Alþýðublaðið - 08.12.1968, Page 1

Alþýðublaðið - 08.12.1968, Page 1
II. HLUTI 1968 Vilborg Dagbjartsdóttir: KARL OG KONA ¥* Drottinn guð Iífsins átti erindi við fjárhirðinn Móse. Fundum þeirra bar saman í f jallshlíð vaxinni þyrnikjarri. Móses, þrælborinn uppreisna rmaður og útlagi, hélt fénaðinum þar til beitar. Drottinn guð lífsins tók hanntali og vildi gera hann að jarli sínum og setja hann yfir hina útvöld u þjóð og bauð honum að leiða hana í Fyrirheitnalandið. Þeir þjörkuðu um þetta Iengi dags áður en þeir sömdu. Loks lofaði Móses fyrir sitt leyti að halda samninginn. Og aldir liðu. Þá var það að Drottni guði lífsins kom konan í hug. Hann sendi skutilsvein sinh, Gabríel að nafni, með laumuleg skilaboð til meyjarinnar Maríu, sem sat í festum í föðurgarði. Stúlkan María var af vammlausri fjölskyldu og heitin forstöndugum smið. Þrátt fyrir það flutti Gabríel henni hin furðulegu skilaboð frá húsbóndanum. Stúíkan laut þrisvar svo enni hennar nam við gólf og mælti án umþenkinkar: „Sjá ég er ambátt Drottins.” Kvæð:tð er úr nýrri ljóðabók Viltoorgar Dagbjartsdóttur, Dverglilju, sem Helgafell gefur út.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.