Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 12. febrúar 1958 D A G U R 7 Hesturinn er eina svokallaða húsdýrið, sem enginn veit tölu á hér á landi. Hann er villtastur þeirra og göfugastur ávöxtur, sem íslenzk náttúra framleiðir, segir Einar Bene- diktsson á einum stað. Og raunar er rciðhesturinn ekki skepna, segir í nýlega útkominni bók, „Sleipnir“, eftir Einar E. Sæmundsen, heldur skyni gædd vera, sem liugsar á sína vísu, elskar og hatar, umber og hefnir. hetta vita og skilja allir sannir hestamenn að fornu og nýju. Hesturinn víkur. Hesturinn er ekki lengur lífs- nauðsyn í landi okkar. Nýir tímar liafa fært okkur sterkari tæki til ílutninga þungavöru en hesturinn cr. Ennfremur fljótari farartæki. Brýr eru gerðar yfir fallvötnin, þar sem áður syntu hestar með menn ■og annan flutning á baki, vegirnir teygja sig eins og net yfir landið. l>eir eru lífæðar byggðanna, og J>ar þjóta vélknúnir fararskjótar, seni áður voru hestar og reiðmenn. Lagar sig eftir náttúru landsins. En prátl fyrir þetta fækkar liest- um Íítið í landinu. Þeir eru víða léttir á fóðrum og leggja ljúffengt kjöt í bú. A hvérju hausti eru J>eir í nokkrum metum, bæði hvað Jietta snertir, og ennfremur kemur þá í ljós, að ekki er hægt að fara í göng- ur án ]>eirra. Og einhvernveginn er það svo, að þegar allar leiðir lokast af snjóúm á vetrum og ekki er fært vcnjulegum farartækjum, er gripið til hestsins til flutninga og póst- l'erða. Engin skepna hefur lagað sig betur eftir íslenzkri náttúru en hest- urinn. 1 fyrsta lagi er hann svo þurftarlítill, að undrun sætir. Hann getur lifað vctrarlangt á fölnuðu grasinu einu saman, og Javí af sjálf- um sér, sem hann hefur safnað sumrinu áður. Frosthörkúr gera honum ekki mein, og svo er hann Jjolinn á ferðalögum, að hann á cngan sinn líka, og hann er bratt- gengur og fótviss. Ekkert hestakyn í víðri veröld hefur jafn fjölbreytt- an gang og íslenzki hesturinn, kyn- ið cr lítt ræktað og býr yfir dásam- legunt kostum, sem koma fram í til]>rifum gæðingsins og vitsmun- um hans. Gæðingiirinn við stallinn. En þótt orðið hafi þáttaskil í blutverki hestsins í íslenzkri sögu, •ér'saga hans ekki öll. Á ný er vaknaður áhugi á reið- mennskunni, og spórtliestum hefur fjölgað á síðari árum. Sumum Jryk- ir Jrað vart sæmandi Jrarfasta þjón- inum. En ]>að er hinn mesti mis- skilningur. Bæði er ]>að að ]>etta ■er ekki nýtt sport, heldur jafn gam- allt og íslandsbyggð. í öðru lagi er nú meiri Jaörf á því en áður, að tengja fólkið náttúru landsins og sögu. Til Jiess er hesturinn á marg- an hátt bezt fallinn. Enn ber ]>ess að geta, að þeir sem kunna að njóta hestanna, finna enga skemmtun betri eða hollari en samncytið við þá, og því þá ekki að veita sér þann munað? Og hér skal það fullyrt, og ekki út í bláinn, að margur máður'inn hefttr unað lífi strjálbýlisins mun betur, ef hann hefur átt gæðing sinn eða gæðingsefni við stallinn, og það hefur ■ jafnvel ráðið úrslit- um ungra manna um dvalarstað. Göfug en vandmeðfarin náttúruBörn. Én hin göfugu náttúrubörn eru vandmeðfarin. Og þau eru líka vandhitt. Það er stundum nokkuð löng leiðin úr stóðinu og til þess tíma, að söðlaður gæðingurínn býð- ur kosti sína alla. Fyrst er að velja sér hestefni. Bcztu hestamenn þekkja nokkuð til hestaætta, en sú kunnátta er þó aðeins lítils háttar leiðbeining, vegna ræktarleysis yfirleitt. Fremur verður að treysta auganu, óg ræðúr það venjuléga. mestu. Þó eru til þau hrossakyn, sem tæplega bregðast um fjör og aðra eftirsótta kosti. Um uppeldið veltur á ýmsu. Stundum er treyst á útiganginn, eða Guð og gaddinn, og þá er liinn tilvonandi reiðhestur algerlega villt skepna á tamningaraldri, oftast kvillalaus, en vöðvarýr, og lundin óstýrilát. Flestir sveitamenn þekkja af eig- in sjón og raun, hvernig hestur er taminn. Hér á Akureyri geta menn kynnzt því á einum stað sérstak- lega. Tamningastöð Léttis. Hestamánnafélagið Léttir hefur starfrækt tamningastöð undanfarna vetur með góðum árangri og verið heppið með forstöðu lrennar. Enn heldur í horfinu, og er tamninga- stöðin nýlega tekin til starfa og er þar fullskipað hestum. Aðaltamn- ingamaður er Arnór Jónsson, einn þeirra bræðra, sent hér eru kunnir fyrir hestamennsku. Þótt tamningamenn stöðvarinnar velji fremur aðra vegi en þá, sem mesta bera umferðina, sjást þeir í útjöðrum og nágrenni bæjarins- og ekki gangandi. En hvað er þar að sjá? kann ein- hver að spyrja. Um mánaðamótin janúar—febrúar ár hvert fyllast hús hestamannaWlagsins af liestum víðs vegar að. Flestir eru þeir ótamdir með öllu eða verra en ótamdir, hafa kannske sýnt sig í óknyttum eða ofsa og bczt að láta tamningastöð- ina um að koma tauti við þá kump- ána! Elver hestur fær sinn bás og nú verður hann að venjast múl og haga sér eins og hestar eiga að gera. Þeir þurfa fyrst að yfirvinna hræðsluna við manninn og skilja, að liann er vinur þeirra, Þeir verða samtím- is að bera virðingu fyrir honum og taka tilsögn. Þegar ungviðið er svo orðið vel bandvant í húsi og teym- ist þolanlega, þá.þarf .að járna það •og-cr það þó nokkur raun fyrir hræðslugjörn tryppi, þó að ckkert óvænt komi fyrir. En eftir það þarf ekki að óttast svcllin, en skafla- járnin geta þó verið hættuleg þeim hestum, sem hættir til að stinga sig. Einn góðan véðurdag eru svo fangarnir leyslir, hafa aðeins múl- inn, og smáferðalag er fyrir hönd- um. Stundum er ærslazt, þegar út er komið, en brátt er hópurinn rekinn á nokkurri ferð, og er þá um aniiað að liugsa en að fljúgast á. Þegar búið er að járna hópinn, er hægt að fara að temja. Ótemj- úrnar eru réknar í smáhópum í styttri eða lengri ferðir, og fá þær þá að spretta úr spori. Kemur þá Iljótt í Ijós, hve sporléttar þær eru og fleiri einkenni, sem hestamenn- irnir gefa gætur. Fyrst hlaupa hestarnir með múl- inn. Síðan er farið að teyma þá, og vérða ]>eir þá að læra að hlaupa vel fram með og vera léttir í taumi. Ef til vill er settur á þá lmakkur einhvern daginn, og virðast sumir hestar næstum verða montnir af því, en fleiri hræðast hann þó í byrjún. Hin stóra stund. Svo rennur upp sú stóra stund, þegar farið er á bak í fyrsta skipti. Þá getur margt að höndum borið og óvæntir hlutir gerzt. Sumir hest- ar tryllast gjörsamlega og ]>eytast áfram, ausandi og prjónandi, og þá er betra að ásetan sé örugg og knap- inn ekki geðríkur um of eða óbil- gjarn. Bíði hann ósigur og falli af baki í fyrstu lotu, hefur hesturinn lært það, hvernig á að koma manni af baki. Og hætt er við að hann noti sér það aftur við fyrsta tæki- Frá Tamningastöð Léttis á Akureyri. færi og jafnvel síðar á ævinni, þótt hann hafi sýnzt fulltaminn. Skapstórir hestar grenja jafnvel af vonzku og eiga erlitt með að sætta sig við hlutskipti silt. Aðrir cru fljótir til að tileinka sér háttu Iiinua tömdu. Þegar hesturinn hefur náð nokk- urri æfingu í að lilaupa mcð mann á bakinu, teymist vel með báðum hliðum o. s. -írv. vex áhugi tamn- ingamannsins fyrir ganghæfni hests- ins og fjöri. Stundum þarf þó lengi að bíða hvors um sig, og stundum er biðin til einskis. Vanalegast er þó, að á nokkurra mánaða ské>Ia komi í Ijós, hvaða eiginleikum megi búast við í fram- tfðinni af hverjum hesti. í höpum þeim, sem undanfarna vetur hafa verið á tamningastöðinni á Akureyri, hafa alltaf verið nokkur gæðingsefni, regluleg gæðingsefni,' og einnig nokkrar bykkjur og allt þar á milli. Klækjaklárinn. Svo sem í framhaldi af rabbinu um tamningu hesta, set ég hér eina frásögn Sigurðar Jónssonar frá Brún um óþekktarorminn Hand- legg: „Þegar Handleggur sá hnakkinn fóru heldur að koma kollhúfur á piltinn. .. hafðist ]>ó illindalítið að söðla hann, og var þá næsta vcrkið að komast á bak. .. var það æði- stund, að ég kom ekki upp á lion- um taumnum. Hann hljóp altur á bak ýmist eða henti mér til með hliðarköstum og ruðningi. Þegar svo loks taumurinn komst upp og cg náði hendi yfir hnakkinn, h’ófst leikurinn fyrir alvöru, jós liann ]>á strax og prjónaði til skiptis, svo ýmist tókst ég allur á loft með Iinakkkúluna í handarkrikanum eða ég mátti verja mér öllum til að halda taki á ístaðsólinni á hinni hliðinni, en um hana hafði ég gripið, til þess að vera tryggari með að hann kæmi ekki að mér höfð- inu og gæti krafsað mig undir sig éða strokið fram af sér tauminn. Barst þessi leikur allvíða og þang- að sem mér þótti verst, en það var á linjóskþurran mógrafarbakka, þar sem hann hafði viðspyrnuna ó- svikna, en ég gat átt von á Ijótu baði eða kannske við báðir. Að lokum hálfdatt hann í karga- þýfi og kyrrðist þá svo, að ég komsfi í ístaðið og gat lyft mér á bak. Hafi hann gert andhlé á meðatj. ég vatt mér á bak, þá vann hann. það upp, þegar er ég var þangáð kominn: risti hann þá stjórnlauí, um mýrina í ótal krókurn, með höf-> uðið milli framfótanna, síausandi og leit ekki upp, nema til þess a? setja á sig nýja hnykki. Eftir langa liríð hrékkja og meingjiirða, bar hann að tóftarbroti. Hann henti sig upp á vegginn, þar sem ]>að var lægst og stakk sér frafn af því, þar sem það var hæst. Hvort hann het- ur þá kornið óþægilega niður eða. fengið þá flugu í höfuðið, að ég; mundi sitja flest það, sem hann. tæki upp á, get ég ekki gizkað á, en. þegar ég datt ekki þarna, hætti hann hrekkjunum.“ Þessi lýsing stingur ef til vill nokkuð í stúf við hin giifugu nátt- úrubörn, sem fyrr var á minnzt. En því er til að svara, að enginn verður óbarinn biskup. Snillings- hestarnir verða vissulega að ganga í gegnum eldskírn tamningarinnar. Snillingar. Eftirfarandi kafli um Sleipni úr bók Einars E. Sæmundsens, segir h'ka, en á annan hátt, frá því, þeg- ar hesti er komið á bak í lyrsta sin n: Von bráðar sveiflaði Guð- mundur sér léttilega á bak, greip ístaðið með fætinum og sat örugg- ur í söðlinum. Sleipnir svignaði lítils háttar, utn leið og hann fann þungann á baki sér, hóf sig upp að framan en stóð’ kyrr í sömu sporum. Guðmundur fór sér ekki óðslega að neinu, hann hagræddi sér í söðlinum og jafnaði taumana í höndum sér. En á með- an talaði hann hlýlega við Sleipni og sagði honurn hvað til stóð. Og' folinn skaut til eyrunum, eins og hann vildi taka eftir því, sem hús- bóndinn var að segja. Svo tók Guðmundur hægt í taurn- inn, heldttr þéttara í þann vinstra og þrýsti læruhum að síðununí og- hælunum í kviðinn og smellti með' tungunni. Sleipnir steig áfram ofur gæti- lega, eins og hann væri að þrcifa fyrir sér. Honum fannst byrðirt nokkuð óþægileg í fyrstu, en rödd. Guðmundar lét vel í eyrum og eitt- Framhald á bls. 15.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.