Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. júní 1968 — 49. árg. 110. tbl- UM 5 MILLJÓNIR Lokið er styrkveitingum úr Vísindasjóði fyrir 1968. í hlut raunvísindadeildar féllu kr. 3.237.000 er skipt ist á 42 umsækjendur. Hæsta styrkveiting var 160 þúsund krónur og fengu 6 menn þá upphæð. Alls bár ust 53 umsóknir en veittir voru 42 styrkir. Til hugvísinda var veitt kr. 1.650.000. Þar voru um sækjendur 38 en ekki voru veittir nema 19 styrkir. Hæsta styrkveitmg var 125 þúsund krónur og hlutu f jórir menn þá upphæð. Formaður stjórnar Raunvís- indadeildar er dr. Sigurður Þór arinsson jarðfræðingur. Aðrir í stjórninni eru Davíð Davíðsson prófessor, dr. Gunnar Böðvars- son, dr. Leifur Ásgeirsson pró fessor og dr. Sturla Friðriksson efnafræðingur. Að þessu sinni dveljast þeir dr. Gunnar Böðvars son og varamaður hans dr. Guð mundur E. Sigvaldason báðir er lendis og tóku því eigi þátt í þessari úthlutun. Ritari deildar- stjórnar er Guðmundur Arnlaugs son rektor. Formaður stjómar Hugvísinda deildar er dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Aðrir í stjórn eru dr. Broddi Jóhannesson skóla stjóri, dr. Hreinn Benediktssön prófessor, dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Magnús Þ. Torfason prófessor. Dr. Hreinn Benediktsson tók ekki þátt í störfum stjórnarinnar við veit ingu styrkja að þessu sinni, en í stað hans kom varamaður hans í stjórninni, dr. Matthias Jónas son prófessor. Ricari deildar stjórnar er Bjarni Viíhjálmsson skjalavörður. Úr Vísindasjóði hafa því að þessu sinni verið veittir samtals 62 styrkir að heildarfjárhæð kr. 4.887.000.000 krónur. ■ itiiiiiifiMMiiiMiiiiiiiiiiaiaiiiiiiiiiivtftiiiffiiitiiiiitiitoativ 117. JÚNI Þjóðhátíðin í Reykjavík I hefst kl. 10 á morgun, 17. i júní með samhljóm kirkju- § kiukkna í Reykjavík. Kl. = 13.15 hefjast skrúðgöngur, i en dagskráin á, Laugardals- ] velli kl. 13.50. Kl. 22.00 i verður byrjað að dansa á I þremur stöðum í miðbæn- i um. Sjá nánar auglýsingu á i 10. síðu. Vestmanneyingar eru liarðsnúnir á flestum sviðum. Nú sækja þeir fast á í knattspyrnunni, svo fast, að beztu lið meginlandsins mega þakka fyrir að fá vinning gegn þeim. Myndimar sem fylgja þessum lírnun sýna annarsvegar marksæknasta manninn í liði Vtst- mannatyinganna, Harald Júliusson, sem hefur svo góðan „skalla“ að hann er nefndm- guilskállinn! Hinsvegar sjáum við svo ungar blómarósir í Éyjum, sem taka þátt í leiknum af líf og sál og hvetja piltana sína ákaft t'il dáða. í gær áttu Vestmannaeyingar að leika við Keflvíkinga, en úrslit voru ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. Bjarnleifur tók þessar myndír, þegar Fram og Vestmanna eyingar kepptu fyrr í vikunni. Fior i Eyium ■ ;• •' .'• ■ Á myndinni sést hvar Pallas-Aþena mun standa, en ekki var búið að afhjúpa styttuna er blaðið fór í prentun. (Ljósm. Bjarnieifur). 436 stúdentar brautskráðir Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í gær. 231 nýstúdent var út- skrifaður frá skólanum að þessu sinni. Sökum þéss hve snemma blaðið fór í prentun reynist ekki unnt að skýra ítar Iega frá skólaslitunum. Við skólaslitaathöfnina í gær af- hentu <ijúbílantar“, afmælis- stúdentar, skólanum að gjöf gríska stýttu af Pallas — Aþenu. Að því tilefni tóku, til máls pröfessor Einar Ólafur Sveinsson fyrir hönd 50 ára stúdenta og dr. Jóhannes Norð- dal fyrir hönd 25 ára stúdenta. -O- í fyrradag brautskráðust 26 stúdentar frá menntaskólan um á Laugarvatni. Viðstaddif athöfnina voru 10 ára stúdent- ar er færðu skólanum að gjöf vandaða smásjá, og bókagjöf barst frá 5 ára stúdentum. Jóhann, skólameistari, Hannes son bjóst við að á næsta ári myndu útskrifast um 35 stúd- entar. -O- Menntaskólanum á Akureyr* verður slitið á mórgun, og setja þá 122 nýstúdentar upp hvíta kolla. Úr stærðfræðideild brautskráðust 49, en 73 úr máladeild. -O- Frá Verzlunarskóla íslands brautskráðust í gær 31 stúdent, Framhald á bls. 15. STÖÐUVEITINGU MÓTMÆLT I gær barst Alþýðublaðinu yfirlýsing frá 10 starfsmönn- um við fréttadeild Ríkis- útvarpsins, þar sem mótmælt er að gengið skyldi ve'ra fram- hjá Margréti Indriðadóttur við veitingu stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Vegna þess hve yfirlýsing barst seint var ekki unnt að birta hana í þessu blaði. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.