Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 28.; janúar 1953 Sjálfstæðisflokkurinn og sparnaður rlkissjóðs Dagskrármál landbúnaðarins: Frá haustfundi danskra búfjár ræktarmanna -SEINNI HLUTI- Kosningafruinvörp. Af ýmsum frumvörpum, sem yngri Sjálfstæðisþingmenn hafa boriö fram á Albingi, er ljóst að kcsningar eru á næsta leiti. Sést það bezt af því, að þótt stjórnar- flokkarnir hafi komið sér saman um að framlengja tekjustofna ríkissjóðs af sköttum og tollum, bera nú tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins fram breytingar- frumvörp á núgildandi löggjöf. í sjálfu sér er vitað og viðurkennt, að breytinga sé þöt'f, enda hefur stjórnskipuð nefnd málið til með- ferðar. Þá eru og ýms önnur frumvörp, sem krefjast fjárútláta fyrir ríkissjóð. En sameiginlegt er þessum frumvörpum, að ganga gegn þegar gerðu samkomulagi og engum þeirra hefur verið tryggður framgangur. Eru þau því nefnd — kosningafrumvörp — og enginn tekur þau því al- varlega. Áratugs fjármálastjóm Sjálfstæðisfloklisins. Morgunblaðið og sum önnur blöð Sjáífstæðisfl. hafa verið að klifa á því undanfarið, að það ætti nú svo sem að vera hægur- inn hjá að spara eitthvað af öllum þeim milljónaútgjöldum, sem ríkissjóður verður að standa und- ’ir. Það er ' engu líkara en áð Sjálfstæðisflökkurinn hafi aldrei haft nein afskipti af fjármála- stjórninni. En menn athugi, að flokkurinn sá fór með stjórn á fjármálum landsins heilan áratug, áður en núverandi stjórn tók við völdum, að undanteknum árum utanþingsstjórnarinnar. Senni- lega eru flestir íslendingar sam- mála urn að aldrei hafi óstjórn, sukk og eyðslusemi verið meiri en á nýsköpunarárunum. Rekst- urskostnaður þjóðarbúsins óx gífurlega. Ný launalöggjöf var sett, sem stórhækkaði laun opin- berra starfsmanna. Störfum var fjölgað með ýmsum hætti, bæði innanlands og utan. Alls stofnaði nýsköpunarstjórnin hvorki meira né minna en 50 nefndir, með nær 200 mönnum. Lántökuheimildir og ríkisábyrgðir voru gefnar út, svo að nam mörgum hundruðum milljóna, en lánsmöguleikar þrotnir. Fullkomið skipulagsleysi ríkti um allar framkvæmdir, bæði ríkis og einstaklinga. Tryggingar- löggjöfin var hespuð af, án þess að málið væri nægilega undir- búið. Ollum er kunnugt fjársukk- ið í sambandi við byggingar síld- arverksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd. Fleira mætti nefna til stuðnings þeirri skoðun, að aldrei hefur viðgengist meiri óreiða og sukk en einmitt á þess- um árum, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn fór með fjármálin. En hvernig varð svo viðskilnaður- inn? Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði farið með fjármálin um áratug höfðu myndast ýmsar óeðlilegar venjur • um meðferð fjárlagafrumvarpa á þingi. Fjár- lagafrumvörp voru ekki lögð fram í þingbyrjun eins og stjórn- arskráin kveður á um. Þá var frumvarpið oft svo illa undirbúið, að fjárlög voru stundum ekki samþykkt fyrr en langt var kom- ið fram á það ár, sem þau áttu uð gilda fyrir. Þá var og ríkissjóður rekinn með vaxandi tekjuhalla óg skuldasöfnun. Var komið í algert óefni, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn skilaði af sér stjórn fjórmál- anna. Fjárlagafrumvarpið og sparnaður. Og nú óskapast Morgunblaðið og heimtar sparnað á rekstri rík- issjóðs á annarri siðunni, en hin- um megin blasa vð frásagnir af kosningfrumvörpum Sjálfstæð- ismanna. Það strandar sízt á Framsóknarflokknum að standa að sparnaði. En hvernig og hvar á að spara? Fjármálaráðherra gerði þessari spurningu góð skil í eld- húsdagsumræðunum fyrir jólin. Taldi hann upp helztu útgjalda- liðina eins og þeir efu áætláðir: í fjárlagafrumvarpinu. Kr. Til vaxtagreiðslna 3.638:000 Alþingiskostnaður- -3:744.000 Dómgæzla og lög- rcglustjprn 25.000.000 Læknaskipun og- hei'l- brigðismál 28.000.000 Samgöngumál 60.000.000 Kirkjumál: - 6.000.000 Rárinsókn í þágu hins opinbera, svo sem veðurþjónsta, til bók mennta- og lista- starfsemi 11.000.000 Til kennslumála 56.000.000 Til félagsmála 45.000.000 Til atvinnuveganna 53.000.000 Niðurgreiðsla á vörum innanlands 28.000.000 Eftirlaun, styrktarfé, óviss útgjöld 13.000.000 Afborganii' lána og greiðslur vegna rík- isábyrgða 22.500.000 Framlög til verklegra framkv., sem taldar taldar eru varanleg eign 18.000.000 Samtals 375.000.000 Þessi gjöld ,sem nú hafa verið talin; nema 93.5% af ríkisútgjöld- unum. Allir eru þessir liðir þann- ig, að þeir eru annað hvort ákveðnir með lögum, eða að stjórnarandstaðan og ekki síður kosningaveiðar ar S j álfstæðisf 1. hafa uppi háværar raddir um hækkun á þeim. Nær öll þjóðin myndi og æskja hækkunar margra þessara liða, ef nægilegt fé væri fyrir hendi. En auk þessa eru ótaldar 25 millj. kr. Er bað kostnaður við ríkisstarfræksluna í þrengri merkingu. Utanríkisþjónustan, skatta- og tollainnheimtan og sameiginlegur embættiskostnað- ur yfirleitt. Þessi kostnaður nem- ur um 6.5% af útgjöldum ríkisins. „Þetta er ekki hægt“ Eitt Kaupmannahafnarblað- anna flutti eftirfarandi grein skömmu fyrir jólin, í tilefni af framkomu íslenzku verkfalls- stjórnarinnar gagnvart póst- sendingum: „Af danskri hólfu er ekki almennt hægt að skipta sér af því, hvort verkföll eru háð á íslandi eða í öðrum lönd- um, en þó er ein hlið málsins, sem ekki er aðeins saniigjarnt að kalli á gagnaðgerðir heldur beinlínis er þörf á því. fslendingar hafa gengið feti framar en góðu hófi gegnir þegar þcir hafa svo lítinn aga og reglu í landi sínu, að kaup- gjaldsdeila getur leitt til þess að hvorki er tekið á móti pósti né hehiur er hann sendur, það er að segja, samhandið við um- heiininn er rofið að vcrulegu leyti. Það var upplýst í gær (16. des.) að 520 póstpokar, sem danska ísiandsskipið flutti til Reykjavíkur, verði í dag sendir til baka með því að verkfalls- menn eru þeir einir, sem mega losa skipið og neita að gera það. f öðrum löndum gæti slíkt ekki hafa komið fyrir og það er sorglegt að horfa upp á það, að íslenzk stjórnarvöld hafa ekki kraft og vald til þess að hindra að slíkt sé aðhafst gagnvart öll- um almemiingi.“ 1450 kassar af fiski ftrað- frystir um borð í r Jörundi” Togarinn Jörundur hefur nú lagt upp 618 Iestir af fiski til söltunar og hraðfrystingar á Dalvík,. en. togý arinn hefur lagt þar upp síðan um ípiðjan desember. — y\uk þess hefur togárinn lagt á land 1450 kassn af hraðfrystum fiski, en sá fiskur cr liraðfrvstur um borð í togaranum s'Jálfum, scm er búinn nýtfzku hraðfrystitækjum. i’r slík framleiðsia nýung hér á landi, sem vert er að gela gaum. Er fiskurinn úr Jörundi sagður sérstaklega fall- egur, enda unninn glænýr, beint úr vörpunni. Togarinn er nú í síðustu veiði- förinni fyrir Dalvíkinga, en að því búnu nnm skipið væntanlega taka að leggja afla upp hér á Akureyri til herzlu, en Guðmundur Jörunds- son útgerðarmaður er einn þeirra, sem vinna að því að koma hér upp herzluhjölium, og er það verk nú langt komið. Verður áreiðanlega ekki hægt með neinni sanngirni að bera fjármálaráðherra það á brýn, að hann reyni ekki með öllum ráð- um að lækka kostnaðinn við starfrækslu ríkissjóðs. Hefur hann sérstaklega óskað eftir, að meðráðherrar hans hlutuðust til um, að gætt væri ýtrasta sparn- aðar á opinberum vinnustöðum. En fyrst Sjálfstæðismenn eru að fjasa um sparnað og hálfgert að drótta því að Framsóknarflokkn- um, að víst ætti nú að vera hægt að spara af útgjaldaliðum fjár- laganna, og láta þannig í það skína; að það kunni að stranda á þessum aðilum, þá ættu þéir að stinga upp á hvað á að spara og hvernig. Mun allra sízt standa á núverandi fjármálaráðherra í þeim efnum. En hann hefur unn- ið sér virðingu allra ábyrgra landsmanna með festulegri fjár- málastjórn og breyttum vinnu- brögðum um alla fjárstjórn rík- isins. N autgriparæktin. Danir gera mikinn fjölda til- rauna í nautgriparæktinni, bæði með fjárframlögum þess opinbera og einnig kostað af einstakling- um. Á tilraunabúinu Hellerup á Fjóni er tilraun í gangi með 2 flokka af mjólkurkúm. Er annar flokkurinn í venjulegu fjósi, með venjulegum fjóshita. Hinn flokk- urinn er hafður í rúmgóðri hlöðu og eru kýrnar látnar ganga þar lausar, og er jafnan. séð fyrir nægum undirburði, aðallega hálmi. Helmingur hlöðunnar er hreinsaður daglega og í þeim enda hlöðunnar eru kýrnar mjólkaðar og þeim gefið. Kýrnar, sem voru í venjulcgu fjósi tilraunaíímann, mjólkuðu um 2 kg. meira að meðaltali á dag, heldur en hinar, sem gengu lausar í hlöðunni. Var það álit Deirra, sem ræddu um þessi mál, að góð fjós þuríi handa góðum kúm. (Eftir veturinn var komið 1 meters lag af áburði í þann hluta hlöðunnar; sem kýrnar gengu lausar). Fitunarefni. Tilraunum er haldið áfram með fitunarefni hánda gcldum kúm, sem ala á til slátrunar. Árangur þeirra er nokkuð misjafn. Reynd- ir hafa verið í misstórir skammtar af fóðuréfnum og hafa þeir allir ,sýnt nokkurn áéangúf, én ‘sá' minnsti hlutfallslcga mest. Um notkun þessara fitunar- efna eða vaxtarefna eru nokkuð deildar meiningar fræðimanna, en þeir, sem mæla með notkun þessara efna, telja sig hafa til- raunir sér til stuðnings og varð- andi kýr, sem aldar eru ,til slátr- unar, í-ökstyðja þeir mál sitt á eftirgreindan hátt:. ' 1. Kýrnar þyngjast meira af sama fóðri, ef þær fá fitunarefni (t. d. Veveron). 2. Slátrarinn eða sláturhúsið fær hlutfallslega sama sláturþunga. 3. Neytendurnir fá engu lakara kjöt, þrátt fyrir notkun þessara efna, hvorki hvað snertir bragð né önnur efnagæði. Gróffóður. í Danmörk er ríkjandi mikill áhugi fyrir því að auka notkun á hvers konar gróffóðri, svo sem heyi, hálmi, rófum o. fl. Á haustmótinu var getið til— rauna, sem gerðar hafa verið með það fyrir augum að upplýsa hvers konar fóðrun borgaði sig bezt — hvaða fóðurnotkun reyndist ódýrust og gæti þannig haft áhrif á framleiðslukostnaðinn. Tilraunir, sem eru í gangi í sambandi við þetta spursmál, benda eindregið í þá átt, að þær kýr þorgi sig bezt að öðru jöfnu, sem eta mest af gróffóðri. Á það mætti benda í þessu sambandi, að ekki væri vanþörf á að forráðamenn búfjárræktarinn- ar hér á landi kæmu á fót tilraun- um varðandi þetta spursmál. Má telja að hér sé enn meiri þörf á því að fá tilraunir u.m þetta atriði heldur en í Danmörk, því að hér þurfum við að flytja inn allt kjarnfóður, en Danir þurfa þó ekki að flytja inn nema nokkurn hluta þess, sem þeir gefa t. d. sín- um mjólkurpeningi. Afkvæmarannsóknir nautgripa. Mjög veigamikill liður í bú- fjárrækt Dana eru afkvæma- rannsóknir nautgripa. Er það einn veigamesti þátturinn í öllum nautgripakynbótum. ■ Á síðastliðnu án voru til rann- sóknar 35 flokkar, eða dætrahóp- ar 35 nauta. Þessum déetráhópum er komið fyrir víðs vegar iim landið og í hverjum flokki eru £rá 11—20 kvígur, en í flestum flokk- unum eru 16—18 kvígur. Þcss er gætt að sem flest at-riði, sem máli skipta, séu eins fyrir alla ein- staklinga hvers flokks, svo og einnig að öllum fiokkunum séu búin hliðstæð ytri skilyrði, sVo sem fjósin, fóðrunin, hirðingin o. fl. Þá er þess gætt, áð kvígurnar í hverjum flokki séu á sem líkust- um aldri og að burðartími þeirfa sé líkur. Sé ‘fyllstu tilrauna- mennsku gætt í sambandi við þessar afkvæmarannsóknir, er af þeim að vænta 'mikils árangurs, enda leggja Danir mikið upp úr þessum tilraunum. Hér í þessum þáttum hefur áð- ur nokkuð verið rætt um þýðingu . slíkra afkvæmarannsókna hév-: á landi. Bjarni Arason ráounautur hefur hér í blaðinu gert þessum málum nokkur skil og verður því ekki að þessu sinni rætt nánar um þau, enda þótt að ástæða sé til að hreyfa þessu máli oftar óg víðar, því afkvæmarannsóknir verða að komast á fót fyrr ón síðar, bæði hér í Eyjafirði og ann- ars staðar, tiþþéss'að flýta fyrir ræktun mj ólkiy'kú&síófnáins,! scm er mjög sundprlpitur hvað. ,ýmáa verðmséfa' ejginleíka "snertir og ekki sízt' végíiá’ þess' áð ékki má nefna á nafn innflutning erlendra búfjárfjárkynja til reynslu og kynblöndunar ef slíkt reyndist hagkvæmt. Annars get eg ekki stillt mig urn • aAdrerrdrrfrT þ'císu sambandi, að_þessLafsiað.a..ráða- manna hér á landi er einstæð, og eg efast um að nokkurt sjálfstaett ríki á jarðarki'iýgiunni 'girði sig þeim varnarmúfúm varðáhdi innflutning búfjái’ sem við fslend ingar. Meira að segja eru græn- lenzkir Eskimóar frjálslyndari í þessum efnum ' eh Íslendingar, því að eg man ekki betur en að þeir væru að flytja inn hreindýr frá Noregi í fyrravetur. — Á. J. MOLASYKUR grófur ¥ STRÁSYKUR finn ¥ HRÍSGRJÓN a kr. 5.70 kg. ¥ BLÓDÁPPEL5ÍNUR * GRÁFÍKJ UR í l. vigt, á kr. 10.00 kg. ¥ DÖDLUR i l. vigt. ¥ SVESKJUR stórar og smáar. HAFNARBÚÐIN H. F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.