Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 9
 ÞuríffarbúS. rasphúsi Kauprniannahafnar og var þá dæmdur til dauða og sjðar hálshöggvinn. Gengu sögur um að morðið á fangaverðinum hefði verið framið að einhhverju leyti af misskilningi eða að ísl. ráns- maðurinn hafi að einhverju leyti verið narraður til að fremja ódæðið en hitt er ljóst, að ís- lendingurinn varð vel og karl- mannlega við dauða sfnum og danskir ortu um hann ljúfan sálm. „Aldrei þekkt vandaðra og betra fólk“ í upphafi þessa greinarstúfs er vitnað í Pál ísólfsson en hann er sennilega þekktasti núlifandi Stokkseyringurinn og dvelur á sumrin þarna austur frá rétt austan við þorpið í skála sínum, sem hann kallar ísólfsskála. ísólfsskáli er fögur og stiL hrein bygging en stingur óneit- anlega í stúf við öll kreppuhúsin í kauptúninu. Kyrrlát rómantísk tjörn prýð- ir plássið og þar nálægt eru Hulduklettar þar sem Páll segir að hafi verið álfar og stundum sést þar ljós. Ég gat um fjöruna fyrst og ég stenzt ekki freistinguna að taka upp lýsingu Páls á þangfjör. um úr bók þeirra Matthiasar Jó- hannessen og hans „Hundaþúfan og hafið“, en þar segir svo: „Við fórum á' stórstraumsfjöru fram undir brimgarðinn að skera þang af klettum með ljá og síð- an var það borið í snærisnet og látið liggja þar, þangað til féll aftur að, þá fór bingurinn á flot og honum var róið í land. Þegar féll undan honum aftur með útfalli, var þangíð borið upp í sandinn, breitt úr þv{ og þurrk. að eins og hey. Siðan flutt inn í eldhús og brennt í hlóðunum. Þá var góð lykt hjá afa og ömmu og mér fannst skemmtilegt að heyra snarkið, þegar þangbólurn- ar sprungu." Um drykkjuskapinn á' Stokks- eyri í gamla daga segir Páll á þessa leið í sömu bók: það var engin verzl. un svo ómerkileg í den tfð að hún seldi ekki ágætis brenni- vín. En nú hefur þessu ,stór- hrakað. Þeir brugguðu í gríðar. stórt fat í vesturbúðinni hjá Lefolii á Eyrarbakka. Fatið var margar tunnur, hef ég heyrt. Vanalega látnaí ein' eða tvær fötur af sjó í hvert brugg til að gera bragðið dálftið saltara og herða á drykkjunni. Körlunum þótti þetta fyrirtaksdrykkur og kaupmennirnir undu glaðir við sitt. Þá höfðu menn bísnessvit ekki síður en nú. Annars sögðu karlarnir mér að til væri tvenns konar brennivín, kornbrennivín og mannaskítsbrennivín, sem þeir kölluðu svo af þvf það var svo rammt, en það hafði þau áhrif sem til var ætlazt og annars var ekki krafizt. Dömuvín voru líka til, óáfengar saftir, enda sá ég aldrei vín á nokkurri konu í mínu ungdæmi." Um fólkið sem byggði þetta pláss í fjörunni segir Páll á öðr- um stað þessi orð: „Aldrei hef ég þekkt vandaðra og betra fólk en þessa strand- búa.“ Lesbjart norður undir Ingólfsfjall í öndverðum desember 1926 kom upp mikill eldur á Stokks. eyri og er mér til efs að meiri eldur hafi uppkomið hérlendis, þegar miðað er við mannfjölda óg mætti lfkja þessum bruna við eldana í Kaupinhöfn sem svo frægir eru. Það var um hálf ellefu leytið kvöldið 9. desember, sem eldurs kom upp í svokölluðu Ingólfs- húsi á Stokkseyri, en það hús stóð nokkuð miðsvæðis, en í því var á sínum tíma verzlunar- félagið Ingólfur, sem Ólafur Árnason stjórnaði en hann var mágur Ólafs Friðrikssonar fyrrv. ritstjóra. Hús þetta hafði þá um nokku,rt skeið staðið tómt en Framhald á bls. 10. Vinther þríhjól fást í þrem stærðum. Einnig reiðhjól í öllum stæröum. ÖRNENN Spítalastíg 8. — Sími 14661. — Pósthólf 671. VERÐ FJARVERANDI til 20. október. — Staðgengill Jón G. Nikulás- son, Háteigsvegi 6. / Ófeigur J. Ófeigsson. LITAVER 122-24 10-32262 Pilkingtcn’s postulín veggflísar Stæröir: 'VAz cjns 15 cm og 11 cm x 11 cm, Barrystaines linoleum parket géJfflísar Stærðir: 10 cm x 90 cm og 23 cm f 23 cm. GOTT VERÐ Innröitimim ÞOBBJÖBNS BENCDXKTSSONAR lagólfsstræ ti 7 AthugiS opið frá kl. I — 8 e.h. 1. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.