Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 5
I Ung hjón Ijúka háskólaprófum Hann er læknir, en hún tannlæknir 17 júní fyrir 6 árum settu þau upp trúlofunarhringana, Ásta Björt Thoroddsen og Auðunn Sveínbjörnsson. Hún nýstúdent en hann búinn að ljúka fyrsta háskólaárinu, í læknisfræði. Fyrir nokkrum dögum lokuðust dyr Háskóla íslands að baki þeim, hann útskrifaður lækn'ir en hún tannlæknir. Ásta Björt og Auðunn hafa haft í nógu að snúast þessi 6 undan farin ár, því að eins og lög gera ráð fyrir um trúlofað fólk giftu þau sig og stofnuðu heimíli og þau hafa eignazt tvo syni, Guðmund á fímmta ári og Sveinbjörn nýlega ársgamlan. Þessa dagana taka þau lífinu með ró og njóta þess að vera með sonum sínum í næði enn innan skamms fara þau að vinna, hún hálfan daginn á tann. læknastofu í Reykjavík, en hann að leysa af lækna í Keflavík, Guðmundi litla finnst hálf skrýtið að pabbi og mamma skuli hætt í skóla, en úr því að svo er flnnst homun komiim tími til að hann fari sjálfur í skóla, enda meö hugann allan við bókstafi og tölu- starfi. „Honum fannst svo eðlilegt að við værum í skóla, að hann braut mikið heilann um hvað fólk, sem ekki væri í skóla, gerði eigin- lega‘,‘ segir Ásta Björt, „en Svein björn litli kemur ekki til með að muna þennan tíma.“ Þau eru að gefa sonunum að borða þegar okkur ber að garði á Sólbarði á Álftanesi, en þar búa þau á neðri hæð í húsi for aldra Auðuns. Úti fyrír stendur ljósgrænn Trabant sem virðist orðinn allþreytur. „Það er ekki nokkur leið að vera hérna án bíls, þegar mað ur þarf að sækja skóla eða vinnu til Reykjavíkur", segir Auðunn. „Fyrst fengum við gamlan Volvo en siðan Trabant. Hann hefur dugað okkur vel.“ „Sumir segja nu reyndar að hann sé orðinn eins og bögglað ur pappakassi, en hann gengur og það er fyrir öllu, segir Ásta 12 tíma útivist. „Hvað hafið þið yfirleitt verið lengi að heiman á daginn?“ „Yfirleitt fórum við saman inn í bæ á morgnana klukkan 8 í vet ur og vorum þar allan daginn, ýmist í tímum, verklegu námi, vinnu eða við lestur og komum ekki heim fyrr en klukkan að ganga á'tta, svona rétt til að pota þeim litlu í rúmið“, segir Ásta Björt. ,,Það var ekki nema fyrsta árið sem ég gat að mestu leyti hugsað um Guðmund, en eftir það tók tengdamamma við. Án hennar hefði ég aldrei getað lok ið námi. Hún hefur haft strák ana fyrir okkur á vetuma þegar við höfum verið í bænum og eft ir áramót í vetur vorum við al um. Á sumrin hef ég verið heima o ghaft telpu til að iíta eftir veg í fæði hjá tengdaforeldnm- strákunum og reynt að lesa.“ „Skólabræðurnir gerðu ráð fyrir að flytja mig á fæðinga- deildina“. „En það hlýtur að hafa tafið þig eitthvað að ganga með og ala tvö börn?“ „Nei, eiginlega get ég ekki sagt það. Ég átti Guðmund þeg- ar ég var á öðru ári í liáskólan um og þá var námið heldur létt, það verklega ekki byrjað. í fyrra vor þegar ég gekk með Svein- björn vann ég fram á síðasta dag. Ég átti von á honum í apríllok og var búin að vinna af mér síð ustu vikuna í apríl, en yfirleitt er unnið út apríl á tannlækna stofu háskólans. Skólabræðurn- ir voru alltaf að grínast með að einlivern daginn þyrftu þeir að flytja mig á fæðingardeildina, en það kom ekki til því að á' sumar daginn fyrsta veiktist ég — þoldi ekki að fá frí einn dag. Þá átti ég eftir eins dags vinnu. Þeg ar prófin voru í maílok var ég löngu komin á fætur, hress og út hvíld.“ „Og þú hefur ekki Iátið þetta hagga þér Auðunn?“ „Nei, nei. Þegar börn eru lítil vilja vökunæturnar. oft verða margar, en það er nokkuð sem tllheyrir og maður verður að taka því.‘‘ Langt frá því að námslánin nægi. „Hvernig hefur hin fjárhagslega hlið námsins verið. Hafa namslán in dugað?“ „Það er langt frá því að náms lánin nægi", segir Auðunn. „Að vísu fengum við góð lán í vetur, en þá var í fyrsta skipti úthlutað samkvæmt nýrri reglugerð og þá lentum við í hæsta flokki og vor um tekin sem tveir einstakling ar. Samkvæmt þessari nýju reglugerð er tekið tillit til tekna stúdenta, en áður var að mestu farið eftir því hve langt þeir voru komnir í námi og einn Guðmundur og Sveinbjöm eru ánægðir með að hafa nú loksins pabba og mömmu hjá sér við kvöld- verðarborðið. Það er gott að geta snuió baki að minnsta kosti um sinn. ig var það mismunandi eftir deildum. Áður var úthlutað smá upphæð tvisvar á ári, en nú í vetur kom það í einu lagi í marz. Þótti það nokkuð seint og vorum við og margir aðrir orðin illa sett. En kjörin á námslánun um eru mjög góð og vextirnir lágir þannig að þau koma ekki til að verða neinn baggi seinna meir. Að öðru leyti lifðum við á lánum og aðstoð frá aðsíand endum. Ég gat ekki unnið nema tvö fyrstu sumrin af háskólanám inu því að eftir það var maður meira og minna í skylduvinnu á sjúkrahúsum eða við nám“. „Heldurðu að hjónagarður í sambandi við háskólann myndi auðvelda giftum stúdentum nám ið?“ „Ef komið væri upp hjóna- garði gætu giftir stúdentar feng ið gott og ódýrt húsnæði nálægt háskólanum. Það myndi spara mikinn tíma og peninga sem fara í ferðir — og einnig stuðla að félagsanda meðal stúdentanna. Hjónagarði myndi væntanlega fvlgja barnaleikvöllur, og þá þyrfti ekki að fara með börnin langar leiðir til að koma þcim í gæzlu, eins og mareir þurfa að gera. Við reyndum að koma Guð mundi á dagheimili í Reykjavík, begar hann var tveggja ára, en þar sem við búum utan lögsagn arumdæmis Reykjavíkur var það alveg vonlaust." „Hvað réði nú vali þínu á námsgrein Ásta Björt? — Áhugi eða atvinnumöguleikar?“ Tannlækningar gott fyrir gifta konu. „Eiginlega var það tilviljun. Ég notaði útilokunaraðferðina. Meðan ég var í menntaskóla var ég jafnvel að hugsa um að fara í náttúrufræði til Noregs eða Sví þjóðar, en þegar ég trúlofaðist við námsbókunum á hillunni - gaf ég upp öll plön um að fara út fyrir landsteinana. Og af þvi, sem hér er hægt að læra leizt mér bezt á' tannlækningarnar. Ég vissi að ég myndi gifta mig fljót lega og gerði ráð fyrir að sem tannlæknir væri gott að fá vinnu hálfan daginn — eins og reyndar kom á daginn. í sumar ætla ég að vinna hálfan daginn hjá Ríkharði Pálssyni tannlækni og má þá vinna eins og ég vil. — Mér fannst námið verða skemmti legra eftir því sem á leið. bæði vinnan og læknifræðilega hlið- >n. í þessu námi kynnist maður framtíðarstarfi sínu betur en i mörgum öðrum greinum, því að vinnan byrjar þegar á þriðja ári.“ „En hjá þér Auðunn? Hvað réði þínu vali?“ „Ég get nú ekk; 'sagt að ég hafi haft köllun til þessa náms, en hélt þó að þetta væri það, sem ég hefði helzt áhuga á. Fyrsta veturinn var ég tvístíg- andi og vissi ekki hvort ég ætti að halda áfram eða reyna að nota- efnafræðina, sem maður lærir á fyrsta ári í sambandi við eitt- hvert annað nám, en að lokum á kvað ég að demba mér í læknis- fræðina," Læknanámi lýkur of seint. Og varstu átiægður með valið? „Ekki get ég nú sagt annað, þótt ýmsu sé ábótavant í deild inni. Það sem mér þykir verst er hve seint maður er búinn. Víða erlendis skilst mér að stú dentar ljúki læknanámi 24-25 ára en hér eru flestir 26-29 ára. Það er allt of seint og þá er kandi datárið og sérnám eftir. Mennta skólanáminu þyrfti að haaa þannig að maður gæti iokið t»-f 1-2 árum fyrr en nú er. Eftir sem fleiri sérfræðingar koma í kennarahópinn og nýjung# Framhald á 14. síðu. 16. júni 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.