Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 10

Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 10
10 D A G U R Miðvikuöagirm 12. febrúar 1958 Þá er bezt að byrja á því að líta inn á ritstjórnarskrifstofuna, og eru raunar hæg heimatökin að segja frá. Þar er þrennt synlegt, fyrir utan ritstjórann: blöð og tímarit, sími, útvarp og nokkur bókakostur. Handritin þurfa að vera skýrt skrifuð eða vélrituð. Síðustu ár- gangar Dags eru að mestu ritað- ir á þessa vél. Ef einhverjir lesenda hefðu gaman af að fylgjast með því hvernig eitt tölublað af Degi verður til, vil eg biðja þá að íyigjast með máli og myndum. blað. Þetta er þó engan veginn nægilegt fyrir norðlenzkt blað. Norðlenzkt blað leitar sér nær um efni. Atvinnuvegirnir til sjós og lands er höfuðumræðuefnið, því að flestar • aðrar greinar eru þeim tengdar. — Hvernig fiskast, hvernig heyj- ast og hvar er iðnaðurinn á vegi staddur, eru mál málanna á öll- um tímum. Velfarnaður þessara atvinnugreina er undirstaða að lífvænlegri afkomu okkar og allrar þróunar. Dagur hefur alltaf talið það hlutverk sitt, öðru fremur, að vera fjölbreytt fréttablað, fyrir Norðurland fyrst og fremst ásamt því að taka virkan þátt stjórnmálabaráttunni cg lialda uppi merki Framsóknarílokksins, samvinnuhreyfingarinnar og hags munamálum Norðurlands breiðum grundvelli. Til þess aö fylgjast með þarf ritstjórinn að hafa stöðugt samband við fólk öllum stéttum og flokkum í bæj- um og sveitum. Minnisatriði eru krotuð á blað og smám saman verður til heildarmynd af næsta blaði, en aðeins í huganum fyrst í stað. Þar næst er setzt við ritvélina og hverju efni gerð þau skil, sem rúm blaðsins og aðrar ástæður leyfa. Sjaldan er tími til að eera Nú er svo komið blaðaútgáfu, að einum manni er það ofvaxið að lesa öll blöð landsins, nema mjög lauslega. En þar er finna umræður um öll helztu mál, sem uppi eru hverju sinni, innlend og erlend. Blaðamenn verða að greina kjarnann frá hisminu og glöggva sig á því, sem máli skiptir. Gildir þetta um fréttir og þjóðmálabaráttuna í blöðum og útvarpi. Og hann verður að vega og meta frétta- gildið, velja og hafna fyrir sitt í P.O.B. er myndamótagerðarvél sú er hér sést, og annast Bjarni Sigurðsson hana og gerir myndir fyrir Dag o. íl. Er vél þessi hin mikilsverðasta fyrir alla prentun í bænum, og er gott til Bjarna að leyta í því efni. — Ljósm. G. Ó. Hér sést Öm Steinþórsson við umbrotið. Hann raðar blýletrinu í formana og er það vandaverk svo vel fari, því hver blaðsíða er lir ca. 500—600 blý- og málmhíutum auk mynda. — f höndum Arnar gengur umbrolið bæði fljótt og vel. hvert af öðru, eins ög þau koma til lesendanna. Fyrstu blöðin eru vandlega athuguð, því að enn kur.na að leynast villur, sem nauðsyn ber til að leiðréttar séu, enda síðustu forvöð. Myndir, sem birtast í blaðinu, þurfa líka að fara í gegnum hreinsunareldinn. Af þeim þarf að gera myndamót í plast eðá málm. í Prentverki Odds Björns- sonar eru myndamót gerð á nokkrum mínútum, og er það mikill hægðarauki fyrir alla blaða- og bókaútgáfu á Akureyri. Dagur er oftast prentaður kvöldið fyrir auglýstan útkomu- dag, og áður en prentsvertan er orðin þurr, hafa blaðasölur bæj- arins fengið blaðið til sölu, og handfljótar konur setja það í umbúðir merktar kaupendum víðs vegar um landið. En morg- uninn eftir tekur póstþjónustan blöðin í sínar hendur. Blaðadrengirnir keppast við að bera blöðin til kaupenda í bæn- um og nokkrir vinna sér inn aura með að standa á götuhorni, með ný blöð undir hendinni, og hrópa: „Dagur í dag“ eða eitt- hváð á þá leið. Salan er auðvitað misjöfn, allt frá fáeinum blöðum uþp í 100 og jafnvel meirá þegar bezt gertgur. Útkomudagur vikublaðs er annadagur afgreiðslumannsins, en eins konar hvíldardagur rit- (Framhald á ll. siðu.) , uppkast að grein, þótt þess sé venjulega þörf. Verður því að venja sig á þá vandvirkni sem auðið er, því að innan stundar tekur prentsmiðjan við handrit- inu, og þá er of seint að gera gagngerðar breytingai'. Sá er þetta ritar, býr sér jafnan til lítið „model“ af næsta blaði og merkir þar inn á greinar og myndir, jafnóðum og þær verða til, og séi'stakt rúm ætlað auglýsingum. En oft fer svo á síðustu stundu, að efnið er annað hvort ox eða van. Þá er nauðsynlegt að hafa hi'aðann á að skrifa það sem á vantar eða stytta ef þess er þörf. En nú yfirgefum við skrifstof- urnár ög höldum í prentsmiðj- una. Vélsetjararnir taka á móti handritunum, steyþa lesmálið í blýplötur, eina fyrir hverja línu lesmáls í blaðinu. Þá taka aðrir við og brjóta um. Blýleti'inu er raðað í stálform af sömu stærð og blaðið á að verða. Og loks er allt komið á sinn stað og blaðið er „þrykkt af“ og próf- ai’kir lesnar. Prentvillupúkinn lætur aldrei á sér standa og skýt- ur upp kollinum hér og hvar. Villurnar eru leiðréttar og búnar til nýjar línur í staðinn fyrir þær, sem misprentazt eða misritazt hafa. Þegar því er lokið er blaðið fullbúið til prentunar. Formarnir eru festir í prentvélina ög hún sett af stað. Og nú koma blöðin Vélsetjarinn Þorkell V. Ottesen hefur um 35 ára skeið sett meginmálið í blaðið og þakkar Dagur ágætt og ánægjulegt samstarf við hann og alla aðra starfsmenn P.O.B. allt firá sehdisveini til prentsmiðjustjóra, Sigurðar O. Bjömssonar. — Myndir tók B. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.