Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 15
— Mér fannst nauðsynlegt' að skrökva því að þeim! Það gæti hugsazt, að Bradshaw hefði þegar myrt Kabúla. Ef hinir innfæddu álíta að þú sért konan hans drepa þeir þig og það ekki á neinn þægilegan máta. Þess vegna neyddist ég til að segja ímalí, að ég ætti þig, en að Bradshaw hefði rænt þér frá mér. — Ég hef aldrei heyrt annað eins! Rödd Jean titraði og hún skalf öll bæði af hneykslun og einhverju öðru, sem hún þorði ekki að horfast í augu við núna. — Ég skal svei mér leiðrétta þetta! sagði hún öskuvond og ætlaði að þrífa bambustjaldið frá dyrunum. En Bruce greip um handlegg hennar. — Ég myndi ekki gera þetta / í þínum sporum, sagði hann alvarlega. — Það væri það sama og að þú undirritaöir þinn eigin dauðadóm. Glampinn í gráum augum hans gerði það að verkum að Jean svimaði og henni fannst hún varnarlaus, þegar hann greip hana í faðm sér. Rödd hans var djúp og mild en full. komlega róleg, þegar hann sagði: BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélavericstæði Bernharðs Hanness., Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. — Ég á' þig, elsku Jean og ég hef alltaf átt þig, jafnvel þó að þú sért of blind til að skilja það. Vjarir hains snertu hennar heitar og kröfuharðar og hún endurgalt koss hans. Andartak, sem virtist' eilífð, gleymdi Jean öllu á' jarðríki nema honum. En svo gat hún aftur hugs- að. Hún sleit sig lausa og skömm og reiði komu henni til að roðna og hún hvíslaði móð: — Hvernig geturðu verið svona grimmur, Bruce? þú veizt, að ég elska Don. Hún þrýsti liöndunum að gagnaugunum og skömmin sem hún hafði fundið til áður varð að fyrirlitningu, þegar hún minntist Söru. Hún andaði djúpt og sagði: — Það er Sara, sem .... — Hvað um Söru? spurðí Bruce og nú var andlit hans aftur lokuð, svipbrigðalaus gríma, en hendur hans titruðu þegar hann kveikti sér £ síga rettu. — Ég ætlaði að segja þér það fyrr, sagði Jean óhamingju. söm, — en það hefur svo margt annað komið fyrir. Sara er dáin. Hún var myrt með rýtingi í herberginu mjnu. Ég er sann- færð um, að Nikalí myrti hana, en Don heldur því fram, að Nikalí sé ekki á eyjunni. — Hamingjan hjálpi mér! Bruce var orðinn náfölur og tekinn af reiði og sjálfsá’sök- unum. En hann leit samt ekki út eins og maður, sem hefur orðið fyrir persónulegri sorg. — Hamingjan hjálpi mér! end. urtók hann. — Það er mín sök! Hún hefur komið hingað til að finna mig og gengið beint í gildruna. Veslings barnið .... — Hún bað mig fyrir skila- boð til þín, sagði Jean og virti tekið, sólbrúnt andlit hans gaumgæfilega fyrir sér, þvf að nú hlaut hann aff sýna einhver svipbrigði. — Hún bað mig um að segja þér, að þú yrðir að lita eftir syni hennar — og ÞÍN — litla Bruce. — Syni mínum? Aldrei hafffi hún búizt við því að sjá ann- an eins undrunarsvip á andliti Bruce og hún hugsaði með sjálfri sér, að hann væri meira en lítið leikaraefni. — Já, sonur ÞINN, hrópaði hún reið og æst. — Sara sagði mér frá honum og lét mig fá myndina .... — Jean! Bruce rétti fram höndina, en hún hörfaði frá honum og augu hans urðu dimm, þegar hann sagði útskýr. andi: — Drengurinn er ekki sonur minn, þó að hann hafi verið látinn heita í höfuðið á mér. Sara bað um leyfi til þess og ég vildi ekki neita henni um það. Faðir drengsins var hvít- ur maður, sem Sara óskaði eft- ir að gleyma. Jean kipraði fyrirlitslega saman varirnar. — Ég sá á myndinni, að hann var sonur hvfts manns, en hvaða maður ætti það svo sem að vera? Bruce Ieit beint í augun á heinni. — Vitanlega Don Brad. shaw. iEiginmaðurinn, sem þú þráir svo mjög! Jean sló hann utan undir. Hún gerði þaff alveg án þess aff hugsa. Bruce stóð grafkyrr og farið eftir höggið sveið ’á kinn hans. Um stund leiftruðu augu hans og allur líkami hans varð spenntur. En Jean leit f augu hans án þess að blikna og augu hennar voru þrungin fyr- irlitningu. —- Blinda flónið mitt, sagði hann loksins og leit undan. Rödd hans var hranaleg, þegar hann bætti vlð: — Leggstu og sofnaðu á teppinu þvi ama. Vertu bara róleg! Ég skal ekki leita á þig! — Þökk fyrir! sagði Jean kuldalega og gekk yfir að tepp- inu. Hún lagðist' niffiu* og snéri bakinu í Brude og vonaði að hann tæki ekki eftir þvi, að hún skalf öll og nötraði. Löngu eftir að hún heyrði á andardrátti Bruce að hann var sofnaður, lá Jean vakandl og liugsaði. Hún skildi ekki Bruce, sem henni fannst svo heiðarlegur og ærukær. Hvern ig gat hann logið svo svívirði. lega á Don og Söru? Það vald, sem hann hafði yfir henni, gerði það að verkum, að Jean næstum hataði hann! Hún stakk höndunum í kjól- vasana og kreppti hnefana. — Svo fann hún að hún var með eitthvað í vasanum. Hún vissi, hvað það var! Svefnlyfið, sem hún hafði ætlað með til Kabúla, þegar Don hafði komið! Þær voru sex talsins og mjög sterk- ar. Ein var nægileg til að svæfa fullorðinn mann. Jean fór að velta dálitlu fyrjr ,sér .... Hún vaknaði viff það að sól- argeisli féll framan í hana. — i Fyrir utan heyrði hún Bruce hlæja. Hann var að tala við hina innfæddu og hún skildi nægilega mikið í máli þeirra til að vita, að hann lét þá enn halda, að þau væru elsk- endur. Jean vissi að hann gerði þeitta sem öryggisástæðu, en samt var hún skelfd. Hvað gátu þau lengi haldið áfram þessum leikaraskap meðan Bruce girnt ist hana jafn mikið og hann liafði gert kvöldið áður? — Ég verð að komast héðan' .... áður en það er of seint, hugsaði hún örvæntingarfull. Svo heyrði hún Ímalí segja: — En ef Túan Bradshaw geng. ur að skilmálum okkar — for- ingja okkar fyrir hvítu kon-' una — hvað þá? Bruce hló. — Hann vill áreið anlega helzt halda þeim báðum og ég efast ekki um að hann, muni beita brögðum, ef hann getur. En við leikum á hann. Frk. Jean snýr aldrei aftur til hans um það skal ég sjá. Jean snerti plastöskjuna með fingurbroddunum og herpti saman varirnar .... 11. KAFLI Jean strauk þreytulega hár. ið frá enninu. Fæturnir skulfu undir henni af þreytu og hún megnaði naumast að ganga eitt skref til viðbótar. En hún neydd ist til þess. Hún varð að vara manninn, sem hún elskaði við óvinum sínum. Umhverfis hana ríkti rökkur frumskógarins. Hún hafði bú- ist við því, að henni veittist auðvelt að rata til þorpsins. Hún hélt, að hún þyrfti affeins að fara í áttina, sem hún hafði séð Bruce og félaga hans ganga í fyrr um daginn, þegar þeir fóru af stað til að frelsa höfð- ingjann, sem þeir virtu pvo mjög. Hennar var gætt af fjó^um innfæddum mönnum. Jean hafði boðist til að búa til mat. inn og það var mjög auðvelt að lauma svefnlyfjunum í matinn, en það hafði kostað hana mik- ið átak að bíða þess róleg, að mennirnir sofnuðu. Einn mann anna hafði greinilega borðað minna en hinir, þv{ að hann var mun lengur að sofna. En að lokum seig höfuð hans nið- ur á bringuna og Jear\ vissi að nú var henni óhætt að fara. Hún hallaði sér upp að mosa. grónum trjábol andartak og reyndi að átta sig á því í hvaða átt hún átti að fara. Henni fannst að hún hefði brotizt óralengi gegnum þéttan frum- skóginn. Hún þráði ósegjanlega heitt að leggjast niður og sofna. Samt hélt hún áfram. Allt valt á því að hún kæm. ist í tæka t{ð til Dons, sagði hún ákveðin við sjálfa sig. Loksins varð : gróðurinn minni og hjartað. sló hraðar í brjósti hennar af feginleik. Það lá við að hún hlypi síðustu skrefin yfir runnana. En þá greip óttinn hana heljartökum, Það var ekki þorpiff, sen> blasti við henni, heldur mýrl sem var vaxin trjám. Óhugn_ anlegt! Svo mundi hún eftir því, að Bruce hafði sagt hennl frá mýrinni, sem lægi suður a£ Tarakóaþorpinu og þar sem hann sagði, að ræktuð væri „Kamardí“, eiturjurtin. Ein- hverra hluta vegna hafði hún gengið umhverfis fjallið og komið niður röngu megin, Jean var svo sannarlega skelfingu Iostin. Bruce hafði sagt, að þarna væri allt krökkt af slöngum og krókódílum. En hún myndi sennilega vilLast, ef hún reyndi að snúa við. Svo sá hún stóran kofa handan við fenin. Þar hlaut einhver að búa. Þar var fólk, sem gæti gefið henni mat og fylgt henni til þorpsins. Þess vegna beit Jean á jaxi. inn og hélt áfram að ganga. En hundrað sinnum næsta hálfanannan klukkutímann iðr_ aðist hún þessarar ákvörðunar. Við hvert einasta skref þull. aði og vall { mýrinni og óþef. urinn var gífurlegur. Hún hopp aði af þurrum bletti á annart þurran blett. Allar þúfurnap voru þaktar litlum, bláúm blóra , um, sem gáfu frá sér megnan og kæfandi ilm, þegar hún steig á þau. Gat þetta veriff „Kam. ardíjurtin“, sem Bruce hafði talað um — jurtin, sem tnni- hélt hættulegt eitur, sem Bruce fullyrti að Don ræktaði og seldi í laumi? t Nei! Nei! hugsaffi hún. Bruce laug! Og reiffin gaf hennl kraft og henni tókst að halda áfram þangað til að hún kom aff kofan um. i Fyrir utan hann var hrúga af bláu blómunum, sem höfffn ver. ið þurrkuð. En hún orkaði. ekki að hugsa um þetta núna. Hún gat ekkí um annaö hugsaff en að ná að kofadyrunum áður en það liði yfir hana. Hún var næstum þangaff komin þegar hún heyrði manna mál að innan. - Við getum sent vaming. inn eftir fáeina daga, Sims. Þetta var Don! Jean greip andann á lofti af gleði. Hún þurfti aöeins að opna dymaC og þá lægi hún í faðmi hans. En áður en að henni tækist Orðsending til húsmæðra Ef yíkkur vantar aukatekjur er tlvalið að taba að sér útburð á Allþýðúblaðinu. Gott kaiup. • ^ . - ■ • • ■ '*•">• . í: ' "** • j' 1. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐtÐ - ^ . ~ wii ,ti p.t.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.