Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 2
IBItstjórar: Kristján Bersl Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. 24 AR Á morgun verður Lýðveldið ís- verður þetta að vera höfuðtak- mark á komandi árum. NÁTTÚRUVERND í tilefni af 17. júní gefur Ai- þýðublaðið út auka'biað, svo sem i venja er. Að þessu sinni er biað : ið helgað náttúruvernd og láta ; þar margir kunnir menn í ljós, hvað þeir telja mest aðkallandi að gera til náttúruverndar á ís- landi. Svör þeirra eru athyglis- verð. Alþýðublaðið hefur oft haldið land 24 ára. Þetta er lítill aldur í sögu þjóðar, og sjálfstæðið enn í bernsku. Hins ivegar eru 24 ár langur tími í ævi einstaklinga, ekki sízt þeirra, sem lifað hafa þetta tímabil, sökum þess hve viðburðaríkt það hefur verið. Lífskjör þjóðarinnar hafa síðan 1944 batnað svo hröðum skrefum, að ævintýri er líkast. Samt sem áður eru ýms megin vandamál ó- leyst og þá öðru fremur hvernig forðast megi í framtíðinni sveifl ur 1 þjóðartekjum eins og þær, sem gerzt hafa síðustu misseri. Það er enn ekki fullsannað, að íslendingar ráði við þann vanda efnahagsmála að standa undir þeim lífskjörum, sem þjóðin hef ur verið fljót að tileinka sér. Til þess mun þurfa mikið átak, og Það er ósannað mál, að kapp- hlaupið við lífskjörin hafi gert þjóðina hamingjusamari en ella - enda þótt óneitanlega sé mikil blessun að hafa útrýmt fátækt- inni. Félagsleg vandamál, upp- eldi, lífsviðhorf og aðlögun að nútíma þjóðfélagi munu í fram tíðinni krefjast meira átaks og athygli en hingað til. Mikil óværð er nú í rótgrónum þjóðfélögum víða um lönd og jaðrar við bylt- ingu æskunnar. Hér hefur þessa lítið gætt á yfirborði, en mis- skilningur iværi að ihalda, að bylgjurnar hafi ekki borizt hing- að til lands. Þær kunna enn að segja til sín í einhverri mynd. Alþýðublaðið ósbar þjóðinni til hamingju í von um bjarta far- sæla framtíð. fram, að einmitt nú sé rétti tím inn til stórátaka í náttúruvernd. Mikil spjöll hafa verið gerð á land inu síðustu 1100 ár, en nú blasa við nýjar hættur, ef ekkí verður sýnd skynsemi og forsjálni í sam skiptum mannfólksins vi'.i landið. Þjóðin þarf að bera gæru til að sameinast urn þetta má' Hún þarf að varðveita þá staði náttur unnar, sem sérstæðir eru. Hún þarf að berjast gegn uppblæstri og auðn með sandgræðslu, skóg- rækt og hverju tiltækilegu ráði. Hún þarf að tryggja fólki í þétt- býlf tengsl við náttúruna. 25 ára afmæli lýðiveldisins á næsta ári þyrfti að marka tímamót á þessu sviði með nýrri skipan náttúrú- vemdármála og nýjum átökum á því sviði. KONUR A SVIÐI Það var að sönnu mál til Jíomið að leikkona hlyti silf- urlampann; auk Helgu Baeh- mann sem fékk lampann í vor hefur aðeins ein leikkona hlot- ið þessa viðurkenningu, Guð- björg Þorbjarnardóttir árið 1961. Þó er leiklistin sú grein lista þar sem mest og ótvíræð- ast kveður að konum, og hef- ur svo verið frá því reglulegt leikhús kom til á íslandi með stofnun Leikfélag Reykjavík- ur. Það er hægt að ræða um og nefna til helztu rithöfunda, myndlistarmenn, tónskáld á íslandi án þess að nefna nokkra konu, en um leiklist verður ekki rætl nema leikkvenna sé getið. Löngum hefur verið friðgott um silfurlampann, friðbetra en virðist ætla að verða um aðra og nýlegri viðurkenningu, bók- menntaverðlaun dagblaðanna eða silfurhestinn. Þó er ekki að vita hvort svo yrði ef fylgt væri út í æsar reglum silfur- lampans sem gera ráð fyrir að vprðlaunin skuli veitt fyrir ,,frábæran leik, hvort heldur í litlu eða stóru hlutverki“. En hefð hefur skapazt um það að veita silfurlampann einvörð- ungu fyrir stór hlutverk, aðal- hlutverk svokölluð, og eru það því sjaldnast fleiri en tveir eða þrír leikarar sem til greina koma ár hvert fyrir „frábær- an leik“. í ár mun t.d. enginn hafa komið til raunverulegra álita annar en leikkonurnar Helga Bachmann og Kristbjörg Kjeld. Hitt segir sig sjálft að oft og einatt eru tveir eða þrír leikarar raunverulega hlut gengir hverju sinni, eiga jafnt tilkall til viðurkenningar og verður ekki gert upp á milli þeirra með neinum hlutlægum hætti; það kann því að verða undir hendingu komið hver þeirra hlýtur sóma af „bezta“ leik ársins þó allt sé með felldu um mat leikdómenda. Og sjálf- sagt stafar það líka af tómri hendingu að tvær leikkonur s-m ættu löngu að vera búnar að fá þessa viðurkenningu, og hafa þrásinnis verið mjög nærri þvi að vinna hana, hafa enh í dag engan silfurlampa hlotið. Tvívegis munaði þó einungis fjórðuifgi atkvæðis, 25 stigum, að Helga heitin Val- týsdóttir hlyti verðlaunin, og einu sinni hálfu atkvæði, 50 stigum, að Herdís Þorvalds- dóttir hlyti þau; samanlögð stiga tala þeirra Herdísar og Helgu, hvorrar um sig, öll ár sem verð launin hafa verið veitt er hærri en margra sem hafa hlotið lampann. En, af hverju stafar „hend- ing“ sem bessi? Getur skeð að leikdómendur dragi óafvit- andi og ósjálfrátt taum karla þegar svo ber við að tveir leikarar, karl og kona, sýna bæði jafna verðskuldun, frá- bæran leik í mikilsháttar hlut- verki? Og meðal annarra orða: hversvegna er engin kona í leikdómarasæti? ^ Hvað sem þessu líður: ótví- rætt er það að konur láta hvergi að sér kveða í listum til jafns við það sem gerist í leikhúsum. Hvers vegna? Ég efast um að hin augljósa, KJALLARI líkamlega skýring, að leikhóp- ur verður varla eða alls ekki starfræktur án kvenna, sé ein- hlít, þó að sjálfsögðu dragi hún langt. Ekki vantar minnsta kosti að konur hafi fengizt og fáist við aðrar greinir lista. Fjöldj kvenna leggur stund á ritstörf þó engin kona verði enn sem komið er nefnd í röð hinna fremstu rithöfunda; kon ur leggja stund á tónsmíði og hljóðfæraleik; og meðal mynd- listarmanna eru fáeinar kon- ur sem náð hafa umtalsverð- um árangri þó karlar muni til muna fjölmennari þar í stétt eins og hverri annarri en húsfreyju stéttinni. Hinsvegar er órofin röð mikilsháttar leikkvenna á íslenzku sviði, allt frá Gunn- þórunni Halldórsdóttur, Guð- rúnu Indriðadóttur og Stefaníu Guðmundsdóttur til Guð- bjargar, Herdísar og Helgu Valtýsdóttur, Helgu Bachmann og Kristbjargar Kjeld. Árlega útskrifast úr leikskólunum, birtast á sviði nýjar leikkon- ur, ungar og efnilegar, sem standa piltum sízt að baki. Og þess verður ekki vart að fé- lagsleg staða kvenna, verð- andi eiginkvenna, mæðra og húsmæðra, meini hæfileikum þeirra að njóta sín á þessu sviði. Framhaid á 14. síðu. £ 16. júní 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ SLEIFARALAG Me/an *ég beið eftir strætis- vagninum í gærmorgun á’ einum stað á Stór-Reykj a víkursvæð- inu, varð mér starsýnt á vinnu- brögð, sem fram fóru í nágrenni við biðskýlið. Þarna var greini- lega hin svokallaða unglinga- vinna í „fullum gangi“. Hingað og þangað um þennan orustu- völl lágu smáhrúgur af kast- grjóti og rusli og var nú unnið að því að fjarlægja þær. Skal því nú lýst í stuttu máli, hvernig þessi þrifnaðarherferð fór fram og hvernig ungir og upprennandi æskumenn eru þjálfaðir í hagræðingu og tæknilegum vinnubrögðum á íslandi á ofanverðri tuttugustu öld: Heljarmikill vörubíll frá Þrótti stóð þarna í fremstu víglínu, — að sjálfsögðu í fullum gangi og filelfdur bílstjóri undir stýri. En takið svo eftir: Þrir — aðeins þrír drengir, 13 til 14 ára skokk- uðu þarna kringum bílinn með skóflur og mokuðu hrúgunum upp á bílpallinn, en bflstjórinn mjakaði farartæki sinu smám. saman um einn og einn metra í senn frá einni hrúgu til annarr- ar. Enginn verkstjórl var þarna neins staðar sýnilegur, enda hef- ur liann sjáífsagt talið frekari nærveru sína óþarfa eftir að hafa skipulagt þvílíka vinnu- hagræðingu, sem hér hefur verið lýst. Vert er að geta þess, að dreng- irnir munu fá 20 til 35 kr. fyrir vinnustundiria í lunglingavinn- unni. Það er blátt áfram ömurlegt að sjá önnur eins vinnubrögð og þetta nú á dögum. En eru þau ekki einmitt einkennandi fyrir þá sérstæðu „vinnuliagræðingu og hagfræði", sem allt of oft getur að líta enn í dag hjá okk- ur íslendingum, og það í miklu stærri og umfangsmeiri stíl en hér um ræðir, þegar saman fer ailt í senn: blygðunarlaust kæru- leysi um skynsamlega nýtingu opinbers fjár, litill áhugi fyrir verkinu og kannski enn minna verksvit. Fyrir 60 árum brostu nágrann arnir að gömlum kotbónda ein- um, sem á hverju hausti reiddi móinn sinn á einni dróg svo langa leið framan af heiðum, að ekki urðu farnar nema tvær ferð- ir á 12 eða 14 stunda vinnudegi. Þessi gamli bóndi hafði þá góðu og gildu afsökun að hafa elrki ráð á’ öðrum tæknibúnaði en gömlum og lúnum skrokk og ein- um húðarjálki, en vélvæddir „„búskussar" nútímans geta varla afsakað sína handarbaks- vinnu á sama hátt. Hi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.