Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 8
Mary Wilson BRÚNIJÆRÐA konan, sem ók gegnum garðshliðið að Buck- ingham-höll bar sig eins og drottning — en hún var ber- sýnilega töluvert taugaóstyrk. Það var heldur engin furða. Þetta var föstudaginn 16. okt. 1964 og frú Mary Wilson stóð andspænis tímahvörfum í lífi sínu. Elizabeth Englandsdrottn- ing hafði kvatt mann hennar á sinn fund til að fela honum myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það var að vísu ekki venjan, að eiginkona og börn fylgdu eiginmanninum og föðurnum við slíkt tækifæri — en eins og Mary Wilson- sagði síðar: „Harold hefði aldrei dottið annað í hug.“ Hún og synir þeirra biðu svo í hliðarher- bergi meðan Harold Wilson steig inn á svið sögunnar. Mary Wilson var að vísu að nokkru undir það búin, sem nú var í aðsigi, en engu að síður var þessari fyrrverandi skrifstofustúlku, sem gift hafði verið háskólakennaranum Har old Wilson síðustu tuttugu- og fjögur ár, órótt innanbrjósts, er hún hugsaði til þess, að maðurinn hennar væri á leið- inni að verða forsætisráðherra — og hún forsætisráðherrafrú, Nóttina eftir þingkosning- arnar höfðu þau hjónin verið í Liverpool og fylgzt' með eftir væntingu og áhuga með úr- slitum kosninganna í kjör- dæmi Wilsons, Huyton, og reyndar öðrum hlutum lands- ins líka. Þegar ljóst var orðið, að Verkamannaflokkurinn hafði farið með sigur af hólmi — naumlega þó — héldu þau rakleitt áleiðis til London. Þau ferðuðusl með járn- brautarlest, eins og þau voru vön, en þegar frú Wilson komst að raun um, að lögreglu vörður var um klefann þeirra, var sem rynni upp fyrir henni ljós. Og hún gekk einskis dul- in, eftir að þau voru setzt að borðum í matvagninum. Sjálf lýsir hún þessu þannig: „Ljós^ myndavélar voru keyrðar alveg ofan í okkur. Það var hrylli- legt. Þeir voru alltaf að biðja Harold að vera svona eða hinsegin, en hann brást reið- ur við og bað um að fá að borða í friði.“ Þegar þau loks komu til London, fréttu þau brátt, að Sir Alec Douglas-Home, forsæt isráðherra íhaldsflokksins, væri þegar farinn til hallar drotlningar — líklega til að leggja fram lausnarbeiðni sína. Jafnvel þegar flokkssendill einn kom heim til frú Wilson til að sækja kjólföt Harolds, lá við að forsetafrúin tilvon- andi, ruglaðist í ríminu. Hún var varla enn búin að átta sig á öllu þessu tilstandi. En samt fór hún sjálf með fötin til aðalbækistöðva flokksins í Transport House, þar sem mað- ur hennar hafði skrifstofu — og þegar hún sá leynilögreglu- mennina á staðnum, setti að henni ónotalega kennd. ,,Mér snöggkólnaði og lá við ég fengj í magann.11 Ekki eins og hún hugði. ÞAÐ var ekki fyrr en mánuði eftir að Harold Wilson var skipaður forsætisráðherra, að hann og fjölskylda hans tóku sér opinbert heimilisfang í því fræga Downing Street. ,,Ég kærði mig ekkert um, að Douglas - Home - fjölskyldan hrektist þaðan burtu með ein- hverju qfforsi,“ segir Mary Wil- son. „Það hefði verið megn- asta ókurteisi að vera að herða á þeim.“ En jafnvel þótti Douglas- Home dveldist alls ekki leng- ur í Downing Streel en nauð- synlegt mátti telja, gaf Wilson sér góðan tíma til að flytjast búferlum. Þetta voru örlaga- rík og íhugunarverð umskipti fyrir Wilson-fjölskylduna. í sextán hamingjusöm ár hafði fjölskyldan búið í rólegu, fjögurra herbergja smáhúsi, þar sem allir veggir voru bókum þaktir, þar sem komið var fyrir þægilegum hæginda- stólum og þar sem tveir röskir strákar böðluðust um með íþróttaáhöld, viðleguútbúnað og annað það sem hraustum drengjum fylgir. Wilson-fjölskyldan lifði frið- sömu og hlédrægu lífi. Þegar hún einu sinni var að því spurð, hvenær hún hefði notið mestrar hamingju, svaraði hún eftir nokkra umhugsun á þá leið, að líklega hefði það verið á kyrrlátu vetrarkvöldunum heima í Hampstead, þegar lagt hafði verið á teborðið, glugga- tjöldin dregin niður og eldur- inn snarkaði þægilega í arn- inum. Hún beið sonanna tveggja, Gjles, þess yngri sem væntanlegur var eftir hálf tíma og Robins, þess eldra, sem vænzt var innan klukku- stundar. Þetta var ósköp venju legt kvold — en gætt þeirri rósemd og hlýju sem slík kvöld hafa gjarna til að bera. — „Svo opnuðust dyrnar, m w % Sunnudags OPNftN SKRIFSTOFUSl SEM VARÐ t drengirnir mínir komu bros- andi inn í stofuna og hvað gat ég annað gert en brosað líka . . .“ Það var ekki gestkvæmt á heimili Wilson-hjónanna og þau tóku lítinn þátt í opin- beru lífi. Þau unnu heimili sínu öðru fremur. Þau afþökk- uðu kokkteil-boð, hádegisverð arboð, leikhúsboð og flest önnur slík boð. Þau vildu miklu fremur una við arininn heima. Það kallaði Wilson „að lifa rólega en hugsa margt.“ Honum gazt fátt betur en að smeygja sér í inniskó og varpa sér síðan niður í einhvern hinna mörgu hægindastóla með ævisögu eða sögulegan fróðleik í hendi. Endrum og eins féll hann fyrir þeirri freistingu að líta í skáldsögu. Svo settist hann niður „með- Ef svo vildi til — sem sjald- an koma fyrir — að hún fór út á kvöldin, var það oftast í einum og sama tilgangi: að sækja kóræfingu í kirkjunni sinni. En svo rann upp hinn örlaga þrungni dagur, er Wilson-fjöl- skyldan varð nauðug viljug að breyta lifnaðarháttum sínum og ganga fram fyrir sviðsljós- in. Nýja heimilið hennar varð sex-herbergja íbúðin í Down- ing Street 10 — yfir móttöku herbergjum og fundaherbergi ríkisstjórnarinnar. Mary Wilson gat af með- fæddri einlægni ekki orða bundizt, er blaðamaður nokk- ur spurði um álit hennar á nýja heimilinu: — „Þetta er allt öðru vísi en ég hugði. Ég hélt ég kæmi Mary og' Harold Wilson. an strákarnir djöfluðust á plötuspilaranum sínum“ og skrifaði ræðu, sem hann þurfti að halda. Mary var einnig lestrar- hestur hinn mesti. Einkum las hún söguleg verk, ævisögúr og skáldsögur. Hún gerði einnig dálítið að því að yrkja Þegar hún fór með manni sín- um, forsætisráðherranum, í opinbera heimsókn til Moskvu á dögunum, var til dæmis birt eftir hana brot úr kvæði í sovézku blaði. Það hefst á' þessa leið: ,,Er sprengjan hefur fallið, er síðasti gráturinn er hljóðnaður, er jörðin er orðin að öskuhaug, sem þyrlast um himin , . .“ til með að búa í húsi, en okk- ur hefur verið úthlutuð íbúð í skrifstofubákni. Mér finnst ég búa á kontór . . .“ Fimmtudaginn 12. nóvem- ber klukkan fimm síðdegis skrifaði Mary Wilson í dagbók sína: ,,Þá erum við loks flult í Downing Street 10, Ég hef stillt upp öllum pottaplöntunur/ mínum í dagstofunni og hengt upp nokkrar myndir. Þegar bækurnar eru líka komnar í hillurnar, fer þetta að líkjast meira heimili, en ekki hótel- herbergi, eins og Harold sagði. Ég fékk indælan blómvönd frá fólkinu hér á númer tíu — notalega kveðju. Giles kom heim í te og er nú byrjaður að glugga í lexíurnar sínar . . .“ 3 16. júní 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.