Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 11
Fram-liffið: Þorbergur Atlason, Jóhannes Atlason, Ólafur Ólafsson, Baldur Schev- ing, Anton Bjarnason, Sigurð- ur Friðriksson, Einar Árnason, Ásgeir Elíasson, Helgi Núma- son, Arnar Guðlaugsson, Elm- ar Geirsson. ÍBV-liffiff: Páll Pálmason, Bragi Steingrímsson, Þorkell Húnbogason, Guðmundur Þór- arinsson, Viktor Helgason, Sævar Tryggvason, Sigmar Pálmason, Geir Ólafsson, Har- aldur Júlíusson, Valur Andar- sen, Aðalsteinn Sigurjónsson. Á fimmtudagskvöld fór fram í Vm. leikur ÍBV — Fram í 1. deild, leikur, sem miklum blaða skrifum og umtali hafði vald- ið. Vart var um annað talað manna á milli í Vm, og hver spurði annan í gær: Eru þeir k'omnir og þá vissu allir við hverja var átt. Var því mikil spenna fyrir þessum leik og sjálfsagt haft áhrif á leikmenn, ekki síður en hinn venjulega áhorfanda. Er leikur hófst kl. 19,30 var yndislegt sumarveð- ur sól og aðeins gola af suð- vestri. ÍBV byrjar með knöttinn, en Framarar ná honum fljótlega og eiga npphláup á 2. mínútu leiksins, sem endar með skoti frá Arnari, ÍBV er síðan í sókn og Geir á skot á mark Fram á 5. mín. Framarar í sókn og Einar Árnason á skot á mark ÍBV á 7. mín. á 8. mín eru ÍBV-menn í mjög harðri sókn, Valur til Geirs og síðan Sæv- ars, geysileg hætta við Fram markið, pressa og skot, aftur mikil hætta og skot á 9. mín. við Frammarkið. Á 10. mín er ÍBV í sókn — 11, mín er dæmd hornspyrna á ÍBV, sem ekkert verður úr á 12. mín er horn aft ur á ÍBV, sem Einar Árnason tók, en ekkert varð úr. Á 14 mín. eru ÍBV í sókn og á 16 mín. er dæmd hornspyrna á Fram og á 17 mín. kemst Aðalsteinn ÍBV með bolt ann inn fyrir en er dæmdur réttilega rangstæður, og á sömu mín. eiga Framarar skot á mark ÍBV. 20 mín. skot enn á mark ÍBV 21 mín. fríspark á ÍBV. 22 mín. hornspyrna á ÍBV frá vinsri. 24 mín. skot. á mark ÍBV frá hægri, Páll ver. 27 mín. ó- bein vítaspyrna, Páll ver mjög skemmíilega skot frá Elmari Geirssyni. Á 29 mín. er hætta hjá Fram markinu. Á 29 mín. er hætfa við Fram markið en ekk grt verður úr. ,Á 35' mín. gerðu Framarar sitt fyrsta mark, Am ar Guðlaugsson skallaði mjög glæsilega inn, eitt núll fyrir Fram. Á 37 mín. ver markvörður Fram mjög vel. Á 39 mín. er Einar Árnason með knöttinn og leikur vel upp kantinn hægra megin, en ekkert verður úr, á sömu mínútu verður mikil hætta við Fram markið sem ekkert varð úr eftir skot frá' Haraldi sem markvörður varði mjög vel með réttu úthlaupi. Á 41 mín. er dæmd aukaspyrna á Pál fyrir að hann hljóp út fyrir markteig og úr því fá Framarar hornspyrnu. Á 42 mín. ver Páll skot glæsi- lega. Á 43. mín. ná ÍBV sókn upp hægri vallarhelming, sem endar með glæsilegum skalla frá Haraldi og jafnt 1-1, og þannig endaði fyrri hálfleikur ★ SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Fram byrjar með knöttinn í seinni hálfleik. Á 4. mín. ver Páll vel. Á 5 mín. lá við að yrði sjálfsmark hjá Fram, er bak- vörður ætlaði að gefa mark- manni knöttinn, en úr því varð misskilningur þannig að mark- vörður missti af knettinum og allir biðu með öndina í hálsinum að úr yrði sjálfsmark, og mun- aði sannarlega ekki miklu. Á 6. m. ver Páll vel skot frá Fram, á 7. mín. gerir Helgi Númasön annað mark Fram, mjög skemmti lega að unnið og óverjandi fyrir Pál markvörð ÍBV. Á 10 mín. geysileg hætta við Fram markið og á 17. mín hefur verið sem sagt stanzlaus sókn á Fram mark ið. Á 21 mín. hleypur Sigmar upp hægri kant gefur mjög vel fyrir Fram markið og Haraldur skallar enn í mark Fram 2-2. Á 25 mín. fær Elmar knöttinn á miðjum vallarþelming ÍBV ein leikur á 3 leikmenn ÍBV og sið an á markvörð og rennir boltan um síðan í netið, mjög glæsi- lega að unnið, 3-2 fyrir Fram. Næsíu mínútur er hart barist á báða bóga og á 29 mín. á Helgi Númason skot á mark af 25 m. færi, sem hafnar örugglega <■ í marki ÍBV 4-2. Síðan hefja Vm. leikinn, Sævar á skot á mark á 30. mín. 33 mín. eiga Vm. gott skot á Fram markið stanzlaus sókn á Fram og pressa. Á 35 m. á Haraldur skot á’ Fram markið, — og enn heldur sóknin áfram. Á 44 mín. á Geir mjög góðan skalla að marki Fram^ en ekk Framhald á bls. 14. Ricky Bruch: 20 m. í kúluvarpi og 67 m. í kringlukasti SVÍINN Ricky Bruch hefur vakið mesta athygli frjáls- íþróttamanna á Norðurlöndum á þessu sumri. Hann hefur sett Norðurlandamet bæði í kúlu- varpi og kringlukasti. Bruch er aðeins 22 ára gamall, vegur 122 kíló og eitt er víst, hann skortir ekki sjálfstraust, sum- ir vilja jafnvel kalla hann „Cassius Clay“ frjálsíþrótt- anna. ---------------------------$ Ilaraldur Júlíusson lengst t.v. skallar i mark Fram, ftlynd: bh. ’u Tékkinn Ludvig Danek átti heimsmet í kringlukasti, þar til Jay Silvester, USA bætti það fyrir nokkrum vikum. Nýlega tók Bruch þátt í móti í Prag, þar sem Danek var skráður keppandi. Þegar til kom mætti Tékkinn ekki og Bruch hélt því ákaft fram, að hann hefði ekki þorað. Danek mætti aftur á móti til keppni í Stokkhólmi nokkru síðar og þá vann Bruch 60,58 gegn 59,98 m. Bruch segist hafa kastað 67,50 m. á æfingu og segist muni kasta yfir 70 m., þegar hann verði heppinn með vindinn. Bezti árangur Bruch í sum- ar: kúluvarp 19,30 m. og kringlukast 61,77 m. Takmark í sumar: 20 m. í kúluvarpi og 67 m. í kringlu- kasti. ÍÞRÓITAFRETTIR í STUTTU MÁLI Ungur sovézkur spretthlaup ari, Sapeya jafnaffi landsmet sitt í 100 m. hlaupi í fjórffa sinn á föstudag, er hann hljóp á 10,2 selt. á Lenin leikvangin- um. — í 100 m. hlaupi kvenna sigraöi Bukharina á 11,4 sek., en Popkova varff fyrst í 200 hlaupi á 23,8 sek. Sovézki hástökkvarinn Mos- panov, sem er 22ja ára, stökk 2,10 m. í liástökki í vikunni. Ambarjan stökk sömu liæff. ritstj. öRN ÍKI pHStt "IP bðsson-Ik Kwl 1 IK Jafn leikur Fram og Vestmannaeyinga »júinL 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.