Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 15

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 15
MiSvikudaginn 28. janúar 1953 D A G U R 15 - Fjárlagafrumvarp og áfengismál, (Framhald af 13. síðu). leyti ,og þess vegna er borin fram tillaga um það. Væri þannig að farið þyrfti slík lokun ekkiaðhafa óeðlilega truflun í för með sér fyrir á afkomu ríkissjóðs, þar sem ríkisstjórn og Alþingi hefði ráð- rúm til uppsagnar starfsfólks og húsnæðis og gæti einnig notað frestinn til að afla tekna á móti eða lækka ríkisútgjöld, ef til þess þyrfti að koma. Skynsamlcg framkvæmd laganna. Þess væri því að vænta, sagði ráðherrann, að um þessa skyn- samlega framkvæmd laganna, gæti órðið samkomulag, og þeir, sem áliuga hafa á lokun útsala ættu að styðja þessa framkvæmd, einmitt fyrir það, að hér er leið til þess að koma lokuninni á, án þess að sú rök semd verði á móti því fundin, ef þannig er að farið, að lokun útsölu tefli í nokkra tvísýnu afkomu ríkissjóðs. Væri þessi aðferð ekki við- höfð, gæti svo farið, að Alþingi yrði að kalla saman aftur næstu mánuðum til ráðstafana í fjárhagsmálum, eða þá að menn ættu á hættu hallahú- skap, og væri hvorugt gott. MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 8. síðu). ÚR B Æ O G BYGGÐ ur úr henni birtist í nóv.hefti Reader’s Digest. Segir þar enn ítarlegar frá þessari þrælkun, er konur þar eiga nú við að búa. Staða kvenna í þjóðfélaginu hefur jafnan verið talin mæli- kvarði á menningarstig hverrar njóðar; með hliðsjón af þessum frásögnum og öðrum þeim líkum, naumast hægt að tala um menningu í Sovétríkjunum." í síaitu máli VIÐ 3r umíaéðú fjárlaganna sl. mánudag,- gerði fjármála- ráðherra Eysteinn Jónsson grein iyrir breytíngartill þeim, sém hann leggur fram vegna hinna nýju viðhorfa eft- ir verkfallslausnina. Er gert ráð fyrir hallalátisum ríkisbú- skap, enda þótt hækka verði tekjuáætlunina vcrulega til að mæta nýjiun útgjöldum. Nið- urstöður fjárlagafrv. eru tekju megin 423,1 millj. kr., en gjahlamegin 421, 9millj. Ráð herrann skýrði frá því, að á sl. ári hefði rekstur ríkisins verið hallalaus, en hins vegar yrði enginn tekjuafgangur til sérstakrar ráðstöfunar. Þó mundi hægt að láta 2,5 millj kr. ,sem ætlaðar hefðu verið bætur til dragnóta- og tog báta, koma á reikning sl. árs. ★ RÓSTUR miklar urðu á danslcik í Iðnó í Reykjavík sl. laugardagskvöld, vegna ölv- unar. Varð lögreglan að ryðja salinn. Nokkrir mcnn hlutu meiðsli, þ. á. m. lögreglumenn, og nokkrir menn voru hand- teknir í sambandi við óspektir þessar. -k BÚIZT er við því, að fyrir næsta fund bæjarstjórnar Ak- ureyrar, verði lögð tillaga um að almenn atkvæðagreiðsla fari fram um, hvort áfengisút- sala hér skuli vera opin eða ekki framvegis. Frá Hrisey (Framhald af 1. síðu). möguleika á því að hreppurinn kaupi landið. Er vaxandi áhugi fyrir landbúskap jafnframt sjó- sókninni, enda töluverðir rækt unarmöguleikar í eyjunni. Er dví sambandi rætt um fram- ræzlu, einkum til að auka beiti land og eru horfur á því taldar álitlegar. Ef afli glæðist má gera ráð fyrir að fólki fari fjölgandi í Hrísey og útgerð þaðan fari vax- andi. Með þeim jarðvinnslufram- kvæmdum, sem um er talað, væri tryggður grundvöllur fyrir aukningu búfjárstofns og nægi- legt beitiland þótt kúm fjölgaði mikið frá því sém nú er. RæÍctað land og matjurtagarðar eru taldir vera um 31 hekt. og töðufall um 1800 hestar eins óg nú er. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 5 é. h. næstk. sunnud. F. J. R. Möðruvallaklaustursprestakall. Messað í Glæsibæ sunnudaginn 1. febr. og að Bægisá sunnudag- inn 8. febr. kl. 2 e. h. Áheit á Dalvíkurkirkju 1952. — S. H. kr. 100. — P. J. kr. 100. — H. J. kr. 50. — S. F. kr. 100. — Ónefndur kr. 100. — Beztu þakk- ir. Söfnunarnefndin. Garðeigendur á Akureyri þurfa I að skili áburðarpönl unum sínum til Finns Árnasonar, ráðunauts I fyrir 12. febrúar næstk. Akureyri og nágrenni! Munið samkomu Kvennadeildar Slysa- várnafélagsins, í tilefni af 25 ára afmæli Slysavarnafél. íslands, kl. 8.30 e. h. í kvöld. Einnig kaffisöl- una og bazar og merkjasöluna á sunnudaginn að Hótel KEA. All- ágóði rennur til björgunar- skútu Norðurlands. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Viktoría Gestsdóttir, starfsstúlka á Sjúkrahúsi Akureyrar, og Friðjón Eyþórsson Tómassonar, Akureyri. — Ungfrú Ingibjörg Helgadóttir frá Ólafsfirði og Hall dór Jónsson, Jarðbrú, Svarfaðar dal. — Ungfrú Ingibjörg Björns- dóttir, Grenivík, og Reimar Sig- urpálsson, Steindyrum, Svarf- aðardal. □ Rún 59531287 — 1. Atg.: I. O. O. F. — Rbst. 2 — 1011288V2. I. O. O. F. = 13413081/2 — 0 = Sjónarhæð. Miðvikudag kl. 8.30: Samkoma og saumafundur kvenna. Fimmtudag kl. 6: Sam- koma og saumafundur ungra stúlkna. Sunnudag kl. 1: Sunnu- daga skóli fyrir böm og ungl- inga. Kl. 5: Almenn samkoma. Sæmundur G. Jóhannesson talar. Æskulýðs- félag Akureyr- kirkju. Sam- eiginlegur fund ur í kapelluni kl. 5 e. h. á sunnudaginn kemur. Leiðrétting. Prentvilla varð 3. M u n i ð tvöföldu periufesíarnar sem á útsölunni kosta aðeins kr. 54.00. TiIvalin fermingargjöf! Verzl. B. Laxdal. Httáveita fyrir kaupíúnið — sundlaugarbygging. í Hrísey eru 2 heitar lindir og u taldir góðir möguleikar að kcma þar upp hitaveitu. Mundu slíkar framkvæmdir hafa mikla þýðingu fyrir afkomu íbúanna og er mikill .áhugi fyrir að ljúka verkinu senr fyrst, en fjárskortur hamlar. íþrp.ttafélag er starfandi í eyjunni og mun aðstað þess mjög batna þegar sundlaugin er fullgerð. Leikfimihús er enn ekki til, én gert er ráð fyrir því í sambandi við barnaskólahús hreppsins sem er nýleg bygging og vönduð. Nauðsyn talstöðvar. Síldarstöðvamar og sveitar félagið hafa rekið talstöð undan- farandi sumur. En símasamband við Hrísey er ekki lengur en til kl. 7 á kvöldin. Þessi talstöð hef- ur komið í góðar þarfir og bjarg að mannslífum, þar sem hægt er þá er ná sambandi við lækni eft- ir símatíma. — Verður það að teljast mjög bagalegt, að eyjali skuli svipt möguleikum á að hafa samband við land þegar sími er lokaður. Einmuna tíðarfar. Eins og annars staðar hér um byggðir hefur tíðarfar í Hrísey verið með eindæmum gott í vet- ur og gæftir góðar. Afli í þessum mánuði hefur verið allgóður, allt að 2 lestum í róðri og eru menn vongóðir að vorvertíðin verði | hagstæð, en ennþá róa fáir bátar. Verið er að undirbúa frystihúsið | fyrir vorvertíðina. í Hrísey búa nú um 330 manns. síðasta tbl. Dags í „Lofsöng", erindi, 2. línu. Rétt er línan þannig: frá dunum hafs, er brimið gnýr við strönd. Áheit á Strandarkirkju. — Kr. 30.00 frá B. G. F.' — Gjöf frá ónefndum kr. 25.00. — Mótt. á af- gr. Dags. Frá starfinu í kristniboðshii.-inu Zíon. Á hverjum sunnudegi kl. 10.30 f. h.: Sunnudagaskóli. Kl. 1 e h. fundur í K. F. U. M., Y. D. K1 2 U. D. Kl. 8.30: Almenn sam- koma (Næsta surmudag, 1. febr., fórnarsamkoma). A þriðjudögum kl. 5.30: Fundir í K. F. U. k", Y. D. Kl. 8 U. D. Áheit á Strandarkirkju Kr. 10 frá konu í Ólafsfirði. Mótt. L afgr. Dags. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Herdís Þor- grímsdóttir frá Hofsós og Halldór Sigurgeirsson, Amarstapa, Ljósa /atnsskarði. Munið eftir eldspýtustokkun- um, sem seldir eru til ágóða fj’rir Styrktarfélag fatlaðra og lam- aðra. Engan munar um 10 aura en kornið fyllir mælirinn. Barnastúkumar Sakleysð og Samúð minnast hátíðisdags Unglingareglunnar með barna- skemmtun í Samkomuhúsinu sunnudaginn 1. febrúar næstk. kl. 3 e. h. Til skemmtunar verður: Upplestur, samtal, smáleilcur, söngur, einleikur á klarinet (Finnur Eydal) og kvikmynd. — Aðgangur kr. 5.00. Húsið opnað hálftíma áður. Frámsóknarmenn! Vinnið að því að útbreiða DAG. Ef þið vitið um einhverja, sem ekki kaupa blaðið. þá bendið þeim á að Dagur er langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins ut- an Reykjavíkur og nauðsynlegt er að lesa Dag til þess að fylgj- ast með héraðs- og bæjarmál- um og landsmálum. Hægt er að fá blaðið til reynslu nokkrmn sinnum, án endurgjalds. Hring- ið til afgreiðslunnar í síina 1166, skrifið. Utanáskrift: Dag ur, Hafnarstræti 88, Akureyri. Brúðkaup. Þann 25. jan. voru gefin saman í Akureyrarkirkju brúðhjónin Guðríður Björnsdótt- ir og Jónas Kristjánsson vélstjóri. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Hafnarstræti 98. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 2. febrúar kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Inntaka nýliða. — Upplestur. — Ávarp o .fl. Þess er vænzt að allir templarar mæti. Stúkurnar ísafold og Brynja halda sameiginlegan fund í Skjaldborg næstk. fimmtudag, 29. jan. Rætt verður um áfengis- löggjöfina og hiðnýja viðhorf,sem skapazt hefur á áfengismálum. Skorað er á alla templara að mæta. Verzlunarfólk! Munið að gefa viðskiptamönnum kost ■ á að kaupa eldspýtustokkana, sem auðkenndir eru „Hjálpið íömuð- um“. Ef þið gerið það að jafnaði, íéttið þið Styrktarfélaginu hjálp- arhönd í hinu þýðingarmikla hjálparstarfi þéss. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Dagbjört Halldórsdóttir frá Hlöðum í Hörgárdal og Hilmar Guðjónsson búfræðingur frá Kópavogi. Á kvöldum má sjá héðan loga ljós hátt uppi á Vaðlaheiði, skammt þaðan, sem þjóðvegur- inn liggur yfir heiðina. Menn halda að þarna sé bíll á ferð, en ljósið er kyrrt og logar skært á sama stað. Þetta er öryggis- lampi, sem hafður er við spennibreytistöð Svalbarðs- strandarrafveitu, sem er skamint frá þjóðveginum í heiðinni. Ef ljósið slokknar, hefur einhver bilun orðið þar og kallar það þannig á viðgerð- armenn. Til nýja sjiikrahússins á Akur- eyri. Frá Verkalýðsfélagi Hrís- eyjar kr. 1000.00. — Frá Magnúsi Gunnlaugssyni ki. 300.00. — Með bökkum móttekið. Guðm. K. Pét- Kvenfélag Hríseyjar hafði myndarlegt og skemmtilegt þorrablót í samkomuhúsi kaup- túnsins sl. laugardagskvöld. Var þar fjölmenni saman komið, bæði innansveitarfólk og aðkomu- menn. Gestir lögðu á borð með sér hangikjöt og aðrar kræsingar, en síðan var sameiginlegt borð- hald. Undir borðum voru ýmis skemmtiatriði, en síðan var dans- að. Þessi samkoma var öll hin menningarlegasta og félaginu og öllum samkomugestum til sóma. Dánardægur. Nýlátin er Hólm- fríður Helgadóttir, fyrrum hús- freyja að Litla-Dal í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði. Dvaldi hún síðustu árin hjá dóttur sinni og tengdasyni að Klauf í Önguls- staðahreppi og andaðist þar. — Hólmfríður heitin var mesta myndarkona og vinsæl af öllum er hana þekktu. Hún verður jarð- sett að Munkaþverá á morgun eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu. Fíladelfía,. Lundargötu 12. A1 menn samkoma á fimmtudag kl. 8.30 síðd. Daniel og Marianne Glad frá Finnlandi tala. Síðasta samkoman sem þau taka þátt hér að sinni. Allir velkomnir. Hlutavelta í sal Hjálpræðishers- ins laugardaginn 31. jan. n.k. (Mörg hundruð munir). Dráttur- inn 2 kr. Engin núll. Opnað kl. 4. Kaffisala. Frá Leikfélagi Akureyrar, Sökum mikillar aðsóknar verður „Aumingja Hanna“ sýnd ennþá einu sinni n.k. sunnudagskvöld. Vinmrstofusjóði Kristneshælis hefur borizt 150.00 kr. gjöf frá „óþekkta hermanninum". Beztu þakkir. Jónas Rafnar. Frá Bridgefélaginu. í annarri umferð í meistarakeppninni fóru leikar þannig, að sveit Þórðar vann sveit Adams með 24 stig- um, sveit Friðriks vann sveit Halldórs með 19 stigum, en sveit- ir Baldvins og Mikaels gerðu jafntefli. — í þriðju umferð, sem spiluð var á sunnudaginn vann sveit Mikaels sveit Halldórs með 46 stigum, sveit Baldvins vann sveit Þórðar með 21 stigi og sveit Adams vann sveit Friðriks með 6 stigum. — Eftir þrjár umferðir standa vinningsstig þannig, að sveitir Baldvins og Mikaels hafa 2% vinning hvor, en sveitir Adams, Halldórs, Friðriks og Þórðar hafp 1 vinning hver. -rrr Fjórða umferð var spiluð í gær- kvöldi. — Fimmta og síðasta um- ferð verður spiluð næstk. þriðju- dag ,en þá spila saman sveitir Baldvins og Friðriks, Mikaels og Þórðar og Adams og Halldórs. Alþm. í gær gafst upp við að svara fyrirspurn þeirri, sem beint var til blaðsins um það, hvort Alþ.fl. ætli að gefa Ey- firðingum kost á áð kjósa Stef- án Jóhann í sumar, enda verði honum ráðað efstum á lands- lista flokksins eins og síðast, til öryggis gegn byltu. Er Braga eitthvað tregt tungu að hræra um þetta efni og er það vork- unnamiál. Dánardægur. Nýlátinn er á Sjúkrahúsi Akureyrar Snorri Jóhannesson verzlunarmaður hér í bæ, frá Fellsspli í Kaldakinn. — Síðastl. laugardag andaðist hér í bæ Hermundur Jóhannesson, smiður, Gránufélagsgötu 23. — Sama dag andaðist að Glei-árgötu 2 hér í bæ Eiríkur Sigurðsson, tengdafaðir Stefáns Stefánssonar járnsmiðs. — Þá er og nýlátinn hér í bænum Hallgrímur Helga- son, bátasmiður. Hjúskapur. Sl. laugardag, 24. janúar, voru gefn saman í hjóna- band hjá bæjarfógetanum hér ungfrú Irmgard Gropp og dr. Rolf Hackenkamp tannlæknir, bæði frá Hamborg, til heimilis í Idelga-magra-stræti 23. „Haukur“, hið nýja heimilis- blað, janúarheftið, hefur borizt blaðinu. Þetta rit er vel úr garði gert og fjölbreytt að efni. f þessu hefti er m. a. grein um félags- þroska barna frá fæðingu til kynþroska eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson, í heimsókn hjá Hagalín, framh. á listamannaþátt- um ritsins, auk þess fjölmargar þýddar greinar um margvísleg efni, skemmtisögur og margt annað efni til fróðleiks og skemmtunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.