Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 7
★ Vísnaþátturinn hefst að þessu sinni á stöku eftir Bjarna frá Vogi, sem hann kall ar Mælt af munni fram. Hún er á þessa leið: Aldrei má ég sjóinn sjá svo að mig ei langi, báru hvílast brjóstum á og bylta mér í þangi. ★ Margir Reykvtkingar kann ast við Leif Haraldsson. Það var hann, sem kom Ingólfs- café inn í bókmenntirnar með þessari eftirminnilegu vísu: Ungu skáldin yrkja kvæði án þess að geta það. í Ingólfscafé ég er í fæði án þess að éta það. ★ Eftirfarandi siglingavísa er eftir sr. Guðiaug Guðmunds son föður Jónasar skálds. Ólgar um keipa svalið salt siglu reipa húnum, fús að steypast yfir allt, aldan hleypir brúnum. ★ Ekki veit ég hver hefur kveðið þessa vísu, en hún er jafngóð, fyrir því og vel þess verð að festa hana á blað: Þig ég unga þekkti bezt, þig ég unga kyssti, þig ég unga þráði mest, þig ég unga missti. ★ Þá er ekki úr vegi að rifja upp vísuna hans Steins Stein arr um kvenmannsleysið og kuldatrekkinn: Kvennmannslaus í kulda trekki , ■ ' kúri ég volandi. Þetta er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi. Eftirfarandi vísa er sög'ð kveðin um Katrínu móður Einars Benediktssonar skálds, um höfundinn veit ég ekki: Ef auðnan mér til ununar eitthvað vildi gera, klakkur í söðli Katrínar kysi ég helzt að vera. ★ Páll Ólafsson orti eftirfar- andi vísu til konu sinnar. Ég vildi ég fengi að vera strá og visna í skónum þínum, •því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. ★ Þessi vísa er eftir Kára S. Sólmundarson og þarf ekki skýringar við: Ýmsra fley á ævi dröfn öldur sveigja harðar. Margur feginn hittir höfn hinu megin fjarðar. ★ Jón Pálmason á Akri er landskunnur hagyrðingur. Það fer ekki á milli mála, að hann kann við sig fyrir norð an: Finnst mér nú og finnst mér oft fegra um leiðar borðann,- hlýrri sól og hreinna loft hérna fyrir norðan. ★ Örn Arnarson eða Magnús 1 Stefánsson eins og hann hét réttu nafni kvað eftirfarandi stöku: S Drottinn hló í dýrðarkró. Dauðinn sló og marði eina mjóa arfakló í hans rófúgarði. ★ s Loks er svo gamall hús- gangur frá þeim dögum, þeg ar kveðizt var á eða skand- erast: Komdu nú að kveðast á kvæðin okkar stór og smá, eitthvað það sem ekki er last ■ Eigum við að skanderast? ■ Helgitilfinning Blöðin geta um leiðinlegt háttalag í sjávarþorpi einu vestur á fjörðum. Þar var ráð- ist inn í kirkjuna, og þegar að var komið, voru kirkju- gripir fremur illa meðfarnir, að mér skilst, og umgengni hafði verið með lítilli virðingu. í vor léku spellvirkjar lausum hala í kirkjugarði í Reykjavík. Nú eru tryllingslæti af svipuðu > tagi engan veginn einsdæmi, Eftir dr. Jakob Jónsson og er skemmst að minnast eyðileggingar í garðinum við safn Einars heitins Jónssonar myndhöggvara. Nú er það ekki ætlun mín að ræða þetta vandamál yfir- leitt, heldur aðeins að bera fram þá spurningu, hvort eigi sé þess að vænta, að til- finnin^in fyrir því, sem heilagt er, haldi aftur af þeim, sem gripnir kunna að verða af löngun til dónalegs framferðis. Mörg ár eru nú liðin síðan Slysavarnafélag íslands fór að vinna að því, að björgunar- hringir væru settir á allar bryggjur í sjávarþorpum. Á prestsskapartíð minni á Norð- firði voru slíkir hringir settir upp, en þeir, sem að því stóðu, ræddu um það sín á milli, hvort nú yrði ekki hætta á því, að drengir í kaupstaðn- um skæru sér þarfaspotta af hringjunum eða skemmdu þá með öðrum hætti- í Norðfjarð- arkirkju voru alltaf vel sóttar messur, og auk þess voru barna guðsþjónustur flesta sunnu- daga ársins, og kirkjan yfir- leiti svo full af þessu ungviði, að vart komust fleiri inn. Þá var það einn sunnudag, að ég fór með björgunarhring í kirkj una, reisti hann upp við altar- ið, svo að hann blasti við allra augum. í predikun minni til barnanna lagði ég áherzlu á, að hér væri um heilagan hlut að ræða, sem smíðaður væri til þjónustu við guð, og sá, sem skemmdi hann eða eyði- legði, gæti átt það á hættu, að björguniarvilja guðs yrði kynslóðinni sem nú er að ala upp börnin sín? Það kann að virðast öfug- mæli,'en ég .fullyrði fyrir mitt leiti, að heimspekilega skoðað eigi guðstrúin greiðari aðgang ekki framgengt. Seint mun ég Og jafnvel venjuleg kirkja, að hugsandi fólki heldur en gleyma þessum sunnudags- þar sem flestir höfðu lifað áður var. En sú heilagleika- morgni, en Jón heitinn Berg- helgar stundir við tilbeiðslu, tilfinning, sem nærffist af sveinsson, fyrsti erindreki ' vakti lotningu og tilfinningu persónulegri snertingu við Slysavarnafélagsins lét svo um fyrir heilagleikanum. helga hluti, hefir dofnað. Og mælt, að hvergi á landinu Nú er spurningin: Heldur hún kemur ekki til að styrkja- hefði hann orðið þess var, að tilfinningin fyrir heilagleikan- ast að nýju, nema yngra fólk- litið væri á björgunarhring- um áfram að vera vakandi? ið taki hinu eldra fram í þátt- ina slíkum augum sem á Nórð- Er hún vakandi hjá þeirri töku í sjálfri helgiþjónustu firði, og þar kom aldrei fyrir, kynslóð, sem nú lifir? Sjá kirkjunnar, með öðrum orðum: að skorinn væri úr þeim einn menn og finna eittlivað háleit- Verði kirkjuræknari en foreldr spotU, hvað þá meira. ara og æðra sjálfum sér í til- ar þeirra hafa verið, og bæn- Á Norðfirði var það einnig beiðslu kirkjupnar, í fögrum ræknari, frá degi til dags. föst venja, að kirkjan væri listum, í kærleiksjvjónustu Það er misskilningur, að fjöl- opin bæði nætur og daga, slysavárna og í tilvist lífs og mið'unartækin, svo sem út- lykillinn í skránni, svo að hver dauða? • varp og sjónvarp, geti valdið maður gat gengið inn, sem Finna börnin þetta hjá full- endurvakningu helgitilfinn- vildi. Og ég hygg, að sumstað- orðna fólkinu? ingar hjá þjóðinni. Þeim fylg- ar á Austurlandi sé þetta gild- Finnum við eldra fólkið, fr því affeins helgitilfinning, andi regla. þessa tilfinningu hjá stríðs- Framhald á síðu 14. Sú var tíð, að list Einars ónssonar var af allri hinni slenzku þjóð metin sem helgi- ist. Svo að segja allir þekktu erk hans og voru snortnir af elgi þeirra. Kirkjugarðar hafa fram að essu vakið sérstakar tilfinn- ngar hjá fólki almennt, vegna leirrar helgi, er á þeim hvíldi. ■eir hafa v’erið í vitund ís- endinga ,,jurtagarður herf- ns“, eins og séra Hallgrímur :emst að orði. Þar var gengið rá hinum jarðneska hluta nannsins, að ævi hans lok- nni hér á jörð, í þeirri öruggu 'on og fullvissu, að líf hans íéldi áfram í annarri veröld. )g hugsunin um líf og dauða ílaut að vekja tilfinningu fyr- r því helga og háleita. í til- rerunni, — fyrir tilveru og trafti þess guðs, sem er höf- mrliir Hfcinc; ncf fnirSir '.-.J l m J » i|| I, ' - ■ frá bráuöbæ er bezt og ódýrast BRAUÐBÆR VIÐ ÚÐINSTORG, SfMI 20490 16.'! juní 1968 - ALÞÝÐUBLADIO^ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.