Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 16
SfÐffltt 17.JÚNÍ Á þessum degi drögum við þjóðfánan að hún, Og það skal verða allt með myndarbrag I Laugardal, um Austurvöll og Arnarhólstún^ Á íslandi er þjóðhátíð i dag. Við rifjum upp atburði og afrek ný og forn við óblíð og harðneskjuleg kjör. Og gleðjumst yfir sigrunum og sitjum stundarkorn með sælubros á efri og neðri vör. Á svona stundum gleymum víð síidarlýsi og skreið við söng og pylsuát og lúðraspil. Og framtíð okkar allra er blá og björt og heið, en Bjarni gerir fullveldinu skil. Og þó það verði rlgning og þó það verði rok og þó það verði gulur brennisteinn, þá dönsum við af f jöri og fram í vökulok í fullveldisins nafnS hver og einn, Á götum og á torgum skol gleðin hafa völd, á góðri stundu líður timinn fljótt. Og verði einhver rakur eða reikull hérna í kvöld, þá rennur sjálfsagt af honum í nótt. Lómur Erlendur verktaki lilaut við- haldssamning. Fyrirsögn í Tímanum. Þegar að ég var upp á mitt bézta hefði ég ekki liðið að útlendingar fengju slíka samn inga hér á íslandi. Við táningarnir erum nú lítið að æsa okkur útaf þess- um forsetakosningum. Okkur er alveg sama hvor vinnur Kristján Thoroddsen eða Gunn ar Eldjárn. fyrir H-UHFERD ? Nei,aðeins géð. Gerum fljótt og vel vtð hvaðca dekk sem er, seljum GENERAL dekk. I hlálbarðinn hf. Laugavegi 178 * sími 35260 Sjálfsagt eru til fullkomnir eiginmenn. Bara ekki í hjóna- bandinu. GJAFABRÉF r R A 8UNDUUQAR8JÓDI ikAlatúnshrihilibinb þetta bréf er kvittun. en i>6 miklu IREMUR VIDURKENNING FYRIR STUDN* ING ViD GOTT MÁLEFNI. IÍSSSSgswanna n SiMI ! nr dagiegi BAKstur Lóðahreinsun Kvöld eitt fyrir skömmu sat ég í stólnum mínum I mestu makindum og las í Séð og lifað um mánn, sem fann konu sína uppi í rúmi hjó nágrannanum. Vissi ég þá ekki fyrri til en konan mín kom þjótandi með asa miklum og tilkynnti hátíð lega og í heyrenda hljóði að nú væru nágrannarnir allir komn- ir út í garða sína og farnir að hamast við að gera fint undir sautjándann. Ég.lét þetta eins og vind um eyru þjóta og hélt áfram að lesa tímaritið, því nú var aldeilis að færast fjör í söguna. Nokkur stund leið, og enn kom konan, með nokkuð meiri asa cn fyrr, hrópaði upp yfir sig með örvæntingu í rödd inni; Ekki trúj ég því á þig Kalli að þú gerir mér þennan skollans óleik og látir nágrannana halda þig latasta manninn í hverfinu. Þú veizt ósköp vel að maðurinn þarna hjá bæn- um bað alla um að hreinsa nú vel h'já sér og hafa það huggu- legt yfir sautjándann. Ég hef aldrei fengið orð fyrir að vera vondur eiginmaður og því reis ég á fætur, lagði frá mér eiginmanninn sem fann konuna sína í rúmi nágrannans, klæddi mig í gamlar vinnu- buxur, setti upp gamla hattinn og strunsaðj út í garð. Ég byrjaði náttúrlega á því að fá mér í pípu ,bretti svo upp ermarnar og fór að hugsa. Gamla dráttarvélin á miðjum blettinum var náttúrlega orð in eins og hver annar rygðaður ruslahaugur, en einhver sjarmi var yfir henni samt. Ég hafði lengi ætlað að biðja manninn, sem gleymdi henni hjá mér um árið, að taka hana en svo fékk ég þá pillu í höfuðið að gaman væri nú að gramsa í henni svo ekkert varð úr að ég hringdi í hann. Svo vitið þið vel hvernig tíminn rennur út úr höndunum á manni og ekkert varð úr þessu. Bílflakið, sem ég keypti á slysstað fyrir nokkrum árum, lá þarna í blómabeðinu og ekki var það árennilegt. Ég ætlaði svo sem alltaf að gera við það, cn í vor vissi ég að fugl hafði verpt eggjum undir framsætinu svo ekkert varð úr verkinu. Ég geri það áreiðanlega einhvern tíma upp og sel það svo hæstbjóðanda. Þarna lá svo Piper Cub flugvélin, sem hrapaði hjá gos- brunninum lijá mér í fyrra. Svei mér heppni að flugmaður- inn skyldi lifa það af. Konan mín varð raunar voða hrifin, því hún gat sagt konunum í nágrenninu að hun hefði haft flugmann í kaffi. Svo komu myndir af húsinu í blöðunum og við urðum írægt fólk. Ég bað þá að gefa mér flakið og ég hef raunar alltaf ætlað að flykka upp á það, en þið vitið hvernig það er, maður rekst á gamalt hefti af Séð og liíað og tíminn rennur út úr höndunum á manni. Gömlu steypuhrærivélarnar, sem ég keypti á uppboðinu um árið síóðu þarna í hnapþ úti við hlið. Ég eygði uppgripa pening einu sinni, er ég sá þær á uppboði, og ætlaði alítaf að gera við þær, smyrja og höggva af þeim steypuna og ég er viss um að ég geri það einhvern daginn. Maður hefur bara svo sjaldan tíma. Ég fór inn aftur. Skömmu seinna, er ég var rétt urn- það bil að ljúka við lestur sögunnar um manninn, sem fann konuna sína uppi í rúmi hjá nágrannanum, kom konan inn til mín, og nú öskureið. Ertu hættur hrópaði hún. Hættur? hrópaði ég á móíi. Geturðu aldrei unnt mér þess að eiga mín hobbý í friði. Ég skal segja þér það í eitt skipti fyrir öll, að cg læt engan karlfausk hjá bænum skipa mér að kasta mínum síykkjum. Þar að auki get ég gert úr þessu góð- an pening, þegar ég hef tíma til að hella mér í þetta. Mað ur hefur bara aldrei neinn skrambans tíma til neins. Hákarl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.