Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 6

Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 6
f) D A G U R Miðvikudaginn 12. febrúar 1958 GISLI ]. ASTÞORSSON: lv? spur ði maðurinn Af þrjú hundr.uð pg sejctíu. rúkkurum, sem eg man eftir í svipinn, er mér minnisstæðastur snaggaralegur karl með brúnt kastskeiti sem vatt sér inn til mín einn góðan veðurdag og hót- aði að hirða innbúið. Mér er ákaflega hlýtt til hans. Hann er eini rukkarinn í veröldinni, sem hefur ógnað kommóðunni minni án þess eg ryki upp til handa og fóta og tæmdi veskið í kjöltu hans. Karlinn með kastskeitið hafði nefnilega farið húsaviilt. Hann var með vitlausan mann í takinu. Eg hvæsti framan í hann, sparkaði í sköflunginn á honum, rak upp djöfullegan haeðnishlátur og sagði honum að fara til fjandans. Það var ógleym anleg stund. Einkar hlálegt var það líka, að hann var sennilegast eini rukkarinn í bænum sem ekkert tilkall átti til kommóð- unnar. Hann var rúllugardínu- rukkari og húsið var ekki einu sinni orðið fokhelt. Þegar kennslukver fyrir hús- byggjendur verður gefið út hér á landi — og slík útgáfa er orðin mjög aðkallandi — þarf einn kaflinn að vera um rukkara. hann gæti heitið: Hvernig maður á að fela sig fyrir rukkurum eða skjóta þeim ref fyrir rass. Það er ekki þar með sagt að allir rukk- arar séu vondir menn í mínum augum. Eg ímynda mér meir aö segja að stéttin eigi sína sóma- menn, þó að það sé djúpt á þeim. Eg á bara við að það er jafngott að menn viti það frá byrjun að ef þeir ráðast í að byggja hús og eig'a ekki morð peninga, þá er þeim hér um bil eins nauðsynlegt að kunna að stinga rukkara af eins og að eiga lóð undir húsið. Eg lærði þá lexíu kennslubók- arlaust. Eg er búinn að byggja. Nú sé eg það á göngulagi manns hvort hann er rukkari, og eg sé það á svipnum á honum á hundr- að metra færi hvort eg á að halda strikinu eða skjótast bak við næsta húsvegg. En eg vildi það' hefði verið til handhægur bækl- ingur um lifnaðarhætti rukkara. Það hefði sparað mér talsvert taugaslit. Það var til dæmis sunnudagarukkarinn illræmdi. Hann lá á meltunni á virkum dögum en læddist úr fylgsni sínu um helgar og-fór á veiðar. Hann var gúmmísólaður og kom aftan að manni og ræskti sig og dró fram blaðið. Að lokum lærði eg auðvitað á hann. En eg svitna enn í dag ef einhver kemur aft- an að mér og ræskir sig. Raunar er eg ekki alveg viss um að eg hefði byrjað að byggja eí eg hefði vitað hvað í vændum var. Það er nefnilega ekki nóg að kunna að skjótast út um glugg- ann um leið og rukkarinn birtist :í dyrunum. Líf húsbyggjandans er hvert skakkafallið öðru verra. Heimur hans er sífellt á heljar- þröm. Eg skal nefna svolítið dæmi. Þegar við vorum að steypa ■skorsteininn, félck eg lánaða tvo verkamenn fyrir ekki neitt. Ann- ar var feikna nærsýnn; það var uppundir tommugler í gleraug- uniim hans. Þegar við ætluðum að byrja, var hann horfinn. Það var eins og hönd hefði seilzt úr skýjunum og tekið í hnakka- drambið á honum og hafið hann til himna algallaðan. Við kölluð- um, við snuðruðum kringum það allrahelgasta, við gægðumst ofan í steypumótin, en allt kom fyrir ekki. Loks hugkvæmdist okkur að leita bak við húsið sem ná- granni minn hafði í smíðum, og þar fundum við hann. Iiann var að hamast við að moka sandi í hjólbörur. Nágranni minn var líka að steypa, og nærsýni mað- urinn hafði runnið á steypuvél- arhljóðið og skyrpt í lófana án þess að hafa hugmynd um að hann var að steypa vitlaust hús. Það getur allur þremillinn skeð þegar maður er að byggja.. Einu sinni fékk eg steypufötu í höfuð- ið. Eg var að handlanga. Kunn- ingi minn stóð uppi á palli og tók á móti fötunum. í stað þess að senda þær niður í spottanum aft- ur, kallaði hann: Dúndur! og kastaði þeim niður og eg greip þær. Þetta gekk ágætlega lengi vel. Aðferðin sparaði okkur að meðaltali þrjá tíunau úr sekúndu á fötu. En svo gleymdi kunningi minn að kalla: Dúndur! Það er ekkert skemmtilegt að fá steypufötu í höfuðið ofan af vinnupalli. Annað mál er það að hinum reynda húsbyggjanda kemur það ekki á óvart. Það er eins og maðurinn sem fer í stríð- ið. Hann er höggdofa fyrst í stað ætla eg. Svo verður þetta hvers- dagslegt. Hann ypptir öxlum. Stríð, segir hann og spýtir um tönn, er stríð. Ef það ætti fyrir mér að liggja að stjórna leiðangri í fótspor ís- landsúlpu Hillarys, þá mundi eg setja það sem ófrávíkjanlegt skil- yrði að þátttakendur hefðu byggt hús. Þeir yrðu að byggja eitt hús hver áður en lagt yrði upp — og þeir yrðu að byggja af vanefn- um. Að svo búnu mundi eg óhræddur senda þá á Everest; næðu þeir ekki upp á tindinn, mundu þeir einfaldlega velta honum um koll. Blankir hús- byggjendur íslenzkir eiga ekki sina líka í veröldinni. Þeir sem sleppa lifandi úr hildarleiknum eru ódrepandi upp frá því. Hinir fara til Valhallar og byggja all- an daginn og drekka brennivín á nóttunni. Févana húsbyggjandi hefur all- an heiminn á móti sér. Menn ótt- ast að ella verði hann latur og værukær. Jafnvel indælustu út- dcilarar smáíbúðalána verða harðir í horn að taka, minnugir þess sígilda sannleika að þann sem guð elskar þann agar hann. Tvennt er blönkum húsbyggj- anda eins nauðsynlegt og matur og' drykkur, og stundum nauðsyn legra: a) innblásin eiginkona og b) andlegur sljóleiki. Andlega veiklunin gerir honum kleiít að (Listin að byggja.) hlusta á orðið „nei“ síendurtekiö án þess að skilja það sem neitun. Sú innblásna sparar honum Dagsbrúnarkaup á klukkustund. Bankastjórar eru öllum mönn- um nei-kvæðari. Áður en þeir eru ráðnir, eru þeir spurðir hvort þeir treysti sér til að segja nei við blanka húsbyggjendur. Ef þeir segja já, þurfa þeir ekki að segja já oftar á ævinni. Þeir hafa hver sinn stíl. Einn er sígeisp- andi, annar er grátklökkur, sá þriðji er í ægilega vondu skapi, eins og hann sé með timburmenn. Einn les í blaði. Hann er erfið- astur allra bankastjóra á íslandi, ósvikin hrollvekja frá hvirfli til ilja. Eg hef talað við mann sem segist hafa talað við þennan bankastjóra án þess að sjá af honum tangur né tetur ofar. nafla. Þegar hann var búinn að bera upp erindið, rumdi í banka- stjóranum. Það var auðvitað neikvætt en ekl*i jákvætt rum. En bankastjórum er vorkunn. Biðstofurnar þeirra eru fullar út úr dyrum af dauðhræddu fólki. Ef þeir segðu já við eina biðstofu fylli, yrðu þeir að segja á næsta bankarráðsfundi: „Heyrið mig annars, góðir hálsar, eg lánaði fjörutíu og fimm milljónir í gær- morgun.“ Svo eru líka banka- stjórar sem hvorki geispa, sífra né lesa blöð í vinnutímanum. Þeir segja bara nei. Fjáður maður getur byggt hús án þess að eiga innblásna eigin- konu. Oðru máli gegnir um þann sem byggir af vanefnum. Honum bráðríður á að konan sé innblás- in. Með innblæstrinum á eg við að hún sé eins konar samsuða af Bergþóru og Þuríði formanni og sjái húsið í hillingum. Það eru tólf bílhlöss af rauðamöl undir húsinu okkar. Konan mín fór sínurn mjúku höndum um hvert einasta korn. Hún varð móta- timburmeistari Sunnlendinga- fjórðungs 1954. Hún hreinsaði 15.000 fet af uppslætti. Móta- timburshreinsun fylgja ferlegir rykmekkir. Þegar konan min var í essinu sínu, var eins og atom- sprengja hefði fallið á hverfið. Eg hef sterkan grun um að hún hafi verið atvinnuíimbur-hreinsari í fyrra lífi. Kannski í Omsk. Við værum forrík ef hún vildi leggja þetta fyrir sig. Mig langar að segja dálítið frá þeim dögum í lífi húsbyggjand- ans þegar heimsendir er í nánd. Þeir eru að jafnaði tveir í viku. Heimsendir vofir yfir þegar smiðurinn heimtar 300 fet af l’’ sinnum 5” og hún er ekki til í bænum. Það eru óskráð lög í Fé- lagi íslenzkra timburkaupmanna að timburverzlanir megi ekki eiga þær stærðir sem beðið er um. Ef þig vantar eina tommu sinnum fimm, þá seldist síðasta spýtan í gær. Hins vegar eru til 200.8000 fet af einni sinnum sex og einni sinnum fjórir. Það þýðir ekkert að reyna að koma þeim á óvart. Eg spurði einu sinni mjög sakleysislega hvort þeir gætu selt mér fáein fet af einni sinnum sex. „Ekki til,“ sagði afgreiðslumað- urinn hróðugur, „en þú getur fengið eins og þú vilt af einni fimm og einni sjö.“ „Ha! þarna lék eg á þig!“ hrópaði eg sigri hrósandi. „Mig vantar einmitt eina sinnum sjö “ „Eik?“ spurði maðurinn þurrlega. Það er yfirvofandi heimsendir þegar maður er búinn að semja við dúklagningarmann og hann stendur með límdallinn inni á gólfi og gólfdúkurinn er suður á ítalíu. Það eru álög á íslending um að þeir eiga alltaf efni í hálft hús, aldrei efni í heilt hús. Það er auk þess alveg undir hælinn lagt hvorn helminginn þeir geta byggt. Þegar eg þurfti að kaupa hreinlætistækin í. húsið, fékkst ekki eitt einasta baðker. Hins vegar draup vatnssalerni af hverju strái. Eg hefði getað sett upp stærsta almenningsklósett á norðurhveli jarðar. Um skeið fékkst ekki þaksaumur þótt gull væri í boði. Menn tóku menn af- síðis og hvísluðu: „Áttu þak- saum, væni?“ Þegar saumui'inn kom, hvarf allt bárujárn af markaðnum. Ofnar? Það fréttist að maðuv væri farinn til Austur-Þýzka- lands að semja um kaup á ofnum. Það fylgdi honum blessun allra landsmanna. Svo leið og beið. Menn spurðu hver annan áhyggjufullir: „Nokkuð nýtt af ofnamanninum?“ Um þ að leyti sem ofnunum var skipað upp, flaug loftventla- og vatnslása- maður í ofboði til Þýzkalands. Blankur húsbyggjandi sker sig úr. Iiann er rauðeygður af svefn- leysi, með sement í hárinu og bunka af minnisblöðum í brjóst- vasanum. Séu höfð á honum endaskipti, sér maður í berar ilj- arnar. Auk þess rignir úr vösum hans hinu undarlegasta safni af skrúfum, nöglum, splittum, tommustokkum og hengilása- lyklum. Hann talar hús, hugsar hús, dreymir hús. Þegar minnzt ei' á peninga í návist hans, blakta á honum eyrun. Hann er á ferð- inni klukkan hálf sex á morgn- ana (það er eini tíminn sem hægt er að ná rörlagningarmann- inum heima) og um miðnætti (hann má ekki missa af síðasta strætisvagninum). Sé þess nokkur kostur, sezt hann aftast í vagninn. Þar er minnst hættan á að hann þurfi að vera með riddaralega tilburði. Það hvarflar ekki að honum að standa upp fyrir þrítugri konu. Ef hún er um fertugt, lokar hann augunum og læst sofa. Ef hún er eldri, reynir hann að gizka á þyngd hennar. Hann stendur upp fyrir fimmtugum hlussum. Hann sefur eins og steinn. Hann er sofnaður um leið og hann leggur höfuðið að kodda, og þó að rúmið dytti niður í kjall- ara, mundi hann ekki rumska. Börnin spyrja hver þessi ókunn- ugi maður sé sem komi út úr svefnherberginu hennar mömmu á morgnana. Ut yfir tekur þó þegar mamma verður snælduvit- laus líka og fer á fætur klukkan sjö og klæðir sig í verkamanna- galla sem er búinn að liggja uppi á háalofti síðan Jói frændi dó og eldar einhver reiðinnar ósköp a£ hafragraut og fær tólf ára barn- fóstru hússtjórnina og er horfin. Undir háttatíma reikar örþreytt- ur eyrarkarl með krullur inn um dyrnar, hámar í sig leifarnar a£ hafragrautnum, leggst fram á eldhúsborðið og sofnar. Mamma er komin heim. Þessi ritsmíði verður einhvers staðar að enda, og það er freist- andi að láta hana enda í eldhús- inu með timburhreinsunarmeist- ara Sunnlendingafjórðungs sof- andi fram á borðið. En eg má til með að segja fáein orð um augna blikið mikla og sérfræðingana. Augnablikið mikla rennur upp þegar húsbyggjandinn skipar krökkunum að halda sér saman, læsir sig inni í stofa og situr við það fram undir morgun að semja byggingaráætlun. Enginn hús- byggjandi með snefil af virðingu fyrir sjálfum sér lætur undir höfuð leggjast að semja áætlun. Eg veit ekki hvernig á því stendur: engin húsbyggingar- áætlun er fimm aura virði. Eg bjó til þrjár. Samkvæmt fyrstu. áætlun átti húsið að kosta X krónur, samkvæmt annarri áætl- un á:tti það að kosta X + Y og samkvæmt þeirri þriðju átti það að kosta X + Y + W.C. Þá hætti eg- Sérfræðingarnir birtast tveim- ur til sex dögum eftir að hús- byggjandinn byrjar að byggja. Þeir koma til þess að segja hon- um hvernig hann skuli hafa hús- ið. Hver sérfræðingur á sína uppáhaldskenningu og er hjart- anlega sannfærður um að allir aðrir sérfræðingar séu með lausa skrúfu. í bæjum má reikna með tiu til tólf sérfræðingum á fer- kílómetrann. Eg var naumast fyrr búinn að taka fyrstu skóflu- stunguna en eg kynntist kjallara- kenningunni. Samkvæmt henni er ekkert hús hús nema það hafi kjallara. Þessi kenning byggigt á þeirri hugmynd að ef maður þurfi á annað borð að grafa holu í jörðina, þá sé sjálfsagt að inn- rétta hana. Það er engin afsökun þó að maður sogist ekkert hafa að gera við 140 fermetra kjallara, Samkvæmt kjallarakenningunni kostar 140 fermetra kjallari nefnilega ckki neitt. Eg veit að þetta er dálítið flókið, en kjallar- inn er eins konar gotupeningur. Seinna komst eg í kast við ris- bæðarmennina. ÞEIR halda því fram að rishæðir kosti ekki neitt. Ef eg hefði ekki sjálfur lumað á nokkrum kenningum, þá byggi Framhald á bls. 9.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.