Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 6
Vísnaþáttur í utnsjá Gests Guöfinnss onar
„RANNVEIG FÓR 1 RÉTTIRNAR"
Mjg minnir fastlega að eft
irfarandi vísa sé eftir Jón
Thoroddsen, sýslumann og
skáld, a.m.k. gefur orðavalið
til kynna, að hún sé eldri en
olíukynding n og mjólkur
vinnslustöðvarnar í landinu.
Þetta kuldi þykir mér
þar hjá Leirárvogum:
á grautardöllum gaddur er,
en gengur ís á trogum,
★
Næstu tvær vísur geta þeir
hlaupið yfir, sem illa þola að
sjá hressileg blótsyrði á prenti.
Tildrögin að vísunum munu
hafa verið þess.: Bjarni Ás
geirsson, alþingismaður, sem
var ágætur hagyrðingur og oft
smáglettinn í kveðskapnum,
kom niður í Búnaðarfélagshús,
hitti þar Ragnar Ásgeirsson,
búnaðarráðunaut, að máli og
kastaði fram eftirfarandi
stöku:
Hefurðu séð þrjótinn þann,
Þorstein Dalasýslumann,
kom ég víða, en hvergi fann
karlhelvítisandskotann.
★
Ragnar svaraði að bragði
léttilega, eins og honum er
lagið:
Blótaðu ekki, Bjami minn,
bíddu hægur, vinurinn,
kannski bráðum komi inn
karlhelvítisandskotinn.
★
S gurður Breiðfjörð yrkir
um Grænland:
Landið hátt við lýða próf
litur grænn ei skrýðir.
Það er grátt af geitaskóf,
gamburmosa og víðir.
I
Fatagræna fóstra mín
fanna laugum þvegin,
yfrum mæni eg til þín,
en ekki rata veginn.
Heimska er að heimta lán
holds að blindum vjja.
Mætti eg vera mótgangs án,
mundi hann við mig skilja.
. *
BóluHjálmari var brugðið
um, hvað hann væri níðskæld
inn, hver sem í hlut átti.
Hann kvað:
Margur hefir um hauðurs flet
hrygg minn magran nagað,
einkum því ég aldrei get
á mér kjafti þagað.
Heimskur virðir margt til
meins,
músina hatar svfnið,
hundar skrækja af höggi beins,
ef hitt er rétt á trýnið.
Heilsu til þess hef ég ei
híma, þegja og sitja,
aftur hætta ald n grey
upp á trýnið fitja.
Læt eg gamla góma spík
gnaga hnjót á meðan,
því löf á minni lúsaflík
líti.ð styttast neðan.
★
Örn Arnarson yrkir um ref
inn:
Refurinn gerir gren í urð,
gengur út til veiða.
Oft er bágt og bjargarþurrð
í búi fram til heiða.
Flæmdur er hann á fjöllin
einn.
Fátt er þar t.l bjarga.
Vininn á hann ekki neinn,
en andstæðýiga marga.
Skeytir hann ei um boð né
bann,
bítur fé í högum,
dræpur, hvar sem hittist hann,
að hunda og manna lögum.
★
Loks er hér gömul og góð
hestavísa, sem margir eflaust
kunna:
Rannveig fór í réttirnar,
ríðandi á honum Sokka,
yfir háls og heiðarnar
hún lét klárinn brokka.
ÚISALAN hjá TOFT
Höíum nú tekið í útsöluna öll kjólaefnin, einlit og rósótt, undirfataefni, svuntuefni, efni
í upphlutsskyrtur og peysufatasatín og seljum við öll þessi efni út á hálfvirði meðan birgðir
lendast. Einnig höfum við tekið fram:
Frottehandklæði 50x100 cm á 42,- og 48,- kr. Baðlhandklæði 150x80 á 128,- kr. Þvottapokar á
12.50 kr. stk. Lakaefni 140 cm br. á 45,- 48.- og 58.. kr. mtr. Hv. röndótt damask á 50- mtr. -
200,- kr. í verið. Karlm. nærbuxur stuttar nr. 42 á 30.- kr. Sportbolir á 39,- kr. Karlm. poplín
skyrtur drappl. nr. 39 og 40 á 75.-. Kvenpoplín blússur nr. 38 og 40 á 75.- kr. Smátelpukjólar
nr. 16 á 55,- kr. Biamanáttföt á 1-2 ára á 5Q,- kr. Dr. náttföt nr. 10-16 á 150,- og 165,- kr. Telpna-
náttföt nr. 8 til 16 á 125.- og 165- kr. Krep- -veinbuxur á 34.50 kr. Kven-peysur stutterma,
baðmullar á 50- ullar á 75.- kr. Kvenhosur á 12- kr. kven-baömullarsokkar á 15.- kr. Karl-
mannakrepsokkar á 28.-, 33.50, og 36.50 kr. upp ’áir karlm. krepsokkar 41,- kr. Karlmannaryk-
fnakkiar dökkbláir nr. 44-50 á aðeins 300,- kr. Kvenjerseybuxur m/teygju á 34.50 kr. Mynda
flónel á 25- kr. mtr. Kvenjerseyhanzkar, ýmsir 'litir á 35,- kr. og margt fleira. Alltaf er mikið
tjl af alls konar efnisbútum á mjög hagstæðu verði.
Verzlun H. TOFT
Skólavörðustíg 8.
HAUSTÚTSALA
Okíkar árlega haustútslala hefst á m orgun.
Stórlækkað verð á lífstykkjavörum og imdirfatnaði. — Lítilshátt-
ar gailaðar lífstykkjavörur.
FYLGIZT MEÐ FJÖLDANUM
KAUPIÐ VÖRUR FYRIR HÁLFVIRÐI.
Laiugavegi 26.
Sparið fé og fyrirhöfn
* * * * * og bjóðið heimilisfólkinu
samt betri mat * *
Veljið um 0 stærðir af
FRYSTIKISTUM EÐA -SKÁPUM
AUK 3ja STÆRÐA SAMBY GGÐRA
— KÆLI- OG FRYSTISKÁPA —
NÝJAR fSflH BETRA™
þrátt fyrir enn fallegra útlit og full-
komnari tækni, m.a. nýja, þynnri en
betri einangrun, sem veitir stóraukið
geymslurými og meirí styrk, sérstakt
hraðfrystihólf og hraðfrystistillingu,
auk fjölmargra annarra einkennandi
ATLAS kosta.
ATLAS ER AFBRAGÐ
<(• 1. sept. 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ