Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 4
 Mmí&t 'mm •v. Wmm , , : . . mmmm. pliÉifslí WMmm GENGUR FYRIR RAFMAGNI GAMALT LYF NÝJAR VONIR Geðlæknir nokkur við háskól- ann í Pittsburgh staðhæfir, að hann hafi komizt að raun um, hvernig hefta megi algengustu orsök hrörnunarsjúkdóma. Á síðasta þingi bandarískra geðlækna gerði dr. Arthur Walsh grein fyrir niðurstöðum tilrauna, sem hann hefur unnið að að undanfarin fjögur ár. Hann skýrði frá mörgum dæm- um þess, að hrörnunarsjúklingar hefðu fengið fulla bót meina sinna, eftir notkun blóðþ.ynning arlyfja, sem almennt eru gefin fólki, sem fengið hefur heila- blóðfall. Eitt dæmið var um 66 ára gamla konu, sem hafði misst svo getuna til að stjórna líkamsstarf seminni, að ættingjar hennar sáu sér ekki annars úrkosta en að senda hana á hæli. Henni hafði stöðugt farið aftur í rúm- lega þrjú ár, en efíir aðeins fjög urra vikna inngjöf blóðþynning arlyfja hafði hennj farið svo mjög fram, að hún varð brátt fær um að halda heimili á nýjan leik. Önnur kona var svo langt leidd, að hún hélt hvorki saur né þvagi, og gat ekki matazt hjálp arlaust. Eftir að henni hafði ver ið gefið blóðþynningarlyfið Dic umarol, sem dr Walsh notaði við ailar tilraunir sínar, öðlaðist hún brátt vald á blöðrunni og gat borðað hjálparlaust, þó að ekki næði hún það góðri heilsu, að hún gæti farið af sjúkrahús- inu. „Meðferðin var samt til mik illa bóta, þar sem hún gerði henni lífið mun bærilegra og auðveldara var að annast hana eftir en áður, sagði dr. Walsh. Discumarol og önnur skyld lyf hafa um árabil verið gefin hjarta sjúklingum, og dr. Walsh hefur mikinn áhuga á að vita, hvort þeir sjúklingar séu ónæmari fyr ir hrörnunarsjúkdómum en aðrir. Hann er þeirrar skoðunar, að sömu orsakirnar leiði til hrörn unarsjúkdóma og heilablóðfalls, og því megi vænta þess, að þessi meðferð komi að gagni í báðum tilfellum. Dr. Walsh hefur beitt með- ferð sinni við 30 sjúklínga, á aldrinum 56—83 ára. Hjá þeim öllum stöðvaðist hrörnunarþró- unin, og flestir tóku það miklum framförum, að þeir urðu sjálf- bjarga á ný. Blóðþynningarlyf geta haft vissa hættu í för með sér. Stund- um valda þau blæðingum, og því eru þau ekki ráðleg í öllum tilfellum. Einnig verður að hafa strangt eftirlit með notkun þeirra, og dr. Walsh leggur á það áherzlu, að þau vinni ekki nein kraftaverk á sjúklingum, Framhald á 14. síðu. Curd Júrgens á götu í Róm ásamt eiginkonu sinni, Simone Bicheron, skömmu eftir velheppnaðan hjartauppskurð. Síðustu fimmtán mánuðina hef ur hinn frægi þýzki leikari Curd Jurgens átt tilveru sína að þakka eins konar rafhlöðu, sem komið hefur verið fyrir í hjarta hans. Jafnvel nánustu vinir kvik- myndaleikarans hafa ekki haft hina minnstu hugmynd um, að liann væri alvarlega sjúkur. Það hefur verið á margra vitorði, að hann hefur undanfarið mjög oft heimsótt hjartarannsóknarstofn- un. Hefur hann látið að því liggja, að hann væri í rannsókn, en í hópi kunningja hans hafa menn litið á þetta sem hverja aðra móðursýki, þangað til sú frétt síaðist út, að Curd Jurg- ens hefði fyrir um það bil hálfu öðru ári gengizt undir hjartaupp skurð í Houston í Bandaríkjun- um. Fylgdi það sögunni, að skurð læknirinn, prófessor de Bakey, hefði sett rafhlöðu inn í hjarta hins fimmtuga leikara. Ef ekki hefði verið gripið til þessarar aðgerðar, hefði Curdi Jurgens aðeins átt fáein ár eftir ólifað. BORG A HAFI ÚTI Þegar landrými þrýtur tekur hafið v/ð Það fer ekki milli mála, hvert stefnir. Mannfólkinu fjölgar jafnt og þétt. í framtíðinni verð um við vafalaust knúin til að leita á náðir hafsins, bæði í leit að fæðu og olnbogarými. Þegar litið er á hina uggvæn legu fólksfjölgun í heiminum, er ekki óeðlilegt, að upp í hugann komi óravíddir hafsins. Hvorki meira né minna en þrír fjórðu hlutar af yfirborði jarðar eru undir vatni. E£ hægt væri að beizla þessi svæði og nýta þau til framleiðslu nauðsynja, mundi um langa framtíð vera nóg rými og fæða handa öllum jarðarbú um. Sjávarborgir (gea City) er enn sem komið er aðeins hug mynd, sem mótuð hefur verið í gler og stein, en hún er þó fyrsta ákveðna tiliagan um „landnám“ hafsins. Með því að koma á fót litlu samfélagí langt á hafi úti verður gerlegt að taka upp nýja atvinnu vegi, fullyrða sérfræðingar, svo sem fiskirækt og iðnaði, sem vinnur úr frumefnum sjávar. Af þessari hugmynd hafa unn ið fremstu arkitektar og verk- fræðingar Breta. Tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að Sjávarborg — eyja gerð af mannahöndum, þar sem búið geta 30 þúsund manns. Kjarni . bæjarins er 16 hæða bygging á stólpum, sem umlykur stöðu- vatn, er þannig myndast og verður hitað upp með umfram- varmá frá iðnfyrirtækjum bæj- arins. borgirnar verði sjósettar, en ekki eru líkur á því að svo verði gert fyrr en eftir a. m. k. hálfa öld. FRÁBÆR ENDING Síld smyglað — Það er fleiru smyglað en brennivíni og eiturlyfjum. Ný- lega komst upp um smygl hjá sænskum kaupmanni og bar- þjóni á síld frá Noregi yfir til Svíþjóðar. Þeir höfðu komið 150 fötum af síld um borð í bíl og var ætlunin að selja síldina á nokkrum veitinglastöðum í Stokkhólmi. Þeir ráðgerðu að græða 18 sænskar krónur á hverri fötu. HE YRT SÉÐ .......... ■ ... ■■■ 4 14. júní 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.