Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 14
Opna Framhald úr opnu. á'rs gamall einn af yngstu kenn- urum skólans — og kenndi hag- fræði. Árið eftir komst hann í kynni við hinn nafnkunna Wil- liam Henry Beveridge, lávarð, manninn sem öðrum fremur átti þátt í uppbyggingu Englands sem velferðarríkís og lærði margt gagnlegt af honum. Það var fyrir tilstilli Beveridge, að Wilson hlauí svonefndan „rann- sóknarstyrk," mjög eftirsótta fjárupphæð, er gera skyldi ung- um' og efnilegum kandidötum kleift að leggja stund á fram- haldsrannsóknir í sínu fagi. Og loks var bæði námi og framhaldsnámi Wilsons lokið og þau Mary gátu með góðri sam- vizku gengið í það heilaga. Sú athöfn átti sér stað 1. janúar 1940. Mary var því heima hjá foreldrum sínum og vann að hjúskapnrstofnun og heim'ijjist undirbúningi, er heimsstyrjöldin síðari brauzt út í september ár- ið 1939. Varð styrjöldin til þess, að Harold gekk í herþjónustu, en vegna þess mikla orðs, sem fór af honum sem hagfræðingi var hann settur til slíkra starfa hjá hernum. Hveitibrauðsdögum sínum eyddu Wilson-hjónin á hóteli einu í Costwolds. Heimili reistu þau hins vegar til að byrja með í Oxford, en þegar Wilson var skipaður í ábyrgðarstöðu í birgðamálaráðuneytinu í Lond- on, fluttu þau bráðlega þangað. Wilson var þó mjög á faralds- fæti utanlands og innan stöðu sinnar vegna og loftárásirnar á London færðust stöðugt í auk- ana. Mary, kona hans flutti þvi aftur til Oxford, en þar sem hún kaus að axla byrðar styrj- ladarinnar með öðrum löndum sínum, fluttist hún enn einu sinni til London, þar sem hún starfaði við loftvarnabyrgin sem aðstoðarkona. Fyrsta barnið, framtíðin. ELDRI SONUR þéirra Wil- son-hjónanna, Robin, fæddist í desember 1943. Þá voru sann- kölluð „stríðsjól“ í Bretlandi. Móðir og sonur hörfuðu undan æðisgengnu sprengiregni Þjóð- verja til foreldra Mary í Cam- bridgeshire. í lok ársins 1944 var þeim aftur unnt að halda heim til London. En það var ekki fýrr en um páskanna 1945, að reglubundið fjölskyldulíf hófst, er Harojd tók við kennara- stöðu þar. En friðurinn stóð ekki lengi, eins og frúin þó hafði vonað. Hringiða stjórnmálanna svalg menn hennar til sín,* er hann var kjörinn á þing í júlí- máhuði árið 1945. Árið 1945 var því tímamótaár í lífi Wilson-hjónanna. Þá hófst hinn langi og annaríki ferill Harold Wilson í enskum stjórn- málum, — ferill, sem óslitinn er til þessa dags. og hámarki náði, svo sem áður um getur, í Downing Street 10. Þessi rúm- lega tuttugu ár hafa verið ham- ingjuár en einnig oft á tíðum hörð ár. Líf stjórnmálamanns- X4 16. júní 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ORÐSENDING til útgerðarmanna síldveiðiskipa Þeír útgerðarmenn, sem ætla að salta síld um borð í veiðiskipum eða sérstökum móðurskipum á komandi síldarvertíð, þurfa samkvæmt lögum að sækja um söllunarleyfi til Síldarútvegs- nefndar. Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi- 1. Nafn skips og skráningarstað. 2. Nafn og heimilisfang síldareftirlitsmanns, sem stjórna á söltuninni um borð. 3. Hvort ráðgert er að láta skipið sigla sjálft til lands með síld þá, sem söltuð kann að verða um borð eða hvort óskað er eftir að sérstök flutningaskip taki við síldinni á I miðunum. Umsóknir sendist skrifstofu Síldarútvegsnefnd- ar í Reykjavík sem allra fyrst og eigi síðar en 20. þ.m. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur með bréfi dags. 10. f.m. falið Síldarútvegsnfend að framkvæma flutninga á sjósaltaðri síld svo og framkvæmd annarra þeirra málefna er greinir í bráðabirgðalögum frá 10. f.rm og áliti 5 manna nefndar þeirrar, er skipuð var 20. febrúar s.I. til að gera tillögur um hagnýtingu síldar á fjarlægum miðum. Er lagt fyrir Síldarútvegs- nefnd 'að fylgja að öllu leyti ákvæðum laganna og tillögum 5 manna nefndaririnar við fram- kvæmd málsins. Með tilliti til þessa, vill Síldar- útvegsnefnd vekja athygli útgerðarmanna og annarra hlutaðeigandi aðila á því, að ógerlegt er að hefja undirbúning varðandi flutninga þá, sem gert ep ráð fyrir í bráðabirgðalögunum og tillögum 5 manna nefndarinnar, fyrr en fyrir liggja upplýsingar frá útgerðarmönnum síld- veiðiskipa um væntanlega þátttöku í söitun um borð í skipum, ásamt upplýsingum um áætlaða flutningaþörf vegna þeirra veiðiskipa, sem ráðgert er að afhend: saltaða síld á fjarlægum miðum um borð í flutningaskip. Þá vill Síldarútvegsnefnd vekja athygli út- gerðarmanna og annarra hlutaðeigandi aðila á þvf að skv. bráðabirgðalögunum er gert ráð fyrir, að útgerðarmönnum, sem kunna að flytja sjósaltaða síld frá fjarlægum veiðisvæðum til íslenzkrar hafnar í veiðiskipum eða sérstökum móðurskipum, verði greiddur flutningastyrkur, er nemi sömu upphæð fyrir hverja tunnu og Síldarútvegsnefnd áætlar að kostnaður verði við flutning sjósaltaðrar síldar á vegum nefnd- arinnar, enda verði síldin viðurkennd sem markaðshæf vara við skoðun og yfirtöku í landi. SÍLDARÚTVEGSNEFND. ins er ekk; tekið út með sitj- andi sældinni og á því hefur frú Mary Wilson óspart mátí kenna. . En . hún hefur staðið ótrauð við hlið manns síns, hvað sem á hefur bjátað. Hún er hviklaus kona — en kann þó hversdagslífinu bezt. Og nú er hún, skrifstofustúlk- an fyrrverandi, orðin forsætis- ráðherrafrú. Mary Wilson er þess mínnug, að vandi fylgir vegsemd hverri. Hún hræðist ekki ráðherratign manns síns, —■ hann varð fyrst ráðherra árið 1947, þá 31 árs gamall, og gegndi embætti viðskiptamálaráðherra, — en gerir sér þó grein fyrir þeirri byrði sem lögð er á herð- ar honum. Um það hvernig kona stjórnmálamanns skuli vera, segir hún: — „Kona, sem gift er stjórn- málamanni, verður að vera diplómat. Það þýðir ekki fyrir hana að reyna að hafa töglin og hagldirnar . . Ung hjón. Framhaltl af 5. síðu. koma fram í læknisfræðinni er tilhneiging til að bæta við náms efnið og þannig eykst J'Vð smám saman án þess að nokkuð sé skor ið af eða kennsluaðferðum breytt. Það segir sig sjálft að fyrr éða síðar verður að skera af því eða hagræða kennslunni og gera námsfólki kleift að byrja há skólanám fyrr.“ „Hvað tekur nú við hjá þér?“ „Meiningin er að leysa af í Keflavík í nokkra mánuði í sum ar. Síðan fer ég á spítala í haust og tek kandídatsárið, sem er 13 mánuðir. Að því loknu þarf ég að taka 3 mánuði í héraði áður en ég fæ almenn læknaréttindi. Hvað ég gerj siðan er alveg ó- ráðið. Það vantar mikið heimilis lækna og það mætti ætla að það væri hvað fjölbreyttasta læknis- starfið. Fyrir nokkrum árum var lítið um að ungir læknar færu út í heimilislækningar — þeir fóru svo að setgja allir í sérnám. En nú er andinn að færast í þá átt að æ fleiri ungir læknar fara í heimilislækningar. En eins og ég sagði þá er alveg óráðið hvað ég geri.“ Að svo komnu kveðjum við þessi ungu hjón og óskum þeim allra heilla. Þ. Eþróttir 1 Framhald á bls. 11. ert varð úr, ?annig lauk Ieiknuu* 4 gegn 2 fyrir Fram. LK. j Leikurinn var jafnari en mörk ; in gefa til kynna og hefði ef til - vill verið réttlátustu úrslit jafa tefli, því bæði liðin áttu sína kafla þar sem þau máttu sín meira en hinn aðilinn á vellinum. Og í heild var leikurinn hrað- ur skemmtilegur og hart barizt þó hann yrði aldrei grófur. Dómari var Guðmundur Har aldsson og dæmdi hann vel, línu verðir Sveinn Gunnarsson og Guðmundur Sveinsson. Lið Fram. Það sem fyrst og fremst gerði út um leikinn voru útherjar Fram,- sem voru mjög góðir báðir, þeir Einar Árnason og Elmar Geirsson, þó sérstalc lega Elmar með geysilegan hraða, sem erfitt var að ráða við, vörnin var einnig mjög traust og markvörðurinn stóð sig vel ÍBV liðið: Sterkustu menn ÍB V voru Viktor, sem ávallt er klettur sem aldrei bregst. Páll markv. varði mjög skemmti- lega og mætti landsliðsnefnd taka hann undir sína smásjá, Valur alltaf sívinnandi með geysi lega yfirferð, Sigmar hraður og fylginn sér Qg getur gefið mjög góða bolta. Annars virtist vanta 'útthvað í framlínuna, eitthvað afgerandi afl, því tækifæri voru mörg. Og Vm geta örugglega fengið meira út úr leik sínum og munu fá með sama krafti og leikgleði og þeir hafa sýnt í þeim tveim leikjum er þeir þeg ar hafa leikið í 1. deild. Karl Guðmundsson þjálfari Fram sagði um þennan leik. „Einhver bezíi leikur í mótinu.“ JK. SVEINN H. VALDIMARSSON hæstaréttarlögmaður. Sölvhólsgata 4 (Sambandshús, Símar: 23338 — 12343. 3. hæð). Móðir okkar GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR Arnbjargarlæk * andaðist að Grund í Skorradal föstudaginn 14. júní. Guðrún Davíðsdóttir, Andrea Davíðsdóttir, Aðalsteinn Davíðsson. „Faðir okkar. , .| STURLAUGUR JÓNSSON, stórkaupmaður, lézt að Hvítabandinu hinn 13. júní 1968 eftir skamma legu. Jarðarförin verður ákvéðin síðar”. Jón Sturlaugsson, jw|j; , Þórður Sturlaugsson,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.