Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 7
ISVIÐSUOSI: uií sem hefur egjanlega mikil áhrif Einn þeirra, sem munu hafa mikil áhrif á gang forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust, er John Kennéth Galbraith. Hann er Harvard pró- fessor í hagfræði, erindreki, listgagnrýnandi og met- söluhöfundur. í vor kom út síðasta hók hans, „Hið nýja iðnaðarþjóðfélag“. í henni koma ef til vill ekki fram nein ný sjónarmið, en hún er rituð af manni, sem talar eins og sá, sem valdið hefur og bókin á sér mikla stoð x þjóðfélagsheimspeki. í p.luttu máli sagt er því hald- ið þar fram, að það séu ekki lengur hagsmunir auðvaldsins, sem þjaki ökkur, heldur hið nú- tínta tæknilega iðnskipulag með iij álp aú glýsingastarfsemi. f>að, hversu hættulegur Gal- braith er, felst í því, að hann 'heifur óvenjulegan hæfileikia til að tjá sig þannig. að fólk skil- ur, hvað hann á við og gleymir þ\rí pkki. Hann er einn þeirra, sem halda fast við skoðanir sín- 'ar; hann fórnaði vináttu sámni við Johnson forseta -og sagði skoðun sínia á Vieit-Nam styrjöld inni. Það eru útgjöldin í því stríði, semkoma rugli á fjárha-gs kenfi USA, segiir hann og vildi iþsí fá McCarthy sem forseía. Einn af gagnrýnendum Gal- braiths hefur sagt: ,,Það er fá- um gefið að geta auðgað málið. G-albriaith hefur a.m.k. myndað tvö orð.tæki sem ekki munu falla í fyrnsku: „the Affluent Socieíy" og „Cönventional Wis- dom“. Ef það, að skrifa vel, er glæpur, er það glæpur, sem fæstir þjóðfélagsvísindamenn fremja. En þar er Galbraith undantekning. Hann skrifar ekki fyrir lagsbræður sína, hann er fyrst og fremst hinn „óhagfræði iegi hagfræðingur“.“ Galbraiith fæddist í Iona Sta- -tion í Ontarioríki í Kanada árið 1908. Forfeður hans voru inn- flytjendur frá Skotiandi,, sem tóku sér þarna bólfesíu hafandi verið rekin frá skozku óðulun- um. Galbriaiths ættin varð vel þefclct fyrir iðnað, dugnað í f jár- rækt og fyrir það, hvensu háir þeir voru. Galbraith ólst upp í sparsömum og fremur harð- neskjulegum. kalvínskum anda. Óhjákvæmilegt var, að vinna hörðum höndum, peningar voru hátt skrifaðir og menn voru dæmdir hart fyrir yfirsjónir síniar. Galbraith, sem nú mun vera milljónamæringur, eyddi æsku sinni að mestu við leiðinleg land búnaðarstörf. Við því brást hann þannig, að hann gerðist hinn rnesti bókaormúr og hóf skóla- göngu 10 ára gamall. Á sínum heimasióðum þótti hann lang- eftirtektarverðasti stráku rinn og var -hafinn til skýjanna sem hremasta viðundur, svo að hann fór að trúa á það sjálfur. Hann segir, að mikið til eigi hégóma- girnd hans rætur sínar að refcja til þessa skeiðs. Annars segir hamn um hégómagimd, að hún sé eimkvm tvenns konar. Önnur tegund hennar er reist á trúnni á því, að þú hafir raunverulega yfirburði og getir gert betur en aðrir. Hin tegundin er aðeins gríma fyrir þær efasemdir, sem þú elur um sjálfan þig. „Til lallrar haming.ju", segir Gal- braith, ,.er hégómagimd min af fyrri tegundinni." Með 300 dollara, sém faðir hains hafði gefið honum, fór hann til Ontario á landbúnaðar- skóla til að læra búfjárrækt, en hætti við það og varð jarðrækt- arsérfræðingur. Síðan lærði hann toagfræði, tók próf við Torontoháskóla og fór þaðan til Berkeley, þar sem hann kenndi frá 1931 til 1934 og á því tima- bili var grundvöllurinn að hinni frjálslyndu hagfræði hans lagð- ur. Næsti áfangi var Harvard, þar -sem hann kenndi í fimm ár, fór síðan til Princeton, en þar var 'hanm aðstoðarprófessor í þrjú ár. 1941 kallaði Roosevelt forseti hánn til Washington og gerði hann að verðlagsstjóra. Við það varð hann mjög óvinsæll innan Bandaríkjanna, og er álagið á hann var orðið einum of sitrangt, veitti Roosevelt honum laustn, og eftir það gerðist hann starfsmaður við íímaritið „Por- tune‘“. Þar var hann í fjögur &r og jók mjög rithæfni sína. 1948 för hann aftur til Harvard. 1960 gekk hann í þjónustu Kennedys og varð einn „egg- ihausa" hans, ritaði ræður fyrir hainm og veitti honum margvis- lega aðstoð kosningabáráttunni viðvíkjandi. Galbraith stóð sig bezt allra í þessu og hlaut þau verðlaun, að Kennedy bauð hon. um sendiherrastöðu í Indlandi. Galbraith þáði það, og hon- um kom vel saman við Indverja, þott svo að hann reyndi að kemnla þeim sitt af hverju. Þarna gerðist hann listgagnrýnandi. Hér skal þess getið, að sjálfsagi hans er mikill, hann skipulegg- ur tíma sinn sérlega vel. svo að það var engin tilviljun. að hann ritaði þrjár bækur. meðan hann dvaldi á Indlandi. Hann er snill- ingur í að umganca-í frétta- menn og segir ástæðúna til hess vera, að hann hafi lært meira af blaðiamöhnum en ssndiráðs- starfsmönnum. John K. Galbraith. Hégómagirnd hans, sem þeg- ar hefur verið minnzt á óg er allt að þvi takmarkalaus, er tengd hinum miklu persónútöfr- um lians, en þeir gera honum fært að tala nánast viðstöðu- laust í gamamsömum tóni um allt og ekkert án þess þó að þreyta áheyrendur, sem finnst þ°im heiður sýndur með því að fá að hlusta. Og þar eð hann er mikill persónuleiki, hefur hann sterka tilhneigingu til að ríkja í umhverfi sínu með samblandi af mikilleik, gáfum, skopskynj og hreinni frekju. Konur hríf- ast mjög af honum. Ein hlið Galbraiths er sú, að hann hefur litla þolinmæði til að bera gagnvart hlutum, fólki, ríkisstjórnum og stofnunum, sem honum leiðast. Háskólamennt- að fólk hefur mjög misjafnt álit á honum. Hann er ekki ein- göngu elskaður. Ýmsir starfs- bræður hans eru öfundsjúkir og hagfræðiskólinn í Chicago hræð- ist kenningar hans. Aðrir telja hagfræði hans ekki hættulega og byltingarkennda, heldur að. eins endurskoðaðan Keynesian- isma, sem sé vel aðhæfður og settur fram. Galbraith þekkir valdið og hrifst af því. í Bandaríkjunum hefur honum orðið vel ágengt og hann er vel virtur. Margir velta því fyrir sér, hvort hið góffa gengi lians muni ekki fella hann. Þaff trúlegasta er, að það muni aðeins leiða til enn meiri velgengni. LaxaseiBi gefin Skúli Pálsson á Laxalóni liefur gefið Stangveiffiklúbbi unglinga 5000 fullalin bleikjuseiði. Reynir G. Karlsson, framkvstj. Æ. R. og Jón Pálsson umsjónarinaður meff veiffiklúbbnum tóku á móti þessari höfðinglegu gjöf, og var henni ráðstafaff þannig, aff 4000 seiðum var sleppt í Hafravatn meff affstoff ungiinga úr veiffi- klúbbnum. ■. Forráffamemi Áburffarverksmiffjunnar, sem hafa vatniff á leigu vegna vatnsmiðlunar fyrir verksmiffjuna, hafa sýnt þessmn þætti æskulýffsstarfsins mikinn skilning og velvilja, og var því ákveffið, aff meginþorri seiffanna yrffi látinu í Hafravatn, sem þakklætis- vottur fyrir góffa samvinnu undanfarin ár. Þúsund seiðum var sleppt í Rauffavatn í von um, aff takast megi aff rækta fisk í vatni, sem næst borginni, er eingöngu yrffi til afnota fyrir æsku borgarinnar. Stangveiðiklúbbur unglinga hefur starfaff á vegum æskulýffs- ráðs um 5 ára skeiff, og efnt til ódýrra veiffiferffa í vötn í ná4 grenni borgarinnar. !í. sépt. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.