Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 5

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 28. janiiar 1953 D A G U R 5 Kvenfélagið IÐUNN í Hrafnagils hreppi tuttugu ára Hörð viðureign á Skákþingi Norð- lendinga, sem stendur yfir hér í bænum þessa dagana Guðjón M. Sigurðsson skákmeistari í Reykjavík tefiir sem gestur - Akureyri stendur ve! að vígi í bréfskáka- keppninni við vinabæina á Norðurlöndum Laugardaginn þann 17. þ. m. minntist kvenfélagiS Iðunn í Hrafnagilshreppi tuttugu ára af- mælis síns með veglegu hófi í samkomuhúsi hreppsins að Hrafnagili. Var þar saman komið um hálft annað hundrað manns, kvenfélagskonur og boðsgestir þeirraúr framhreppum sýslunnar og Akureyri. , ForrAaður félagsins, Hólmfríð- ur Þorsteinsdóttir í Möðrufelli, setfi samkomuna með ræðu. Bauð hún gésti velkomna og kynnti skemmtiatriði þau, er fram ættu að fara. Hófst þá kórsöngur undir stjórn Sigríðar Schiöth í Hólshúsum. Hafði frúin æft kór þennan í til- efni samkomunnar og stjórnaði honum af mikilli smekkvísi. Var nú sezt að kaffidrykkju. Foru borð hlaðin gnægð girni- fegra vista og blómum skreytt. Undir borðum fóru fram ræðu- höld, söngur og fleiri skemmti- atriði. Rósa Einarsdóttir frá Stokka- hlöðum, sem er ein af stofnend- um féfag^ins.og.ljengst af í stjórn þess, sagði sögu félagsins allt frá Stöfnúh' þösá- fil' þessa dags. Fyi'stu atriði á stefnuskrá fé- lagsins er hvérs konar hjálpar- og likhárst'a’rfsémi. Menningar- mál sveitarinnar hefur það og lát-í ið til sín taka. Bágstöddum heim- ilum ,vegna veikinda, hefur það veitt hjálp og fjárhagsaðstoð. Þá hefur féláglð lágt fram fé til rúm- fatakauþa nýja sjúkrahússins á Akureyri. Einnig styrkt Slysa- varnaféíag sýslunnar. Félagið hefur lagt fé fram til endurbóta á samkomuhúsi sveitarinnar og keypt Í það „píanó“. Þá hafa félagskonur haldið uppi nám- skeiðum í saumum, vefnaði o. fl., og eiga þaðan marga eigulega rhuni. Fjármuni þá, sem til alls þessa hefur þurft, hafa félagskon- ur aflað með samkomum og eigin framlögum og fórnum. Fyrsti for- maður Iðunnar var Helga Hann- ésdóttir á Dvergsstöðum, nú til heimilis á Akureyri. Minnast félagskonur hennar með hlýhug og þakklæti. Að lokum gat Rósa Einarsdótt- ir þess, að félagsstarfið hefði eflt félagskonur að andlegum þroska og félagshæfni. Auk þess hefði sámstarfið veitt þeim fjölmargar yndisstundir og megnað að breyta hversdagsleika heimilisstarfanna í bjartan og glaðan dag. Að ræðunni var gerður hinn bezti rómur. Næst tók til máls Hólmgeir Þorstéinsson. Minntist hann Hjúkrunai-félags Grundarþinga, sem hann taldi að verið hefði fyrirrennari og að- ýmsu fyrir- mynd kvenfélaga þeirra, sem síðar voru stofnuð hér um slóðir. Væri því vel við eigandi að minnast þess félags hér, í stór- um dráttum. Hjúkrunarfélag Grundarþinga var stofnað 8. júní 1913, að tilhlutun þáverandi prests Grundarþ., sr. Þorsteins Briem á Hrafnagili. Hafði það á stefnuskrá sinni hjúkrun sjúkra á félagssvæðinu. Félagið réði til sín hjúkrunar- konur, er störfuðu á vegum félagsins óslitið til ársins 1925, en þá sagði síðasta hjúkrunarkona þess upp starfi. Eftir það fékkst engin kona til hjúkrunarstarfa fyrir félagið, að staðaldri. Lagðist þá starf félagsins smátt og smátt niður. En á sama tíma fóru félög kvenna að rísa af grunni í héraðinu. Höfðu þau öll, meðal annars, hjúkrun sjúk'ra á stefnuskrá sinni, og hófu þannig merki Hjúkrunarfélagsins til nýs vegsauka. Þegar hér var komið, þótti meðlimum Hjúkrunarfél. Grund- arþinga rétt að leggja félagið nið- ur og ráðstafa sjóðeign þess í hendur kvenfélaga á félagssvæð- inu, sem hefðu hjúkrun sjúkra á stefnuskrá sinni. Þannig, kvað ræðumaður, kven- félagið Iðunni vei’a einn af arf- tökum Hjúkrunarfélags Grund- arþinga, en þó ekki aðeins þeirra 600 króna, sem í hlut Iðunnar komu af sjóði félágsins, héldur — og miklu fremur — þeirra hug- sjónar sr. 'Þorstéfns Briem, sem var grunnurinn undir stefnu og starfi Hjúkr.fél. Grundárþ., sem var að líkna þjáðum og þurfandi 'og hjúkra sjúkúm.1 Ræðumaðúr kvað það ósk síná og vón að þess- ar hugsjónir mættu sífellt lifa í kvenfélaginu Iðunn og streyma síkvikar í aéðurn þéss, að hverri göfugri athöfn, er að þessu marki miðuðu. Þá talaði Hreiðar Eiríksson. — Mælti hann í snjöllu máli fyrir minni húsmæðranna, sem jafnan ynnu nauðsynjaverk heimilanna fórnfúsar og hljcðlátar til ómet- anlegs stuðnings við menningu samfélagsins. Því næst . lét Pétur Jónssön samkomugesti, fyrir sinn munn, heyra raddir og ræður ýmsra þekktra stórmenna. Þá flutti Baldur Eiríkssori nokkur bráðsmellin gamankvæði, frumsamin. Þá söng enn söng- flokkur frú Sigríðar. Að því loknu voru borð upp tekin. Voru gestir þá orðnir vel saddir og sælir, og óskuðu nú' helzt hreyfingar. — Var svo dans stiginn langt á nótt fram. Var hóf þetta allt hið myndar- legasta og skemmtu menn sér forkunnarvel. Þótt starfssaga Kvenfélagsins Iðunn sé enn ekki nema fimmt- ungur aldar að árum, hefur það þó þegar markað spor i menning- arsögu sveitarinnar, og munu þó væntanlega enn gleggri verða í framtíðinni, með auknum félags- þroska og víðsýni. Megi Kvenfélaginu Iðunn jafn- an vel vegna á komandi ái'um. H. Þ. Bíll til sölu Nýupptekinn Dodge, Karí- ol, er til sölu nú’.þegar, á: nýjum gúmmíum. — Vara- hlutir iylgja. Drif á öllum lijólum. — Skipti á vörubíl eða jeppa koma til greina. F.r til sýnis á Bifreiðaverk- stccð.inu Vikingi, og þar gefnar upplýsingar frá kl. 1 til 7 e. h. næstu daga. Celluloselakk og þynnir nýkomið Byggingavörudeild KEA. Höfum fengið Asfaltlakk Byggingavörudeild KEA. Saumur alskonar fyrirliggjandi Byggingavörudeild KEA. Nýreyktur lax Eitt af því, sem setur sannar- lega menningarbrag á þetta bæj- arfélag, er Lúðrasveit Akureyrar. -— Oft hefur hún veitt oss ánægjustundir. — Hún á þakkir skildar frá Akureyringum. í fersku minni eru tíu ára af- mælistónleikar hennar í Sam- komuhúsinu. Aldrei hef eg haft meiri unun af að hlusta á lúðra- sveit en þá. Leikur hennar var glæsilegur og hreif hvern, sem í húsinu var. — Og við mörg önn- ur tækifæri hefur það berlega komið í ljós, að Lúðrasveit Akur- eyrar er framúrskarandi góð. Seinustu opinberir tónleikar hennar voru í kirkjunni annan jóladag. Það var unun að hlýða á þá. Þegar hún lék pílagrímskór- inn, sá eg, að fólk reis úr sætum sínum til þess að geta með því móti þakkað og lofað frábæran leik, — en í kirkjunni þykir það ekki tilhlýðilegt að klappa. — Lúðrasveitin lék einnig fögur sálmalög eins og við átti á hinni miklu HStíð. Eg vil láta í ljósi sérstaka þakklæti mitt til sveit- arinnar og stjórnandans fyrir þessa jólatónleika. Eg þakka Skákþing Norðlendinga hófst hér í bænum sl. föstudag og lteppa þar, auk bæjarskákmanna, Jón Jónsson frá Húsavík og svo Guðjón M. Sigurðsson skák- meistari úr Reykjavík, sem teflir sem gestur. Keppendur á Skákþinginu eru alls 25 að þessu sinni. I meistaraflokkí keppa þessir: Guðjón M. Sigurðsson, Margeir Steingrímsson, Jón Ingimarsson, Steinþór Hélgason, Júlíus Bogason, Jön Þorsteinsson, Haraldur Boga- son, Albert Sigurðsson, Kristiim Jónsson og Guðmundur Eiðsson, alls 10 manns. í fyrsta flokki keppa: Jón Jónsson, Tryggvi Kristjáns- son, 'Aðólf Ingimarsson, Haraldur Olafsson. og.Anton Magnússon. í'öðTum flokki képpá: Helgi Valdemarssqn, Ingimar Jónsson, Jónas Elíasson, Rpgpvald- ur Rögn.valdsson, Stefán O. Stefáns- son, Sigurður Jónsson, Snorri Sig- fússdií, Kristiiín Óskársson, Karles Tryggvason og Hermaiin Ingiriiars- son. *.<b tn tit "... 1. umferð í nieistaraflokki fór ■ þannig: Guðjón vann Jón Ingi- marsson, Guðmundur vann Mar- geir, Júlíus vann Albért, Steinþór og Kristinn gerðu jafntefli, Har- aldur og Jón Þorsteinsson biðskák. 2. ■ umferð: Guðjón vann Stein- þór, Jiilíus vann Krispn, Jón Þor- stetnsson vann Albert, Guðinundur varin Harakl, Jón Ingimarsson variri Margéir. sömuleiðis starfið á almennu æskulýðsfundunum, sem oss er svo kærkomið. Þess ber að minnast, að fágaðir tónleikar eru ekki fyrirhafnar- lausir. Að baki þeirra liggur mik- il vinna, mikið verk. Á mánu- dags- og fimmtudagskvöldum leggja félagar lúðrasveitarinnar leið sína í kapelluna til æfinga. Þar hafa þeir varið mörgum tóm- stundum, lagt á sig mikið auka- starf. Mættu þeir finna starf sitt endurgoldið í þakklæti voru. — Mest hefur að sjálfsögðu mætt á stjórnandanum, Jakobi Tryggva- syni orgelleikara. Og árangurinn ei' líka honum að þákka manna mest. Hefur hann lagt sérstaka alúð við starf sitt og aldrei spar- að aukasporin til æfinganna. f stjórn Lúðrasveitarinnar eru nú: Formaður Sigtryggur Helga- son gullsmiður, ritari Jakob V. Emilsson prentari og gjaldkeri Finnbogi Jónasson aðalbókari. um og Jakobi innilegustu þakkir Fæi'i eg stjórninni og félögun- fyrir tónleikana á jólunum og alltaf endranær. Pétur Sigurgeirsson. 3. umferð: Jón Þorsteinsson vann Kristin, Margeir vann Steinþór, Guðmundiir vann Jón Ingimarsson, biðskák varð hjá Guðjóni og Júlí- usi og sömuleiðis hjá Albert og Haraldi. Biðskákirnar í meistaraflokki fóru þannig: Jón Þorsteinsson vann Harald, en skákir Alberts og Har- alds og Guðjóns og Júlíusar urðu jafntefli. Eftir þrjár umferðir hafa þeir Jón Þorsteinsson og Guðmundur Eiðsson 3 vinningar hvor. Næstir eru Guðjón og Júlíus, með 2(4 vinning hvor. í fyrsta flokki cr hæstur Anton Magnússon með 3 vinninga. I öðrum flokki eru hæstir Ingi- mar Jónsson, Stefán O. Stefánsson og Jónas Elíasson, með þrjá vinn- inga hver. Næsta timfcrð hefst kl. 8 í kvöld í Verkalýðshúsinu. Þá tefla þeir saman, Guðjón M. Sigurðsson og Jón Þorsteinsson. Vinabæjaskákirnar. Eins og menn ef tií viíl rekur iriinrii til, hófust á síðástliðrium vetri bréfaskákir milli Akureyrar og vinabæja hennar á Norðurlönd- um, Álasunds í Noregi, Randers í Danmörku, Vesturá§s í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi. Af Akureyrar liálfu tefla: Við Álasund: Guðbrandur Hlíð- ar og Jóhann Snorrason. Við Ran- ders: Guðmundur Eiðsson og Stein- þór I-Ielgason. Við Vesturás: Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. Við Lahti: Bjiirn Halldórsson og Jón Þorsteinsson. Nokkrum skákum er nú lokið, og liafa þær farið þannig: Við Lalui: Björn Halldórsson vann. Við Vesturás: Jón Ingimarsson gcrði jafntefli. Við Randers: Guðmundur Eiðs- son gerði jafntefli. Við Álasund: Jóhann Snorrason vann, Guðbrandur Hlíðar gerði jafntefli. Verði öllum skákunum ekki' lokið fyrir 30. apríl n.k., skulu þær lagð- ar í dóm. Hér fer á eftir ein bréfskákin: P. Nysteen, Randers. (Hvítt.) Guðm. Eiðsson, Ak. (Svart. 1. c2—c4 e7—e5 2. g2—g3 Rg8-f6 3. Bfl—g2 c7—c6 4. Rbl—c3 d7—d5 5. c4xd5 c6xb5 6. Ddl—b3 Bc8-e6 7. Db3xb7 Rb8-d7 8. Rc3xd5 Rf6 x d5 9. Bg2 X d5 Ha8-b8 10. Db7—c6 Hb8—c8 11. Dc6-b7 Hc8-b8 12. Db7—c6 Hb8—c8 13. Dc6—b7 .... Samið jafntefli. Nýja kjötbúðin Lúðrasveit Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.