Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 12. febrúar 1958 Þór. Kr. Eldjárn: Dagur og N Með sambandslögunum 1918 var tvímælalaust unninn stærsti sigurinn í sjálfstæðisbaráttu hinnar íslenzku þjóðar. Ollu stærri sigúr en nokkru sinni stofnun hins íslenzka lýðveldis .1944. Með sambandslögunum verður ísland sjálfstætt ríki, en með því eru þáttaskil í þjóðlífi fslendinga. Stjórnmálaþrasið við dönsk stjórnarvöld eru að kalla úr sög- unni og þjóðinni gefst nú tími til að snúa sér að fullu að hinum innri málefnum þjóðfélagsins: at- vinnu-, verzlunar- og menning- armálum, og hér þurfti margt og mikið að gera til úrbóta. Um það munu allir hafa verið sammála. Enginn sæmilega þenkjandi mað- ui mun nú draga í efa, að sama markmið hafi vakað fyrir öllum, er þeir tóku að ræða þessi mál: Heiil og hamingja hins íslenzka ríkis. Hins vegar kom það brátt í ijós, að deilt var um, eftir hvaða leiðum skyldi unnið að þessum málum og var næsta eðlilegt. Á þessum árum var allmikið öldurót í íslenzku þjóðlífi, þjóðin var að skiptast miklu meir en áður í ákveðnar atvinnu- stéttir, scm var bein afleiðing flutnings fólks úr sveitum lands- :ins til sjávarsíðunnar, hinn öri vöxtur kaupstaða og þorpa var þá hafinn og hefur haldið fram til þessa í æ ríkara mæli. Þetta lciddi til þess, að ýmis sjónarmið voru uppi um það, eft- ir hvaða leiðum þjóðarbúið .skyldi rekið, og sýndist hverjum sitt. Svo mjög urðu hér skiptar skoðanii-, að þjóðin skiptist um þetta í stjórnmálaflokka, og réð þá miklu hvar menn lentu í flokki, hvar í stétt þeir höfðu skipað sér, svo mun og tíðast vera. í þessu ölduróti varð Fram- sóknarflokkurinn til. Til að kynna landsfólkinu stefnumál flokksins og berjast fyi'ir málefnum hans, fór flokk- urinn að gefa út stjórnmálablað í Reykjavík 1917, „Tímann“, og ári síðar, 1918, hóf stjórnmálablaðið Dagur göngu sína á Akureyri, og fylgdi sömu þjóðmálastefnu og Tíminn. Fyrsta blað Dags kom út 12. febrúar 1918 og er því blaðið 40 ára í dag (12. febrúar), Það varð hlutskipti Framsókn- arflokksins og blaoa hans á stjórnmálasviðinu, að vera mál- svari og brjóstvörn fólksins í hinni dreifðu byggð þessa lands. Halda uppi, bæði á Alþingi og í fandsmálaumræðum, merki sveita og sveitamenningar, heyja baráttu fyrir jafnvægi í byggð landsins, vara við þeirri hættu er stafar af örum vexti kaupstað- anna, jafnframt því að bera fram xéttmætar kröfur bænda og sveitafólks um stuðning ríkisins við atvinnuvegi landsbyggðar- innar. Framsóknarflokkurinn hefur og verið aðalmerkisberi sam- viúnustefnunnar hér á landi í verzlun og iðnrekstri, og má óhætt fullyrða, að hagur sam- vinnustefnunnar væri næsta bágborinn og rislágur í þessu landi í dag, ef Framsóknar- Þórarinn Kr. Eldjárn. flokksins og stjörnmálablaða, er styðja hann, hefði ekki notið við til að hrinda illvígum og ofstæk- isfullum árásum andstæðinganna á samvinnufélögin, er frá fyrstu tíð er féiögin hófu göngu sína og til dagsins í dag, hafa haft á lofti vopnin til að reiða að þessum fé- lagssamtökum og særa þau ólífis- sári ef þeir fengju færi á. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður mótmælt með rökum, enda mun saga þess tímabils, þá rituð verður, staðfesta það. Þessara baráttumála Fram- sóknarflokksins ættu bændur, sveitamenn og samvinnumenn, hvar í stjórnmálaflokki sem þeir annars eru, að minnast með þakklæti. í þessari baráttu hafa stuðn- ingsblöð Framsóknarflokksins ekki legið á liði sínu, og það sem unnizt hefur í þessum málum, og það er mikið, eiga þau sinn gilda þátt í. Því er það skylt, nú á 40 ára afmæli stjórnmálablaðsins Dags, að færa blaðinu og ritstjór- um þess öllum þakkir fyrir, hversu trúlega og af mikilli rök- festu þeir hafa fylgt þessum ])jóðþrifamálum, en til Dags nær þetta þakklæti miklu lengra. — Blaðið hefur alla sína tíð verið í forystu um réttmætar kröfur Norðlendingafjóröungs og Norð- lendinga á hendur ríkisvaldinu til úrbóta á málefnum fjórðungs- ins í atvinnu-, samgöngu- og menningarmálum, jafnframt því að vera vettvangur, þar sem framfaramál innanhéraðs hafa verið borin fram og rökrædd. í öllum þessum málum hafa áhrif blaðsins verið mikil og heillarík, og áreiðanlega hefur það mörgu góðu áorkað, og mundi þó betur hafa verið, ef þröngur fjárhagur hefði eigi verið þess valdandi, að stærð þess varð að vera mjög takmörkuð. En ágæti blaðs fer ekki eftir stærð þess eða blaða- fjölda á ári, heldui' hinu, hvað blaðið flytur og hvernig mál- flutningur þess er. Því er það, þó að vikublaðið Dagur hafi ekki verið gefið út í stóru broti, er hann víðlesinn og hefur hann not ið þeirrar giftu að hafa ætíð haft góða, baráttureifa ritstjóra og suma með ágætum, og skal þar einkum nefndur Jónas Þorbergs- son, er mótaði blaðið upphaflega, en hann mun með réttu talinn fremstur blaðamanna núlifandi, að Jónasi Jónssyni undanskild- um. Það mætti hér mörgu við bæta og væri þess vert, en það er óþarft, því að blaðið talar sjálft fyrir sig, eg skal því ekki lengja mál mitt meira. En eg vil aðeins færa Degi mínar beztu ham- ingjuóskir á 40 ára afmælinu og árna honum góðs gengis og langra lífdaga. Eg vildi mega færa honum þá framtíðarósk að hann megi hér eftir, sem hingað til, vera drengilegur málsvari og sækjandi í senn, í málefnum Norðlendinga, og í stjórnmálabar áttunni standi hann ætíð þar í fylkingu er þjóðarhagsmunir eru settir ofar flokka- og stétta- sjónarmiðum, hugsjónir ofar efn- ishyggju og stundarhagnaði. Að lokum þakka eg blaðinu margar ánægjustundir og upp- byggilegar. Þór. Kr. Eldjárn. Páll Hermannssoii fyrv. alþingismaður látinn Páll Hermannsson fyrrum al- þingismaður lézt 31. jan. sl., 77 ára að aldri, og var jarðsunginn 7. febrúar. Ilann var einn af merkustu mönnum á Austurlandi og sat um áratugi á alþingi fyrir Norðmýlinga. Nú fá landlausir sjó- menn Iandgi)ns[ulevfi c o j Landlausir sjómenn — þ. c. a. -s. sjómenn, sem ekki eru borgárar í neinu landi og hafa ekki skilríki fyrir borgararéttindum sínum, hafa nýlega hlotið réttindi, sem eru þeim dýrrnæt. Fyrir tilstuðlan Jiollenskra yfir- valda var fyrir skiimmu haldinn ráðstefna í Haag, þar sem réttindi landlausra sjómanna voru rædd og ákvarðanir tcknar um ])au mál. A þessari ráðstefnu mættu fulltrúar frá Hollandi, Danmörktt, Norcgi, Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi, Belgíu og Vestur-Þýskalandi. Auk þess mættu á ráðstefnunni álieyrn- arfulltrúar frá Skrifstofu flótta- mannaráðunauts Sameinuðu þjóð- anna og Aljijóða Vinnuniálastofn- unni (ILO). Það eru aðallega flóttamenn, scm gcrst liafa sjómeiin, sem ckki eiga tilkall til neins Jands. Víða ttm lönd er það svo, að þótt þessir menn séu skráðir á skip fá þeir ekki land- gönguleyfi vegna Jiess, að þeir hafa engin skilríki cr sanna hverrar þjóð- ar þeir eru. Hafa ])essir menn oft á tíðum verið fangar ttm l)orð á skip- untim, sem þcir sigldu með, jafnvel ár cftir ár. Á fundinum í Haag samþykktu fulltúar þeirra átta ])jóða, er þar áttu fulltrúa, að eftirlciðis skuli Jiessir landlausu menn lá að fara í land í Köfnum þeirra landa, cr lilut áttu að máli, og að tilraunir skuli gerðar til þess að fá Jlciri þjóðir til þess að ganga inn í þetta samkomu- lag. Skiðamót Akurevrar 1958: Hagnús Guimundsson KA varð Ákureyrarmeisíari í svigi Keppendur voru 57, |)ar af 25 í drengjaílokki Skíðamót Akureyrar hófst sl. sunnudag, 9. febrúar, með keppni í svigi. Keppt var í A., B. og C fl. karla og tveini drengjaflokkum. Enginn keppandi var skráður í kvennafl. Keppnin fór fram í Sprengibrekku ofan Knarrarbergs. — Veður var fremur liagstætt. — Knattspyrnufélag Akureyrar sá um mótið og fórst það vel úr hendi. Áhorfendur voru fáir. Aukinn áhugi. Það má segja að nú blási byr- lega fyrir skíðaíþróttinni hér á Akureyri, því ekki hefur annar eins fjöldi tekið þátt í skíðamót- um undanfarið og nú var mætt- ur til leiks, meiri parturinn ung- lingar og er það gleðilegt. — Enginn vafi er á því, að nám- skeiðið, sem haldið var fyrir skömmu hefur haft góð áhrif á unglingana og áliugi þeirra auk- izt mikið á skíðaíþróttinni. -— En hvar er kvenfólkið? Keppnin gekk fljótt og vel. Keppni hófst í A og B £1. og var brautin tilbúin er keppendur lcomu á mótsstað og er það miög gott, því þá verða engar tafir við lagningu brautar og keppni getur hafizt strax. — Braut A fl. var ca. 350 m. löng með 4S hliðum, B fl. keppti í sömu braut, en hyrjaði 5 hliðum neðar. Akureyrarmeistari í svigi varð Magnús Guðmundsson, K.A. og sigraði hann með yfirhúrðum. — Magnús er nú áreiðanlega einn af beztu skíðamönnum landsins og Hjálmar eini skíðamaðurinn á Ak., sem getur veitt honum keppni, en honum hleklctist á í seinni ferð og hafnaði í 3. -sæti. Birgir Sigurðsson, Þór, varð 2. og er hann öruggur. í B flolcki bar mest á Siglfirð- ingunum, Gunnlaugi og Hákoni, (M. A.) og sigraði Gunnlaugur en Hákon vai'ð annar. 3. varð Páll Stefánsson, Þór. í C flokki varð sigurvegari Hallgrímur Jónsson, K.A., er. ívar Sigmundsson, K.A., náði beztum brautartíma í fyrri ferð, en datt illa í seinni ferð og varð aftarlega. Annar varð Grétar Ingvarsson og þriðji Sigurður Víglundsson, báðir úr K.A. — Keppendur í C fl. voru 17 og er það prýðileg þáttaka. í þeim flokki eru margir efnilegir piltar, sem með góðri tilsögn og mikilli æfingu geta orðið góðir. í drengjaflokkunum vora keppendur 25 og sýnir það bezt. þann mikla áhuga, sem nú ríkir hér í bæ á skíðaíþróttinni. í eldrl drengjaflokki, 13—15 ára, varð fyrstur Guðmundur Tulinius og: er hann efnilegur. — í yngra. drengjaflokki, 12 ára og yngri,. varð fyrstui’ Jóhann K. Sigurðs- son. — í þeim flokki var einn 7' ára drengur, sem vakti athygli, Jón Halldórsson, og stóð hann. báðar ferðir og var ákaft fagnað_ Ilelztu úrslit: A flokkur. 1. Magnús Guðmundsson, K.A.,. 90.1 sek. 2. Birgir Sigurðsson, Þór, 101.3: sek. 3. Hjálmar Stefánsson, K.A., 104.9 sek. B flokkur. 1. Gunnlaugur Sigurðsson, M.A.,. 83.6 sek. 2. Hákon Ólafsson, M.A., 85.0 sek 3. Páll Stefánsson, Þór, S6.5 sek. C flokkur. 1. Hallgrímur Jónsson, K.A., 50.3 sek. 2. Grétar Ingvarsscn, K.A., 51.2 sek. 3. Sigurður Víglundsson, K.A., 55.2 sek. Drengir 13—15 ára. 1. Guðmundur Tulinius, K.A., 61.2 sek. 2. Valsteinn Jónsson, Þór, 62.6 sek. 3. Þórarinn Jónsson, Þór, 64.1 sek. Drengir 12 ára og yngri. 1. Jóhann Karl Sigurðsson, K.A., 38.5 sek. 2. Stefán Ásgrímsson, Þór, 41.7 sek. 3. Smári Sigurðsson, K.A., 42.6 sek. Mótsstjóri var Hermann Sig- tryg'gson og stjórnaði hann mót- inu röggsamlega. Skíðamót Alcureyrar heldur áfram um næstu, helgi. Keppt verður í stórsvigi, öllum flokk- um. Ekki er enn ákveðið hvar sú keppni fer fram, en sennilega verður það í Illíðarfjalli, fyrir ofan Skíðahótelsbygginguna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.