Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 16

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 16
16 'BAGTUK Miðvikudaginn 28. janúar 1953 Snjóbíll keyptur ti! Akureyrar - skapar aukið öryggi í samgöngu- málum, til dæmis í sambandi við sjúkraflutninga Vafasamt að rekstursgrúnclvölliir sé fyrir slíkt tæki án utanaðkomandi aðstoðar Fyrsti snjóbíliinn, sem keypitur hefur verið hingað til bæjarins, kom hingað með „Goðafossi“ nú fyrir skömmu og eru eigendur hans bræðurnir Garðar og Þor- steinn Svanlaugssynir bifreiða- stjórar hér í bæ. Hafa þeir af miklum dugnaði brotizt í því að útvega tæki þetta hingað í þeirri trú, að það geti skapað aukið öryggi í samgöngu- málum og verið nytsamlegt til ýmiss konar ferða, einkum í snjóavetrum. Er og skemmst að minnast þess, að mikil þægindi hefðu verið að svo ágætum snjó- bíl hér í snjóavetrunum síðustu, t. d. í samband við sjúkraflutn- inga, aðdrætti til afskekktra bæja o. s. frv. Endurbætt gerð. Snjóbíll þeirra bræðra er af Bombardier-gerð, frá Kanada, eins og snjóbíll Guðmundar Jón- assonar, sem svo vel hefur reynzt. Þetta eru dýr tæki, kosta hingað komin hartnær 100 þús. kr. Þetta er nýjasta gerð af þessum bílum óg rúmar 15 farþega. Er á ýmsan hátt auðveldara að aka þessum bíl á snjólausum vegi en fyrsta Bombardier-bílnum, sem kom hingað til lands. Laxárvirkjunin aðstoðaði. Þeir bræður útveguðu leyfið til að kaupa bílinn og lögðu fram féð, en Laxárvirkjunin útvegaði þeim 50 þús. kr. lán til þess, enda fær virkjunin afnol af bílnum til eftirlits á línunni og viðgerða, ef með þarf. Er augsýnilega mikið öryggi að því, er rafmagnstrufl- anir ber að höndum á vetrardegi, að hafa afnot af slíkum bíl. En aðra aðstoð hafa þeir ekki fengið til þessa fyrirtækis. Hins vegar er augljóst, að þeim muni verða um megn að standa undir stofnkostn- aði og rekstri nema með einhverri utanaðkomandi aðstoð, sem sann- gjarna og eðlilega má telja. Er t. d. verulegt hagsmunamál fyrir byggðirnar hér ,að hafa slíkt tæki til að grípa til og ekki nema eðli- legt að stuðlað verði að því af þeirra hálfu, að ekki þurfi að selja tækið burt úr byggðarlag- inu. Er þarna málefni, sem félög og opinberir aðilar þurfa að gefa gætui*að. Þá er verulegur fengur að því fyrir skíðafólk að hafa slíkan farkost hér til taks, bæði fyrir bæjarmenn sjálfa, og ferða- menn, er hingað kynnu að sækja. Bíllinn reynist vel. Á sunudaginn buðu eigendur bílsins fréttamönnum og nokkr- um öðrum gestum í ökuferð í Hlíðarfjalli á nýja bflnum. Mjög snjólétt er þar sem annars staðar hér um slóðir og bíllinn því ekki „í sínu elementi“ nema að litlu leyti. En sú reynsla, sem fengist hefur, bendir til þess, að þarna sé ágætt tæki í alla staði. Hefur bíllinn einnig flutt skíðafólk að Ásgarði í Hlíðarfjalli með skjót- um og öruggum hætti. Á síðastliðnu ári mun yfir 4090 sinnum hafa orðið tjón á bifreið- um eða af völdum þeirra hér á landi, að því er bráðabirgðarann- sókn hjá bifreiðadeild Samvinnu- trygginga hefur leitt í Ijós. Samtals munu tryggingafélögin hafa greitt 5—6 milljónir króna vegna þessara bifreiða, og mun aldrei á einu ári hafa orðið svo mikið tjón á bifreiðum eða af völdum þeirra hér á landi. Hjá Samvinnutryggingum voru 1500 sinnum tilkynnt tjón á bif- reiðum eða af þeirra völdum á þessu ári, og munu bótagreiðslur þessarar deildar félagsins fyrir árið nema um tveim milljónum króna. Mun nú meira en þriðj- ungur allra bifreiða í landinu vera tryggður hjá félaginu. Þrátt fyrir þann mikla fjölda bifreiða, sem hafa orðið fyrir tjóni eða valdið því á árinu, er mikill fjöldi ökumanna, sem sýnt hafa árvekni og öryggi í akstri. Samvinnutryggingar byrjuðu á því í maímánuði í fyrra að veita mönnum sérstakt öryggismerki, sem óku bifreiðum síiium í |iipm ár án þess að véröa fyrir eða valda tjóni. Var þetta öryggis- Þama mætast forustMlnenn merki nýlega sent 182 ökumönn- ^ Sameinuðu þjóðaiuia í Nevv um, og, hafa þá sámtals 304 menn , fulltrúinn Khrisna Menon, t. hlotið það á tæplega einu ári. I lierra Kanada, Framsóknarvist á föstu- dagskvöldið Framsóknarfélag Akureyrar ætlar að efna til skemmti- kvölds að Hótel KEA næstk. föstudagskvöid kl. 8.30i Vérður spiluð Framsóknarvist, er það þriðja Framsóknarvistin í vet- ur á vegum félagsins. Menn eru minntir á, að auk vænjuiegra verðlauna, verða í vctrarlok veitt sérstök verðlaun þeim, sem flesta slagi liefur fengið á öllum spilakvöldum féiagsins. Að lokinni vistinni á föstudags- kvöldið verður dansað og leik- ur hin vinsæla liljómsveit Jó- hanns Gunnars fyrir dansinum. Póstbáfurinn „Drangur" enn stöðvaður vegna . sjómannaverkfallsins Sjómannaverkfallið í Reykja- vík og Hafnarfirði leystist í sl. viku, en Sjómannafélagið hér á enn í verkfalli, Sem þó nær ekki til annarra skipa en póstbátsins Drangs, sem liggur bundinn hér við hafnargarðinn og kemst ekki í áætlunarferðir sínar. Viðræður munu hafa staðið undanfarna daga í milli fulltrúa sjómanna og Utgerðarmannafé- lagsins, en samkomulag hefur ekki náðst. Hefur blaðið frétt, að útgerðarmenn hafi boðið upp á sömu samninga og nú gilda í Reykjavík, en forvígismenn sjó- mannafélagsins hafnað því boði. Sáttasemjari hefur enn ekki ver- ið kallaður til að vinna að lausn deilunnar. óna - 283 þús. kr. an Eins og lauslega var greint frá í síðasta tbl., var fjárhag áæíiun bæjarins endanlega afgreidd ó bæjarstjórnarfundi sl. þiiðju- dagskvöld og varð niðurstaðan að útsvörin voru áætluð kr. 7.812.850.00, cn voru við af- greiðsluna í fyrra kr. 7.529.000.00, og nemur hækkunin því 283 þús. kr. eða fæplega 4%. Hefur bæjarstjórnin því stung- ið við fótum nú og reynt að halda útgjöldunum niðri með tilliti til' óvissrar afkomu bæjarmanna og erfiðs fjárhagsástands yfirleitt. Á þessum bæjarstjórnarfundi voru nokkrar breytingar gerðar - frá því, sem samþykkt var á bæjar- ráðsfundi þeim hinum síðastá, er gekk frá áætluninni. Lántaka vegna Laxárvirkjunar og Krossa- ness var áætluð 700 þús., en ekki 800 þús., me§ því að ekki lá fyrir loforð lánsstofnana um meira en 200 þús. kr. lán til Krossaness af þeim 300 þús., sem verksmiðjan þarf á að halda vegna taprekst- ursins á sl. sumri. Er því ráðgert að jafna niður 100 þús. kr. til þess að verksmiðjan standi í skilum, hins vegar var bæjarráði falið að ráðstafa þessum 100 þús. kr., ef svo fer, sem ekki er vonlaust, að verksmiðjan fái 100 þús. kr. við- bótarlán. Þá voru samþykktar tillögur bæjarráðs um 150 þús. kr. hækkun til almannatrygging-. anna vegna aukinna bóta- Austrið og vestrið mætast greiðslna, 110 þús. kr. til útrým- ingar heilsuspillandi húsnæðis, 3 þús. kr. til byg'gðaSafnsins og nýr liður, 50 þús. kr., til skrifstofu- byggingar bæjarins og er það framlag samkvæmt fyrri ákvörð- un bæjarstjórnar. Þá var lækkað framlagið til byggingalánasjóðs bæjarins um 50 þús. með tilliti til fiamlagsins til útrýmingar heilsu spillandi húsnæðis og einnig með hliðsjón af því, að byggingalána- sjóðurinn hefur nú orðið talsvert eigið fé til ráðstöfunar af vöxtum og afborgunum af fyrri lánum. Þegar allar þessar breytingar höfðu veiið gerðar, urðu útsvörin kr. 7.812.850.00, sem fyrr segir, en vð þá upphæð bætist að venju m 10% í meðförum. niðurjöfnunar- nefndar og ér; svo >á ári hverju, svo að samanburður sá í milli ára, sem er gerður 'hér á undan rask- ast ekki þar fyrir. Nokkrir bæj- arfulltrúar fluttu bréýtingartil- lögur við fjárhágsáætlunina, að- allega til aukinna útgjalda og framkvæmda, en þær voru ekki í samræmi við raunverulega tekjuöflunarmöguleika bæjarins, hvorki möguleika til útsvars- álögu né lántöku, og voru því ekki tcknar til greina af meiri- hluta bæjarstjórnar. Ber nú meira á því en áður í bæjarstjórn, að sumir flokkar eru farnir að sjá hylla undir bæjarstjórnarkosn- ingar að ári. úr austri og vcstri, á allsherjarþingi York á sl. hausti. T. v. er indverski. h. cr Lester B. Pearson, utanríkisráð- forseti allsherjarþingsins. • 16. og síðasla sýningin á „Aumingja Hönnu” á sunnudagskvöld Leikfélag Akureyrar hefur nú sýnt „Aumingja Hönnu“ 15 sinn- um við mikla aðsókn. Urðu t. d. margir að hverfa frá 15. sýning- unni, svo var aðsóknin-mikil. — Verður 16. og síðasta sýning leiksins n.k. ,sunnudagskvöld. —■ Fyrir nokkru eru hafnar æfingar hjá félaginu á sjónleiknum „Dómar“ eftir Andi'és Þormar, Er Jón Norðfjörð leikstjóri. Arnarfetí flytur efni í fisk- hjalla á Auslurlandi Mikill áhugi er fyrir fiskherzlu víða- um land, enda munu sölu- horfur á harðfiski vænlegri nú en á saltfiski og hraðfrystum fiski. M.s. Arnarfell er nú á leið til Jandsins frá Finnlandi og flytur r--):mikið .at :e£ni f fiskhjalla, sem mun aðallega fara í land á Aust- urlandi.v Hafa Fáskrúðsfirðingai- og Norðfirðingar t. d. viðbúnað að taka upp þessa verkunárað- ferð í stórum stfl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.