Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 7
KRISTJAN BERSI OLAFSSON Einn sólbjartan vordag fyrir fáeinum vikum heim- sóttum við, nokkrir íslenzkir blaðamenn, aðalstöðv- ar Efnahagsbandalags Evrópu í Briissel. Bandalagið hefur aðsetur miðsvæðis í horginni, og það er greini legt af húsaltynnum þess að þarna er um mikla stofnun að ræða. Raunar eru húsin mörg, sem banda lagið hefur til afnota, en aðalbygging samtakanna hefur enn ekki verið tekin í notkun nema að hluta. Það er gífurlega mikil bygging, þríarma, og í dag legu tali manna á meðal nefnd Flugvélamóðurskip- ið. Brussel er frönskumælandi borg í flæmsku landi, og stöð ugt- að verða alþjóðleg í aukn um mæli: Atlanzhafsbandalagið hefur aðaistöðvar sínar í borg inni, eftir að því var ekki vært iengur í Frakklandi, og ekki mjög langt utan við borgina eru aðalstöðvar Evrópuher- stjórnar bandalagsins. Og í • Brussel hefur Efnahagsbanda lagið aðsetur sitt, enda tala Belgíumenn gjarna á þá lund að Brussel sé væntanleg höf uðborg sameinaðrar Evrópu. Okkur voru sýndir nokkrir fulltrúar og starfsmenn banda lagsins, og okkur var skýrt ' frá fiskveiðistefnu og landbún aðarstefnu og. lesnar upp fyrir okkar tölur um hitt og þetta. en á endanum kom þó tali okk ar þar niður, hver væru hin eiginlegu lokamarkmið banda- lagsins. Og það fer ekki leynt að meginhugsunin bak við Efna 1 hagsbandalagið er ekki ein- ungis efnahagsleg samvinna, heldur er stefnt að pólitískri sameiningu aðildarlandanna, myndun Bandaríkja Evrópu. Afstaða Frakka nú í málefn- um bandalagsins gerir það að vísu óhugsandi að neitt mjak ist frekar í þá átt á þessu ári eða því næsta, en eins og þeir efnahagsbandalagsmenn bentu á, þá er hershöfðinginn ekki almáttugur, þótt máttugur sé, og eilífur verður hann ekki frekar en aðrir dauðlegir menn. Og að því hlýtur að koma að Frakkar átti sig á því, að framtíð þeirra liggur í samvinnu við önnur Evrópu ríki, þar með talið Bretland, en ekki í andstöðu við þau. Biætar fá ekki aðild að banda laginu, meðan Frakkar halda fast við núverandi stefnu, og þar til Bretar fá inngöngu bæt ast aðrar þjóðir, eins og til að mynda Norðurlandaþjóðirn ar, ekki í hópinn. Eins og margoft hefur verið tekið fram í fréttatilkynningum og Nýja skrifstofuhúsið' í Briissel, ræðum stjórnmálamanna, þá er ekki að búast við stækkun bandalagsins alveg á næstunni en þó er eins og engum bland ist hugur um það að einhvern tímann muni bandalagið ná til allrar Vestur-Evrópu. Okkur var bent á það í Brussel, að Bretar fengju aðild að banda- laginu; hjá því gæti ekki far ið að innan fárra ára yrði Þýzkaland orðið langvoldug asta aðildarríkið efnahagslega og Frakkar þyrftu á Bretum að halda ef koma ætti í veg fyrir að þessara yfirburða Þjóðverja gætti um of í störf um bandalagsins. Til þess að viðhalda hæfilegu jafnvægi í stofnun eins og Efnahags- bandalaginu þurfa stórveldin í stofnuninni nefnilega að vera fleiri en tvö; þau þurfa að vera þrjú til þess að ekkert eitt þeirra geti borið höfuð og herðar yfir hin. Þróunin stefnir sem sé í þá átt að ríkjum Efnahagsbanda lagsins fjölgi áður en mjög langt líður, og jafnframt er grundvallarhugsjón bandalags- ins, sameining Evrópu haldið lif andi. Og það eru margir sann- færðir um að sú hugsjón muni líka rætast með tímanum. ekki Framhald 10. síðu. ENN EINU SINNI ...eru það M*A*N vélar sem krsýja áfram forystuskip í íslenzkum skipaflota Hið glæsilega varðskip „ÆGIR” er útbúið tveimur MA*N diesel aSalvélum og hjálparvél. MEIRI HRAÐI - MEIRA ÖRYGGI - M a n DIESEL Ólafur Gíslason & Co. Hf. Ingólfsstræti la — Sími 18370 14. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.