Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 8
 myrkviðum Af ríku: 30. maí 1967 lýsti Odumegwu Ojukwu hershöfðingi yfir sjálfstæði Austur-Nígeríu og kallaði Biafra. Enginn vafi lék á vilja fólksins og mikill fögnuður ríkti í hinu nýstofnaða ríki. Enginn trúði því að til átaka kæmi út af þessari ákvörðun, en réttum mán- uði síðar réðist her stjórnarinnar í Lagos inn í land ið. Síðan hefur stríðið staðið með gífurlegri hörku sem er því meiri sem hatrið milli kynþáttanna hef- ur aukizt um allan helming vegna átakanna. Achebe. Það, sem kveikti í tundrinu var svo tilraun nokkurra ungrá herforingja til að hrifsa til sín völdin frá hinum borgaralegu yf irvöLdum. Tilraunin mistókst, en liðsforingjarnir höfðu myrt for- saetisráðherra sambandsríkisins, tvo forsætisráðherra landssvæð- anna innan sambandsins og um hálfa tylft háttsettra herforingja, aðallega Norðanmanna. Þessu var öllu vel tekið í Nígeríu vegna óvinsælda og spillingar þeirra, sem steypt var af stóli. En upp- í grein um aðdraganda og rekst ur stríðsins á s.l. ári segir rit- höfundurinn Chinua Achebe, sem er Iboi og því Biaframaður, frá því, að rekja megi ágreining inn milli Nígeríu og Biafra allt aftur til þess tíma, er hugmynd in um sjálfstæði landsins fyrst kom fram. Bretar voru í fyrstu óvissir um hvernig standa skyldi að málinu. Vildu þeir eitt ríki eða tvö? Hin ágæta málamiðlun arhæfni Bret.a kom þá’ til skjal anna, þeir stofnuðu eitt ríki, er stjórnað skyldi sem tveimur Norð ur og Suður Nígeríu. En áður en langt um leið voru þau orðin þrjú — Norður, Austur og Vest ur. Og síðan var komið fram með orðið Sambandsríki til að leysa þessa þversögn. Fyrstu 50 árin í sögu Nígeríu stóð Norður Nígería, með sinni Arafiísk-múhammesku menningu, fast gegn ytri áhrifum, en Vest- ur og Austur Nigería ( en þó einkum Austur Nígería) tóku nýtízku menntun opnum örmum. Niðurstaðan af þessu varð sú, að löngu áður en sjálfstæði kom til hafði mikill fjöldi Austur Níger íumanna fiutzt til norðurhérað anna sem skrifstofumenn, tækni fræðingar o. s. frv. En allt frá byrjun héldu Norðanmenn uppi eíns konar apartheid-stefnu gegn öðrum negrum í húsnæðis málum og var þeim ekki leyft að búa í borgum Norðanmanna heldur urðu þeir að byggja sér sín eigin hverfi utan borgarmúr anna. Á þennan hátt og á ýmsa aðra vegu var komið í veg fyrir Hópui’ vígbúinn Biafra-hermanna, óárennilegf myndinni er foringinn. Reykjarmökkinn, sem að upp gæti komið tilfinning fyr Cr a® elda geitakjöt og snigla, en þá fæðu taka Biafra-menn fram yfir flesta aðra, ir sameiginlegu þjóðerni. Jafn- hjörð sem virðist til alls líkleg; maðurinn fremst á leggur yfir höfuð mannanna er frá matseldun; verfð framt varð tiltölulegur og vax andi auður hinna starfssömu og ötulu Austanmanna mikill þyrn ir í augum Norðanmanna, sem að verulegu leyti bjuggu enn við sín ævafornu óhreinindi í girt- um borgum. Tvívegis kom til blóð ugra átaka á meðan Bretar enn réðu Nígeríu vegna reiði Norðan manna í garð hinna innfluttu, að aliega Iboanna að austan. Eftir að Nígería fékk sjálf- stæði 1960 versnaði ástandið stöðugt. Norðanmenn tóku að setja alls konar lög, er beint var gegn Austanmönnum, réttur þeirra til að eiga fasteignir var afturkallaður o. s. frv. Allt um það vildu Norðanmenn ekki heyra minnzt á skiptingu lands- ins. Nígería var í raun og veru fjöldi fjandsamlegra hópa, er bundnir voru á sama klafann og hlutu að eyða hver öðrum. Aust anmenn voru fúsastir allra til að líta á Nígeríu sem heimili sitt. Iívort það stafaði af græðgi, hug sjón, heimsku eða blöndu af öllu þessu skal ósagt látið, þar til meirj ró hefur færzt yfir, segir reisnin var líka upphafið að óför unum vegna landlægs fjandskap ar og vantrausts innanlands. Saga uppreisnarinnar var þegar umrituð og hún var kölluð sam særi Iboa gegn Hausakynþætt- inum í norðurhéruðunum, og nú hófst undirbúningurinn að hefnd unum. í maí 1966 myrtu Hausar 2000 Austur Nígeríumenn, sem bjuggu á þeirra landssvæði. Þúsundir annarra bjuggust til að flytja burtu úr norðurhéruðunum, en sátu um kyrrt, er þeim var lof- höfðingi varð forustumaður stjórnarinnar í Lagos og lýsti því yfir, að enginn grundvöllur væri fyrir einingu í Nígeriu. Þeg ar öldurnar loksins lægði lofaði Gowon öllum, sem flúið höfðu eða voru á flóíta, griðum. Endalokin koma svo tveimur mánuðum seinna, er Norðan- menn drápu enn 30,000 Iboa víðs vegar um Nígeríu í sameigin legu átaki hers, lögreglu og skríls. Enn hefði Gowon þó get að bjargað málinu með því að koma á ríkjasambandi, því að að fullu öryggi í framtíðinni. Tveim mánuðum síðar reiddu Norðanmenn aftur til höggs ■— í þetta skipti innan hersins og um alla Nígeríu, nema í austurhlut anum. Þeir drápu forustumann sambandsstjórnarinnar, Ironsi hershöfðingja, sem var Iboi, og sem þeir gáfu að sök að reyna að sameina Nigeríu Iboum til fram dráttár. Auk þéss drápu þeir 200 liðsforingja og hermenn frá austurhéruðunum. Og nú flúðu allir Iboar, sem gátu, í áttina til austurhéraðanna. Gowon hers Ojukwe hefði ef til vill getað talið fólk sitt á að fallast á slíka lausn, en Gowon, og þeir, sem á bak við hann stóðu, voru miskunnarlausir og svo var að sjá sem þeir hefðu talið sig hafa fundið „hina endanlegu lausn.“ Achebe heldur áfram og segir, að það sé hörmuleg og grátbros leg blekking, að stríð Nígeríu manna nú gegn Biafra sé háð til að varðveita einingu Nígeríu. Ní geríustjórn hafi byrjað styrjöld ina fullviss um að ge'ca lokið henni á nokkrum dögum vegna geysilegra yfirburða sinna í vopnabúnaði og mannafla. Raun in hefur orðið önnur. Stríðið hefur þegar staðið eitt ár. Þá segir hann, að brezka stjórn in hafi orðið hrædd, er Iboar voru um tíma búnir að snúa tafl inu við og búnir að ná í sínar hendur stórum hluta af mið- vestursvæði Nígeríú, og hafi stjórnin þá boðið Lagosstjórn- inni hernaðaraðstoð. Jafnframt hafi Nígeríusíjórn sent menn til Moskvu og árangurinn orðið MIG-flugvélar, sprengjur, eld- flaugar og tugir tæknilegra ráð gjafa. Af ótta við að Rússar ýttu Bretum alveg út úr Nígeríu hafi brezka stjórnin svo þar að auki séð Gowon fyrir nýtízku vopn um og skotum, sem þessir ástmeg ir austurs og vesturs beiti nú af miklum áhuga. Útlendingar, sem fylgzt hafa með bardögunum, furða sig á seiglu Biafram., en hún er raun- ar ekkert furðuleg: Iboarnir telja sig vera að berjast fyrir lífi sínu. Þeir vita hvað Norðan- menn muni við þá gera og þjóð þeirra, ef þeir bíði lægri hlut. Þeir vita hvað gerist í þorpum, sem Lagosherinn hertekur. Georges Rocheau, sem páfinn sendi til Biafra og Nígeríu, segir Achebe, sagði í viðtali við franska blaðið Le Monde; „Tvö svæði verða sérstaklega illa úti. Fyrst og fremst, á svæðum milli borganna eru aðeins ekkjur og Fórnarlamb eyðingar og ótt 3 14. júní 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.