Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 10
o o [) SMÁAUGLÝSINGAR Tek föt til viðgerðar. Ekki kúnststopp. Uppl. síma 15792 daglega fyrir hádegi. Steingirðingar, svalarhandrið, og blómaker. MOSAIK H.F. Þverholti 15. Sími 19860. Notað, nýlegt, nýtt. Daglega koma barnavagnar, kerrur burðarrúm, leikgrind nr, barnastólar, rólur, eið hjól, þríhjól, vöggur og fleira fyrir börnin, opið frá kl. 9-18,30. Markaður notaðra barnaökutækja, Óðinsgötu 4, sími 17178 (gengið gcgnum undirganginn). Brúðarkjólar til leigu. Stuttir og síðir, hvítir og mis litir brúðarkjólar til leigu. Einnig slör og höfuðbúnaður. Simi 13017. ÞÓRA BORG, Laufásvegi 5. Teppaþjónusta WILTON-teppi Útvega glæsileg, íslenzk Wilt- on teppi, 100 % uil. Kem heim með sýnishorn. Einnig útvega ág ódýr, dönsk ullar og sisal.teppi I flestar gerðir bifreiða. Annast snið og lagnir svo og viðgerðir. Daníel Kjartansson, Mosgerði 19. Sími 31283. Sjónvarpsloftnet Tek að mér uppsetningar, við gerðir og breytingar á sjón- varpsíoftnetum (einnig útvarps loftnetum). Útvega allt efni ef óskað er. Sanngjarnt verð. 1 Fljótt af hendi leyst. Simi 16541 kl. 9-6 og 14897 eftir kl. 6. Valviður — sólbekkir Afgreiðslutími 3 dagar. Fast verð á lengdarmetra. Valviður, smíðastofa Dugguvogi 5, sími 30260. . Verzlun Suðurlands- braut 12, sími 82218. Allar myndatökur hjá okkur. Einnig ekta litljjsmyndir. Endur nýjum gamlar myndir og stækk um. I.jósmyndastofa SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Ökukennsla, æfingartímar. Kennt á Volkswagen. ÖGMUNDUR STEPHENSEN. Sími 16336. HABÆR | Höfum húsnæði fyrir veizlur og ; fundi. Sími 21360. Alls konar viðgerðir og breytingar á rörum, hreinlætistækjum, þétting á krönurti og margt fleira. Sími 30091. Pípulagnir — Pípulagnir Tek að mér viðgerðir, breyting. ar, uppsetnlngu á hreinlætis- tækjum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Grandavegi 39. _ Sími 18717. Málningarvinna Tek að mér utan- og innanhúss. málun. HALLDÓR MAGNÚSSON málarameistari. Sími 14064. Enskir rafgeymar Úrvals tegund, L. B., London- Battery fyrirliggjandi. Gott verð. Lárus Ingimarsson, heild- verzlun Vitastíg 8 A. Síml 16205. Til sölu litfaðrar steinflögur, til veggja, gólf og arinskreytinga. Flísalegg baðhérbergi. Upplýs. ingar í síma 52057. Opið frá kl, 6 að morgni. Caféteria, grill, matur allan dag inn. — Súkkulaði, kaffi, öl, smurt brauð, heimabakaðar kökur. — Vitabar, Bergpórugötu 21, sími 18408. Töskukjallarinn — Laufásvegi 61, sími 18543, sel. ur: Innkaupatöskur, íþrótta- töskur, unglingatöskur, poka. I 3 stærðum og Barbi-skápa. Mjólkurtöskur, verð frá kl. 100.. TÖSKUKJALLARINN, Laufásvegi 61. Lóðastandsetningar Standsetjum og girðum lóðir o.fl. Sími 11792 og 23134 eftir kl. 5. Verzlunin Silkiborg auglýsir Nýkomið smáköflótt og einlitt terelyne, dömupeysusett og blússur fallegt og ódýrt, galla buxur, peysur, nærföt og sokk- ar á alla fjölskylduna, smá. vara og ullargarn í úrvali. VERZLUNIN SILKIBORG, Dalbraut 1 v/KIeppsveg, sími 34151 og Nesvegi 39, slmi 15340. Einangrunargler Tökum að okkur ísétningar á ein- földu og tvöföldu gleri. Útvegum allt efni. Einnig sprunguviðgerðir. Leitið tilboða í símum. 52620 og 51139. Kvikmyndavél Fuglabúr KVIKMYNDATÖKUVÉL BROWN og flash, til sölu. Einnig stórt glæsilegt fuglabúr (1 m.) ásamt 4 fuglum. Uppl. í síma 33736, millí kl. 1-3 í dag og næstu daga. 14. júní 1968 - ALÞÝÐilBLAÐIÐ AðalstöSvar EBE Framhald af 7. síðu. kannski á næstu tíu árum, en Irúlega á næstu liundrað ár- um eða jafnvel skemmri tíma. Ef þetta gerist, ef Evrópa sam einiast pólitískt í eitt ríki, hlýt um það að gjörbreyta öllum við horfum í okkar hluta heims og raunar í öllum heiminum. A hvem veg þær breytingar vrðu er auðvitað einungis hægt að ráða í með mismunandi mikl um líkum, en þessi framtíðar- sýn ætti skilyrðislaust að vera rædd fram og aftur í öllum þeim löndum, sem hún skiptir nokkru. Erlendis hafa líka átt sér stað talsvert miklar umræður um framtíð Evrópu og hugsan- lega sameiningu álfunnar Hér á landi liefur lítið verið á betta minnzt í opinberum umræðum, og þó hlýtur framvinda þessara mála að skipta okkur mjög miklu. Við hljótum að spyrja, hver verði okkar aðstaða og hver verði okkar afataða, ef Evrópa sameinast. Getum við staðið álengdar og horft á þá þróun, sem er að gerast, án þess að straumurinn hrífi okk um með sér? Getum við í okkar fámenni haft nokkur áhrif á þessa þróun? Hvennig stöndum við að vígi efnahagslega og póli tískt, ef Evrópa rennur saman í eitt ríki og við verðum eftir sem örsmár dvergur mitt á milli tveggja risa, Bandaríkja Norður-Ameríku og Bandaríkja Evrópu? Gæti þá ekki farið svo að okkar eina hlutskipti verði að svara þeirri spurningu, hvort við viljum heldur telja okkur Evrópumenn eða Ameríkana? hetta eru aðeins nokkrar þeirra spurninga, sem vakna, þegar hugsað er um framtíð Evrópu og hlu'tverk okkar og aðstöðu í heiminum. Og þetta eru mál sem auðvitað á að ræða feimnisiaust á opinberum vett vangi. Það hefur þó lítið sem ekkert verið gert hérlendis, og ástæðan er sjálfsagt að einhverju leyti sú, hve tilfinningarhiti biandast auðveldlega inn í allar opinberar umræður hér. Ef ein hver léti sér það um munn fara, að þróun tímans ynni gegn okk- ur, að smáríki hlyti stöðugt að eiga erfiðara með að lialda fullu pólitísku siáifsfnrræði í heimi, sem stefnir óðfluga að myndun stærri ríkisheildar, ríkja sem ná yfir heilar heimsálfur, þá verða alltaf nógir til að rísa upp og segja: landráðamaður! Þú hefur misst trúna á getu okkar (til isjálfstæðis og vilt afsala okkur fullveldiinu sem allra fyrst! En auðvitað væri þama ekki um neitt slíkt að ræða, heldur einungis verið að bendá á sögulega þróun sem er að ger ast allt umhverfis okkur og við verðum að liorfast í augu við og taka tillit til í hugsun okkar og viðbrögðum, hvort sem okk ur kann að líka betur eða verr. Við getum ekki lokað okkur inni í skel og látið eins og við vit- um ekki hvað er að gerast um- hverfis okkur. En víkjum nú sögunni afitur til Briissel. Fyrsti maðurinn sem við félagar vorum leiddir fyrir var Simonnet, fjörlegur Frans- maður sem talaði við okkur með aðstoð túlks. Hann skýrði fyrir okkur stefnu bandalagsins f fisk veiðimálum og lagði á það tals verða áherzlu að Efnahagsbanda lagið gerði alls ekki ráð fyrir að verða sjálfu sér nógt um fisk framleiðslu. Fiskneyzlan í lönd- um bandalagsins gæti aukizt mikið frá því sem nú væri, og þeirri aukingu ætlaði bandalagið að mæta bæði með aukinni fisk framleiðslu í aðildarlöndunum og með auknum innflutningi. Það væri útilokað að bandalags löindin sjálf gætu aukið fram- leiðsluna eins mikið og búizt er við að neyzlan aukist; til þess þyrfti að margfalda veiðiflota landanna á skömmum tíma, og þar að auki yrði mjög erfitt eða ógerlegt að fá menn á öll þau skip, Hjá því gæti þess vegna ekki farið að fiskinnflutningur til bandalagsríkjanna ykist mik ið á næstu árum. Næst hittum við Belgíumann, Andressen, og viðstaddur við- tal hans við okkur var blaðafull trúinn, sem hafði það hlutverk að sjá um að heimsókn okkar til bandalagsins yrði lærdómsrík fyrir okkur; sá var amerískur að þjóðerni, Steve Freidberg að nafni. Samtal okkar við bá fé- laga var að vissu leyti enn ó- formlegra en viðræður okkar við fiskimálasérfræðingmn. og þótt Andressen hefði verið ætl að það hlutverk að segja okkur einkum frá utanríkismálum bandalagsins, þá snerist tal okk ar ekki síður um innanríkismál- in, og þá var fljótlega komið að því framtíðarmarkmiði EBE, sem vikið var að hér að fram an. En fleira bar þó á góma. Það kom í ljós að eitt megin vandamál bandalagsins núna eru landbúnaðarmálin. Eins og víð ar er landbúnaðurimn í Efna- hagsbandalagslöndunum sums staðar illa rekinn, búin of smá og framleiðni atvinnugreinarinn ar ekki eimis mikil og annarra at vinnuvega. Þetta þýðir að verð á landbúnaðarvörum verður ó- eðlilega hátt og þær seljast ekki. Okkur var sagt að smjör- fjall landanna sex væri nú 180 þúsund tonn, og við það bættust um 70 þúsund tonn á ári. Það verður lítið úr smjörfiallinu okkar sem frægt var fyrir fáéiin um árum við hliðina á þessum ósköpum. Bandalagið hefur ýmislegt gert til að reyna að bæta úr þessu, og meðal annars hafa ver ið gerðar tilraunir með sam- vinnubú, sem hafa gefizt vel, til að mynda í Hollandi. En mér virtist að munurinn á þeim bandalagsmönnum og okkur hér heima, - en við eigum líka við þetta sama vandamál að stríða, óhagkvæman landbúnað -. værl einkum só, að í Efnahagshanda laginu er viðurkennt að barna sé vandamál á ferðimmi og reynt að finna leiðir til að leysa það, en hér ætla allir vdltláiusir að verða ef á það er minnzt og meira að segja gerður út heill stjórnmálaflokkur til að halda því fram að landbúnaður okkar sé til fyrirmyndar og þar megi engu hagga. Fleiri Efnahagsbandalagsmenn hittum við ekki, og viðstaða okk ar í höfuðstöðvum bandalags- ins var ekki löng, aðeins ein morgunstund. En þó held ég að við höfum farið þaðan út tals- vert fróðari en við komum inn. Og einkum og sér í lagi var það lærdómsríkt að finna hve lifandi Evrópuhugsjónin var í þessari bvggingu, sú ihugmynd að Evrópa gæti ekki til lendar stað- izt sundruð í mörg tiltöiulega smá ríki, heldur hlyti. hún að sameinast í eitt stórveldi. SOKKABUXUR hvítar og mislitar. Leddys U fc>Ciöfr% Laugavegi 31. „Allir þeir“ er nota eitruð efní til úðunar á trjágörðum, skulu gæta fyllstu varúðar í meðferð slíkra efna. Skal þeim skyit að festa upp á áberandi stað við hvern garð, sem úðaður er, prentaðar leiðbeiningar með nauðsynlegum varúðarreglum. Jafnframt skal öllum íbúum viðhomandi húss gert viðvart áður en úðun hefst, svo og íbúum aðliggjandi húsa. Um brot gegn þessu fer eftir 11. gr. laga nr. 24. 1. febr 1930, Borgarlæknir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.