Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 11

Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 12. febrúar 1958 D A G U R 11 Uörður Svanbergsson við prentvél Dags, ásamt Friðrik Vestmann prentnema. Vélin er stór og margbrotin og skilar 50 fullprentuðum blöðum á mínútu. — Upplagið er nokkuð á fimmta þúsund. Var rauði fiugnasveppurinn „sfríðsöi” berserkjanna? stjórans og kollurinn galtómur og allt tíðindalaust og dauft, finnst manni. Reynslan er þó sú, að efnið verður oftast of mikið og langt fram yfir það, þegar til Laugardagskvöldið 18. jan. var ungur blaðamaður að vinnu sinni í húsakynnum blaðsins „Socialdemokraten for Randers og Omegn“. Fékk hann þá á eitt firðrítamóttökutœki blaðsins eft- irfarandi frétt: „H. C. Ilansen forsætisráðherra andaðist skyndilega af hjarta- slagi.“ Skeyti þetta var merkt R. B. (þ. e. Ritzaus Bureau) og það var tímamerkt, eins og skeyti þessarar fréttastofu eru venju- lega. Tíminn var 22.45, en skeyt- iö var ekki „númerað" eins og slík skeyti eiga að vera, og ekki stóð heldur, frá hvaða borg skeytið kæmi. En þetta var ungur og óreynd- ur blaðamaður, hann trúði þessu, og hélt hann nú'burt úr húsir.u og til samkomuhúss nokkurs, þar sem um 100 ungir jafnaðarmenn voru á dansskcmmtun me'ð fleira fólki, og sagði tíðindin. . Dansleiknum var nú hætt, og formaður knattspyrnufélagsins, sem fyrir dansleiknum stó'S, hólt 20 mín. minningarræöu um H. C. Hansen forsætisráðherra. Því næst var þjóðsöngurinn leikinn og' allir — um 400 — héldu heirn. — Eftir 10 mín. komst upp, aö þetta var allí saman gabb, en þá voru þessir 400 komnir af stað með fréttina. kastanna kemur. Þó fara mai'gar aðsendar, nafnlausar greinar í ruslakörfuna og aldrei er hægt að flytja nema mjög takmarkaðan hluta af því efni, sem þyrfti. Er H. C. Hansen var sagt þetta daginn eftir, þá taldi hann slæmt — og gæti jafnvel verið hættu- legt á órólegum tímum — ef hægt væri að senda slíkar fals- fréttir með firðritum og ekki' finna upphafsmanninn. — Eiga margir telex-firðrita, og er ekki talið líklegt, að hafist upp á sökudólgnum, sem flestir telja að muni vera truflaður á geði eða „psykopat".' Evrópumeistaramót í skauta- hlaupum var háð í Eskilstuna í Svíþjóð 1, og 2. febrúar. Aðstæð- ur voru mjög slæmar, og árang- ur því í lakara lagi. Fyrir keppn- ina var reiknað með, að heims- meistarinn Knut Jóhannesen frá Noregi, væri sigurstranglegastur, en það fór á aðra leið, þar sem Evrópumeistarinn frá í fyrra, Oleg Gontsjarenko, Rússlandi, bar sigur úr býtum. Aðaistyrkleiki Gontsjarenko er á lengri vegalengdum, eins og Knuts, en hann er mun betri spretthlaupari en Ncrðmaðurinn, og gerði það gæfumuninn að þessu sinni. Knut Jóhannesen náði heldur ekki öðru sæti, eins og hann hef- Blýletrið, sem búið er að nota, er brætt upp aftur og biður þess að mynda stafi, orð og setningar á ný fyrir næsta blað. 75.000 námssíyrkir Alls er getið 75,000 námsstyrkja og menntunarmöguleika víðs vegar um heim í bókinni „Study Abroad", sem UNESCO — Mentunar-, vís- inda-, og menningarstofnun Sam- cinuðu þjóðanna — gefur út árlega og sem er kominn út fyrir árið 1958. kíeðal námsstyrkja, sem veittir erUj má nefliít’ úrtljkra. í Rús'sÍa>idi, BúlgáHu, Rúrnehfú, Gfíáná, ■ Pára- quav, Abessimu og Saudi-Arabíu. „Study Abroad“ er í ár samtals 836 blaðsíður. Þar er þess getið, að árlega leiti 150.000 nemendur út fyrir landamæri síns eigin lands til náms í samtals 72 löndum. ir gsrt á tveimur siðustu Evrópu- meistaramótum, en hafnaði í þess staö í þriðja sæti, en Rússi hlaut annað sæti að þessu sinni. Oleg Gontsjarenko hefir um ára- bil verið einn bezti skautahlaupari Rússa, og auk þess, sem hann heíir nú tvívegis orðið Evrópumeistari, befir hann einnig orðið heims- msistari í slmutahlaupum. Árið 1954 tók hann fyrst þátt í Evrópu- meistaramótinu og varð þá fjórði. Arið eftir var hann í öðru sæti, en 1956 hlaut hann fimmta sæti. Og nú tvö síðustu árin hefir hann orðið sigurvegari. Hefir enginn keppandi staðið sig eins vel og hann á Evrópumeistaramótunum síðustu árin. „Þá var mér ótti einu sinni er þeir grenjandi gengu ai öskum og emjandi i ey stigu — tíralausir — voru tóli saman.“ Þetta er forn lýsing á berserks- gangi. Berserkirnir grenjuðu, forðufelldu og bitu í skjaldar- rendurnar. Þá bitu lítt eða ekki vopn. Höfðu margir fornkonung- ar berserkjasveitir, sem úrvalslið í her sínum. Sumir telja berserk- ina hafa gengið brynjulausa í „berum serk“ til orrustu. En aðr- ir álíta að þeir hafi klæðzt vel eltum og seigum bjarnarfeldi, sbr. úlfhéðna, er einnig voru bar- dagamenn og klæddust úlfsskinn um. íslendingasögur herma frá berserksgangi hér á landi. Á Þóri ,,Vatnsdæling“ kom oft berserks- gangur þegar verst gegndi, en hann var „Jæknaður með áheiti“. Klaufi Svarfdælingur gekk ber- serksgang, Skallagrímur „ham- aðist“ o. s. frv. Einnig er getið hér útlendra berserkja. íslenzku berserkirnir virðast að jafnaði nýkomnir til fslands, eða hafa haft greið viðskipti við útlönd. Á Norðurlöndum virðist hafa verið margt berserkja í heiðni, en svo virðist sem berserkjagangurinn hafi rénað mjög með kristnitök- unni.------ Á seinni öldum hefur mörgum leikið forvitni á að vita, hvað valdið hafi berserksgangi til forna. Telja sumir hann hafa verið tegund af geðveiki, e. t. v. samfara sterkri sefjun. Og sízt er fyrir að synja að svo geti stund- um hafa verið. Menn fá bardaga- æði enn í dag végna geðtruflana, en einnig t. d. af vínnautn. Marg- ir hallast að þeirri skoðun, að berserkirnir hafi styrkt bardaga- hug sinn með lyfjum, líkt og enn tj.ðkast’/rheð. fr,umstæðu.m þjóð- flokkum.' Á Nórðúrlönclum og víðar fellur grunurinn á rauða flugnasveppinn (Amanita mus- cari, er nefndur hefur verið ber- serkjasveppur á íslenzku). (Sjá mynd.) Þetta er allra fallegasti skógarsveppur, algengur í tempr- aða beltinu, vex t. d. allt norður í Lyngen og Suður-Varangur í Noi-egi. Ekki hef eg heyrt hans getið hér á landi, en vel gæti hann leynzt einhvers staðar í birkikjarri, eða í grennd inn- -fluttra trjáa. Bei-serkjasveppur er vöxtuleg- ur hattsveppur. Hatturinn er venjulega skarlatsrauður, settur hvítleitum flekkjum, auðkenni- legur langt að. Ætisveppasafnar- ar láta hann alveg í friði, því að þetta er viðsjáll eitursveppur — í senn illræmdur og frægur. En skrautlegur er hann og ævin- týralegur, eins og þeir muna, er séð hafa kvikmyndina„Fantasia“. í henni notaði Walt Disney hring rauðra berserkjasveppa til skrauts og danstúlkunar. Flugna- sveppsnafnið er dregið af notkun hans sem flugr.aeiturs í ýmsum löndum. Var sú notkun kunn á Sturlungaöld. Linné ráðleggur hann gegn veggjalús. Pólverjar og Tékkar strá sykri á sveppinn eða leggja í sykurvatn. Sækja flugur í þetta og drepast. Rúm- enar hafa hann í glugganum til flugnaveiða. Reynzt hafa í ber- serkjasvepp ýmis eiturefni, sum alllík D.D.T. lyfinu alkunna. Sumar franskar húsmæður o. fl. kunna þá list að húðfletta og hreinsa berserkjasvepp til matar. En þrír óhreinsaðir sveppar eru hins vegar taldir banvænir með- almanni. Kemur eitrunin í Ijós að fáum tímum liðnum. Frægð sína hefur berserkjasveppurinn hlotið fyrir eins konar „áfengis- áhrif“. Korjakkarnir á Kamtsjatka- skaga í Austur-Síberíu þurrkuðu berserkjasveppina og höfðu með sér á ferðalagi, til þess að geta farið á túr þegar þá lysti. — E. Enderli, þátttakandi í leiðangri Bergmanns 1922 lýsir athöfninni hjá Korjökkum. Hann sá aðeins karlmenn neyta sveppsins, en konur unnu með að undirbún- ingi. Þannig sat t. d. ein kona milli manns síns og félaga hans og tuggði í óða önn þurrkaðan sveppinn unz úr varð deigkennd kúla, sem hún svo skipti og stakk upp í þá báða. Þetta var eins og þegar tuggið var í krakka á fyrri öldum, eða líkt og þegar ungl- ingar skiptast á um sömu jórtur- leðurstugguna nú á dögum. En Korjakka karlmennirnir vissu hvað þeir sungu. Berserkja- sveppurinn er nefnilega bragðill- ur fyrst í stað og veldur jafnvel ógleði. Þessi óþægindi lögðu kon- urnar á sig fyrir karlmennina, sem vildu aðeins njóta skemmti- legri hluta athafnarinnar. Karl- mennirnir létu nú tugguna liggja í munni sér um hríð, líkt og tó-, bakstölu. Smám saman urðu þei i- greinilega kenndir, tóku að masa og fjasa, hlæja tröllslegum hlátri, hoppa og dansa. Nú töldu þeir sér flesta vegi færa, þeir voru sterkir cg hugaðir, — í fáum orð- um sagt miklir menn að eigin áliti. Skilningarvit skerptust að sumu leyti, t. d. fyrir hávaða og lykt. Sumir sáu ofsjónir og héldu hrókaræður yfir ímynduðum verum. Suma greip mikið æði. — Loks linast þeir allir, falla í djúpan svefn og vakna aftur með timburmönnum. Álirifaefni ber- serkjasveppsins berast óskemmd til nýrnanna og lenda í þvaginu^ Þess vegna hirtu sumkr vandlega allt þvag hinna „veldrukknu“ og kneif það hver af öðrum. — Þetta minnir á viss atriði í Loka- sennu o. fl. sögum um Æsi, er þeir voru í austurförum. Hafa hinir fornu, austrænu herkon- ungar, Æsirnir e. t. v., þekkt þessa drykkjusiði á löngu liðnum öldum? Töframenn Korjakka notuðu líka berserkjasvepp til að komast í leiðsluástand. Svipað þekktist hjá frumþjóðum Amer- íku. Bæði þar og í Norður- og Framhald á bls. 15. E. D. Gráff pman Forsœtisráðherra Ðana „sleginn af“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.