Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 9

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 9
Miðvikudagiiui 28. janúar 1953 D A G U R 9 nsks skólasfjóra viS óhróSursgrein Orlufs lekfors í síðasta tbl var birt hin makalausa óhróðursgrein Fr. Orlufs lektors, í Jyllandsposten 10. des. sl. Nú hefur blaðinu borizt eftirfarandi grein, þar sem danskur skólastjóri, cand. jur. Poul Engberg í Rungsted, svarar grein Orlufs. En Orluf þessi er samt ekki af baki dott- inn, því að hinn 18. des. er hami enn a ferð í Jyllandsposten með áframhaldandi óhróður um fs- lendinga og lætur þess jafn- framt gétið, að hann hafi með- tekið „varm Tak“ frá löndum sínum í Suður-Jótlandi íyrir rógirin um fsland og segir að Danir eigi víst háð og spott þaðan, ef þeir láti fslendinga „kujonérá“ sig í handritamál- inu! Grein Orlufs lektors frá 10. þ. m. er alveg sérstæð, svo bitur og hvöss er hún að tón og orðalagi, en gjarnan hefði hann mátt hvessa betur eggjarnar á sínum andans brandi. Heiftræknin og jafnvel hatrið til íslenzku þjóð- arinnar og þjóðlegra óska hennar hafa slævt hæfileika lektorsins til þess að hugsa af ró og réttsýni, svo að hann leiðir oss Dani fram á sviðið^sgm, mþðgaða sakleys- ingja, en íslendingana sem illa innrætt hrakmenni, sem lítið ' 1 Poul Engberg, skólastj. í Rungsted, birti 17. des. sl. eft- irfarandi svargrein til Orlufs lektors í „JyUandspostení; ríkisdeginum eða ekki. Með her- skip að bakhjalli kom danska til- boðið árið 1851: ísland gat fengið að verða áð dönsku amti (sömu réttarstöðuna hafa. Færeyingar haft síðan 9. apríl — illu heilli). íslendingar neituðu. Þeir æsktu sjáöstjórnar í öllum eigin málum. Er ekki bæði óskiljanlegt og sorglegt, að hin þjóðlega og frjálslynda Danmörk, sem þar að auki vildi láta líta á sig sem skandinavíska (en það var kann- ske bara til þess að fá hjálp í stríðinu?) skyld fara fram gegn norrænni bræðraþjóð af svo mik- illi skammsýni ðg rangsleitni? Danir börðust þá í Suður-Jót- landi fyrir hinum þjóðlega rétti hins danska, og þeir höfðu stór orð um hinn eilífa rétt móður- máls og þjóðaranda. í Danmörk var . nú runnin upp frelsisstund sjálfrar- þjóðarinnar, nú átti fólk- ið sjálft að stjórna sínum mólum og ráða örlögum sínum, en hug- sjónir þessar fengu ekki málum að ráða á Íslandi. íslendingar skyldu hvorki öðlast þjóðfrelsi né ákvörðunarrétt í eigin málum. gijnaðhgfý hgft.lyrir stafni enjFrelsi það og réttindi, sem Danir fremja órétt gegn oss af óholl- i-' I i 'JJ C.J- 11 i/i /íufí tj Ji(í & ustu sinni .En þessu er alls ekki þann veg farið, og þá staðreynd verður strax að viðurkenna. Auðkenni stjórnar vorrar á ís- landi t. erpy þyi paiður ótal yfir- frpðslui' og misfellur, og þessar staðreyndii-, gera .skiljanlega ein- hyei-ja ^gremju.v./hjá íslenzku þjóðinnir,pg.a...>ip,;k.-ættu þær að gera. ölhf^^ljóst^að ekki var að Ugdra , þóttíj þjóð yþessi, allt til 1944, hafi hlakkað til.þess dags, er hún ggeti slitið þau síðustu stjórnarþönd er bundu hana við Danmörk. Rétt er að néma staðar við eitt ljóst dæmi, er lektorinn nefnir í byrjun gréinar sinnar: Á stjóm- lagáþingiriu í Kristjánsborgarhöll 1848—’49 voru 5 fulltrúar fslands, allir konúngkjörnir, Hvers vegna skyldu þeir allir hafa verið konúngk jöfriif úr því að danska þjóðin hafði sjálf öðlazt íétt til þess að veíja-sér fulltrúa með almennum kosningum? Það var blátt áfram vegna þess, að ís- lenzkum almenningi var ekki urint þeSs sarria réttar til áhrifa á sín mál og þerin danska. Þessir 51 fulltrúar neituðu — og þáð gramdist mjög hinum þjóðlegu(!)- og frjáislyndú(l) Dönum — að taka nokkurn þátt í þingstörfun- • urri, og þeir voru kallaðir upp- i'eistarmenn, rétt eiris og íbúar hertogadæmanna, þegar þeir lýstu yfir því, að- ríkisdagurinn værin ekki réttur samningsaðili, þeir semdu aðeins við konung, því að honum einum hefði ís- lenzka þjóðin gengið á hönd á sírium tíma. Að lokum fengu þeir þó því framgengt, að íslenzka ^ eru hvort tveggja of merk mál- þjóðin fengi að -segja álit sitt um, hvort hún vildi eiga fulltrúa í bóginn er ástæða til að nema staðar við orð lektorsins um frelsistöku íslendinga árið 1944, en sá atburður virðist fá honum mikillar ógleði. Han segir þar um, að íslendingar „í skjóli þýzkra vopna afnámu á eigin hönd sam- bandslögin“, og seinna, að þeir hafi „notfært sér yfirráð Þjóð- verja í Danmörk á heimsstyrjald- arárunum til þess að nema sam- bandslögin úr gildi á ólöglegan hátt og víkja Kristjáni X. frá völdum“. En lektorinn getur þess ekki ,að sambandslögin sjálf gáfu Alþingi íslendinga leyfi til þess að segja upp sambandinu við Dani (18. grein) eftir 1940, og hin endanlegu sambandsslit fóru ekki fram fyrr en eftir 3 ára frestinn, sem ákveðinn hafði verið til samninga um framhald sam- bandsins. Sambandslögunum var því hægt að slíta á löglegan hátt að liðnum árinu 1943. En sambandslögin voru annars óskýr frá lögfræðilegu sjónarmiði og hálfgerður grautur, og þegar lektorinn heldur því fram að ís- lendingar hafi brotið ákvæði sambandslaganna til þess að ein- skorða þau við persónusamband, en þau hafi verið hugsuð' sem samband milli ríkja, þá yerður í sannléikans þágu að geta þess, að hinn danski þjóðréttarprófessor, Knud Berlin, sem alls ekki verð- grunaður um samúð með skilnaði íslands, fullyrðir í bók sinni um sambandslögin, að sam- band íslands og Danmerkur eftir 1918 verði ekki skilgreint á annan hátt en sem persónusamband. 18. grein sambandslaganna mælti svo fyrir, að ef Alþingi að liðnu árinu 1940 óskaði þess, skyldu samningar hefjast milli íslands og Danmerkur um endur- skoðun sambandslaganna. Tækj- ust ekki samningar áður en 3 ár væru liðin, gæti Alþingi sagt upp sambandinu með 2/3 atkvæða, þar á eftir kæmi svo þjóðarat- kvæði, sem 3/4 kjósenda tækju þátt í og 3/4 þeirra greiddu upp- sögninni atkvæði. Alþingi hélt sér nákvæmlega við þennan bókstaf. í þingsálykt- un 17. maí 1941 (á þjóðhátíðar- degi Nopðmanna) varlýstyfir, að ísland óskaði ekki eftir framhaldi á sambandinu við Danmörk, og þess var vel gætt, að láta líða 3 ár frá þessum degi, áður en land- ið væri gert að lýðveldi og sam- bandslögin úr gildi felld. Hvort tveggja var svo lagt undir þjóðar- atkvæði, og þar urðu úrslitin á einn veg. 98% kjósenda tóku þátt í atlivæðagreiðslunni og rúm- lega 99% játuðu sambands- slitunum við Danmörk. Þegar lýðræðisríki og norræn bræðra- þjóð tekur ákvörðun af slíkum samhug, er ekki neinum Dana sæmandi að snúast öndverður efni til þess að láta þýðingarlitlargegn;betur sómir að feta ífótspor peningasakir spilla þeim. Á hinnKristjáns konungs X., er hann kröfðust sjálfum sér. til handa, áttu ekki að falla í skaut þeim smáþjóðum, sem þeir höfðu uridir sínum verndarvæng. Það er athyglisvert, að Jón Sigúrðsson,? hinn 1 mik'li stjórn- málaforingi íslendinga, hélt því ur fram allt sitt líf, að þær þjóð- frelsiskröfúr,.sem hann gerði fyr- ir hönd íslendiriga, hefði hann lært af hinum þjóðfrelsissinnuðu Dönum. ÞaS'> vóru' aðeins ,Danlr. sjálfir, sem ekki gátu séð, að frelsi íslands var aðeins eðlileg afleið- ing af voi-u eigin frelsi. Og sum- um Dönum virðist ganga illa að skilja þetta enn þann dag í dag. Lektorinn virðist vefja skiln- ingsleysi sitt á rétti smáþjóðanna með því að vísa til smæðar ís- lenzku þjóðarinnar. „Árið 1918 gerðist svo ísland konungsríki — með miklu færri íbúa en Lippe- Detmold." Dönskurri stjórnar- völdum getur verið eitthvað um að kenna, að möguleikar til fólks- fjölgunar voru óeðlilega litlir á íslandi. Hér skal ekki rætt um það mál. En spyrja mætti lektor- inn hversu fjölmenn ein þjóð þnrfi að vera til að lifa frjálsu lifi. Einhver heimsveldissinnaður stjórnmólamaður gaet átt það til að flytja þessar skoðanir lektors- ins yfir á ÐanmÖrk. Það er ekki ýkja langt síðan við heyrðum um „dieses lácherlich kléines land“. Lektorinn spjallar mjög um ýmis fjárhagsleg skipti við ísland á tímabilinu frá 1918—1940, og eg held næstum, að flestir góðviljað- ir menn láti honum einum eftir það peningaspjall. Handritamálið og góð vinátta Dana og ísleridinga sendi heillaskeyti sitt til hinnar miklu lýðveldishátíðar íslend- inga. Þriggja ára samningatilraunirn- ar, sem 18. greinin mælfr fyrir um, urðu reyndar aldrei neinar, og líklega er það þetta, sem lek- torinn á við, er hann talar um sjálfræði og ólögmætar athafnir. En hverjum var um að kenna? Ekki íslandi, svo mikið er víst. Hin hernumda Danmörk hafði frá 9.- apríl ekki getað gegnt þeim skyldum, er sambandslögin lögðu henni á herðar: landhelgisgæzl- una og framkvæmd utanríkis- málanna. ísland hafði þá orðið að skipuleggja sín utanríkismál á eigin spýtúr ,og. því gátu íslend- ingar ekki hugsað sér að vera gerðir ómyndugir á þessu mikil- væga sviði að stríðinu loknu. Þetta. ,ya,r aðeins hægt að hindra 'Ájvi j'i.í Á með uppsögn; sambandslaganna. Þar við bættist, að hvorki 9. apríl né Scavenius-pólitíkin höfðu frómt frá sagt, aukið álit Dana, hvað utanríkismálum við kemur. Gat ísland gert sér að góðu að láta slíka Danmöfk fara með ut- •mnkismál síri að stríðinu loknu? Það var umhugsun um slík mál, sem leiddu til uppsagnarinnar. Eg fullyrði því, að uppsögnin hafi farið fram á löglegan hátt, og erfitt er að halda því fram, að til- efnið hafi ekki verið heiðarlegt og sanngjarnLÁulð 1944 rann svo upp hinn merki dagur í sögu ís- lands. Hið íslenzka lýðveldi, sem staðið hafði í nær 400 ár áður en landið komst ,á vald Noregskon- uriga og síðan Danakonunga, var nú eridurreist, ög írelsissólin rann upp yfir þessari gömlu frelsis- unnandi þjóð. Vér Danir hefðum átt að gleðjast í stað þess að fara í fýlu! Þá er aðeins eftir að ræða handritamálið. Einnig hér finnst mér lektorinn í vígamóði sínum tala of mikið lögskýringamál og segja margt það, sem til mikils skaða er frjálsri og hjartanlegri norrænni samvinnu. Hvort hand- ritin eru í öruggari geymslu í Kaupmannahöfn, sem áreiðan- lega er hættusvæði, eða á „af- skekktri ey í Atlantshafi“, ef styrjöld brytist út, er engan veg- irin víst, svo að ékki sé meira sagt. Og móðguri er það við ís- lenzku þjóðina að ætla henni það að gera þjóðardýrgripi sína að verzlunarVöru. Vísindamenn frá Evrópu, sem til þessa hafa heim- sótt Kaupmannahöfn vegna handritanna, gætu í framtíðinni látið sér nægja ljósprentanir eða þá stigið upp í flugvélina til ReykjavÍkur. Hvað eignarréttinum á handrit- unum við kemur, þá verður fyrst að benda á það, að Flateyjarbók, Fagurskinnu, Morkinskinnu og önnur handrit, sem m. a. inni- halda íslendingasögurnar, norsku konurigasögurnar og Grágás, hina fyrstu lögbók hins íslenzka þjóð- ríkis, snerta í reyndinni alls ekki Danmörk og geta þess vegna ekki talizt samnorrænn, andlegur arf- ur. Það er rétt, að Árni Magnús- son arfleiddi Kaupmannahafnar- hóskóla að fjölmörgum handrit- um, en því má ekki gleymá, að þá var Kaupmannahafnarsháskóli líka háskóli íslands, og það er varla líklegt, að hann hefði beint þangað arfi sínum, ef svo hefði ekki verið. Hann gaf þess vegna handritin hinum eina og sameig- inlega háskóla ríkisins, til þess að þau yrðu örugglega geymd. En um leið og ísland skilur við ríkið og eignast sinn háskóla, er for- sendan fyrir veru safns Árna í Kaupmannahöfn fallin burtu, alveg á sama hátt og skjöl við- víkjandi Slésvík og Holstein, sem afhenda þurfti Þýzkalandi eftir 1864, óg þau, sém snertu Norður-Slésvík, varð að afhenda Danmörk aftur eftir 1920. Enn mikilvægara finnst mér þó, að þessi handrit eru hinar einu raunverulegu fornaldar- minjar fslands. Vort eigið land er auðugt af minjum frá mörgum áraþúsundum, en ísland á engar aðrar en þessar frá sínu stolta þjóðveldi eftir landnámið. Það, sem skráð er á handritin, er líka þekkt og elskað af öllum stéttum íslendinga, en ekki er hægt að kalla þau þjóðareign hér í landi, þar sem flestir Danir þekkja ekki einu sinni nafn á einni einustu sögu. Já, og nú höfum vér meira að, segja hætt að krefjast þekk- ingar á norrænu við stúdentspróf. í stuttu máli sagt, þetta er síð- asta misklíðarefnið milli íslands og Danmerkur, og það ríður á að fjarlægja það. Fortíðin á í fórum sínum margar danskar syndir, en nú gætum vér á skemmtilegan og myndarlegan hátt rutt brautina fyrir vináttu þjóðanna á milli. Sú fórn, sem vér færðum, væri ekki stór. Vísindalega myndum vér engu tapa, því að nú er ljósprentunin komin á svo hátt stig. Sem norræn þjóð myndum vér öðlast vináttu þjóðar, sem stendur oss nærri, og með því ryðja einum steini úr götu þeirrar norrænu samvinnu, sem margir okkar leitast við að gera að veru- leika. Stúlka, eða eldri kona, óskast til heimilisstarfa í sveit sem fyrst. Afgr. vísar á. Fóðurlvsi Vil selja nokkur föt a£ fóðurlýsi. Þorsteinn Agústsson, Grenivík. Kven-aniibaii(lsiir til sölu. Það er í stálkassaj sjálflýsandi skífa, ágæt teg. Upplýsingar í sírna 1799.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.