Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 1
16 SÍÐUR Þeim, sem skulda síðasta árg. blaðsins, er bent á, að nú eru síðustu forvöð að gera skil. D A G U R kemur næst út á venjulegum útkomudegi, sem miðvikudaginn 4. febrúar n.k. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 28. janúar 1953 4 .bl. Ljósadýrð á Akureyri um hátíðirnar Eift helzta áhuga- og hagsmuna- mál Hríseyinga er é fá rafmagn 'Mynd'rnar hér að o'an geía hugmynd” um IjósaskreyUngar þær, sem hér voru um hátíðirnar og settu skemmtilegan og hátíðlegan svip á miðbæinn. Á myndinni t. v. sjást jólabjallan, jólatréð og jóla- stjarnan, sem KEA Iét setja upp við Kaupvangstorg, en á myndinni t. h. er kirkjan, uppljómuð •flóðljósum og yzt t. h. er jóiatréð, sem bæjarstjórnin í Bergen sendi Ak. að gjöf. (Ljósm.: E. Sigurg.son). Vinsamlegrs grei sendiherra um andmælt srsornararem Umræðurnar um handriíamálið halda áfram í dönskum blöðum - nú heitir Árnasafn „dýrmæíasta þjóðareign Dana”! Hinn 5. jan. sl. birti Kaup- mannahafnarblaðið Berlingske Aften Avis langa og ýtarlega grein um handritamálið eftir C. E. C. Brun, fyrrv. sendiherra Dana á íslandi, núverandi for- stjóra stjórnmáladeildar utanrík- isráðuneytisins danska. Leggur Brun eindregið til að handritunum verði skilað og er grein hans hin skörulegasta og rituð af sanngirni og þekkingu á málefnum íslands og sögulegum rökum í handritamálinu. En blaðið ,sem birti greinina, er sjálft mjög andvígt afhendingu hand- » ritanna og þegar daginn eftir birti það harðvítuga ritstjórnargrein, þar sem það andmælti skoðunum Bruns og gerði lítið úr þeim. Seg- ir blaðið, a ðskrif Bruns minni á stórskotaliðsforingjann í Krón- borg, sem sætti ávítum fyrir að hafa ekki affýrað heiðursskotum við sérstaækt tækifæri, en svar- aði með því að telja fram 10 ástæður fyrir þögninni, allar vafasamar, en ellefta ástæðan var óumdeilanleg: Hann hafði ekkert púður! Gerir blaðið síðan lítið úr öllum röksemdum Bruns og leggst sem fyrr eindregið gegn af- hendingu handritanna. Málið var ekki afgrcitt 1927. í grein sinni ræðir Brun m. a. iim .þá fullyrðing, sem hvað eftir annað hefur komið fram í dönsk- um blöðum, að íslendingar hafi af sinni hálfu gengið e*»danlegn frá handritamálinu árið 1927, er um 700 skjölum úr Árnasafni, Kgl. bókhlöðunni og Ríkisskjalasafn- inu var skiláð. Segir Brun um þetta efni í grein sinni á þessa leið: Það er rétt, að af Dana hálfu var reiknað með að málið væri endanlega uppgert. En af ís- lands hálfu hefur þetta ævinlega verið véfengt. Undirstaða hinnar dönsku skoðunar er sem sé bréf Safnstjórnar hinn 29. marz 1920, þar sem lögð var mikil áherzla á — og jafnframt óskað að komið yrði á framfæri við íslenzku rík- isstjórnina — að það væri undir- skilið við afhendingu þessara skjala ,að allar kröfur um frekari afhendingu af íslands hálfu væru niður fallnar. Hvort þessi skila- boð hafa komizt til íslenzku ríkis- stjórnarinnar og með hvaða hætti, er mér ókunnugt um. En það kemur óbeint fram í fundar- gerðum dansk-íslenzku nefndar- innar, sem gefnar voru út 1944, bls. 333, 339 og 366, að það getur a. m. k. ekki hafa gerzt á þann hátt, að ísland með því að sam- þykkja samkomulagið frá 15. okt. 1927, hafi verið bundið af þessum skilmálum eða hafi skuldbundið sig til þess að skoða málið sem endanlega afgert þar með. Því að slík skuldbinding er ekki áminnst af hálfu dönsku nefndarmann- anna gagnvart kröfum íslendinga 1938 og 1939 um að taka málið upp að nýju, sem þó hefði óneit- anlega verið eðlilegt, ef grund- völlur hefði verið fyrir því. En ís- land hafði þegar árið 1925 hafnað því, að slík skuldbiridirig gæti verið liður í samkomulaginu hvað við kemur Kgl. bókhlöðunni (bls. 79) og með tilkynningu íslands 7. des. 1927 um samkomulagið var ennfrgmur tekið fram, að vænta mætti þess að mál þetta yrði tek- ið til meðferðar á ný, hvenær sem í grein sinni tekur Brun fyrir helztu röksemdir andstæðinga ís- lands í handritamálinu, og hrekur þær lið fyrir lið, í 8 köflum. „Dýrasta gersemi vor.“ Tveim dögum áður hafði pró- fessor Paul V. Rubow ritað grein í sama bla.ð, þar sem hann heldur því fram, að Árnasafn sé ein „dýrasta gersemi dönsku þjóðar- innar“ og jafnar hann því við (Framhald á 10. síðu). Unnið að því að reisa fisk- hjalla á Oddeyrartanga Útgerðarfélag Akureyringa h.f. og Guðmundur Jörundsson útgerð- armaður, eigandi „Jiirundar1', hafa nú í hyggju að hefja fiskherzlu í allstóruni * stíl. Eru hvor tveggja fyrirtækin að láta reisa fiskhjalla á Oddeyrartanga, og er það verk nýlegá hafið. Þá hefur Leo Sigurðs- son útgerðarmaður ákveðið að láta reisa fiskhjalla á Oddeyrartanga fyrir um 100 lestir af blautfiski, og mun m.s. Súlan leggja upp fisk í þá hjalla. Þá mun og Kaupfélag Eyfirðinga hafa i hyggju að koma upp fisk- hjöllum einhvers staðar við Eyja- fjiirð. Rangf skýrf frá úfsvars- innheimtu I Alþýðumanniuum í gær er íttll- yrt,. að láta muni nærri, að helm- ingur útsvara þeirra, seiri liigð voru á síðastliðið ár, sé enn óinnheimt- ur: Þetta er rangt frá skýrt. Samkvæml upplýsingum, sem Dagur hcfur frá liæjargjaklkeran- un»i var .búið að innheiinta 66ý;, útsvaranna um áramótin síðustu, en 34% voru óinnheimt. Þetta er lítíð citt lakari útkoma eri árið á undán, en aðeins ntunar hér litlu. Smábátaúfgerðin og frystihúsrekstur KEÁ undirsfaða afvinnulíísins - rætf um kaup hreppsfélagsins á löndum í Hrísey Meðal Hríseyinga er nú mjög rætt um inöguleika.á því að fá rafmagn frá Laxárvirkjuninni út í eyjuna og er rafmagnsmálið eitt heizta hagsmunamál fólksins þar um þessar mundir. Hríseyingar fá nú rafmagn frá dieselrafstöð, sem hreppurinn starfrækir, en hvort tveggja er, að rafmagnið frá henni verður óhjákvæmilega dýrt og stöðin er að ganga úr sér. Er það von Hrís- eyinga, að svo verði um hnútana búið, að þeim verði ekki nauð- synlegt að leggja mikla fjármuni í að endurnýja þessa stöð, held- ur komizt þeir í samband við Laxárvirkjunina eftir að Dalvík- urlína er fullgerð og geti síðan notað dieselrafstöðina til vara, ef á þarf að halda. Mundi þurfa að leggja kabal-streng út í eyjuna, sem er dýr framkvæmd, en hins er einnig að gæta, að Hrísey er myndarlegt útgei'ðarþorp og að- staða þar fyrir smáþátaútveg og atvinnurekstur í sambandi við hann, á ýmsan hátt mjög góð. Smábátaútvegur undirstaða. helgin var stækkuð og telja að aflahorfur fari batnandi. Heildar- aflinn í kauptúninu hefui' verið 1100 til 1200 lestir undanfarin ár. Endurbætur á liafskipa- bryggjunni. Aðstaða til smábátaútgerðar- innar í Hrísey mun og mjög batna þegar búið verður að ganga frá hafnarbryggjunni þar eins og fyrirhugað er. Er ætlunin að setja járnþil á hafnarbryggjuna og myndast þá gott var fyrir smá- bátana. Trjámaðkur herjar mjög á bryggjustaurana og er því hin mesta nauðsyn að koma járnþil- nu upp hið fyrsta til varnar og til að tryggja bryggjumannvirkin í framtíðinni. Rætt um kaup á landi. Landið, sem kauptúnið stendur á, er einkaeign og er nú rætt um (Framhald á 15. síðu). r Lesstofa Islenzk- — Við leggjum mest upp úr smábátaútgerðinni, segja Hrísey- ingar, er spurt er um atvinnumál þeirra. Telja þeir mikils um vert, að unnt sé að hagnýta hráefnið til hins ítrasta og þar eru þeir vel á vegi staddir, því að Kaup- félag Eyfirðinga hefur komið upp í Hrísey mjög myndarlegri og nýtízkulegri hraðfrystistöð, sem ásamt með smábátaútgerðinni er undirstaða atvinnulífsins í þorp- inu. Er þess skemmst að minnast., að amerísku sérfræðingarnir, sem fengnir voru hingað til lands til þess að athuga hraðfrystihús og fiskverkunarstöðvar, töldu hrað- frystihús KEA í Hrísey í fremstu röð íslenzkra hraðfrystistöðva um allan útbúnað og rekstur. Af- köst frystihússins eru 12 smál. á 8 klst. og skapar það mikla at- sinnu á þeim tíma, sem það er starfrækt. Vinna þar þá um 40 manns. Frá Hrísey ganga nú 11 bátar, og eru 9 opnir trillubátar en 2 þilfarsbátar, auk þess er 70 smál. skip gei't út frá Hrísey, eign hiutafélags. Aflaleysi á grunn- miðum undanfarin ár hefur mjög .torveldað rekstur þessara báta, en nú eru menn bjartsýnni á framtíðina en áður síðan land- ameríska félagsins verður opnuð á laugardag ísl.-ameríska félagið, sem stofnað var hér sl. sumar, hef- ur að undanförnu undirbúið opnun lesstofu liér í bænum. Vcrður hún opnuð á fundi félagsins að Hótei Goðafossi n.k. laugardagskvöld. Á meðal gesta, sem mæta þar, verður Mr. Lorimer Moe, forstöðu- maður upplýsingadeildar am- eríska sendiráðsins. Hefur hann aðstoðað félagið við að koma lesstofunni á stofn með bóka- útvegunum og bókaiánum úr ameríska bókasafninu í Rvík. Á þessum fundi munu tala þeir Þórarinn Bjömsson skóla- meistari og Tómas Árnason lögfræðingur, og að lokum verður framreitt kaffi. Lesstof- an er til húsa í Hótel Goðafossi. Til að byrja með hefur hún noltkur hundruð bindi af am- erískum bókum og tímaritum, og er ætlunin að lána þær félagsmönnum og öðrum, eftir því sem ástæður leyfa, um vissan tíina, aulc þess sem les- stofan verður væntanlega opin viss kvöld í viku. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.