Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 4

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 4
D A G U R Miðvikudaginn 28. janúar 1953 Frumvarp Sjálfstæðismanna um lækkun skaffa á háiekjumönnum Grírauklætt sera skattfríðindi fjölskyldnmanna - rais- heppnuð tilraun til áróðurs fyrir kosningar Á þingi því, er nú situr, hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins verið afkastamestir í því að unga út frumvörpum og þingsályktunartillögum, sem ætlað er það hlutverk eitt að vera áróðurstæki fyrir frambjóðendur í kosningum. Hef- ur varamaður Stefáns í Fagraskógi, Magnús Jónsson lög- fræðingur úr Reykjavík, verið þar einna fremstur í flokki. Á mcðal frv., sem þessi þingmaður hefur flutt, ásamt Jó- hanni Hafstein, er frv. það, sem tekið er til meðferðar í grein þeirri, er hér fer á eftir. Kalla flutningsmenn frv. þetta „Frv. til laga um lækkun skatts á fjölskyldufólki, skattfrelsi á lág- tekjum, skattfríðindi o. fl.“ og er nafnið samið með tiíliti til þess að það gangi vel í augu. En innihald frv. er allt annað. Veigamestu ákvæði þess eru um lækkun skatta á hátekju- mönnum. Gerði Skúli Guðmundsson alþm. rækilega grein fyrir raunverulegu innihaldi frv. þessa við 1. umræðu frum- varpsins, hinn 16. þ. m., og fer ræða ha«s hér á éftir. — Herra forseti. í febr.mán. í fyrra skipaði fjmrh. 5 menn í nefnd til þess að endurskoða lög um skatta og útsvör o. fl. Var n. skip- uð í tilefni af þál., sem samþ. var á síðasta þingi. Þessi n. er ekki enn búin að ljúka störfum, og hafa því engar lill. frá henni ver- ið lagðar fyrir þetta þing. Við- fangsefni n. reyndist yfirgrips- meira og vandasamai-a en svo, að henni tækist að skila áliti og till. um það til ríkisstj. á nýliðnu ári. Og á þessari stundu er ekki vitað, hven'ær skattamálanefndin muni Ijúka störfum, en það mun vera vilji hennar að skila áliti og tillj svo fljótt, sem verða má. Það hefði að sjálfsögðu verið mjög æskilegt, að skattamála- nefndin hefði getað skilað till. til ríkisstj. það tímanlega, að unnt hefði verið að leggja þær fyrir þetta þing. Þetta hefur því miður ekki tekizt. En þess er að vænta, að undirbúningi nýrrar löggjafar um skatta og útsvör verði lokið áður en næsta þing kemur saman, svo að þá verði hægt að taka þau mál til meðferðar, því að vissu- lega er brýn þörf þreytinga á lög- um um þessi efni. Einkennileg vinnubrögð. Hér hefur verið lagt fram frv., á þskj. 491, varðandi fáein atriði skattamála. Flm., málsins eru 2 hv. þm., en við afhugun sést, að frv. er runnið frá öðrum fulltrúa Sjálfst.fl. í skattamálanefndinni. Hefur hann sett hér í frv.form till. um fáa einstaka þætti skattamál- anna, sem auk margs annars hafa verið til umr. og athugunar hjá skattamálanefndinni. Ekki er þetta þó allt upphaflega frá hon- um sjálfum komið. T. d. höfðu Framsóknarmennirnir í skatta- málanefndinni orðið fyrri til að leggja þar fram till. um frumbýl- ingsfrádrátt, en efni þeirrar till. hefur höfundur frv. tekið upp í 6. gr. þess. Það eru óneitanlega dálítið ein- kennileg vinnubrögð hjá þessum nefndarmanni að taka till., sem eru til athugunar hjá n., þar á meðal till., sem samnefndarmenn hans hafa lagt þar fram, og láta bera þær fram í frv. á Alþ. án þess að minnast á þáð við aðra nefndarmenn, eða leita eftir sam- þykki þeirra til' slíkrar meðferð- ar á málum, sem liggja fyrir n. Ef málum hefði verið svo komið, að þessi eini nefndarmáður h'efði orðið öðrum nefndarmönnum ✓ fyrri til að leggja fram í n. heild- artill, um þau mál, sem þar .eru til meðferðar, en þær ekki fengið þar áheyrn, eða það lægi fyrir, að n. væri ósammála um afgreiðslu þeirra mála, sem hún á að gera till. um, þá gat það verið eðlilegt og skíljanlegt, að sérstakar till. frá honum kæmu fram hjá rík- issj. eða á Alþ. En slíku er hér ekki til að dreifa. Þessi nefndar- maður hefur ekki orðið öðrum nefndarmönnum fyrri til að leggja fram till. um ýmis þau vandasömu viðfangsefni, sem n. er að vinna að. Eg er ekki að ásaka hann fyrir það. Vegna þess hvað verkefni nefndarmanna er margþætt og vandasamt, tel eg, að þeim verði ekki með sann- girni ámælt fyrir það að hafa ekki enn lokið nefndarstörfum, enda er mér ekki kunnugt um, að það hafi verið gert. Skattamálanefndin á ekki að- eins að gera till. um álagningu skatta til ríkissjóðs, heldur einn ig um útsvörin til bæjar- og sveitarfélaga. Og það mun senni- lega reynast erfiðari þátturinn í starfi n. Sveitar- og bæjarfélög eru mjög mörg og fjárhagur þeirra og þarfir mjög mismun- andi. Utsvörin eru aðaltekjustofn þeirra ,en þær reglur, sem nú gilda um álagningu útsvara, eru mjög ófullkomnar, svo að nauð- synlegt er að setja um þetta ný og ákveðnari fyrirmæli, þó að erfitt kunni að verða að sníða þar stakk við allra.hæfi. Frv. snertir aðeins einstaklinga. í frv. þessu eru till. um tekju- skattsgreiðslur einstaklinga, en engar till .um breytingar á skött- um félaga. Höfundur frv. virðist líta svo á, að fremui- megi dragast að setja ný lagafyrirmæli um skatta félaga en einstakra manna. Um þetta er eg honum ósammála. Eg tel ekki minna aðkallandi að setja ný lög um skatta og útsvars greiðslur félaga, og til Stuðnings þeirri skoðun vil eg nefna dæmi um skattgreíðslúr'éinstaklinga og félaga. Fyrst skal nefnt dæmi urn ein- stakah skattgreiðanda í Reykja- vík, sem eg sé þó ekki ástæðu til að nafngreina. Skv. skattskránni 1952 hefur maður þessi, sem er kvæntur og ómagalaus, haft um 150 þús. kr. skattskyldar tekjur árið 1951. Samanlagðir skattar og útsvar hans 1952 námu um 90 þúsund kr., eða 60% af skatt- skyldum tekjum. Hann hefur því eftir af tekjum sínum 60 þús. kr., þegar hann er búinn að borgá skatta og útsvar. Næst er dæmi um hlutafélag, sem hefur iðnrekstur. Skatt- skyldar tekjur þess 1951 voru um 55 þús. kr. Ríkisskattar þess árið 1952 eru 25%, en útsvar 67% af skattskyldu tekjunum, eða alls 92%. Þá er annað hlutafélag, sem líka er iðnfyrirtæki. Skattskyldar tekjur þess urðu um 175 þús. kr. Ríkisskattar 44% af skattskyldu tekjunum. En sá hluti stríðs- gróðaskatts félagsins, sem ríkið greiðir til bæjar- og sýslufélaga er 8%. Skatturinn, sem fer til rík- isins, er því netto 36% af skatt- skyldum tekjum félagsins, en út- svar þess, að frádregnum þeim hluta, sem ætla má, að lagður sé á eign þess,1 er um 59% af skatt- skyldu tekjunum. Samanlagðir skattar og útsvar nema því 103%, miðað við skattskyldu tekjurnar. Svo er þriðja og síðasta dæmið um skatt og útsvarsgreiðslur félags. Það er hlutafélag, sem framleiðir útflutningsvörur úr innlendum hráefnum. Skatt- skyldar tekjur félagsins 1951, skv, skattskránni, hafa verið rúmlega 50 þús. kr. Ríkisskattarnir nema 25% af skattskyldu tekjunum, en útsvarið hvorki meira né minna en 140%. Veltuútsvörin. Þessi dæmi ættu að nægja til þess hð sýna, að ekki sé síður þörf að setja ný ákvæði um skatt- og útsvarsgreiðslur félaga en ein- staklinga. Ákvæði gildandi laga, um að samanlagðir skattar og út- svar megi ekki nema meira en 90% af skattskyldum tekjum, eft- ir að þær hafa náð vissri hæð, hafa verið sniðgengin og raunar að engu gerð með álagningu svo- nefndra veltuútsvara. Um þessi veltuútsvör gilda engin lög, held- ur eru þau lögð á eftir ákvörð- unum sveitarstjóma og niður- jöfnunarnefnda. Og til eru niður- jöfnunarnefndir, sem verjast allra frétta um það, hvernig þær léggi veltuútsvörin á, eða hve miklu þau nemi í heild. Veltuútsvörin eru sérstaklega þungbær fyrir 4 mörg fyrirtæki, og ósanngjörn, því að sama gildir um þau og tekjuútsvörin, að ekki er heimilt að draga þau frá tekjum áður en skattur er á þær lagður. Má vissulega • ekki dragást lengi úr þésfeu að veita atvinnúfýrirtækj- um vernd gegn ósanngjarnri álagningu veltuútsvara, svo að iau þurfi ekki árum saman að búa við þau ókjör, sem mörg leirra eiga nú við að stríða í pessum efnum. Stefna frumvarpsins. Tekjuskatturinn skv. frv. þessu að koma í stað tekjuskatts, tekjuskattsviðauka og stríðs- gróðaskatts, sem einstaklingar borga nú. Engar upplýsingar fylgja frv. um það, hvað ætla megi, að þessi nýi skattur nemi miklu í heild, samanborið við. þá skatta, sem á að fella niður í stað- inn. En eg hef gert athugun á því, hver áhrif frv. mundu verða í vissum tilfellum. Áður hef eg sagt frá skattgreiðslu mannsins, sem hafði' 150 þús. kr. skattskyldar tekjur 1951 skv. skattskrá Reykjavíkur 1952. Enn er ekki kunnugt, hvað tekjur ' hans árið 1952 hafa numið miklu, en eg áætla skattskyldar tekjur hans það ár jafnmiklar og árið áður, 150 þús. kr. Að óbreyttum lögum á þá maður þessi að borga á ár- inu 1953 í tekjuskatt, tekjuskatts- viðauka og stríðsgróðaskatt sam- tals rúmlega 48 þús. kr., en af því hefur ríkissjóður eftir um 40 þús. þegar hann hefur skilað liluta bæjar- og sýslufélaga af stríðs- gróðaskattinum. En skv. frv., sem hér liggur fyrir, ætti maður þessi að borga í tekjuskatt árið 1953' kr. 18.690.00. Skattur hans mundi þannig lækka um miklu meira en helming, eða úr rúmlega 48 þús. kr. í 18 til 19 þús. kr. Svo tek eg dæmi af hjónum, sem hafa 30 þús. kr. hreinar tekj- ur en engan ómaga á framfæri. Þau borga 619 kr. í tekjuskatt, en ættu að borga skv. frv. 318 kr. Lækkúnin hjá þéirri nemur 301 kr. Hjón með jafn miklar hreinar tekjur, 30 þús. kr., og eitt bam á framfæri borga nú 459 kr. Þau ættu að borga skv. frv. 152 kr. Það er 307 k-r. lækkun, 30 þús. kr. og 2 börn á framfæri, borga nú 330 kr. Þau eiga að vera skatt- frjáls skv. frv. Dæmin, sem eg hef hér nefnt, sýna þetta: Hjón, sem eru ómaga- laus, og höfðu 150 þús. kr. skatt- skyldar tekjur næstliðið ár, þ. e. 151.800 kr. hreinar tekjur, mundu fá lækkun á ríkissköttum, sem nemui’ fast að 30 þús. kr., ef frv. þetta verður samþ. En hjón, sem höfðu 30 þús. kr. hreinar tekjur, fá um það bil 300 kr. skattalækk- im. Rangnefni frumvarpsins. Frv. þetta er nefnt: „Frv. til laga um lækkun skatts á fjöl- skyldufólki, skattfx-elsi á lágtekj- um, skattfríðindi o. fl.“. Þessi fyrh'sögn gefui' ekki retta hug- mynd um aðalefni frv., og er því villandi. Ef höfundi og flm. hefði þótt ráðlegt að gefa frv. fyrirsögn, sem segði til um efni þess, þá hefðu þeir átt að nefna það frv. til laga um stói'kostlega lækkun skatta á hátekjumönnum, lækkun eða afnám lítilla skatta á lágtekj- um o. s. frv. Liðveizla Alþýðuflakksins. En flm. hefur bætzt liðsauki nú þegar úr einni átt. Hv. 3. landsk. þm. lýsti því yfir í ræðu sinni hér áðan, að hann mundi eindregið styðja þetta frv. í höfuðatriðum þess, og hann gerði meira. Hann tilkynnti, að Alþfl., hans flokkur, mundi einnig styðja frv. í megin- ati’iðum. Og eiginlega gaf hann nú yfirlýsingu fyrir hönd Sam- einingai'fl. alþýðu, Sósfl., líka um stuðning við málið, eða gei;ði ráð fyrir stuðningi þaðan. Qg mér skildst á hv. 3. landsk. þm., ræðu hans, að hann teldi þetta eitthvert bezta frv., er sézt hefði hér um langan aldur, a ,m. k- frá Sjálf- stæðisfl. Eiginlega skildizt manni einnig, síðar á ræðu. hans, pð þetta væri nú mál AlþfJ., en þeim flokki hefði bætzt þarna liðskost- ur í málinu, allálitlegur. Eg býst við, að það hefði einhvem tíma þótt fyrirsögn hér fyrr á árum, ef Alþflmenn á þingi hefðu gei'zt sérstakii' talsmenn frv. um syo stói'kostlega lækkun skatta a há- tekjumönnum, sem hér er í þessu frv. Fjárlagafgreiðslan og skattamir. »t ffOMV. .f'.&JU Eg tel að vísu, að það geti kom- ið til mála að lækka eitthvað skatta á tekjuháum , einstakling- um, þegar ný skattalög verða sett. En svo mikla lpekkun á sköttum þeiri'a, sem stefnt er að með þessu frv., tel eg ekki réttmæta, þegar litið er á tekjuþörf í'íkisins og fjáröflunai'aðfei'ðir, þess. .að öðr,u | ...• • i - * • I * J leyti. Þegar rætt er. um þetta frv., er líka fyllsta ástaeða tií að vekja athygli á því, að við undirbúning ’tmvvy gf.iom. r fjárlaga fyrir þetta ár, sem vænt- anlega vei'ða endanlega afgx-eidd mjög bráðlega, hefur verið reikn- að með því, ah ákvæði laga um tekjuskattsviðauka og stríðsgróða skatt haldist óbreytt þetta ár. Meðal annai's af þeirri veiga- miklu ástæðu er, ekki hægt að fallast á frv. Fyrsti flm. þess. hv. 5. þm. Reykv., sem er frsm. máls- ins, hann á sæti í fjhn. þessai-ar d. Honum er vel kunnugt um það, og hinum flm. sjálfsagt líka, að það var orðið samkomulag milli stjórnarfl., að framlengja tekju- löggjöf á þessu, ári, þá sem áður hefur gilt, í sambandi við af- greiðslu fjárlaganna. Og er því nokkuð einkennilegt, að þeir skuli flytja slíkt frv. Engin ákvæði um útsvör. Eg gat þess áðan. ,að hjón„;sfem höfðu 150 þús. kr. skattskyldar tekjur árið sem leiðj.-mundu 'fá lækkun á sköttúm til rfkisins á þessu ári, sem nemur fast að 30 þús. kr., ef frv. þetta verður sam- þykkt. En nú getur verið, að sá hagnaður þeirra yrði að ein- hverju leyti af þeim tekinn með hækkuðu útsvari til bæjarfélags- ins, og er jafnvel gert ráð fyi'jr slíku í gr.g. þessa frv. .Um þetta er þó allt í óvissu, og enginn get- ur um það sagt fyrirfrám, eða.bii't um það nokkra útreikningB, vegna þesss að engar- ilögfestgr (Framhald á bls. 10).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.