Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 16

Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 16
16 Baguk Miðvikudaginn 12. febrúar 195S Stjórnmálanámskeið Framsóknar manna á Akureyri Jakob Frímannsson: Dagur og samvinnufélögin Eins og skýrt var frá í hajist er ætlunin að halda stjórnmála- námskeið á vegum Framsóknar- flokksins á Akureyri nú í vetur. Er nú þegar hafinn undirbúning- ur undir námskeiðið, og mun Ingvar Gíslason erindreki flokks ins stjórna því. Endanlega er ekki ráðið, hvenær námskeiðið hefst, en það mun verða síðustu dagana í febrúar eða í marzbyrj- un. Eru áhugamenn um nám- skeiðið beðnir vinsamlegast að hafa samband við Ingvar hið allra fyrsta, og séu einhverjir ut- an Akureyrar, sem vildu taka þátt í námskeiðinu eru þeir sér- staklega beðnir að gera viðvart. Vegna óvissu í samgöngumálum Eyjafjarðar af völdum snjóa, er tvísýnt um, að Eyfirðingar geti sótt námskeiðið lieiman frá sér daglega, og yrði því að reyna að útvega þeim samastað á Akur- eyri á meðan námskeiðið stend- ur, ef einhverjir hefðu tíma og aðstæður til þess að dvelja um kyrrt á Akureyri námskeiðsdag- ana. Væri mjög æskilegt að fá vitneskju um þátttöku hið allra fyrsta. Sími skrifstofu Fram- sóknarflokksins er 1443. - Mér þykir vænzt um Dag ... (Framhald af bls. 1.) Það munu hafa verið erjur þá milli blaðanna eins og nú? Ojá, ekki vantaði það, segir hinn aldni ritstjóri og brosir við, og voru gefin þung högg og stór á báða bóga. Einn harðvítugasti andstæðingur minn var Björn Líndal. Jónas frá Flatey var líka vel ritfær og kastaðist nokkuð í kekki milli okkar um skeið. En mörgum árum síðar og eftir að hann var fluttur frá Akureyri, hitti eg hann á götu hér og tók- um við tal saman og minntumst lítillega á fyrri viðskipti okkar. Sagði hann mér þá að nú væri breyting orðin á sér og myndi mér þykja hún fremur til bóta því að hann væri orðinn Fram- sóknarmaður. Við Gunnlaugur Tryggvi vorum alltaf persónu- legir vinir, þótt við værum ekki sammála í landsmálunum. Berðu kala til nokkurs manns vegna pólitískra átaka? Því fer fjarri, segir Ingimar og leggur á það áherzlu, enda eiga ritstjórarnir svo mörg áhugamál sameignleg og miklu fleiri en þau, sem um er deilt. Að síðustu óska ég Degi allra heilla. Mér þykir vænzt um hann allra blaða og vona að hann haldi áfram að vera forystu blað Norðlendinga, segir Ingimar að lokum. ----o---- Blaðið þakkar honum svörin og árnaðaróskirnar og minnir á það með ánægju að Ingimar Ey- dal, sem leiddi Dag fyrstu spor- in og lengi síðar, var gáfaður og cvenju snjall maður í ræðu og riti og á hann því drjúgan þátt í útbreiðslu Dags og áhrifum. Nú, þegar „Dagur“ heldur upp á fjörutíu ára afmæli sitt, vil eg nota tækifærið til að þakka hon- um fyrir allan þann stuðning, sem hann hefur veitt Kaupfélagi Eyfirðinga, öll árin síðan blaðið hóf göngu sína. — Ekkert ís- lenzkt flokksblað tel eg að hafi jafn ötullega og einlæglega stutt íslenzk samvinnufélög allt frá fyrstu tíð. — Sennilega hefur „Dagur“ líka haft betx-i aðstöðu til þess að fylgjast með málefnum samvinnumanna, en nokkurt ann að blað, þar sem stai'fslið hans, ritstjórar og afgreiðslumenn hafa jafnan unnið í næsta ná- grenni kaupfélagsins og fylgst I daglega með stöi'fum þess og framkvæmdum. Persónulega hef eg þekkt alla ritstjóra blaðsins á undanförnum árum og eiga þeir allir sammei'kt um það, að hafa verið einlægir samvinnumenn, sem töldu það skyldu sína að styðja heilbi'igt samvinnustarf, hvort sem það var á vegum kaupfélags Eyfii’ðinga eða ann- arra. Mér er það vel ljóst, að fyrir samvinnusamtökin og einstök samvinnufélög, er það ómetanlegt gagn að eiga aðgang að blöðum, Frá Æskulýðsheimili ‘ templara Um þessar mundir stendur yfir námskeið í leður-, plast- og tágavinnu. Innan skamms mun hefjast námskeið í leii-mótun. Þar gefst einstakt tækifæri til að læra undirstöðuati’iðin til þess að gera fallega „kei’amikgripi“, svo sem skálai’, föt o. fl. Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldi’i. Uppl. í síma 1481 kl. 5-7 og 8-10. sem af einlægni og áhuga styðja málefni samvinnumanna. Dag- blöð og vikublöð pólitísku flokk- Jakob Frímannsson. anna ná til fleiri lesenda erx nokkur önnur blöð eða tímarit, og er því augljóst, að stuðningur þeirra við hugsjónir samvinnu- manna, er því meii-a virði, sem þau eru víðlesnai’i. — „Dagur“ er tvímælalaust víðlesnasta blað landsins utan Reykjavíkur og því ekki að ólíkindum, að Kaupfélag Eyfii’ðinga telji sér mikinn styi'k að því að eiga hann jafnan að sem málsvai-a. — Mætti það verða svo, að íslenzk samvinnu- félög eigi á öllum tímum jafnt ötula og ódeiga málsvara til efl- ingar sínum málstað, sem „Dag- ur“ hefur ávallt vei’ið. - Dagblað á Norður landi (Fi’amhald af bls. 1.) ur, en miklu hefur þokazt nær því marki. Ef til vill mundi enginn at- burður í blaðasögu íslands á þessai’i öld merkari, en ef tækist að framkvæma hugsjónina um öflugt dagblað í höfuðstað Norð- urlands með öruggan markað í næsta þéttbýlinu. Slíkt blað mundi ekki aðeins styrkja aðstöðu fólksins í strjál- býlinu, heldur líka skapa mót- vægi í blaðaútgáfunni í heild, er mundi þjóðfélaginu öllu til góðs. '—í Eg á þá ósk bezta handa Degi nú, að honum auðnist að sækja fram að þessu marki á næstu ár- um með liðsinni þeirrar ungu fylkingar, sem ætlar að vinna þjóðlegri menningu og efnahags- legri framför af sama eldmóði og þeir liðsmenn blaðsins, sem ruddu brautina fyrir áratugum. Haukur Snorrason. Starísfólk Dags í febrúar 1958 Erlingur Davíðsson, ritstjóri. Þorkell Björnsson, afgr.maður. Sólveig og Inga Kristjánsdætur vinna við innpökkun Dags. Steingrímur. Páll. Jónas. E. D. Skemmtun B-listans verður haldin að Hótel KEA annað kvöld Miðar afhentir í skrifstofunni í dag og á morgun Framsóknarfélag Akureyrar efnir til skemmtunar annað kviild fyrir frambjóðendur, starfsmenn og stuðningsmenn B-listans við nýafstaðnar bæjarstjórnarkosningar. Skemmtunin hefst kl. 9 e. h. á Hótel KEA. Miðar verða afhentir í dag og á morgun í skrifstofu ílokksins á Hótel Goðaíossi endurgjaldslaust meðan upplag og húsrúm leyfir. Fluttar verða sluttar ræður, en síðan verður dansað til kl. 1. Daníel. Gestur. Jónas. Pétur. Óli. Skúli. Guðmundur. Hjörtur. „Dagur í dag“!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.