Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 14
Málverk Framhald af bls. T leg og litameðferð og samræmi framúrskarándi. Þar er einnig gott listaverk, frá Þingvöllum, um aðra mynd að ræða, mjög sem svipar sterklega hvað málun og litameðferð snertir til hins gamla meistara Césanne. Skal annars ekki fjölyrt um einstakar myndir hér, en,da ekki hægt að gera þeim öllum viðhlít andi skil í svo stuttri grein, en sýningunni í heild heldur lýst í fáum orðum. Málverkasýning Péturs Frið- riks ber vott um, að enn lifir í gömlum glæðum. Tízka mun aldrei geta útrýmt sönnum list um, listaverkum eða listamönn- um. Að vísu eru alltaf að koma tímabil þar sem hlutunum er snú ið við. Röngu er haldið á lofti en hið sanna troðið niður, lygin sögð sannleikur, viðursíyggð feg urð. En slíkur skollaleikur er ekki vænlegur til varanlegs ár- angurs, því að hið Ijóta leiðir hið fagra aðeins betur í Ijós. Guðmundur Karl Ásbjörnsson. Ferðamál Framhald 2.. síðu. það hafi verið hápunktur þeirra ferða sem ég hefi verið þátttakandi í. Landið er svo þrautræktað og öll búmennska með þeím ágætum að til þes er jafnað um allan heim við hlið Danmerkur Þá kem ég að annar ferð sem - ég ætlaði að minnast á, en hún er á vegum Útsýnar og er um Danmörku - Rínarlönd - Sviss og París. Þessi ferð er dýr í , krónum, en kannski ekki þeg- ar tekið er tillít til þess að hún býður upp á lauslega yfirsýn fjögurra þjóðlanda. Farið er um hjarta Þýzkalands og skoð aðar stóriðnaðarborgir og það af landslagi sem fegurst er í því landi. Rínardalur á engan sinn líka og ferð Heidelberg er mjög skemmtileg enda stendur borgin í miðju fögru héraði. Síðan liggur leiðin til Sviss. Þar er meiri náttúru- fegurð en annarsstaðar í Vest- ur - Evrópu. Himingnæfandi, snæviþakin fjöll sem speglast í fagurmótuðum stöðuvötnum, umgirtum friðsælum sveitum og borgum, sem byggðar eru af þ'eirri smekkvísi, sem fagurt landslag hlýtur að laða fram úr penna arkitektanna. Um París ætla ég ekki að fjöryrða. Um hana hefur verið svo marg rætt og ritað að það væri ða bera í bakkafullan lækinn að bæta þar nokkru við. París er annáluð fyrir feg- urð og eru þá oft nefndar til við hlið hennar Helsinki og Washington. í París eru ó- þrjótandi staðir sem skoðunar verðir eru þó við stutta heim- sókn gefist ekki tími til nema að líta á fátt eitt. Ég vona bara að friður verði komin á í þessari ágætu borg þegar væntanlegir ferðamenn koma þangað. Þá verður engin fyrir vonbrigðum. Þessi ferð verður sannkölluð „lúxusferð” egar ég var að hripa niður þessar línur kom sú spurning upp í huga minn hvort hrað- minkandi gjaldeyrissjóðir leyfðu slíka eyðslu. Ef til þes kemur að skorinn verði við nögl ferðagjaldeyrir, þá ' er einmitt nauðsynlegt að nota sér hópferðafyrirkomulagið. Með því nýtast ferðapening- arnir bezt. Við skulum bara vona að ekki komi til frekari skerðingar ferðafiár. Því það snertir aftur flugfélögin sem nú eru undir það búin, að flyt- ia stærri hóp ferðamanna milli landa en nokkru sinni fyrr. Nýloknir aðalfundir beggja fél aganna, þar sem gerð var grein fyrir stórfelldum halla- rekstri, leiðir hugann að því að ekki má skerða ferðalög þegar af þeirri ástæðu að þjóðin öll á mikið undir því að vel takíst um rekstur flugsins. Ferðalög hvort heldur er innanlands eða utan, horfa til menntunar og menninga því skulum við vona að sem flestir geti verið þátttakendur. í næstu grein mun ég ræða um skipulagðar ferðir verkafólks og að hvern þátt samtök þess, gætu átt í slíkum ferðum. Þorleifur Guðmundsson. Wýjsr vosilr í'ramhald af 4. s!77u. sem þjást af hrörnunarsjúkdóm- um á háu stigi. „Við verðum að finna meinið áður en í óefni er komið,” sagði hann. Til sölu Hoover þvottavél, stök þeyti- vinda, þvottapottur. Upplýsingar í síma 21647, milli kl. 7-8 e.h. Samvinnan Framhald af G. síðu. fund í tilefni þess, að eitt ár er liðið síðan hann tók við ritstjórn Samvinnunnar. Sagði hann, að á þessu ári hefði áskrifendum fjölgað jafnt og þétt og lausasala auk izt. En sökum þess, hve út- gáfukostnaður væri hár, yrði enn að herða róðurinn. og því hefði verið ákveðið að stofna til áskrifendahapp- drættis. Þátttakendur í happ drætli þeásu verða allir þeir, sem greitt hafa þennan ár- gang blaðsins fyrir 7. júlí. Gildir þetta jafnt um gamla sem nýja áskrifendur. Vinning ur er 17 daga ferð fyrir tvo til Mallorca og Lundúna síð ar í sumar. Eins og fyrr getur, er þetta hefti Samvinnunnar helgað samvinnuhreyfingunn, en auk þess eru í blaðinu fjölmargar aðrar greinar að venju. í næstu tveimur heftum verða teknir fyrir málafiokk ar, sem bera yfirskriftina Drykkjumenning á íslandi og Þjóðareinkenni íslendinga. Samvinnan er nú gefin út í 7000 eintökum, og þess má geta, að fyrsta heftið, sem Sigurður ritstýrði og fjallaði um skólamálin, er nú upp- selt. 14 14. júní 1968 -« ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kosningahátíð Framhald af 3. síðu klukkunni; Þórunn Thors flytur ávarp; Ó. Þ. Jónsson syngur yið undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar; Gunnar Eyjólfsson les upp; Hjörtur Pálsson stud. mag. flytur ávarp; Baldvin Halldórs- son flytur Ijóð og að lokum ávarpar dr. Kristján Eldjárn viðstadda. ★ SJÓNVARPAÐ í FOR- SAL. Á fundi með fréttamönnum í gær sögðu forráðamenn þessa fundar, að liann myndi taka eina og hálfa til tvær klukku- stundir því hvert atriði væri mjög stutt. í forsalnum verður komið fyrir sjónvarpi og gjall- arhornum til að sem flestir gætu fylgzt með því sem fram færi. Þá var frá því skýrt að ungir stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjárns myndu á næstunni lileypa af stokkunum nýju blaði sem heitir Ný kynslóð. ★ KOSTAR 2 MILL.TÓNIR. Aðspurður kvaðst Ragnar ar Jónsson í Smára ætla að kosningabarátta þeirra myndi kosta allt að 2 milljónum króna, en þó væri mjög mikið starf unnið í sjálfboðaliðsvinnu. Nú starfa að jafnaði milli 20— 30 manns á aðalkosningaskrif- stofunum í Reykjavík. Nýtt hefti af 30. júní verður næstu daga borið í hvert einasta hús í Reykjavík og víða úti um land. Þrjú hefti eru nú í undirbúningi. Aðgangur að fundinum er ó- keypis og öllum heimill. íþróttir Framhald a* 11. síðu. sem Ellert Schram skoraði úr og félögin skiptu stigunum. Staðan í I. deild er nú þessi: Akureyri 4 stig, Valur og Fram 3, Vestmannaeyjar 2, KR 2 og Keflavík ekkert. Valur og KR hafa leikið 3 leiki, en hin félögin tvö hvert. — Nánar á morgun. Ræða um framsal James Earl BREZKA ríkisstjórnin hefur fallizt á að hafizt verði handa á rannsókn lögfræðilegra atriða er snerta framsal Jamos Earl Ray, meintum morðingja dr. Martin Luthers Kings, til Bandaríkjanna. Kekkonen til Moskvu KEKKONEN, Finnlandsfor- seti, flaug í gærmorgun til Moskva í 2 vikna óopinbera heimsókn. Búizt er við að Kekk- onen ræði við sovézka ráða- menn um almenn stjórnmála- efni, og fara væntanlega fram viðræður milli Kekkonens og Podgorni, forseta Sovétríkjanna. ORÐSENDING til útgerðarmanna sildveiðiskipa Þeir útvegsmenin sem ætla að salt-a síld um borð í veiðiskip- um eða sérstökum móðurskipum á komainidi síldarvertíð, þurfa samkvæmt lögum tað sækja um söltunarleyfi til Sildar- útvegsnefndar. Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Nafn skips og skráningarstað. 2. Nafn og heimilisfang síldareftirlitsmanns, sem stjórna á söltuninni um borð. 3. Hvort ráðgert er að láta skipið sigla sjálft !til lands með síld þá, sem söltuð kann að verða um borð 'eða ‘hvort óskað er eftir að sérstök flutningaskip taki við síldinni á miðunum. Umsóknir sendist skrifstofu Síldarútvegsnefndar í Reykja- vík sem allra fyrst og eigi síðar en 20. þ.m. Sjávarútvegs- málaráðuneytið hefur með bréfi dags. 10. f.m. falið Síldar- útvegsnefnd að framkvæma flutninga á sjósaltaðri síld svo og framkvæmd annarra iþeirra málefna er greinir í bráða- birgðialögum frá 10. f.m. og áliti 5 manna nefndar þeirrar, er skipuð var 20. febrúar s.l. til að gera tillögur um hag- nýtingu síldar á fjarlægum miðum. 'Er lagt fyrir Síldar- útvegsnefnd að fylgja að öllu leyti ákvæðum laganna og tillögum 5 manna nefndarinnar við framkvæmd málsins. Með tilliti til þessa, vill Síldarútvegsnefnd vekja athygli útgerðarmanna og aninarra hlutaðeigandi aðila á því, að ó- gerlegt er að hefja undirbúning varðandi flutniiraga þá, sem gert er ráð fyrir í bráðabirgðalögunum og tillögum 5 manna nefndarinnar, fyrr en fyrir liggja upplýsingar frá útgerðar- mönnum síldveiðiskipa um væntanlega þátttöku í söltun um borð í skipum, ásamt upplýsingum um áætlaða flutn- ingaþörf vegna iþeirra veiðiskipa, sem ráðgert er að afhendi saltsíld á fjarlægum miðum um borð í flutningaskip. Þá vill Síldarútvegsnefnd vekja -athygli útgerðarmanna og lannarra hlutaðeigandi aðila á því, að skv. bráðabirgðalög- unium er gert ráð fyrir, að útgerðarmönnum, sem kunna að að flytja sjósaltaða síld frá fjarlægum veiðisvæðum til ís- lenzkrar hafnar í veiðiskipumi eða sérstökum móður- skipum, verði greiddur flutningastyrkur, er nemi sömu upphæð fyrir hverja tunnu og Síldarútvegsnefnd áætlar að kostnaður verði við flutning sjósaltaði'ar síldar á vegum nefndarininar, enda verði síldin viðurkennd sem mark- aðshæf1 vara við skoðun og yfirtöku í landi. SÍLDARÚTVEGSNEFND. SMURT BRAUÐ SNITTUR EIRRÖR BRAUÐTERTUR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til '\W/ hita- og vatnslagna. BRAÚÐHUSIP Burstafell SNACK BAR byggingavöruverzlun Laugavegi 126, Réttarholfsvegi 3, Sími 38840.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.