Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 8
HALDIÐ AFRAM MED FJORUM SeSkópar sleikja sólskinió í grein um Stokkseyri segir Páll ísólfsson: „Sjór og land rennur saman í eitt. Selirnir ganga á land og hestar og fén. aður fara í fjöruna“, enda var það fyrsta sem við R. Lár gerð- um, þegar við komum á Stokks- eyri að halda niður í fjöru. Undir kirkjugarðinum beint fyrir framan kirkjuna eru leifar af skipsskrokk, sem kveikt hef. ur verið í þarna í fjörunni, og kolsvart stefnið ber í kirkju- turninn. Leifarnar minna mest á beinagrind af risadýrum forn- aldarinnar. í logninu og blíðviðrinu á maður bágt með að gera sér í hugarlund, hvernig þessi frið. sæla og fagra fjara, þar sem selkópar sleikja sólskinið, geti allt' i einu orðið heimkynni af- taka brims, sem engu þyrmir og þar sem áraskeljar fortíðar- innar hafa veltst um og margur góður drengurinn séð land í síð. asta sinn. Páll ísólfsson. Það er eins hér á Stokkseyri og í hinum plássunum. tveimur við fjöruna, að ekki eru margir á stjái en víða eru menn að mála hósin sín, svo maður nærri því lætur sér detta í hug, að Stokks. eyringar hafi tekið öðrum frem- úr alvarlega allan áróðurinn um hreint land fagurt land. Þeir grafa skurði þarna á Stokkseyri og sennilega er það hreppsnefndin, sem sfcendur fyr- ir þvj og á einum stað er röra. steypa og hefur fiskhjallur ver- ið tekinn undir rörgeymslu. Hún bar karl- mannstreyju til mannfunda Kirkjan er næst íshúsinu. Við skoðum garðinn í kring um hana, en R. Lár hefur mikinn áhuga á' kirkjugörðum og legsteinum. — Stór mannsmynd er þarna höggv in í gabbró og gizkum við á að hún sé eftir Sigurjón Ólafsson, sem ættaður er af Stokkseyri. Ljóskross er á kirkjuturninum eins og á flestum kirkjum í sjáV- arplássum nú til dags. Sennilega hefur kvenfélagið i plássinu safn að fyrir kossinum, en eins og allir vita er kvenfólkið sérstak- lega áhugasamt og duglegt um allt sem varðar guð og hans hús. Án efa er Þúríðarbúð merk- asta liúsið á Stokkseyri og ég geri ekki ráð fyrir að annars stað ar hérlendis sé að finna raun- verulegri og betri mynd af fornu athafnalífi íslendinga og ekki skemmir það myndina að búðin er kennd við kvenmann, sem er að þvi er bezt ég veit ein af fáum kvenmönnum, sem sögur fara af, sem sótti sjó á við karl- mann og það sem meira var, hún stýrði sjálf skipi sínu og var formaður og var í daglegu tali kölluð Þuríður formaður. Brynjólfur frá Minna Núpi, sem ritað hefur sögu Þurfðar formanns lýsir henni á þénnan veg: „Þuríður var snemma stórhuga og fljóthuga, skipti sér af flestu og vildi öllu ráða, enda sást það brátt, að hún var bæði snarráð og hagráð, vann hún sér því traust þeirra sem með henni voru.“ og síðar: „í flestu þótti hún frábrugðin og einkennileg". Um klaeðnað hennar segir svo: „Þuríður bar karlmannstreyju og karlmannshatt til mannfunda en var þó í kvenbúningi að neðanverðu“. Þuríður var mikil málafylgju- koná og kom oft fyrir sáttanefnd og er sagt frá því að eitt sinn hafi hún stefnt fyrir sáttanefnd einum delikventi „fyrir að hafa slegið af sér (þ.e. Þuríði) hatt- inn ofan í lýsisfat'. Þuríði voru tildæmdar tvær spesíur eða sex rfkisdali í bætur. Á dögum Þuríðar formanns kom upp mikið sakamál í ná- grenni Stokkseyrar og kom hún þar all mjög við sögu en þetta var hið fræga Kambránsmál. Húnaþingi norður þegar Natan Ketilsson var veginn. Þó tvö síðartöldu sakamálin hafi bæði verið hrottaleg morðmál, þá hef. ur Kambránsmálið á sér ein- hvern stórborgarlegan blæ. og gæti miklu frekar hafa átt sér stað einhver staðar vestur á ■slétt- um Amerjku en í nánd við frið. samt sjávarpláss á suðurströnd íslánds. Kvöld í febrúar 1827. Storm- ur, regn og niðamyrkur úti. — Heima á Kambi: bóndi, ráðskona, vinnumaður, vinnukona og fimm sem þelr ná úr rúmunum, sæng. urfötum, heyi og reiðingi og draga sjðan utan að þeim og ofaná þau kistu, skrín, kvarnar- stein og fleira. Vinnukona og vinnumaður eru líka lögð í bönd og auk heldur dregin nátthúfa niður fyrir munn og nef á ungu barninu. Grímumenn kalla hverjir aðra kunnum nöfnum nágrannanna brjóta uþþ hirzlur og rupla öllu lauslegu og ræna. Er ránsmenn eru horfnir af braut getur bóndi nálgast hníf- TEXTI: BJÖRN BJARMAN MYNDIR: RAGNAR LÁR. ára drengur, öll í fasta svefni. Allt í einu vaknar heimafólk við vondan draum, fjórir grímumenn hafa brotizt inn. Grímurnar eru gerðar úr strigadruslum og mennirnir tala skuggalegum rómum. Þeir gera aðför að fólk- inu, binda bónda og ráðskonu og leggja á gólfið, ráðskonuna undir, bóndann ofan á og dysja þau síðan undir öUu lauslegu kuta og losað böndin af sér og fólki sínu og hann, kvenfólkið og barnið kemst á næstu bæi íil að leita hjálpar, vinnumaður. inn einn heima. í fátinu og fuminu glutra ránsmenn niður ýmsu smálegu sem þeir hafa meðferðis svo sem, hattgarmi, striga<#ruslu, brúsa- broti og snærisflækju. Skór finnst og í túnjaðri. Þannig var í stuttu máli at- burðarásin þessa örlagaríku nótt. i Rannsókn þessa máls var ein sú viðamesta, sem haldin hafði verið til þess tima og tugir vitna leidd og átti Þuriður formaður drjúgan þátt í því að upp komst um ránsmenn. M.a. reyndist einn Kambrá'nsmanna hafa verið háseti hjá Þurfði og var hann gripinn þegar komið var úr róðri. Segir frá því að yfirvaldið hafi skipað meintum sakamanni að fara úr skinnklæð. um áður en hann yrði lagður i járn. í þann tíð var það altrúa, að sjómaður í skinnklæðum væri friðhelgur og ekki mætti taka hann fastan. Sagt er að Þuríður formaður hafi látið eftirfarandi orð falla við handtöku þessa háseta síns: „Stattu stöðugur j sannleik. anum, þá áttu vægðar von bæði hér og annars heims.“ Það komst upp um þá alla fjóra sem stóðu að ráninu á Kambi og hlutu þeir þunga dóma og þar af tveir þeirra dæmdir til ævilangrar þrælkun- arvinnu í rasphúsinu í Kaup. mannahöfn en hinir dæmdir til skemmri vistar. Þau urðu örlög þess er aðal- maður var talinn í Kambsrán- inu, að hann myrti fangavörð í Sjómaöur I skínn- klæöum f riöhelgur Á öndverðri nítjándu öld og allt fram yfir hana Iniðja voru sakamál tíð hérlendis og má þar minna á auk Kambráhsmálsins, Sjöundaármálið og morðmálið í .... i ■ ‘ Kirkjan og skipsskrokkurinn g l. sept. 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.