Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 13

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 13
D A G U R 13 Miðvikudaginn 28. janúar 1953 Sunnlenzkt blað útbreiðir furðu legar sögusagnir um framboð Framsóknarmanna í Eyjafirði Afgreiðsla fjárlaga og tekjur af Áfengisverzluninni BlaS sem nefnist „Frjáls þjóð“, og er gefið út af fólki, sem sjálft kallar sig „Bevanista“, (en kommúnista „saklausa einfeldn- inga“ og ,,samfylgdarmenn“) birti á mánudaginn síðastl. grein um framboð Framsóknarflokksins hér í Eyjafirði, sem nýlega var ákveðið af fulltrúaráði flokksins hér. í frásögn þessari er öllu öf- úgt snuíð og ma héita að þar sé ekkert nema rangfærzlur og ómengaðar skröksþgur. " Aðalefni frásagnarinnar er, að óeining hafí verið um framboðs- listann og hún svo mögnuð, að á fulltrúaráðsfundinum hafi verið ákveðið að efna til prófkosningar um 2. sæti listans, sem Tómas Árnason skipar. Hins vegar hafi Tómas og fylgismenn hans rofið sætt um þetta efni og birt fram- boðslistann, miðstjórn flokksins og forvígismönnum að óvörum. Allt er þetta ósatt. Á fulltrúa- ráðsfundinum kom ekki fram djein tiliaga um prófkosningu, pnda óþarft með öllu að ræða um slíkt með því að atkvæði féllu þannig, að Tómas Árnason fékk þegar meirihluta, eða 12 atkv"., næstur að atkvæðatölu var Jó- hann Elíasson, fékk 6 atkv. f lögum Framsóknarflokksins er svo ákveðið, að fulltrúaráð flokksfélaga; sem ná yfir heil kjördæmi, skuli ákveða fram boð. Er því aðdró.ttun blaðsins til fulltrúaráðsins hér um að flokks- lög hafi verið brotin, algerlega út í bláinn. Af sömu rót eru fullyrð- ingar blaðs þessa um að farið hafi verið á bak við forustumenri flokksins í Reykjávík ér fram- boðslistinn var ákveðinn. Hver er ástæðan? Eyfirðingar velta því fyrir sér, hvers vegna blað þetta gerir sig sekt um slíkt frumhlaup og ósannindavaðal. Hér skal ekkert um það fullyrt. En vera má þó, að útgefendur blaðsins geri sér ein- hverjar vonir um að málstaður þeirra eigi fylgi að fagna hér um slóðir. Eru og meðal þeirra menn, sem fúsari hafa verið að vera í framboðí sjálfir en ljá öðrum lið. Ekki vex vegur þeirra af því að hlaupa með siíkar slúðursögur að tilefnislaúsu á 'mannamót D AGUR Nú upp úr mánaðamót- unum verður hætt að senda blaðið þeim mönn- um, sem enn eiga ógreitt árgjald fyrir síðast liðið ár. Gjörið svo vel að gera skil með næstu póstferð! D A G U R, Hafnarstræti 88, Akureyri. Að undanförnu hefur farið fram rannsókn á kúm á Akureyri, í Glæsibæjarhreppi, Ilrafnagils- hreppi og Öngulsstaðahreppi á vegum Sauðfjársjúkdómanefnd- ar, til þess að ganga úr skugga um, hvort garnaveiki sé fyrir hendi á þessu svæði. Hefur Guðmundur Baldvinsson frá Naustum haft rannsókn þessa með höndum fyrir nefndina. Einnig mun slík rannsókn nú fara fram í nokkrum hreppum Þingeyjarsýslu. • Þessu stai-fi er enn ekki lokið, en nokkrar kýr á þessu svæði I ræðu sinni við þriðju umræðu fjárlaganna sl. mánudag, ræddi Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra, nokkuð um tekjuhorfur áfengisverzlunar ríkisins, eins og þau mál horfa nú við með tilliti til rekstrarafkomu ríkissjóðs á þessu fjárlagaári. 1 breytingartil- lögum hans er gert ráð fyrir, að tekjur af henni lækki um eina milljón kr. hafa þegar svarað jákvætt prófun þeirri, sem gerð er og er því rök- studdur grunur urri að veikin sé til hér. Er hér aðallega um að ræða kýr á Akureyri, en einnig lítillegá í Öngulsstaðahreppi, hins vegar var engin kýr jákvæð í Hrafnagilshreppi og ekki í Glæsibæjarhreppi það sem af er, en skoðuninni þár mun ekki að fullu lokið. Óráðið er hvort frek- ari ráðstafanir verða hér gerðar, en til tals hefur komið að taka blóðprufur af hinum grunuðu kúm; til frekari: rannsóknar. islögunum væru sem kunnugt er ákvæði um að leggja niður útsöl- ur Áfengisverzlunarinnar, ef það yrði samþykkt við almenna at- kvæðagreiðslu í þeim kaupstöð- um, þar sem áfengisútsala er. Nú hefði dómsmálaráðuneytið lýst yfir, að ákvæði þessi kæmu til framkvæmda, þar sem þau brytu ekki í bága við milliríkjasamn- inga. Var áætlað 53 millj. kr. í fjárlagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir 53 millj. kr. hreinum tekjum af Áfengisverzluninni. Þótt svo kynni að fara, að lagðar yrðu niður útsölur, ættu menn eftir sem áður, samkv. áfengis- lögunum; rétt á því að kaupa vín beint frá Áfegnisverzlun rík- isins, eða frá öðrum útsölum, sem opnar væru, hvar sem þær eru á landinu. Þrátt fyrir það yrði að gera ráð fyrir því, að lokun áfeng isútsala mundi draga úr áfengis- kaupum að minnsta kosti fyrst í stað og tekjur ríkissjóðs af áfeng- isverzluninni minnka verulega. Væri ekki gott um það að segja á þessu stigi málsins, hver sú tekjurýmun yrði. Væri ekkert um það að segja í þessu sambandi annað en það, að eins og nú væri háttað afgreiðslu fjárlaga, þar sem ekki væri gert ráð fyrir neinum greiðsluafgangi, heldur aðéins jöfnuði( bæri nauðsyn til að afla nýrra tekna á móti þeim Ráðherrann sagði, að í áfeng- Lífillega hefur orðið vart vi garna- veiki í kúm á Ákureyri og grennd EYFIRZKIR ÞÆTTIR *: Nokkúr orð um veðurfar 02 fleira f á þessari öld Eftir JÓN JÓNSSON á Skjaldarstöðum Hafísinn. Árið 1896 sá eg hafís fyrsta sinn. Við vorum 2 stráklingar sendir með fóðra-fé frá Dynhaga og Dynhagakoti út að Syðri-Haga á Árskógsströnd. Þá voru nokkrir hafísjakar botnstæðir nokkuð langt frá landi á Arnarnessvík, og þótti okkur það nýstárleg sjón. Var yfirborð sjávar búið að sverfa miklar skorur inn í jakana, svo að líklegt var að efri hluti þeirra félli brátt í sjó. Þetta vor mun hafa verið kalt og grasspretta lítil. Fluttust þá foreldrar mínir frá Dynhagakotf að Skjaldarstöðum í Öxnadal. Fóru þau um kross- messu með yngri börnin og kýrnar, en eg var eftir og amma mín. Átti eg að gæta lambanna. Og þó að eg væri ekki nema 10 ára strákhnokki man eg ekki eftir að misfærist neitt af lömbunum. Kom svo faðir minn um fardagaleytið að sækja lambærnar Þá var engin brú á Hörgá, og rákum við féð fram að Öxnhóli, gistum þar um nóttina, og rákum svo yfir ána morguninn eftir Gekk það vel, ,þótt sum lömbin væru ung. Sláttur mun hafa byrjað seint og al- riiennt kvartað um grasleysi. Á Skjaldarstöðum var töðufall á túninu, sem var um 11 dagsl. að stærð, tæpir 50 hestar, og úthéy rúmir 60 hestar. Má á því sjá að spretta hefur verið rýr. Á þetta fóður voru settar; 2 kýr, 62 kindur og 2 hross. Þá um haustið gerði illt áfelli milli fyrstu og miðgangna, svo að við lá að fé fennti. En fönn tók upp að kalla um veturnætur og var yeturinn að kalla snjóléttur. Fór allt vel með ásetninginn, enda var faðir minn hinn slyngasti fjármaður og beitti fénu þegar það var fært. Eri áldreí veit eg til að jafn-litlu heyi hafi verið eytt hér síðan. Um vorið- fórst hákarlaskipið Gestur frá Arnarnesi, með allri áhöfn, eign Jóns Antoníussonar, er þar bjó lengi. Er mér það minnisstætt, þyí að einn hásetinn var úr Öxnadal, og náfrændi minn: Stefán Sigurbjömson að nafni. Heyrði eg feður okkar minnast á þetta slys. En þeir voru vanir hákarlaveiðum frá fyrri tíma. Brúargerð á Hörgá. Næsta sumar — 1897 — var trébrú sett á Hörgá á svonefndum Helguhyl, sem er neðan Hallfríðarstaða. Snorri Jónsson, kaup- maður og trésmiður á Akureyri, sá um smíði brúarinnar. Svo illa tókst til, að þegar átti að hala brúna yfir ána, milli stöplanna, að ; umbúnaður stálvíranna bilaði og féll brúin í ána niður og brotn- ;úðu afltré hennar við fallið. Áin var í miklu flóði, og varð brúin ■að dúsa þarna unz flóðið þvarr og hægt var að ná í máttartré innan frá Akureyrf. Várð að flytja 'þau sjóveg út á Hörgárósa, draga þau síðan af mannsöfnuði fram alla Hörgá á brúarstaðinn, skrúfa brúna alla sundur, eftir að hún hafði verið hafin upp úr ánni, og setja nýju trén í hana. Var hún því næst dregin yfir ána og gekk þá allt betur en áður. Stóð sú brú þangað til fyrir fáum árum, er steinbrú var byggð á sama stað. Þau ár voru hagstæð með tíðarfar og gekk heyfengur yfirleitt hið bezta. En 1899 kom snjóavetur mikill og varð heyskortur al- mennt, er á leið. Mikil hríð var á sumardaginn fyrsta og víðast hvar jarðbönn, sökum snjóþyngsla, en bati kom hálfan mánuð af sumri. Þá batnaði allvel, og varð sumar gott. Næstu tvö ár voru og góð — eða fleiri. Þúsund ára byggð Eyjafjarðar. Árið 1901 var góður vetur, svo að alauð var jörð fyrir miðjan Einmánuð. Þá voru haldnar samkomur á Akureyri og Möðruvöll- um í Hörgárdal (og víðar) til minja um þúsund ára byggingu hér- aðsins, því að talið er að Helgi magri hafi komið hingað sem land- nemi árið 901. Fékk eg að fara á Möðruvallasamkomuna með öðru fólki úr dalnum. Riðu menn í flokkum á úrvalsgripum. Var þar mannfjöldi mikill og fagnaður. Eru mér einkum minnisstæð tvö skemmtiatriði. í fyrsta lagi hvað ræðumenn voru skörulegir, sem voru: rektor skólans, Jón Hjaltalín og Halldór Briem kennari. Töluðu þeir mikið um ofríki Haraldar Hálfdanarsonar, er hann var að brjóta Noregsmenn undir'sig, og nefndu hann lúfu, þótti mér það kynleg nafngift, því að ekki hafði eg lesið sögur Noregskon- unga né aðrar fornsögur. En auknefnið fékk hann vegna þess, að eigi lét hann skera hár sitt 10 vetur, meðan styrjöldin stóð yfir. En eftir það var hann manna bezt hærður og þá kallaður Haraldur hárfagri. — Annað skemmtiatriði var glímur og aðrar íþróttir. Þar var staddur Ingófur Bjarnarson, s. b. og alþm. í Fjósatungu. Hann var þá á léttasta skeiði og mun hafa verið skrifari hjá Klemenz Jónssyni, sýslumanni Eyfirðinga. Ingólfur var mikill maður vexti og íþróttamaður góður. Annar bráðslyngur glímumaður þarna var Magnús Stefánsson frá Tungu á Svalbarðsströnd, þá bóndi í Skjaldarvík. Höfðum við frétt að hann glímdi við Ingólf nokkrum dögum áður á samkomu á Oddeyri og felldi hann. — Nú tóku þeir saman, og var mikill áhugi manna um leikslok þeirrar viðureignar. En það skipti lítt togum, að Magnús féll fyrir Ingólfi, á mjaðmar- bi-agði. Var þá lófaklapp mikið. Man eg, að Ingólfur gat þess, að ekki væri ástæða til þess að klappa fyrir honum, því að fallið hefði hann áður fyrir Magnúsi og væru þeir því jafnir. Jón rektor unni mjög íþróttum og tók það fram, f. h. áhorfenda, að klappað hefði verið fyrir því, hve bragðið hefði verið lagt vel á. Þá var ekki glímt í beltum og mun auðveldara að ná fallegum brögðum á mótstöðumenn, svo sem mjaðmarbragði, sniðglímu o. fl. Margir aðrir glímdu þarna og stóðu engii: Ingólfi snúning að kalla. Og í öðrum greinum íþróttá reyndist hann srijallastur. Mörgum árum seinna spurði eg Magnús, er var frændi minn, hví hann hefði fallið fyrir Ingólfi. Hann varaði svo: — Eg var lítð eitt hreifur af víni, og gætti mín ekki sem skylcþ. Notaði Ingólfur sér það, enda átti sín í að hefna fyriif byltuna á Óádeyri. — (í síðasta þætti mispr. kl. 4'fyiir jfL.l, .eii.Ján hélt. af rfað.frá Steðja). tekjumissi, því að öðrum kosti yrði að lækka ýmsar fjárveitingar á fjárlögum. Óvissa um lokanir. Ráðherrann sagði, að nú væri fullkomin óvissa um það, hvað uppi yrði á teningnum um lokun áfengisútsala í einstökum byggð- arlögum, og þess væri ekki að vgenta, að Alþingi færi að breyta fjárlagafrumvarpinu eða tekju- öflunarlöggjöf með tilliti til lok- unar, sem fullkomin óvissa væri um, hvort til greina kæri. Ákvæði um lokunarfrest. Þá sagði ráðherrann, að í áfengislögunum væru engin ákvæði um það, hve langan frest skuli hafa frá úrslitiun atkvæðagreiðslu til lokunar út- sölu, en það lægi í augunm uppi að einhvem skynsamlegan frest yrði að ákveða, m. a. til upp- sagnar starfsfólks og húsnæðis. Ríkisstjómin hefði komizt áð þeirri niðurstöðu, að eðlilegt væri að framkvæma lokunar- ákvæði þannig, að útsölu sé lokað sex mánuðum eftir að slík sainþykkt hefði verið gerð. Alþingi þarf einnig að hafa tóm til þess að gera ráðstafanir til tekjuöflunar ,og vegna þess, að þetta atriði snertir beinlínis af- greiðslu fjárlaganna, þætti stjórninni óhjákvæmilegt, að tek- in yrði afstaða til þess í sambandi við fjárlagaafgreiðsluna, hvernig lögin yrðu framkvæmd að þessu (Framhald á 15. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.