Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 16
EO£St®
BAK
SÍDaH
r
I turninum
Síðasta spölinn hleyp ég í harðaspreng,
á húsinu gluggaugun skína-
í tíunda sinni í turnlyftuna ég geng
og tek upp budduna mína.
Og Hallgrími, Jakob og Guði ég greiði minn skatt
og geld hann fúslega allan,
og ofan ég tek minn lúða og lífsreynda hatt
og lófanum strýk yfir skallann.
Upp upp ég berst í hæðir, sem hef ég ei þekkt,
í höfuðborginni miðri.
Og nú finnst mér allt svo lítið og tíkarlegt,
sem lifað er fyrir þar niðrí.
Ég horfi ofan úr hæðunum borgina á
með hótel og drykkjubari. , r
Skelfing er lítill og lágvaxinn héðan að sjá
hann Leifur minn Vínlandsfari.
Hjá Hallgrími í Saurbæ var kotungslegt klukknaport,
þó kvað hann og flutti messu.
Sá hafði getað aldeilis laglega ort
í öðru eins sloti og þessu.
Ingrid Bergman á götu í Róm.
Hún virtist ekkert sérlega hýr,
og sögusagnir herma, að hún
sé ákaflega döpur þesa daga-
ana. . .
Alþýðublaðið.
Skvísan sem ég er með var
að skamma mig um daginn og
segja að ég liti of mikið á aðr
ar píur. En ég lét hana ekki
komast upp meff neinn moð-
reyk. — Getur ekki ástin gert
mann blindan? sagði ég. — Jú,
auðvitaff, sagði hún — Nú livaff
gerir það þá til þótt maður
horfi á aðrar? sagði ég.
Hundurinn er sagður vera
betri vinur mannsins. Enda
er hann alls ekki í flokki vitr
ustu dýranna. . .
GJAFABRÉ F
skAlitúmbhiimiliiihb
SETTA BHÍF ER KVITTUN, EN SÓ MIKIU
EEEMUR VIDURKENNINQ FYRIR STUDN-
INS VID GOTT MÁLEFNÍ.
urmitK. ». v.
|ÍuðN'^GsW^oROdDSEN
/-iiMNARS 13
'mmm
daglegi IIASÍstur
HJART AFLUTNINGAR
Frá því var sagt í blaði í gær að vísindamenn hefðu
tekið sig til og flutt hjarta úr sauðkind yfir í mann. Þ«tta
lukkaðist að vísu ekkj, heldur dó maðurinn. Það þarf þó
auðvitað ekki að stafa af því að sauðkindarhjarta eigi verr
við menn en hjörtu úr öðrum mönnum, því að flestir iþeirra
sem fengið hafa ný hjörtu hafa ekki haldið lífi, þótt nokkrir
séu enn lifandi.
En það er greinilegt af Iþessu að nú þykjast lœknannir vera
búnir að fá svo mikla aefingu 1 hjartaflutningum milli
manna, að þeir eru orðnir þess óðfúsir að reyna eittlhvað
nýtt. Og út af fyrir sig er það ekki svo illa tll fundið að
velja hjarta úr sauðkind til ígræðslu í meran, því að það
er alkunnugt að sumir menn eru hálfgerðir sauðir, og ætti
því sauðarhjarta geta unað í brjósti þeirra eins og heima
hjá sér.
Hins vegar er full ástæða til þess að véfengja að hór sé
um nýlundu að ræða. Hjartaflutningar úr dýrum í menn
hafa að öllum líkindum átt sér stað allar aldir. Fonisögur
okkar eru órækur vitnisburður um það, og goðafræðin bend-
ir einnig í iþá átt, að slíkir hjartaflutningar hafi átit sér
stað í forneskju. 'Eða hver man ekki eftir risanum Mökkur-
kálfa sem Ása-Þór barðist við. Hann var skapaður úr leir
og setti í hann merarhjarta. Af þeirri sögn er greiinilegt að
forfeður okkar hafa þekkt hjartaflutninga úr dýrum í menn,
og það sem meira er, slíkir flutningar hafa greinilega tekizt
í mörgum tilvikum.
Annað dæmi mætti nefna, þótt það sé ekki úr fomsögum,
heldur yngra og sést af því að hjartaflutningar hafa tíðkazt
langt fram eftir öldum. Það mun hafa verið haft eftir Þór-
unni á Grund dóttur Jóns Anasonar, að hún óskaði þess að
hann gæti fengið hjarta hennar, en kálfshjartað úr honum
væri komið í sig. Þessi saga er eirukar lærdómsrík og sýnir
tvennt. í fyrsta lagi að í Sigurð hefur einhvem tímann
verið flutt hjarta úr kálfi, og í öðru lagi að Þórunn taldi
það fullkominin, möguleika að hún gæti haft hjartaskipti
við bróður sinin. Þetta eitt gæti verið fullgild sönnun þess
að hjartaflutningar hafa verið þekktir á íslandi fram um
siðaskipti, bæði manna á milli og milli dýra og manm.
Eitt dæmi enn mætti nefna. í Fóstbræðra sögu er á einum
stað lýst hjarta Þorgeirs Hávarssoniar og er greinilega af
þeirri lýsingu að í hann ihefur einhvern tímann verið grætt
hjarta úr fugli.
Þetta og raunar ótalmargt fleira sýnir svo óyggjandi er,
að forfeður okkar hér norður á hjana veraldar hafa á fyrri
öldum staðið svo framarlega í læknavísindum, að þeir hafa
framkvæmt þá hiuti, sem nú þykja einrnia messt kraftaverk
hjá útlendum læknum. Ber brýna nauðsyn til þess, að saga
íslenzkrar læknisfræði verði hið bráðasta skrifuð á ný í
ljósi þessara þekkingar. Amnað sæmir okkur ekki sem
bókmennta- og sagnfræðiþjóð.
JÁRNGRÍMUR.