Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 6
Kennarar Frainhald af 3. síðu var um skeið námsstjóri í eðlis frœði á gagnfræðastigi og beitti sér þá fyrir því að sem flestir skólar kæmu sér upp stofni að kennslutækjum og notuðu þessi tæki. Sveinbjörn sagði að í Noregi fengju nemendur í 10, 11 og 12 ára beklyum IV2 kennslu- stund á viku hvern vetur, en alls væri þeim kennd eðlis- og efnafræði í IIV2 vikustund til miðskólaprófs; í Svíþjóð væri farið hægar í barnaskólunum, en samtals yrði tímafjöldinn hinn sami; í Danmörku væri byrjað í 12 ára bekk, og alls væri vikustundafjöldinn til m'ðskólaprófs þar 9 stundir. Hér væri hins vegar ekki byrj- að á eðlis- og efnafræði kennslu fyrr en í 2. bekk ung- lingastigs, og væri vikustunda fjöldinn til miðskiólaprófs 5 hjá landsprófsnemendum, en aðeins 2 hjá flestum hinna. Kvað Sveinbjörn nefndina leggja til að þessu verði breytt hér, þannig _að IV2 kennslu- stund á viku væri varið til þessarar kennslu í 11 og 12 ára bekkjum, 2 á viku í 1. og 2. bekk unglingastigs og 3 stundum í 3. bekk. í 4. bekk gagnfræðaskóla yrði kennslu- stundafjöldinn svo 2-5. Þessari breytingu yrði að fylgja breyting bæði á náms- efni og kennsluháttum. Það yrði að láta nemendurna kynn ast sem bezt af eigin raun grundvallaratriðum greinar- innar og hvetja þá til sjálf- stæðra athugana. Þetta yrði gert með tilraunum og sýni- kennslu, en jafnframt yrði að leggja áherzlu á þátt hugsun- arinnar. Námsefnið yrði að vera ein samfelld heild allt að miðskólaprófi, en í barna- skóla myndi kennlslan fyrst og fremst byggjast á einföld- um tilraunum. Þá vék Sveinbjörn að því, hvernig leysa skyldi kennara- vandann, ef tillögur þessar yrðu framkvæmdar. Sagði hann að áætlað væri að um 140 kennara þyrfti í barnaskólana, um 90 í 1. og 2. bekk unglinga- skóla og um 60 í 3. og 4. bekk. Útilokað væri annað en nota þá kennara sem fyrir væru í skólunum, en' þeir y'rðu að sækia námskeið, sem ýrðu skinulögð ■ jafnframt því se/n nvbreytnin kæmist' til fram- kvæmda. Með viðbótarnámi æ+t.u harnaskólakenr/arar að geta annast þessa kennslu í bornaskólunum, og í fram- haldsskólum væ’Ji möguleiki að slúdentar úr stærðfræði eða náttúrufræðideild með nám í kennslufræðum að baki sér pæt.i annast þessa kennslu. En aúir þyrftu kennararnir að s»kia námskeið. sumir t.il að a'ika við fræðileea þekkingu sma, en aðrm til að kynna sér námsefnið og æfast við hær tilraunir sem notaðar yrðu v:ð kennsluna. Taldt hann að bossi námskeið mætti tengia K°nnaraskóia íslands og BA- r>ámi Háskólans, og þau þyrfti að halda í samræmi við fram- kvæmd hinnar nýju kennslu. S'ðan rakti Sveinbjörn bvernig nefndin hugsar sér að brevt.ingunni verði komið á. Fvrsta verkið verður að ráða frqmkvæmdastióra til að stiórna aðgerðinni og yrði hann bundinn í bví starfi í 5 ár hið minnsta. Þá þyrfti að festa höfunda til að semia kennsiubækur. Fáist fiármagn ætti að vera hægt að semja kennslubækur fyrir 11 ára b»kki o" 1. bekki á næsta vetri mæt.ti bá hetín titrauna- Fyrir rúmum tíu árum buðu Samvinnutryggingar, fyrst allra tryggingafélaga hér á landi, HEIMILISTRYGGINGU, og nú er hún talin sjálfsögð trygging fyrir heimilið og fjöl- skylduna. HEIMILISTRYGGING tryggir allt innbú fjölskyldunnar fyrir tjónum af völdum bruna, vatns, innbrota og þjófnaðar. Húsmóðirin og bömin eru slysatryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðar- trygging fyrir alla fjölskylduna er innifalin. HEIMILISTRYGGING er ódýr, kostar frá kr. 300,00 á ári, og hún er hagkvæm fyrir allar fjölskyldur. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500 SAMVINNUTRYGGIINGAR ið 1969. Samtímis því sem sú tilraunakennsla hæfist yrði samið námsefni fyrir 12 ára bekk og 2. bekk og þá miðað við þá reynslu sem fengist a£ tilrauninni og erlendar fyrir- myndir. í september 1970 yrði síðan fyrsta kennaranámskeið ið haldið og þyrfti um 6 kenn- ara til að kenna á námskeið- inu. Síðan yrði kennslan smám saman aukin og tekin upp í fleiri bekkjum, en jafnframt yrði námsefnið endurskoðað í ljósi þeirrar reynslu sem feng- ist, og yrði ekki hægt að prenta kennslubækurnar end- anlega fyrr en í fyrsta lagi miðsumars 1973, en almenn kennsla eftir nýju skipaninni til gagnfræðaprófs yrði í fyrsta iagi komin öll til fram- kvæmda um áramótin 1974. - 'Svéinbjörn kvað áætlaðan kostnað við breytinguna vera um 3,1 milljón króna, og væri þá ekki talinn með kostnaður einstakra skóla við öflun kennslutækja ög arinað slíkt. Til samanburðar gát hánn þ>ess að eðlis- og éfnafræðikennslan nú, sem mönnum kæmi saman um að væri óviðunandi, kost- aði 3,7 milljónir. (Vegnja mikilla þrengsla í þessu blaði verður síðari hluti frásagnar af ráðstefnunni að bíða næsta blaðs, sem kemur á miðvikudag.) K]aS8ari Kramliald af 2. siðu. Engu að síður hlýtur skýr- ingin á gengisleysi kvenna í list og menntum, takmörkuð- um hlut í andlegu og opinberu lífi, utan leikhúsanna, að vera á einhvern hált fólgin í þjóð- félagslegri stöðu og aðstöðu, stétt þeirra. Sem er einkenni- legt: ef nokkur þegn í þjóð- félaginu hefur aðstöðu til að sinna sjálfstæðum áhugamál- um í tómstundum er það ein- mitt húsfreyja á borgaralegu nútímaheimili við sæmileg efni. Nú á dögum er varla ástæða til að ræða ,,kvenrétt- indi“, eins og forðum {íð, nema þá í sambandi við al- menn mannréttindi. En þó réttindi séu unnin, fyrst í orði, síðan á borði, er eftir að neyta þeirra. Sá þáttur kven- frelsisbaráttunnar er sízt minna verður en sjálf réttinda- baráttan var fyrrum, og árang ur hans verður ekki metinn af öðru en raunverulegum verkum kvenna á hvaða sviði sem er. — Ó. J. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell 'byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3, Sími 38840.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.