Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 3
Félag háskólamenntaðra kennara hélt ráðstefnu um menntamál á föstudaginn. Urðu þar talsverðar um- ræður og kom fram talsvert hörð gagnrýni á ýmsa þætti skólamála okkar, en jafnframt voru þar hirt ar ýmsar tillögur til úrbóta. Meðal annars kynnti Sveinbjörn Bjömsson eðlisfræðingur niðurstöður nefndar. sem nýiega hefur skilað áliti um nýsköpun eðlis- og efnafræðikennslu í barna- og unglingaskól um. Var almennu lofi lokið á störf þessarar nefnd- ar og vinnubrögð hennar, og töluðu sumir jafnvel um að nota mætti álit hennar um margt sem hlið stæðu eða fyrirmynd, ef svipuð rannsókn yrði gerð á stöðu annarra námsgreina í skólakerfinu. Jón Baldvin Hannibalsson formaður félagsins setti ráð- stefnuna með stuttri ræðu. Vék hann þar m.a. að því að skóla- mál hefðu verið mjög til um- ræðu að undanförnu og marg- háttuð gagnrýni komið fram. En hún virtist oft ekki bein- ast í rétta átt og stundum hefðu menn hreinlega geystst áfram í öfuga átt. Kvað hann tilgang ráðstefnunnar vera þann að reyna að beina skóla- málaumræðunum inn á réttari brautir. Dr. Matthías Jónasson, pró- fessor tók síðán fyi'S'Uur -til máls og flutti ávarp, er hann nefndi: Hefðbundin fráeffi og þekkingarkrafa nútímans. Sagði hann í ávarpi sínu að hlutverk skólanna væri tví- þætt; þeir ættu að varðveita og miðla menningarerfðum og jafnframt að glæða rannsókn- arhug og miðast við framtíð- ina. Þetta tvennt samrýmdist oft illa i framkvæmd, og á síðari árum hefði togstreitan þarna á milli harðrfað. Dr. Matthías sagði að kennslubæk- ur væru oft drekkhlaðnar af fróðleik og minnisatriðum, sem sáralítið gildi hefðu fyrir nú- tímafólk. Þjóðfélagið breytt- ist stöðugt og með því mennt- unarkröfurnar, nýjar náms- greinir heimtuðu rúm í náms- efni skólanna, en þar væru fyr ir hin hefðbundnu fræði og vildu þau engar hornrekur vera. Dr. Matthías sagði að það væri ekki einungis nýtt náms- efni, sem nú krefðist inngöngu í skólana, heldur nýtt náms- viðhorf. Þger nýjungar sem nú vapru á döfinni í heild væru svo miklar, þær táknuðu svo róttæka breytingu að jaðraði við byltingu. Og vandinn yrði ekki leystur með því einu að bæta nýju námsgreinunum við þær sem fyrir væru. Við það hlæðist upp umfangsmikið og sundurlaust hám, ofhlaðin námsskrá. Til þess að rýma fyrir hinum nýju greinum yrði að grisja eldra námsefni, fella niður dauðan og tilgangslaus- an fróðleik. Það væri eitt helzta hlutverk skólanna að þjálfa rannsóknahneigð nem- enda, leitarvilja og sjálfstæða hugsun, en þarna stæði of- hlaðin námsskrá í vegi. Þetta yrði tií þess að nemendur vendust á flausturskenndan hraða, sem sundraði einbeitn- inni. Arnór Ilannibalsson ræddi í framsöguerindi sínu um kennslu í sögu og þjóðfélags- fræði, en erindi hans bar sam- eiginlegan titil með næsta erindi á eftir: Vanrækt náms- efnj í hugvísindum og raun- vísindum. Arnór taldi að kennslubækur þær sem notað- ar væru í íslandssögu og mann kynssögu væru að öllu óhæfar Frá ráffstefnunni. Sve’inbjörn Sigurjónsson skólastj ,ri í ræffustól. til kennslu, bg væri útilokað að nemendur gætu gert sér grein fyrir orsakasamhengi eft ir þessum bókum. Arnór sagði að kennslubækur í sögu þyrfti að endurskoða ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Þá þyrfti öll sögukennslan að mynda sjálfstæða heild og maetti vel byrja að kenna grundvallar- atriði almennrar sögu samtím- is því sem kennsla í íslands- sögu -hæfist. Æskilegast væri að til væri sérstök kennslu- bók fyrir hvert aldursskeið, og einnig þyrftu að vera til lesbækur um ýmis efni sög- unnar. Sagði Arnór að aðstaða sögukennara núna væri svipuð og píanókennara, sem hefði ekkerl píanó til að kenna á. Síðan vék Arnór að kennsiu í félagsfræði og sagði öruggt vera að minnstur hlutur þeirr- ar fræðslu, sem nú væri miðl- að í því efni, kæmist nokkurn tímann inn fyrir höfuðskelj- ar nemanda. Kennslubækur í félagsfræði væru slæmar, og hið sama gilti um nýja kennslu bók í starfsfræði, sem ætti auðvitað’ að vera hluti félags- fræðinnar en ekki sérstök námsgrein. Þessar greinar yrðu að byrja á því, sem væri nálægt nemandanum, en ekki á því sem væri fjarlægt hon- um, eins og gert væri nú. Kvað Arnór æskilegt að félags- fræðikennslu yrði haldið áfram gegnum allt skólakerf- ið allt til stúdentsprófs og í sambandi við það yrði á menntaskólastigi veitt kennsla í félagssálfræði og rökfræði, Lauk Arnór máli sínu með því að segja að nauðsynlegt væri að vinda bráðan bug að því að endurbæta kennslu- hætti, kennslubækur, kennara menntun og kennslutæki í sögu og þjóðfélagsfræði. Sveinbjörn Björnsson eðlis- fræðingur ræddi um niðurstöð ur nefndar er nýlega hefur skilað áliti um kennslu í eðl- is- og efnafræði. Sagði Svein- björn að við verðum nú mun minni tíma til kennslu í þess- ,um greinum en skyldar þjóðir; kennslan væri sums staðar eingöngu bókleg og notazt væri við úiæltar kennslubæk- ur. Kvað hann nefndina hafa verið sammála um að róttækra aðgerða væri þörf. Þó kvað hann það ekki rétt, að ekkert hefði verið gert til bóta á þessu sviði, og minntist hann í því sambandi á starf Guðmundar Arnlaugksonar rektors en hann Framhald á 6. síffu. NYTT Á ÍSLANDI Innihald flöskunnar er hæfilegt á móti 3 1. af smurolíu og eykur það smur- hæfni og endingu olíunnar um ea. 10%. ■AMB er ekki nýtt efni, en eftir margra ára tilraunir og endurbætur má segja að fullkominn árangur hafi náðst. •— A M B gerir eklci kraftáverk á ónýtri vél, en regluleg notkifn eykur mjög endingu vélarinnar og lækkar þar af leiðandi stórlega reksturskostnað bif- reiðarinnar. Framleitt af Guðmundi Bjarnasyni með einkaleyfi AMB Oil Corp. U. S. A. 16. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIO 3 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.