Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 14

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 14
14 DAGUR Miðvikudaginn 28. janúar 1953 I Hin gömlu kynni I Saga eftir JESS GREGG 14. DAGUR. (Fi-amhald). Barónessan var friðlaus það sem eftir var dagsins. Hún gekk úr einu herberginu í annað, en gat ekki fest hendur eða hug við neitt. Klukkan fimm kom hár- greiðsludaman. Venjulega var hún allshugar fegin að láta nostra við útlit sitt, en í dag þreif hún greiðuna úr hendi hárgreiðslu- dömunnar og einhenti henni yfir þvert herbergið. „Eruð þér á matarkúr?“ spurði stúlkan, undrandi. „Haldið yður saman,“ svaraði barónessan vonzkulega. „Þér þurfið sennilega meiri svefn, frú, kannske eg ætti að gefa yður andlitsbað? Það er hvíld í því.“ Hún leit kankvíslega á barónessuna. „Er karlmaður í spilinu?“ spurði hún. Barónessan leit upp. „Já, reynd- ar,“ sagði hún og var orðin ró- legri. „Það er einmitt það. Þér hafið þá heyrt eitthvert bæjarslúður?" „Nei, kæra frú, eg hef ekki heyrt orð um það.“ „Eg er orðin þreytt á því að vera sífellt á milli tannanna á fólki,“ sagði hún. „Þess vegna eru taugamar ekki upp á það bezta í dag. Maðurinn, sem um er að ræða, hafði heyrt eitthvert slúð- ur, og nú kom hann hér og heimt- aði skýringu." „Þér þurfið ekki að segja meira, kæra frú,“ sagði hár- greiðsludaman. „Eg held maður þekki slíkt. Hef sjálf orðið fyrir því oftar en einu sinni. Nú síðast var það maðurinn minn. Eg hafði aldrei ætlað að segja honum neitt frá neinu'sem gerðist áður en við gifturrlst, en svo komst hann á snoðir um eitthvað og heimtaði. skýringu. Eg þorði ekki að neita alveg, en tók það ráð að vekja samúð hans. Sagðist eitt sinn hafa gert heimskupör og hefði fyrir löngu tekið út fyrir það. Sagði honum svo nokkur veigalítil atriði — en nægilega mikið til þess að fullnægja forvitni hans. Það dugði. Eftir það varð enn kærara í milli okkar en áður.“ „Mjög svo eftirtektarvert,“ sagði barónessan. „Eg ætla að biðja yður að leggja. hárið mjög varlega í dag.“ —o— Þegar Elísabet kominn í íbúð hennar þetta kvöld, var madame von Schillar háttuð. „Kæra Elísa- bet,“ sagði hún. „Þessi bók færir mér sífellt ný vandamál, ekki að- eins mér, yður einnig. Látum okkur líta á hlutina í Ijósi raun- veruleikans ,án þess að vefja þá rómantískri slæðu. Eg hélt fram hjá manninum mínum. Eg laug og blekkti án þess að hafa nokkra ifsökun nema þá, að eg var ást- fangin og eigingjörn og hélt að fullnæging ástarinnar væri það sem máli skipti og ekkert annað. — Eg sá aldrei þumlung út fyrir mínar eigingjömu óskir — en eg varð að taka út fyrir þetta.“ Hún strauk hendinni þreytulega yfir ennið. „Veröldin hefur vissulega refsað mér fyrir það. Skömmin og sársaukinn valda sviða enn í dag.“ Hún horfði bænaraugum á Elísabetu. „Þér fyrirgefið þótt eg verði að fara hægt þegar eg ræði um kynni okkar Wrenns. Getið þér skilið ástæðuna?“ Spurningin var óþörf. Andlitssvipur ungu stúlkunnar og augnatillit sýndi ljóslega^ að barónessan hafði haft þau áhrif á hana ,sem hún vildi. „Þakka þér fyrir, góða. Þú hefur gott hjarta. Nú er eg frjálsari en fyrr og mér líður betur.“ Elísabet brosti og tók fram blöð sín og gerði sig líklega til að skrifa niður samtalið. Madame von Schillar bleytti varirnar með tungu sinni. „Á að byrja á byrjuninni?“ spurði hún svo. .“ „Já, á byrjuninni,11 svaraði Elísabet. „Það var árið 1911, um vetur held ég. Heima hjá Kitty. Eg man ekki hvers vegna eg kom þangað þennan dag, kannske bað hún mig að koma.“ „Voru fleiri þar?“ „Eg held að við höfum bara verið þar þrjú, Kitty, eg og ungi maðurinn. Wrepn. Ó, eg man mér þótti hann einkennilegur. Mér leíddist hann ekki, en rpér fannst eg lítið geta sagt í návist hans. Og skrítið var það, því að Maríus sagði mér seinna, að hann-hefði haldið að eg væri eins þögul og ófélagslynd og hann sjálfur! Og það var þetta, sem fyrst vakti áhuga hans fyrir mér.“ Hún talaði hægt og hikandi, eins og hún væri að þreifa sig áfram í myrkri. „Jæja. Eg sá hann ekki eftir þetta, það er að segja ekki strax. Ekki þó svo að skilja, að eg hafi gleymt honum. En. . .. það var eitthvað við hann, sem gerði mig óttaslegna. Hann var sterkur. Ekki aðeins stór og stæðilegur og kraftamikill líkamlega — heldur einnig að því leyti, að hann vissi, hvað hann vildi. Mig fór að langa til að læra einhverja listgrein — verða listamaður. Eg fékk lánað eintak af Inferno eftir Dante og las það, bara vegna þess að eg vissi að hann dáðist að bókinni. Loks kom að því, að eg stóðst ekki mátið lengur, sendi honum miða. Sagði að mér hefði komið í hug að láta mála mynd af mér, og bað hann að koma og tala um það þetta og þetta kvöld. Auðvit- að þorði eg ekki að koma með hann heim, því að þingmaðurinn — maðurinn minn — þoldi hann ekki. — Því var það, að þetta kvöld, er eg beið eftir honum úti fyrir. . . . “ „Hvar?“ „Hinum megin við götuna. Inni í litla skemmtigarðinum. Eg beið hans alltaf þar.“ . Meðan barónessan talaði, sat Elísabet hljóð og eftirvæntingar- full, en ímyndunaraflið hafði þeg- ar flutt hana langt út úr stof- unni. Það var dimmt, þar sem hún beið. Það brakaði í þurru laufinu og trjágreinunum er hæg golan blés um garðinn. Það var ekki kalt, en hún skalf samt lítið eitt. Og svo heyrði hún skrjáf í laufi, og hálf óttaslegin, en samt von- glöð, stóð hún á fætur. Á næsta augnabliki stóð hann við hlið hennar og hvíslaði nafni hennar blíðlega í eyra hennar. Hún leit upp, beint í augu hans.... Sýnin hvarf — en áður en El- ísabet vissi af, leið ofurlítið óp yfir varir hennar. Barónessan barði fingrunum í náttborðið. „Hvað er að yður? Er yður að verða illt?“ „Nei,“ svaraði Elísabet, það er ekkert. „Haldið þér bara áfram sögu yðar.“ Idún reyndi að láta orð barón- essunnar flytja sig aftur inn í draumheiminn, en án árangurs. „Þér eruð fölar á vangann,“ sagði barónessan. „Eg held að bezt sé að við bættum þessu tali að sinni. Þér ættuð að fara upp og hvíla yður. Eg hef hvort eð er ekkert meira að segja í kvöld. Elísabet stóð á fætur. „Eg var að hugsa um að biðja yður að lofa mér að sjá ljósmynd af herra Wrenn,“ sagði hún. „Ljósmynd? Eg held eg eigi enga Ijósmynd. Eg held eg hafi aldrei átt neina slíka mynd. En það eru til myndir, held eg, á listasafninu.“ „Gaf liann yður nldrei mynd af sér?“ spurði Elísabet, og undrun- in í röddinni leyndi sér ekki. „Nei, hvers vegna skyldi hann hafa farið að gera það? Við vor- um alltaf saman og héldum að ekkert gæti nokkru sinni aðskilið ckkur.“ Ehsabet sneri til herbergis síns. Henni fannst allt andstætt sér og hún hefði engu komið fram. En hún hugsaði með sér, að á morgun skyldi- hún fara á listasafnið. En henni varð ekki svefnsamt um nóttina. Hún gat ekki gleymt sýninni, sem ímyndunin hafði fært henni. Wrenn var nálægari henni en nokkru sinni fyrr. Við morgunverðarborðið var Elísabet taugaóstyrk og þreytu- leg. „Hvað er að yður?“ spurði barónessan. „Þér lítið illa út í dag.“ „Það er ekkert. Eg er þreytt, mér varð ekki svefnsamt í nótt.“ „En það er nóg til þess að þér getið ekki farið að vinna í þessu ásigkomulagi. Við skulum því láta allt starf falla niður fram yfir hádegi á meðan þér hvílið yður. „En eg hef engan tíma til að hvíla mig. Eg verð að halda áfram könnunarstarfi mínu. „Könnunarstarf i ? “ „Já, eg hafði hugsað mér að fara í listasafnið og — skoða mál- verk herra Wrenns betur. Það er ekki hægt lýsa þeim. Maður verður að sjá þau.“ „Vitleysa.“ Barónessan hrærði ákaflega í kaffibollanum, en ýtti honum síðan frá sér. „Og hvað á eg að gera á meðan þér eruð fjarverandi?“ „Ekki þurfið þér ráð frá mér um það. Og í dag er fimmtudag- ur og við erum hvort eð er ekki vanar að gera neitt síðdegis á f immtudögum. “ „Já,“ sagði barónessan þreytu- lega. „Kannske er bezt að þér lít- ið inn í listasafnið í dag.“ ■ Elísabet hraðaði sér út úr hús- inu og tók leigubíl til listasafns- ins. Þegar þangað kom, neyddi hún sjálfa sig til þess að ganga varlega um, kaupa málverkaskrá og skoða safnið skipulega. Hún hélt aftur af þeirri löngun, að ganga rakleitt þangað, sem mál- verk Wrenns voru. Loksins kom hún að sýningar- sal, þar sem voru geymd bréf frá listamönnunum — sýnishorn af rithönd þeirra og ljósmynd af þeim. Hún var fljót að þekkja skrift- ina og henni varð mikið um. Undarleg og áköf eftirvæntingar- tilfinning greip hana. Það var ekki um að villast. Þarna stóð það: Yðar einlægur Maríus Wrenn. Hún hreif sig frá því að skoða hina sérkennilegu rithönd hans og leit upp; þá blasti við henni ljósmynd af honum. Myndin var dimm, en lík hon- um, svipurinn var líka dimmur. Hún skoðaði andlitsfallið með mikilli athygli. Hárlokkur féll fram yfir ennið, dökkur, hrokk- inn, augabrýnnar voru breiðar og dökkar, og vangasvipurinn var harðlegur og sterklegur, nefið beint og fallega lagað en með lít- illi misfellu eins og það hefði einhvern tíman brotnað, varirn- ar voru drengjalegar og mjúklega lagaðar. í stórri, grófri hendi hélt hann á sporthúfu, sem notaðar eru ■ á skemmtisiglingabátum. Þetta er táknmerki dauðans, hugsaði Elísabet. Hann drukkn- aði á skemmtisiglingu. Það var komið fram yfir miðj- an dag þegar hún hvarf á brott úr listasafninu. Hún ráfaði stefnulaust um borgina í nokkrar klukkustundir, en myndin af Wrenn hvarf ekki úr huga henn- ar. Loksins sneri hún heim á leið, en hún hikaði við, þegar stóra húsið blasti við henni í rökkrinu. Hún var enn ekki tilbúin að fara inn og hefja samtal við baróness- una. Hún hörfaði inn í litla trjá- garðinn og settist þar á bekk. Það var kyrrt og hljótt þar í 1 j ósaskiptunum. V etrarmy rkr ið var að síga yfir borgina. Og henni leið vel þarna. Henni fannst liún vera að bíða þar eftir einhverju. Upp í huga hennar komu orðin úr bréfinu: Maríus, Maríus, Mar- íus. - Hún hvíslaði þeim fyrst, en sagði þau síðan stundarhátt, jiví að hann stóð þarna við hlið hennar. Það var að vísu skugg- sýnt, en hún þekkt.i andlitið, fann birtuna frá honum, sem rauf myrkrið. „Eg vissj varla, hvort eg mátti eiga vcn á yður,“ sagði hún hik- andi. „Þér báðuð mig að koma, var það ekki?“ Hann settist við hlið hennar á bekknum. Það var þögn. Svo sagði hún. „Þér eruð ekki tiltakanlega skrafhreyfinn." „Eruð þér það?“ svaraði hann. „Þér sögðuð ekki margt heima hjá fröken Leighton." Hún brosti. „Nei, eg veit það.“ 'Fannst yður það óþægilegt?" „Nei.“ „Eg hélt kannske að yður þætti það. Mér varð að hugsa: Þarna er ein sál, sem er einmana eins og eg.“ „En því reynduð þér þá ekki að hjálpa mér, létta mér samtal- ið?“ „Eg gerði það. Eg hóf að ræða um skáldskap Dantes." Hann horfði beirít í augu henni. Sami óttinn, sem hún hafði kennt til við fyrsta fundinn, brauzt fram í sál hennaf á ný. „Þér megið það ekki,“ sagði hún. „Hvað er þáð, sem ég ekki?“ „Horfa þanriig í áugu manns. Það gerir mig hrædda.“ „En hvernig á maður þá að læra að þekkja fólk, ef maður'má ekki horfa í áugu þess?“ „Með því áð hlusta á hvað menn segja.‘v 1' ' Hann hló. „Og lifa svo í sak- lausri einfeldníV^ ' Hún leit uþp!’JÍ,','frvci s vegna horfið þér svoná á mig? Hvað sjáið þér?“ spurði hún, „Þér eruð ekki eins og mál- verkið eftir Sargent,? sagði hann glettnislega. ’ : ' " „Mér hefur vei'ið sagt, að and- litsmynd hans af mér, sé mjög lík.“ „Já, kannske má segja að hún sé lík, en þessi mynd gæti verið af hvaða nýtízkulegiý hefðarkonu sem vera skaíúh.-ifiií '■* „En er eg11 ekkí'1 éinmittJ ein v ntiiriíil)?:ovoc>i „Nei; eg er ekki á þeirri skoð- „Þingmaðurinn varð ástfanginn af mér þegar hanrl -sá þessa mynd fyrst.“ Hann horfði rannsókrí.araugum á hana, ætlaði að segja eitthvað meira, en hætti við það. Nokkrir regndropar féllu á stéttina. „Það er kominn tími til áð fara,“ sagði hann. Það var engu líkara en hann væri þakklátur forsjóninni fyrir regnið og tækifærið til að standa á fætur ög fára. Hún stóð á fætur. „Þér getið gengið með mér að garðshliðinu." Á leiðinni þangað sagði hún: „Og þér haldið. að þér gætuð málað betri mynd af mér en Sargent gerði?“ „Eg held að eg gæti gert betri grein fyrir því, hver þér raun- verulega eruð. — En það mundi ekki verða í sama hefð- bundna stílnum og mynd hans.“ Þegar að garðshliðinu kom, námu þau staðar. „Ætlið þér að mála myndina af mér?“ spurði hún. Hann horfði í andlit hennar, hún sá naumast andlitsdrætti hans, því að dimmt var orðið. „Eg er hræddur um, að það borgi I sig ekki fyrir yður,“ sagði hann efrtir nokkra þögn. (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.