Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 7

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 7
MiSvikudaginn 28. janúar 1953 D A G U R 7 iega en a skortir a / r R R & eng, Frá umræðum í Bæiidaklúbbúuiii usu tiúi kal, jarSvismslu, áburíarnotkun og fleiri þýðingarmikil hagsmunamál landfeánaðariiis Síðastl. þriðjudagskvöld hóf | bændaklúbburinn svonefndi aft- ur starf eftir hátíðirnar. Þessi félagsskapur er harla sérstæður því að í rauninni er hér ekki usn formlegt félag að ræða, heldur aðeins það; að annan hvern þriðjudag er „opið hús“ á Hótel KEA fyrir bændur og áhuga- menn um Íandbúnaðarmálefni, nfenn drekka þar kaffi samaii, hlýða venjulega á stutt fram- söguerindi um eittlivert málefni, er snertir Iandbúnaðinn, en síðan takast umræður í milli manna. Enginn er þarna skráður og enginn greiðir félagsgjald. Lítill hópur manna hefur forgöngu með höndum, undirbýr framsöguer- indin, pantar kaffi og hleypir fundunum af stokkunum, en aðra stjórn hefur þessi sérstæði klúbbur ekki. Þeir, sem haft hafa forustu um að halda þessari starf- semi uppi, eru m. a. Jón G. Guð- mann, Ármann Dalmannsson, Jónas Kristjánsson, Olafur Jóns- son, Árni Jónsson o. fl. Einn af fyrstu hvatamönnum að því, að þetta form var reynt hér, var Arnór Sigurjónsson. Mun það almennt álit þeirra, sem þessar samkomur hafa sótt, að þetta félagsform á mannfundum og íta tfifSri r ttiry'ro viðræðrfrp hafi gefizt vel og sé lMegt‘'titJ£> ess að lifa til fram- búðar. Margir á fundi. Fýrsti fundurinn á riýjá árinu var fjölsóttur ! óg ánægjulegur. Átti upphaflega að hafa hann í Rotárý-sál hótélsins, sem er hæfiiegúr'' sariikomustaður fyrir 20—30 menn, en þau húsakynni voru að lokum hvergi nærri nógu stór og varð að flytja samkomuna inn ,í. stærri salarkynni. Mættu þarna nærri 50 manns, flestir bændur, en einnig nokkrir bæj- armenn. Sumir komu langt að, úr Höfðahverfi og Dalsmyrini, af Svalbarðsströnd, úr Öngulsstaða- og Hrafnagilshreppum, utan úr Glæsibæjarhi-eppi o. s. frv. Yfir kaffiborðum hlýddu menn á mjög fróðlegt erindi, sem Ólafur Jóns- son héraðsráðunautur flutti um túnrækt og ýrnis vandamál í sam- bandi við ræktunina, en að því loknu hófust almennar umræður. Frummælandi svaraði fyrirspurn um og ýmsir bændur, sem þarna voru mættir, sögðu frá reynslu sinni og skoðunum á þeim mál- efnum, sem á .góma bar. Var ekki hvað sízt fróðlegt að hlýða á ýmsa bændur segja frá athugun- um sínum og tilraunum. Á meðal þeirra, sem þarna töluðu fróðlega og skemmtilega, voru Sigurjón Váldímarssoh 'í Leifshúsum, Jón Laxdal í Tungu, Sverrir Guð- mundsson á Lómatjörn, Gunnar Kristjánsson á Dagverðareyri, Þói* Jóhannesson í Þórsmörk, Ketill Guðjónsson á Finnastöð- um,' Árrii Jónsson tilraunastjóri Kristinn Sigmundss. á Arnarhóli og Guðm. Jónsson garðyrkju- iriaður. •. r Erindi Olafs Jónssonar. Olafur Jónsson hóf rhál sitt með því að benda á, að túnræktin hefði verið okkar aðalræktun og sú eina ræktun, sem við getum fullkomlega treyst á og taldi hann allar horfur á því, að svo mundi einnig verða í framtíðinni. Frá upphafi byggðar á landi hér og fram á þessa öld var túnræktin annað tveggja af útgræðslu eða ræktun með áburði. Eru ekki nema nokkrir áratugir síðan tún- ræktin komst yfir þetta stig og var framkvæmd með jarðvinnslu og framræzlu, jöfnun lands með vélum og sáningu, til þess að hafa vald á því, hvaða grastegundir spretta í túninu. Enda þótt langt sé liðið síðan slíkar framkvæmdir hófust í smáum stíl, er ekki nema tiltölulega skammt síðan að verulega fór að kveða að þeim í íslenzkum landbúnaði, eða.. ekki fyrr en eftir að jarðræktarlögin tóku gildi árið 1923. Ástandið 1923—1927. Samkvæfnt skýrslum er talið að meðalstærð ræktaðs lands hér á tímabilinu 1923—1927 hafi verið 2300 hektarar og meðaluppskera á þessum árum 658000 hestburðir. Þróunin kemur glöggt í ljós ef tímabilið 1946—1950 er tekið til samanburðai'. Þá var talið að stærð ræktaðs lands væri að meðaltali 4200 hektarar, en töðu- fall 1.556.000 hestburðir. Þessar tcjlur sýna glöggt, að mikið hefur áunnist. Túnstærðin hefur nær því tvöfaldast og uppskeran lang- leiðina sömuleiðis .Að vísu eru þessar tölur ekki nákvæmlega réttsu'. Inn í þær koma skekkjur, sem erfitt er að meta, t. d. sú staðreynd, að framtal töðu er æv- inlega ónákvæmt. Sagði Ólafur í því sambandi sögukorn úr einni sveit, sem ævinlega kom út með tiltölulega lágt töðufall, svo að undrun sætti, er skýrslur voru skoðaðar. En það kom í ljós, að bændur bundu í reipin .eins og í þau komst og settu jafnan 5. hvern bagga ofan á til að fylla í málið, töldu svo þetta venjulega hestburði. Sums staðar var einn- ig reiknað með 80 kg. hestburðum en ekki 100 kg. Um töðufallið í dag væri einnig það að segja, að hestburðatalan væri áætluð, en líklegt mætti þó telja að samræmi hefði ekki raskast að ráði og fyrr- greindar tölur gæfu sæmilega áreiðanlega mynd af ástandinu. Ræktunin í Eyjafirði. Fróðlegt væri, sagði Ólafur, fyrir eyfirzka bændur að kynn- ast því, hvernig héraðið kemur út í sarnanburði" við rækturi og töðúfall á öllu landinu. Hafði hann gert nokkra athugun á því í þremur hreppum á svæði Búnað- arsambands Evjafjarðar, Hrafna- gils-, Öngulsstaða- og Svalbarðs- strandarhreppum. Útkoman var þessi: Árin 1923—1927 var ræktað land í þessum hreppum 447 hekt- arar ,en töðufall 13.515 hestburð- ir. Árin 1946—1950 var túnstærð- in orðin 1030 hektarar og töðu- fallið 45.634 hestburðir. Tún- stærðin hefur því aukizt um 3/5 og taðan meira en þrefaldast og er því þessi samanburður hag- stæður miðað við ræktunar- ástandið á öllu landinu sem heild. Ef athugað er, hve mikil upp- skera fæst af hektara kemur í Ijós, að á fyrra tímabilinu, 1923— 1927, er meðaluppskeran á öllu landinu 28 hestb. á ha. en á seinna tímabilinu, 1946—1950, 27 hest- burðir. Þetta sýnir, að ræktun- arástandið í heild hefur farið batnandi. En þó er framförin of lítil og uppskeran af hektara allt of lítil hjá okkur. Ef hinir þrír fyrrnefndu hreppar hér við Eyja- fjörð eru teknir til samanburðar, kemur í ljós, að meðaluppskeran þar á fyrra tímabilinu, 1923— 1927, var 30 hestburðir af hektara, en á seinna tímabilinu, 1946— 1950, 44 hestburðir, eða töluvert hærra á báðum tímabilunum en meðaltalið á öllu landinu. Enda þótt það væri í sjálfu sér ánægju- legt, sagði Ólafur Jónsson, væri það þó hvergi nærri nógu gott; 44 hestburðir af hektara er of lítil uppskera hér í Eyjafirði, lág- mark þyrfti að vera 50 hestburðir, helzt 60. Hvað veldur aukinni uppskeru? Menn þurfa að^gera sér grein fyrir því, hvað það er, sem hefur bætt ræktunarástandið að þessu marki. Er þar þá fyrst og fremst að telja notkun tilbúins áburðar. í Eyjafirði er notkun tilbúins áburðar tiltölulega mikil og mun meiri en í sutrium öðrum lands- hlutum, því að enda þótt áburð- arnotkun almennt fari vaxandi, er það samt staðreynd, að enn'í dag eru til jarðir á íslandi, sem lítil sem engin kynni hafa haft af erlendum áburði. Ólafur taldi sterk rök hníga að því, að enn mætti auka uppskeruna til muna í héraðinu með aukinni áburðar- notkun og meiri hagsýni og þekkingu á gildi áburðartegunda. Þá er það veigamikil ástæða fyrir hinu þætta ræktunarástandi, að vinnsla landsins er nú stórum meiri ,og þetri en áður yar, síðan nýju vélarnar komu til sögupnar, framræzla hefur tekið stórfelld- um stakkaskiptum, cg það er staðreynd, að góð sáðslétta, sem vel er uripin og vel með farin gef- ur stórum meiri uppskeru en gamla þaksléttan eða sjálfgræðsl- an. Ólafur gerði í þessu sambandi grein fyrir tilraun, sem hann hafði haft með höndum hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og stóð í 10 ár. Sýndi hún að upp- skeruaukningin á slíkri sáð- sléttu var um 33% miðað við þak- sléttuna og sjálfgræðsluna. Að vísu var í þessari tilraun ekki metið fóðurgildi uppskerunnar og má það teljast álitamál, hvor ræktunaraðferðin gefi betra hey Ólafur lýsti þeirri skoðun að sáðslétta gæfi sízt lakara fóður ef hún væri slegin nógu snemma. Sápgresið sprettur fljótar úr sér en annað túngresi. Hins vegar er það nú reynslan bænda víða, að sáðsléttan géfi ekki eins góða raun nú hin seinni ár og var áður fyrr og er sérstök ástæða til þess að reyna að gera sér grein fyrir því, hvað valda muni, enda þótt þess sé ekki að dyljast, að menn hafi orðið fyrir skakkaföllum einnig á stundum í annarri tún- rækt. Kalið — mikið vandamál landbúnaðarins. , Stærsta atriðið í þessu máli sagði Ólafur tvímælalaust vera kalið, sem mjög áberandi hefði verið, a. m. k. hér norðanlands, á síðustu árum. Um það væru menn sammála. Hitt virtist ekki öllum ljóst, að margar ástæður liggja til kalskemmda á ræktuðu landi, en þar en engin ein ástæða jafnan fyrir hendi. í Vasahand- bók bænda, sem nú er að koma á markaðinn, ritar Ólafur ýtar- Lega um þetta efni og vísaði hann til þess í ræðu sinni og birti auk þess á fundinum aðalniðurstöður sínar. — Verður hér á eftir að- eins stiklað á stærstu merkja- steinunum, en þeiro, sem vilja fræðast frekar um þetta vanda- mál og orsakir þess, er bent á að lesa grein Ólafs í Vasahandbók bænda árg. 1953, sem kcmur á markaðinn innan fárra daga. Enn fremur er grein um þetta efni í vasahandbókinni 1952. Ólafur taldi upp 10 ástæður, er aílar.geta valdið kali, eða þessar: Nýræktirnar eru oft flatari en görhlu túnin' og kalhætta er mest á flötu landi vegna þess að vatn stendur þar uppi á vorin. Reyna má að gera þéttar vatnsrennur á slíku landi og skipta því í 40—50 metra brefða teiga, Árennslis- vatn uiidan sköflum er oít aðal- orsök kalskemmda, en þetta má að yppskeran fyrirbyggja, t. d. með því að gera plógrásir á haustin. Ófullnægj- andi jöfnun flaganr.a undir sán- ingu getur leitt til kalskemmda, því að lægðir myndast í landinu og vatn stendur uppi í þeim. Lélcgur áburður og ófrjór jarð- vegur dregur mjög úr þroska og eðlilegri lífsstarfsemi jurtanna, er aftur leiðir til þess að þær kala. Léleg framræzla getur átt mikinn þátt í kali. Of sein sáning gras- fræs veldur oft lélegum rótar- f þroska og lélegum yfirvexti, sem síöan nær ekki til að skýla jarð- veginum. Kalhættan magnast við þannig aðstæður. Völtun eftir sáningu verður að gerast með gætni til þess að jafna yfirborðið og stuðla að spírun fræsins. Varasamt er að nota þunga valta, þar sem jarðvegur er leirbland- inn ,því að þá getur hann orðið of þéttur og loftlaus, en þegar slíkur jarðvegur blotnar er hætt við kali og köfnun á sáðgresinu. Slátturinn á haustin getur haft áhrif á kalhættuna. Dálítið gras ver sléttumar fyrir frosti og hol- klaka. Arfinn er stundum til stórskemmda í nýjum sáðslétt- um, því að hann hindrar eðlilega spírun grasfræsins og eðlilegan vöxt sáðgresisins og skilur þann- ig við það á haustin, að það er mjög illa undir veturinn búið. Loks er það grasfræið sjálft og það er ekki þýðingarminnst, þótt það sé engan veginn sá megin- valdur kalsins, sem ýmsir virðast ætla. Uppruni þess, grómagn, tegundir, hreinleiki og blöndun- arhlutföll skipta óneitanlega verulegu máli. Tegundirnar þola kal misjafnlega og margt bendir til þess, að það séu einkum fjórar tegundir, sem halda velli í erfið- um kalárum, en þær eru háliða- gras, vallasveifgras, túnvingull og língresi. Þegar árferði er erfitt, eins og hefur verið hér norðan- lands síðustu árin, er kalhættan mikil, enda er árferðið þyngst á metunum, þegam-ætt er um kal- hættuna. En það er ýmislegt hægt að gera til þess að minnka þessa hættu, og að því þarf að gefa gætur og jafnan að hafa í huga, því að enginn veit að hausti, hvernig tíð muni vei'ða að vori. Frærækt á fslandi. í sambandi við grasfræið hélt Ólafur fram þeirri skoðun, að rétt væri væri að stefna að því að hefja grasfrærækt hér á landi af vissum tegunduro og þá fyrst og fremst að rækta fræ af túnvingli. Þetta gras er auðveldast í ræktun og er það eitt út af fyrir sig mik- ilsvert atriði, ennfremur- mætti áreiðanlega rækta hér vallasveif- gras. Engin ástæða væri til þess að reyna að rækta hér allt það grasfræ, sem í grasfræblöndurn- ar þarf, en stórmikilsvert atriði væri, ef unnt reyndist að hafa t. d. tvær tegundir alinnlendar af þeim tegundum, sem ætlunin er að hafa í sáðsléttum framtíðar- innar. (Framhald á 1Ö. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.