Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 9
ÍÚLKAN, cORSÆT ISRÁDHE RRAFRÚ Nýtt líf. ÞÓ AÐ Mary Wilson kynni ekki í fyrstu alls kostar við sig í Downing Street 10 varð henni samt fljótlega ljóst, að staðurinn hafði sitíhvað til síns ágætis. Til dæmis var söguhelgi hans orðin umtalsverð og áberandi, þar sem svo margir frægir menn höfðu verið þar búsettir lengri eða skemmri tima, og þeir sem þekktu jafn mikið til sögu lands síns og þjóðar og Mary Wilson gátu ekki lengi verið ósnortnir. Mary Wilson komst fljótlega að raun um það, að það sem hún hafði álitið hina dæmigerðu ensku húsmóður, hentaði ekki sem bezt í Downing Street 10. Til dæmis var það strax hent á lofti í blöðunum, þegar hún sagði upp eldabuskunni af því að hún vildi heldur laga matinn sjálf. Slíkt þótti aldeilis ekki hæfa forsætisráðherrafrú. Og ríkisstjórnin vildi sjálf sjá um framreiðsluna í sambandi við opinberar móttökur. Auðvitað tók Mary Wilson með sér gömlu, góðu þvottavél- ina sína, þegar hún flutti í Downing Street. Og henni kom ekki annað til hugar en að halda áfram að þvo þvottinn sinn sjálf, eins og hún hafði til þessa gert. En hún neyddist til að fá sér þurrkara, því að erfitt var að hengja út þvott í Downing Street 10. Hún hélt áfram við- skiptum við búðina, sem hún hafði áður verzlað við, en nú fékk hún bara heimsent í stað þess að fara sjálf út til inn- kaupa. Eina aðstoðin, sem frúiii taldi sig eiginlega ekki geta án verið var við hreingerningar. Slíka hjálp þáði hún aðeins þrjár klukkustundir dag hvern, því að hún kærði sig ekkert um ,,að hafa fullt að þjónustufólki í kringum sig daginn út og inn.“ En að því kom, að Mary Wil- son neyddist til að semja sig að nýjum og breyttum lifnaðarhátt- um. Blaðasnáparnir og snobbar- arnir gátu ekki séð hana í friði og hin hefðbundna, rígskorðaða brezka þjóð kunni því betur, að frúin í Downing Street 10 væri „fín frú.“ og Mary Wilsön komst svo að orði í viðtali: „Ég erekki lengur sjálfs mín húsbóndi í sama mæli og áður, því að ég neyðist til að þiggja hjálp hinna og þessara — og margir neyðast til að hjálpa mér. En ég er far- in að skilja þetta og taka því eins og sjálfsögðum hlut. Og ég held þetta komi bara upp í vana . . Ætt og uppruní. GLADYS mary BALDWIN fæddist í Norfolk á Englandi árið 1916. Hún var einkabarn prests nokkurs. Faðir hennar hafði unnið í verksmiðju frá tólf ára aldri, en jafnframt stundað guðfræðinám í frístund- um. Tuttugu og níu ára gat. hann snúið sér að prestsstöríum. Móð- ir Mary starfaði einnig við sömu verksmiðju, unz unnusti hennar hafði hlotið prestsvígslu sína og þau gátu gengið í hjónaband. Mary minnist foreldra sinna hrærðum huga. „Þau voru góðar og guðhræddar manneskjur bæði tvö. Og þau ólu mig upp í guðsóíta og góðum siðum. Þau voru frjálslynd á sinn hátt. — Pabbi vitnaði t. d. fullt eins oft í skáldskap og guðsorð í ræð- um sínum.“ Mary hlaut menntun sína í Sussex, en hún varð snemma lestrarfús og námsþyrst. Hún erfði bókelsku föður síns í rík- um mæli. Ein af minningum þeim, sem henni eru kærastar frá þessum tíma, er á þessa leið: „Okkur var leyft að lesa skáld- sögur þrjú kvöld í viku. Þess á milli höfðum við bara skólabæk- urnar handa á milli, en vegna þess hve ég var afskaplegur bókaormur las ég þær aftur og aftur frekar en ekkert.“ Upp úr þessu nam Mary hrað- ritun og vélritun, gerðist fær við þá' gagnsömu iðju og fékk út á hana ágæta vinnu. Það var á því herrans ári 1934 . . . Hamingjuár, harð- æri. MARY BALDWIN OG HAR- OLL WILSON hittust fyrst árið 1934, þegar þau voru bæði átján ára að aldri. Harold hafði lokið síúdentsprófi í Bebington, þar sem hann hafði einnig leikið krikkett við góðan orðstír og jafnframt verið fyrirliði „rugby- liðs.“ Að auki stóð hann sig svo vcl í námi og á prófum, að hon- um var úthlutað styrk til háskóla- náms í Oxford. Wilson vai;um það bil að hefja báskólanám, þegar leiðir þeirra lágu saman. Að sögn Mary varð það með svofelldum hætti: — „Við hittumst í tennis- klúbb. Og innan þriggja vikna var giftingin ákveðin. En nám- inu varð að Ijúka fyrst . . .“ Árið 1937 lauk Harold Wilson háskólaprófi með ágætiseinkunn , frá Oxford — og varð aðeins 21 Framhald á 14. síðu. Mary Wilson, kann bezt við sig innan veggja heimilis síns hversdagsleg störf, . . 17. JÚNÍ 1968. HÁTÍÐAHÖLDIN Í KOPAVOGI 1. kl. 13.30 Skrúðganga frá Félagsheimilinu. 2. kl. 14.00 Hátíðin sett í Hlíðargerði: Fjöln- ir Stefánsson. 3. Fjallkonan flytur kvæði: Jóhanna Axelsdóttir. 4. Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson við undirleik höfundar. 5. Ávarp: nýstúdent Guðmundur Einarsson. 6. Frá ungu fólki: þjóðdansarí glíma o.fl. 7. Ríótríó skemmtir. (Helgi, Halldór, Ólafur). 8. Leikritið: Húsið í skóginum. (Auður Jónsdóttir stjórnar) 9. Skólahljómsveit Kópavogs. Björn Guðjónsson stjórnar. 10. Skemmtiþáttur: Ketill Larsen, Davíð Oddsson. 11. Samkór Kópavogs syngur. Kl. 17.00 Knattspyrnukeppni á íþróttavell inum í Vallargerði. Kl. 17.30 Dans fyrir yngstu bæjarbúa við Félagsheimilið. Fjalakettir og „Basli,, leika. Kl. 20.45 Kvöldskemmtun við Félags- heimilið 1. Reiptog: Bæjarstjórn ogkennarar. 2. Skemmtiþáttur: Árni Tryggva- son, Klemenz Jónsson. 3. Spurningaþáttur. Stjórnandi Gunnvör Braga. Dans til kl. 1.00 eftir miðnætti, hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur. Kynnir: Sigurður Grétar Guð- mundsson. Þ JÓÐHÁTÍÐ ARNEFND. kaupum hreinar lérefts- tuskur PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS ■PP-— Clf'i 16. juní 1968 .rr ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.