, Helgi Ragnarsson, FH, Ágúst Guð- mundsson, Fram og Kári Kaab er, Víking. Ýmsir æfingaleikir hafa ver ið leiknir, við KR, Breiðablik, FH, Hauka, Selfossliðið o.fl. Lokaþáttur æfingaleikjanna verður 17. júní en þá leikur liðið við Vestmannaeyinga í Vestmannaeyjum síðan við Fram og loks við B-landsliðið á Laugardalsvellinúm 28. júní n.k. Undirþúningur allur af hálfu unglinganefndarinnar hefir verið góður og vel skipulagð- ur og margþætt starf unnið. Dvalið hefir verið í æfingá búðum m.a. að Reykholti og víðar. Að öllu þessu athuguðu, má vænta góðs árangurs af unglingalandsliðinu. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, efnilegur stökkvari. Drengjamótið háð í óhagstæðu veðri Drengjameistaramót Reykja- víkur í frjálsum íþróttum hófst í fyrrakvöld á Laugardalsvell- inum í óhagstæðu veðri, s. austan hvassviðri og rigningu. Þátttaka var allgóð í nokkr- um greinum en óneitanlega settu hin óh^gstæðju veður- skilyrði sinn svip á mótið. Ekki heur enn verið ákveðið hvenær keppni fer fram í þeim greinum, sem ólokið er. Helztu úrslit: 110 m. grindahlaup: Hróðmar Helgason, Á, 17,4 sek. Borgþór Magnússon, KR, 18,4 Ágúst Þórhallsson, Á, 21,1 Gestur: Jón Þórarinsson, ÍBV, 19,5. 100 m. hlaup: Rúdolf Adolfsson, Á, 12,3 sek. Finnbj. Finnbjörnsson, ÍR, 12,4 Þorvaldur Baldursson, KR, 12,6 Hannes Guðmundsson, Á, 12,7 Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, 13,3 Einar Þórhallsson, KR, 13,3. Báðar þessar vegalengdir voru hlaupnar í sterkum mót- vindi. 400 m. lilaup: Rúdolf Adolfsson. Á. 57,6 Þórarinn Sigurðsson, KR. 62,4 Hinrik Þórhallsson, KR, 62,9. 1500 m. hlaup: Þórarinn Sigurðsson, KR, 5:29,4 mín. 4x100 m. boðhlaup: Sveit Ármanns, 49,2 sek. Sveit KR 54,5. Langstökk: Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, 6,08 m. Finnbj. Finnbjörnss., ÍR, 5,87 m. Hinrik Guðmundsson, Á, 5,85 Skúli Arnarson, ÍR, 5,75 m. Einar Þórhallsson, KR, 5,59 m» Elías Sveinsson, ÍR, 5,58 m. Hástökk: Elías Sveinsson, ÍR, 1,75 m. Stefán Jóhannsson, Á, 1,70 m. Ágúst Þórhallsson, Á, 1,65 m. Kúluvarp: Guðni Sigfússon, Á, 13,19 m. Ásgeir Ragnarsson, ÍR, 12,87 m. Bergþór Einarsson, Á, 12,44 m„ Stefán Jóhannsson, Á, 11.78 m. Grétar Guðmundsson, KR, 11,29 m. Kringlukast: Skúli Arnarson, ÍR, 37,18 m. Elías Sveinsson, ÍR, 36,50 m. Guðni Sigfússon, Á, 35,15 m. Magnús Þ. Þórðarson, KR, 33,6B m. Stefán Jóhannsson, Á, 32,60 m. Fram vann IBV og jafntefli hjá KR Val Hér sázt Kári Arnason, IBA I leik við Englendinga í London, en i hann er makahæstur í I. deild fyrir leikina í gærkvöldi, 3 mörk.jj Fram kom, sá og sigraði í Eyjum í gærkvöldi. Lokatöl- urnar voru 4:2, en í leikhléi var jafnt, 1 gegn 1. — Arnar Guðlaugsson skoraði fyrsta mark Fram á 35. mín., en Har- aldur Júlíusson jafnaði tveim- ur mínútum fyrir hlé. Helgi Númason, miðherji Fram, færði Fram aftur forystu, þeg- ar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, og Haraldur Júlíusson jafnaði enn fyrir í -B V er 21 mínúta var liðin af hálfleiknum. Leikurinn var mjög jafn og flestir bjuggust við jafntefli, en Fram hafði ekki sagt sitt síðasta orð í leiknum. Elmar Geirsson, sem var einn bezti leikmaður Fram lék á þrjá leikmenn I B V og skoraði fallegt mark og nokkru síðar innsiglaði Helgi Núma- son sigurinn með marki af 25 —30 m. færi. Leikið var allfast og ákveðið, en ekki gróft. — Dómari var Guðmundur Har- aldsson. Margt var áhorfenda, enda sól og blíða í Eyjum. í Laugardal léku Valur og KR og baráttan var hörð, enda lauk viðureigninni með jafn- tefli, 2 gegn 2. Ólafur Lárus- son gerði fyrsta mark leiksins fyrir KR, en Valsmenn jafna fyrir hlé. Afíur tók Valur for- ystuna og þannig hélzt staðan nærri til leiksloka, en nokkr- um mínútum áður en leiknum lauk dæmdi dómarinn Magnús V. Pétursson vítaspyrnu á Val, Framhald á 14. síðu._ Í4:'júní 1968 - ÁLt>ÝÐUBLAÐlÐ íi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.