Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 8

Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 8
8 D A G U R Miðvikndaginn 28. janúar 1953 «5555555555555555555555555555555555555555555555^ DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreíðsla, auglý.ingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa 1 Hafnarstvx'ti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverju.n miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlf. &* Prentverk Odds Pjörnssonar h.f. Afgreiðsla fjárlaganna VIÐ ÞRIÐJU umræðu fjárlaganna síðastliðinn mánudag gerði fjármálaráðherrann, Eysteinn Jóns- son, grein fyrir því, hvernig stjómarflokkarnir hyggjast afgrciða fjárlögin nú, þegar ljóst er orðið, að aðgerðir ríkisvaldsins til lausnar verkfallinu kosta ríkissjóð um 20 milljónir króna vegna niðurgreiðslu á vöruverði og aukinna fjölskyldubóta. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið hækkuð sem þessu nemur, eða um 5%, en til þess 'áð sú áætlun standist, jrnrfa tekjur ríkisins að verða eitt' hvað hærri í ár cn þær voru árið 1952. Ráðherrann benti á það, að þetta væri nú gert með sérstöku til- liti til þess, að vænta má þess, að tolltekjur rikrsirrs af efni til hinna stóru framkvæmda við Sog og Laxá’ svo og við byggingu áburðarverksmiðjú, múndú nerna verulegum fjárhæðum, en að öðru lcyti eru tekjumöguleikar ríkissjóðs sízt álitlegri r ár en þeir voru i fyrra. Áður en til verkfallsins kom, hafði ríkisstjórnin ákveðið að fá frá Alþingi heimild til þess að leggja fé til ýmiss konar framkvæmda í ár, ef það kæmi á daginn, að tekjur ríkisins myndu fara fram úr því, sem áætlað var við fyrri uniræður fjár- laganna. Nú er ekki um slíkt að ræða, og þær 20 milljónir, sem ganga til niðurgreiðslu á vörum og til fjölskyldubóta ríú, þýða því í rauninni niinni opinberar framkvæmdir og atvinnu, eú orðið heföi að óbreyttum ástæðum fyrir verkfallslausnina. Þessar upplýsingar fjármálaráðherrans minna á, að það er varasamur hugsunarháttur, sem alið er á af sumu íólki, að þær ráðstafanir til lækkunar á dýrtíðinni, sent gerðar voru í desember, hafi rauii- verulega ekki kostað neitt, þar liafi allir fengið eitt- hvað lyrir ekkert. Fjárframlögin úr ríkissjóði að þessu sinni reyndust möguleg vegna sérstakra að- stæðna, þar sem eru stórlyrirtækin þrjú, sem í smíð- um eru og innflutningur efnis til þeirra fyrir erlent fjármagn, og með því að horfa til þeirrar staðreynd- ar, að minna fé verður liægt að leggja til ýmiss kon- ar opinberra framkvæmda en upphaflega var ráð fyrir gert. Þessar aðstæður þurfa menn að hafa í liuga, er þeir ræða um mögulcikana á því að halda áfram á þessari braut, að færa niður verðlag í verzl- unum með beinum fjárframlögum úr ríkissjóði. í ræðu sinni benti fjármálaráðherrann á, að sú lækkun visitölu, sem gerð var í desember með niður- greiðslum og nemur raunvérulega fjórum stigum, kostaði 13 milljónir króna, og voru þá valdar þær vörutegundir, «cm ódýrast var að greiða niður með tilliti til áhrifa á vísitöluna. En ef farið verður að greiða niður íleiri vöruflokka, kemur brátt að því, að það kostar 8 milljónir og meira að greiða niður sem svarar tvcimur vísitölustigum. Slík framlög eru ekki hugsanleg nenia með því að skera niður út- gjöld til framkvæmda að miklum mun eða breyta löggjöf, sem kallar á mikil útgjöld, og raska mjög þeim grundvelli, sem ríkisreksturinn hvílir á. Er því ljóst, að þessi leið er erfið og torfær, og er nauð- synlegt fyrir allan almenning að gera sér grein fyrir því, að afleiðingar af slíkuni áfskiptum ríkisvaldsins af verðlagi, hljóta að sjást einhvers staðar annars staðar en í lækkuðu vöruverði. Hér er sem sé ekkert undrameðal á ferð, ekkcrt himnabrauð, sem ríkis- valdið getur úthlutað öllum að kostnaðarlausu. Það er erfiðara að feta niður dýrtíðarstigánn cn upp eftir lionum. í LOK ræðu sinnar ræddi Ey- steirín Jónsson úm nauðsyn þess, að koma á jafnvægi í fjármálum, og mælti hann þá meðal annars á þessa leið: „Þótt Alþingi og ríkisstjórn geri skynsáinlégar ráðstalanir til þess að koma á jafnvægi í fjárhagsmálun- uni, afgreiði 'greiðsluhallalaus fjár- lög, útlán bankanna séu höfð heil- brigð og fjárfestingin miðuð ■ við það fjármagn, sem raunverulega er til ráðstöfunar, til þess að standa undir henni, þá mundu þessar ráð- stafanir ekki nægja til þess að við- halda stöðugu verðlagi og stöðugu gengi peninga, ef sterk almanna- samtök, eins og til dæmis samtök launamanna, notuðu sitt mikla vald og .sín.miklu áhrif, til þess að knýja íram hærri launagreiðslur en fram- leiðslan gæti raunverulega borið. Væri það gert, þá hlyti þar af að leiða áframhaldandi verðbólgu, stöðugt hækkandi verðlag, hækk- andi framleiðslukostnað og þar af leiðandi gengislækkanir. Á hinn bóginn mundi það ekki nægja, þótt samtök launamanna miðuðu kaupgjaldsstcínu sína við að koma á jalnvægi ög viðhalda jafnvægi í fjármálum, stöðugu verðr' lagi og. stöðugu peningagengi, ef Alþingi og ríkisstjórn íyrir sitt leyti gerðu ákvarðanir, sem kæntu alveg í bága við þá stefnu, til dæm- is méð ábyrgðarlausri afgreiðslu fjárlaga og útlánapólitík, scm leiddi til verðþcnslu og gengislækkunar. Af þessu sést glöggt, að hœpið er, svo að ekki sé meira sagt, að viðhaldið geti cnðið jafnvœgisbú- skap, slöðugu verðlagi og stöðugu gengi peninga, nema j)vi aðeins, að bceði Alþingi og rikisstjórn og hin öflugu samtök launamanna, miði ráðstafanir iinar við þetta markmið." . ÞETTA ERU athygiísverðar og skynsamlegar ábendingar. — Slíkt samstarf ríkisvaldsins og launastétt- ana um að treysta ’fjárhagslegt sjálf- stæði þjóðarirírí'ár og þá jafnframt afkomu cinstaklinganna, er það marknríð, sem mést er um vert, að keppt sé nú að. FOKDREIFAR Útvarpsstöðin' heyrist vel í fjarlægð. 1 FREGNIR BERAST af því, að vél heyrisl tíl nýju útvarps- ■stöðvarinnar hér í grenndinni og víða um Norður- og Austurland og allvel. í öðrum landshlutum. — Blaðinu hefur borizt bréf frá les- anda sínurrí eiríum í Hólmavík og segir hann m.' a. á þessa leið: ,,...:Eg..veit nú ekki, hversu langt Hólmavík er frá stöðinni, en eg hlustgði á hana í tvö skipti þegar útvarpað var þaðan dans- lögum og heyrði alveg prýðilega vel til hennar, að vísu til muna Ispgra en að sunnan, en síður en svo óskýrara, þó hef eg aðeins 4-lampa tæki. Eg hef því hugsað mér að stilla á Akureyri, þegar tfuflanir eru á langbylgjunni eins og. oft á sér stað vegna ýmissa truflanatækja, sem í gangi eru, en þeirra vjrðist gæta minna á þeiri'i bylgjti, ’sem nýja stöðin sendir ’á'rí..' Gaman væri að fá fréttir víðar að,: t. d. úr Þingeyj- arsýslum,, <Skagafirði og Norður- Múlasýslu. Éyfirðingar, sem orð fer af. ÞAÐ ER GAMAN að frétta af því, þegar einhver héðan úr byggðarlaginu getur sér gott orð í störfum sínum annars staðar, ekki sízt erlendis, og þó einkum þegar þessar fregnir eru um framúrskarandi hæfni og dugnað, svo að orð fer af víða um lönd. En slíkar fregnir berast okkur til eyrna nú í vetur af ungum manui, sem lagði út í heiminn með lít- inn veraldlegan auð, en miklar gáfur og dugnað. Þessi maður er Géirrnúndur Ámason veðurfræð- ingur, úr i Glerárþorpi, sonur hjónanna Arna Jóhannssonar og Friðriku Ingvarsdóttur (frá Grímsey) , sem þar hafa átt heima uirí langa hríð én dvelja nú í elli- heimiliríu Skjaldai-vík. — Synir þeirra tveir, Geinnundur og Há- mundur, gátu sér mikið orð í skóla sem afbragðs námsmenn, og þeir hafa í starfi sínu aukið hróður sinn. Hámundur starfar í Kaupmarínahöfn og er verk- smiðjuefnafr. og nýtur mikils álits, en*Geirmundur er veður- fræðingur í Stokkhólmi og hann er einn þeirra veðurfræðinga, sem mest hafa lagt af mörkum til nýjunga í veðurfræði hin síð- ustu ár. Eitt höfuðvingsefni Geir- mundar hefur vei ið að finna vís- indalega aðferð til þess að spá fyrir veður langt fram í tímann. Eru notaða’’ til þess flóknar i eikningsaðferðir og vélar. Að- ferð sú, er Geirmundur notar við þessa útreikninga og vélar, sem hann hefur fullþomnað, hefur vakið mikla athygli meðal veður- fræðinga víða uríi heim, enda hefur sannast áð hann muni lengra kominn í að ná góðum ár- angri en flestir eða allir aðrir. Var eigi alls fyrir löngu sagt frá starfi Geirmundar í þætti þeim, sem fluttur ér í útvarpið hér mánaðarlega um veðurfarið. Var það fróðleg .greinargerð og ánægjulegt að hlusta á hana fyrir alla íslendinga, og þá ekki sízt fyrir þá, sem hér búa. Mönnum dettur í hug, hvort hið fámenna íslenzka þjóðfélag hafi efni á því að slíkir efnismenn séu starfandi með erlendum þjóðum. Eru ekki nóg verkefni hér og hefur nokk- uð verið gert tfl þess að bjóða þessum ungu efríismönnum starf við þeirrá hæfí hér he'ima? Kartöfluverðið. VERZLU.NARFQLK segir blað- inu, að nokkufs misskílríirígs virðist gætá hjá almenningi um kartöfluverðið miðað við sam- komulag það um vöruverð, sem gert var í verkfallslokin. Sam- kvæmt því átti I. flokkur kar- taflna að kosta kr. 1,75 pr. kg. og var svo tekið fram í hinni upp- haflegu útvarpstilkynningu um þetta efni. 1 vísiltöluútreikningi er ævinlega reiknað með I. fl. kartaflna. Kostaði þessi fl. áður kr. 2,45. í þennan flokk fara fljótvaxnar tegundir, svo sem Skán og Ben Lommond, en þær njóta ekki mikillar hylli hér nyrðra sem matarkartöflur. Þær eru hér einnig á boðstólum, t. d. í kjötbúð KEA á . fyrfnefndu verði. En . þær ! tegundir, sém menn kaupa helzt til matar hér eru Gullauga og Rauðar fsl, og þær eru metnar í úrvalsflokk. Kostaði hann kr. 2,75 áður, erí nú kr. 2,25. Þeir, sem vilja þessar tegundir, verða því að greiða þetta verð en ekki kr. 1,75. Loks er til annar fl., sem einnig er á boðstólum hér, í kjötbúð KEA. í honum eru tegundir, sem ekki eru hreinræktaðar svo og. teg- undin Rós. Þessi fl. kostar kr. 1,50 pr. kg. Hann geta menn feng- ið ef þeir vilja, en miklu lakari til matar verður hann að teljast. Píanókennsla get tekið nokkra nemendur. Þórgunnur Ingimundar, Þórunnarstræti 122. Sími 1824. Kúgun kvenna í Sovétríkjiinum í nýkomnu Lögbergi er eftirfarandi grein í þætt- inum „Áhugamál kvenna“, sem frú Ingibjörg John- son skrifar. Segir þar frá kanadískum ritstjóra, sem var boðinn til Rússlands. Hann hefur — eins ,og ýsl. sjómenn, sem gist hafa norðurhafnir Rússlands, — komið auga á eitt fyrirbrigði, sem ea\ íhugunarefni fyrir kvenþjóðina: aðbúðina, sem ;konan ,á, yið að búa í þessari paradís kommúnismans.. Greinin í Lögbergi er á þessa leið: „Það myndi vekja mikla urídrun og hneyksli hér í borg, og hvar sem væri annars staþar í þessgri álfu, ef konur sæjust vinna við vegagerð, strætis- hreinsun, kolaflutning og önnur slík stritverk; það myndi þykja hinn mesti ósómi að leggja konum slík verk á herðar. Oðru máli virðist yera. að-gegna handan járntjaldsins svonefnda; þar er það talið sjálfsagt að konum séu úthlutuð hin erfiðustu verk án tillits til þess að þær eru líkamlega veikbyggðari en karlmenn. Um þessar mundir birtist í Winríipeg Free Press ferðasaga til Peiping á hið svokallaða friðarþing kommúnista; er hún eftir Gerard Filion, ritstjóra franska blaðsins Le Devoir, sem gefið er út í Montreal. Hann er ekki kommúnisti, én er nokkuð róttækur í skoðunum. Honum var boðið á þingið og sá hann enga ástæðu til að hafna því boði, því frem- ur sem honum myndi þannig veitast tækifæri til að athuga að nokki-u það, sem er að gerast í kommún- istaheiminum, en að honum eigá fáir vestrænir bíaðamenn aðgang. Segir hann aílnákvæmlégá frá því, sem fyrir augu bar, og ættu seríi fléstir að lesá sögusogn hans með athygli. Samkvæmt fréttabréfum íslenzka útvarpsins, sem birtast að staðaldri í Lögbergi, þágu ríbkkrir ísíéríd- ingar boð á þing þetta; vænta má að þeir færi þjóð sinni eins óhlutdræga frásögn af ferðalagi síríu eins og þessi kanadlski ritstjóri. 08 ' Hér fer á eftir kafli úr frásögn hans: , • „Hinn vestræni ferðamaður, sern ' kérríur' tíl Moskvu í fyrsta skipti, verður séhnilégá' 'höggdófá þegar rússneskar konur bera honUríi'fyrrí’' sjónixj einu götusópararnir, sem eg sá í Moskvu, vorú* kon - ur; einu verkamennimir, sem eg sá gera við strætin, voru- konur. Steinsnar frá Lénm-kaþéllúrírii á Rauða torginu sá eg sex konur viríriá áð ’vé'gabótum nálægt hinum miklu áhorfendapöllum, er voru þétt- skipaðir gestum í tilefni hinna miklu Sovét-skraut- gangna; ein konan ók vörubíl, tvær affermdu efnið og þrjár unnu að vegagerðinni. í almenings-skemmtigarði bak við Kremlhöllina sá eg þrjár konur aka mold í hjólbörum í blóma- garða, en formaðurinn — karlmaður — stóð afsíðis með hendur í vösum og veitti þeim gætur. Á flug- völlunum við Irktusk og Omsk sá eg konurvera að endm-bæta rennibrautirnar með steinlími — se- menti. Fyrirbrigði þessum lík eru algeng í Sovét-Rúss- landi; enginn veitir þeim eftirtekt, en fólki frá Yest- urlöndum getur ekki annað en hnykkt við þessari sjón.“ — Ætli íslenzku gestimir- hafi veitt þessu- eftir- tekt? ......... — Sáu þeir konur úti við erfiðisvinnu, sem ein- göngu er falin efidum karlmönnum í öllum .sið- menntuðum löndum? Ennfremur.segir Filion ritst.jóri:. „Konur eru nauðbeygðar .tilnð taka að sér er.fið- ustu.vinnu; þú sérð þær við vinnu í .stálverksmiðj- unum og í kolanámnnum. Undir yfirskyni jafnrétt- is hefur Marxisminn niðurlægt kvenþjóðina; kommúnistar ásaka okkur um að hafa.gert konuna að leikbrúðu, en við getum svarað því til, að þeir hafa gert konuna að vinnuþræl.“ Á sama veg er frásögn Lydíu-Kirk í bréfum til dætra sinna, er hún sendi þeim meðan hún dvaldi tvö ár í Moskvu með manni sínum Alan Kirk, bandaríska sendiherranum þar. Hún hefur nú tekið saman efni úr bréfunum og gefið það út í bgkar- formi og heitir bókin Postmarked Moscow; útdrátt- (Framhald á 15. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.